FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tölva í bílinn

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tölva í bílinn

This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarni Gunnarsson Bjarni Gunnarsson 22 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.01.2003 at 13:45 #192034
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælt sé fólk.

    Ég hef verið að velta fyrir hversu fýsilegt að setja tölvu í bílinn (ekki fartölvu), tölvu sem verður í honum að staðaldri.

    Það er hægt að ganga mjög snyrtilega frá þessu, t.d. með snertiskjá í mælaborði o.s.frv. Notkunarmöguleikar eru vitaskuld óteljandi, hér er dæmi: http://www.dashpc.com

    Hvernig líst mönnum á? Ef þetta væri til sem nokkurs konar „pakkavara“, hvað væru menn til í að borga fyrir svona?

    Kveðjur,
    -Snorkurinn

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 21.01.2003 at 15:08 #466816
    Profile photo of Einar Lárusson
    Einar Lárusson
    Member
    • Umræður: 57
    • Svör: 366

    Þetta hljómar vel en mér finnst skjárinn vera frekar lítill. Þar sem að ég er alger tölvunörd að atvinnu og áhugamáli þá finnst mér miklu meira kúl að vera bara með venjulega PC-tölvu og svo einhvern góðan 17"lcd skjá, en það kostar nú slatta. Ég læt bara lappann duga í bili en það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.

    Kveðja
    Einar





    21.01.2003 at 15:45 #466818
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Þræl sniðugt, fyrir utan tvö smáatriði.

    Borðtölvur eru ekki hannaðar til að hristast, hoppa og skoppa.
    Borðtölvur og venjulegir LCD skjáir eru ekki hannaðar til að notkunar í miklum kulda.

    Lapptoppar eru venjulega mun betur hannaðir með þetta í huga, þá eru þeir einnig betur varðir fyrir rafmagnssjokkum frá lélegum orkugjöfum.

    Svo verður þetta ekki almennlega kúl fyrr en maður fær svona "Police" útgáfu af mælaborðinu í bílinn, með innbyggðum tölvuskjá og lyklaborði milli framsætana :)

    Kveðja
    Rúnar, atvinnunörd.





    21.01.2003 at 16:13 #466820
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Rúnar reit:

    >Borðtölvur eru ekki hannaðar til að hristast, hoppa og skoppa.
    >Borðtölvur og venjulegir LCD skjáir eru ekki hannaðar til að notkunar í miklum kulda.

    Ég hef kynnt mér málið og það eru engin sértök vandamál með hristing. Venjulegir harðir diskar þola ýmislegt, einnig er ekkert því til fyrirstöðu að setja laptop disk í vélina. Einnig er kuldi ekkert mál fyrir tölvuna sjálfa, það hef ég lesið á spjallþráðum.

    Annað mál er með LCD skjáinn. Þeir þola svosem alveg að vera í gangi í miklu frosti, en eru ansi hægir að uppfærast þangað til hitinn skríður yfir frostmarkið.

    >Lapptoppar eru venjulega mun betur hannaðir með þetta í huga, þá eru þeir einnig betur varðir fyrir rafmagnssjokkum frá lélegum orkugjöfum.

    Ferðatölvan er svosem ekkert betri í kulda, en þú getur í öllu falli tekið hana með þér inn. Það sem pirrar mig við þessar ferðatölvur er að mjög erfitt er að koma þeim fyrir svo vel sé, þær taka mikið pláss, víraflækjur fylgja þeim o.þ.h.
    Það er mjög auðvelt að fá 12V orkugjafa fyrir tölvur (enda er innri spennan í tölvunni 11 og 5V (að mig minnir)).

    Kveðjur,
    -Snorkurinn





    21.01.2003 at 16:43 #466822
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Hæ, hó..

    Ég var lengi vel að spá í að setja svona tölvu í bílinn hjá mér. Það er ekkert mál að tengja þetta drasl. Gallinn er bara að maður fær ekki hafa neitt í friði nú til dags. Það er öllu stolið. Það er allveg á hreinu ef maður væri kominn með flottan LCD skjá í mælaborðið og með P4 og 200gb disk fullan af DVD myndum. Þá væri búið að stela þessu öllu daginn eftir. Maður getur þó tekið ferðatölvuna með sér inn.

    Ég hef séð hjá einum manni sem var með gamla ferðatölvu og tók skjáinn af henni og tengdi hann sérstaklega með framlengdum kappli. Þetta er í raun ekki mikið mál og kannski er þetta sniðugt fyrir þá sem nenna því. Og eru tilbúnir að forna ferðatölvunni..

    kv,
    heijo





    21.01.2003 at 23:05 #466824
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég hef talsvert spáð í svona "bíltölvu" og þetta er ekki eins mikil snilldarlausn og virðist í fyrstu.

    Í fyrsta lagi eru snertiskjáir mjög dýrir, t.d. kostar þessi 6,5" skjár sem gæinn er að nota ca. 700$ (vel hægt að fá nothæfa fartölvu fyrir þann pening). Það er hægt að fá ódýrari skjái en þetta er alltaf spurning um gæði.

    Í öðru lagi er rafmagnið vandamál, best væri ef hægt væri að vera með DC/DC spennubreyti en það er ekkert einfalt mál, þetta er talsvert flóknara en bara að breyta 12 voltum í 5 og 3 volt. Þá situr maður uppi með inverter sem breytir 12 voltum í 230 volt sem síðan er breytt aftur niður í 12, 5 og 3 volt í spennugjafa tölvunnar… virkar en er ekki mjög snjallt.

    Í þriðja lagi eru harðir diskar ekki góður búnaður í jeppa. Harðir diskar gerðir fyrir borðtölvur þola ekki mikið hnjask meðan þeir eru í gangi, fartölvudiskar þola meira en samt ótrúlega lítið. Geisladrif/DVD fyrir tölvur þola ekki sama hristing og bílgeislaspilarar. Best væri að vera með stórt minniskort tengd við USB (sem hægt væri að ræsa tölvuna á)… engir hreyfanlegir hlutir, en afskaplega dýrt.

    Kv.
    Bjarni G.
    p.s. ég ætla samt að útbúa svona í bílinn hjá mér :)





    22.01.2003 at 09:35 #466826
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkur ár. Ég sé enga tæknilegar hindranir, þetta er bara spurning um að finna tíma og byrja. Ég bæði skoðað að vera með Linux stýrikerfi, og líka að vera með litla "micro controller" tölvu. Hægt er að kaupa micro controller bretti fyrir um 100 dollara.

    Linux tölva þarf ekki harðan disk, hægt er að ræsa tölvuna af geisladiski eða floppy drifi. Það er hægt að fá móðurborð sem eru með skjá og hljóðkorti, þetta mætti festa neðan í annað framsætið. Það eru ýmsir kostir sem koma til álita varðandi aflgjafann eins og Bjarni nefnir.

    Ég ætlaði fyrst og fremst að nota tölvuna til að safna GPS tracki sjálfvirkt fyrir allt sem bíllinn færi, stjórna loftpúðum og hugsanlega til að spila músik. Fyrir þessa hluti þarf ekki skjá. Til að færa gögn á milli má nota nettengi í bílskúrnum, nú eru þráðlaus net orðin ódýr, það mætti nota slíkt til að færa gögn á milli heimilstölvunnar og bílsins hvenær sem bíllinn er nærri húsinu.





    22.01.2003 at 12:33 #466828
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Hmmmm.

    Það hlítur að þýða að kóarinn getur farið Quake við kóarann í næsta bíl…. :)

    Bara kúl.

    Kveðja
    Rúnsi.





    22.01.2003 at 17:26 #466830
    Profile photo of Sigurður G. Kristinnsson
    Sigurður G. Kristinnsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 149

    Af minni reynslu koma fartölvur ekki betur út í miklum hristing þær eru gjarnari á að bila um borð í skipum þar sem er stöðugur hristingur jafnvel allann sólarhringinn dögum saman . Radíómiðun kom með tölvu um borð til okkar til prufu það er talva sem er byggð inn í kassa ekki ósvipaðan nmt farsíma lítið og nett þetta hefur komið vel út skoðið þetta ef þið eruð að spá í að setja fastan búnað í bílana kveðja SIGGI





    23.01.2003 at 22:21 #466832
    Profile photo of Arnór Árnason
    Arnór Árnason
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 430

    Einn vinnufélagi minn var að kaupa sér móðurborð af eftirfarandi síðu sem líta þokkalega út í þessum tilgangi – eru með örgjörva, skjákort, sjónvarpsútgang, hljóð o.fl. á mjög litlu og nettu korti.
    Þeir sem er vitnað í þarna eru svo margir að tengja við þetta litla ódýra sjónvarpsskjái – það er fínt fyrir t.d. músík og slíkt, en hentar nú sennilega ekki fyrir korta-forritin.
    http://www.mini-itx.com/store/default.asp?c=2
    og dæmi um notkun
    http://www.via.com.tw/en/VInternet/carpc.jsp





    24.01.2003 at 14:26 #466834
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér sýnist að [url=http://www.mini-itx.com/faq.asp:zezmv03j]tölvan[/url:zezmv03j] sem Arnór vísar á henti mjög vel til að nota í bíl. Velin er með öllum algengum tengingum og getur keyrt bæði Windows and Linux. Hægt er að fá aflgjafa sem fyrir 12 volt og það er hægt að draga úr aflnotkun með því að hægja á vélinni þegar álag er lítið.

    [img:zezmv03j]http://www.viaarena.com/htmlimages/epiam%20007.jpg[/img:zezmv03j]
    Myndin sýnir tengingar á móðurborðinu.
    Verð á móðurborði með örgjörva og kassa með 12 volta aflgjafa er um 130 pund. Hægt er að fara í 1GB í minni. Diska, lyklaborð og þess háttar er hægt að kaupa á [url=http://www.molar.is/listar/partalistinn:zezmv03j]partalistanum[/url:zezmv03j]. Þar sem vélin er með nettengi, er einfalt að nota verðatölv fyrir skjá og lyklaborð.





    24.01.2003 at 15:24 #466836
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Það er allt hægt í þessum málum… bara spurning hvað menn eru tilbúnir að leggja á sig mikið vesen 😉
    Það sem ég held að verði lang snjallast í jeppann eru svokallaðar "TabletPC" en það eru í raun fartölvur án lyklaborðs en með snertiskjá í staðinn (sumar eru líka með lyklaborði).

    Sjá t.d.:
    [url=http://www.microsoft.com/windowsxp/tabletpc/default.asp:n09x9tii]Microsoft TabletPC[/url:n09x9tii]

    [url=http://h18000.www1.hp.com/products/tabletpc/index.html?c=smbtabletpc_CPQHome&n=D_I_DR_X_T_x_1699newcompaqtabletpctc1000&r=CPQ_Home_O&t=ad:n09x9tii]Compaq TabletPC[/url:n09x9tii]

    Kv.
    Bjarni G.





    24.01.2003 at 16:48 #466838
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég fletti upp verði á Compaq TC1000, það reyndist um 1800 dollarar, eða c.a. 6 falt verð VIA EPIC kerfis, án skjás. Ég er ekki tilbúinn að borga svona mikið fyrir skjáinn, enda á ég tvær gamlar ferðatölvur með vel nothæfum skjá. Ég hef líka velt því fyrir mér að nota gamlan 13 tommu VGA skjá sem ég á.





    25.01.2003 at 00:02 #466840
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er með Pocket PC og hef verið að hugsa um að kaupa mér GPS móttakara í hann. Hefur einhver prófað Pocket PC með GPS? Hafa menn komið kortum í Pocket PC svo eitthvert vit sé í (á þar við skjástærðina)

    Kv Svenni





    25.01.2003 at 00:22 #466842
    Profile photo of Heimir Jóhannsson
    Heimir Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 22
    • Svör: 171

    Ég fór að hugsa..

    Það eru komnar mjög litlar vélar bæði frá Dell og Hp sem hægt er koma undir sætið. En hvað er maður að græða á þessu?? Ekki neitt. Þú þarft að kaupa skjá, þráðlaust lyklaborð óg mús. Það er miklu hendugra að nota ferðatövlu heldur enn deskop tölvu í þetta. Ferðavélinn er með batterí til að taka við þegar/ef rafmagnið fer af og þar af leiðandi verndar hún bæði disk og stýrkerfi. Það er allveg ljóst að ferðavél er betir í þetta. Þú færð flottar nýjar ferðatölvur með dvd og öllu fyrir 100þús kall í dag. Ef þú ætlar að nota desktop tölvu í þetta, Þá þarft þú alltaf að borga meira. Og meira vesen að koma fyrir. En ef menn vilja kaupa svona skjái sem kosta helling af peningum og setja þetta í mælaborðið hjá sér. Þá er samt hægt að nota ferðatölvuna til að keyra skjáinn og stýrkerfið. Það er ódýrara heldur en að troða enhverju móðurborðsdrasli með ölluí bílinn hjá sér. Eru menn ekki sammála því?. Svo getur maður alltaf tekið með sér ferðatölvuna inní skála.

    ps.
    En fyrir ykkur sem eruð með algjöra dellu þá er þetta eitt af því sem verður að gerast!! Ég ætla að halda áfram með ferðatölvu í bili að minnsta kosti!!

    kv,
    heijo





    25.01.2003 at 01:39 #466844
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Við erum að fá nýja gerð af tölvum sem er 21.5*29.5*18.8 cm að stærð og verðum einnig með snerti skjá sem er að mig mynnir 12,1"

    Verð tölva:
    Með P4 2400Mhz og 80gig ATA 133 7200 256mb minni DDR allt annað til staðar þ.e firewire USB2 etc… ca. 75.000,- (heildsala)
    Snerti skjár TFT 12,1" ca. 55.000,-

    Þráðlaus tenging bíll – heimilistölva ca 16.000,-
    (þá er hægt að net tengja tölvu í bíl sem stendur úti á plani við vél inni í stofu til að færa á milli gögn t.d.

    Ég veit hinsvegar ekki hversu mikið vit er að hafa svona græju í bíl, hún þolið það að öllu leiti en labbin er mjög sniðugur af mörgum ástæðum líka.

    Við eigum reindar líka til 15" TFT snertiskjá en hann kostar eitthvað nálægt 70.000,-

    Öll verð eru með vsk.

    Vonandi gefur þetta einhverja hugmynd hvað svona gæti kostað….

    Sjá mynd í albúmi.

    Kv.
    Benni
    Akureyri
    STOLTUR BARBÍ MAÐUR

    Já hey!…. notagildið felst nátturlega í því að hafa 200gig HD með nóg af bíómyndum á til að góna á meðan beðið er eftir Dadsun hehee….





    25.01.2003 at 14:34 #466846
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Kostirnir sem ég sé við að hafa tölvu í bílnum er að fá fyrirhafnarlausa söfnun á öllum trökkum, og þægilegri stýring á loftpúðum. Tölvan og gps tækið yrðu alltaf í bílnum og myndu sjá um að safna trökkum sjálfvirkt. Ennfremur er hægt að nota tölvuna til að spila (þjappaða) tónlist.

    Vélbúnaðurinn sem ég myndi nota er ódýrari en notuð ferðatölva, c.a. 20.000 fyrir tölvuna, skjár og harður diskur yrðu notaðir hlutir sem ég á til eða hægt er að fá fyrir lítið.

    Ef ég nota 13" vga skjá við tölvuna, þá getur hann verið fastur í bílnum, ég hef ekki áhyggjur af því að honum verði stolið 😉





    28.01.2003 at 08:16 #466848
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þessi [url=http://www.opussolutions.com/150watt.html:tfapk95g]aflgjafi[/url:tfapk95g] notar 12 (eða 24) volt og er sérstaklega hannaður til notkunar í bíl. Verð er USD 190 (180 án kassa og viftu).





    28.01.2003 at 11:16 #466850
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég keypti [url=http://www.labjack.com:x9q1k760]svona[/url:x9q1k760] græju til að setja í trukkinn. Með henni og smá föndri er hægt að tengja allt mögulegt í bílnum við tölvu. T.d. stjórna relay-um, lesa af skynjurum o.þ.h. Ég ætla aðallega að nota þetta til að búa til tölvustýrða loftfjöðrun en möguleikarnir eru endalausir :)

    Kv.
    Bjarni G.





    28.01.2003 at 16:43 #466852
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Benedikt reit:

    [quote:1h97gq3i]
    Verð tölva:
    Með P4 2400Mhz og 80gig ATA 133 7200 256mb minni DDR allt annað til staðar þ.e firewire USB2 etc… ca. 75.000,- (heildsala)
    Snerti skjár TFT 12,1" ca. 55.000,-
    [/quote:1h97gq3i]

    Benedikt, hverjir eru "þið" sem seljið þetta? E-r heimasíða?

    Kv.,
    -Snorri





    28.01.2003 at 19:37 #466854
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Bjarni,

    Þú villt kanski segja okkur hvað þú ert búinn að eiga fínu græjuna lengi, og hvernig hún virkar, t.d. við að stjórna loftpúðunum?

    Emil





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 21 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.