FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tölva

by Hjalti Steinþórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Tölva

This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Dagbjartur Vilhjálmsson Dagbjartur Vilhjálmsson 16 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 25.03.2009 at 13:11 #204101
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant

    Sælir.. Hef spurningu handa ykkur. langar að græja í bílinn hjá mér tölvuna á standi, hugsa að maður fái sér kúlur hjá r.sigmundssyni og arm á milli. er ekki með gps tæki en er ekki alveg eins gott að fá sér bara gps pung???
    annað hvað þarf öflugann straumbreyti fyrir tölvuna svo maður sé öruggur?? borgar sig eitthvað að taka það stórann að maður hafi auka á honum? hvað ætti maður að hafa í sambandi fatta ekki hvað það ætti að vera??
    Svo þetta með þetta nýja Íslandskort.. Af hverju kostar það 19.000 og maður fær bara að hlaða því tvisvar upp?? ef tölvan hrynur er þá bara 18.000 farinn??
    spyr sá sem ekki veit;)
    kv. Hjalti

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 34 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 25.03.2009 at 13:31 #644384
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Þú mátt hlaða því í fullt af tölvum en bara í tvö gps tæki
    kv Gísli





    25.03.2009 at 13:58 #644386
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    oki en er þá bara hægt að finna forrit á netinu til að vinna með pungnum??





    25.03.2009 at 17:00 #644388
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir
    Til að ná sambandi við GPS punginn þarftu bara driver en hann fylgir með ef þú kaupir hann nýjan, annars er yfirleitt hægt að nálgast driver á netinu (hjá Garmin ef þú ert með Garmin pung). Mér finnst persónulega betra að track í GPS göngutæki og hlaða síðan ferlinum niður í tölvuna og vinna með hann þar en það er líka vel hægt að tracka í tölvunni í gegnum punginn og vista þar beint.
    Til að keyra eftir GPS tækin og tracka ferla þarftu forrit í tölvuna, vinsælustu forritin eru Mapsource (keyrir þó actually eftir forriti sem heitir nRoute) og svo gömlu góðu forritin OziExplorer og NavTrek en þau fást ódýr á netinu.
    MapSource keyrir á stafrænum kortum frá R.Sigmundssyni en Ozi og NavTrek eru með skönnuð kort frá LMÍ undir. Hægt er að versla amk Ozi á netinu fyrir fáa dollara og kortin færðu frítt hjá einhverjum góðviljugum félaga í F4x4.
    Ég hef bæði keyrt mína tölvu á 150W inverter og 300W og báðir veittu nógan straum. Aðalatriðið er að versla góðan inverter en ekki eitthvað cheepó bípó sem eyðilegst eftir 1-2 vetur.
    kv
    AB





    25.03.2009 at 18:36 #644390
    Profile photo of Pálmi Benediktsson
    Pálmi Benediktsson
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 219

    Það verður að segjast eins og er að rekstraröryggi tölva er ekki til þess að treysta því algjörlega. Það eru sennilega flestir windows notendur sammála því. Ég held að það sé alltaf öruggara að vera með gps tæki með tölvunni. Þá geturðu alltaf trakkað með tækinu og haft í tækinu mikilvæga punkta, svo maður rati nú heim ef skyggni verður slæmt. Ódýrustu handtæki kosta hvort eð er svipað og gps pungur.
    En tölvan gefur mikla möguleika og mér finnst mun þægilegra að nota tölvuna til þess að rata eftir.
    Garmin-kortin eru góð og þeirra helsti kostur er að flestir eru að nota þau.
    Langar að benda ykkur á nettölvu (þeir vilja hana kalla það frekar en fartölvu) sem ég held að gæti hentað vel í jeppann. Lenovo S10.
    Skjárinn er 10,2" og með einhverri glampavörn og svo sést vel á hann frá flestum hornum.
    Það skaðar ekki að hún kostar ekki nema ~400$ í USA.

    Lenovo S10:

    http://shop.lenovo.com/SEUILibrary/cont … AEBC064493





    25.03.2009 at 19:31 #644392
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Ég er allveg sammála að það borgar sig að vera með handtæki frekar en pung. Tækið þarf ekki að vera með kort eða geta gert nokkurn skapaðan hlut annað en tracka leiðina til þess að þú getir bjargað þér heim ef (þegar) harði diskurinn í tölvunni hrinur.

    Ég tel það bara nauðsynlegt að vera með tæki sem trackar og að kunna að nota það ef tölvan bilar.

    Óli





    25.03.2009 at 20:08 #644394
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    Oki held ég skilji ykkur. ótdýrt handtæki kostar svipað og gps pungur. nauðsynlegt til að rata eftir heim ef og þegar windows hrinur í tölvunni. SKiljanlegt.. uhh þá er það spurning hvernig handtæki er nóg að nota?? er Oregon tm 300 nóg?? er ekki einhver markaður með svona notuð tæki? annað þið nefnduð að það væri best að rata eftir kortinu ekki keyra eftir því. Eru þessi forrit ekki bara eins og stór gps skjár?? þ.e. stærra svæðið í kringum það sem maður er að keyra sést??

    Þá er skipulagið orðið svona.. taka inventor sem maður getur þá notað líka í að hlaða myndavélina og svona. borð frá r.sigmundssyni, kortið er til í tölvunni ódýrt handtæki eða pungur og forrit sem vinnur með garmin kortinu ef það verður pungur.. Er þetta ekki rétt skilið?

    takk fyri góð svör .. 😉

    kv. Hjalti.





    25.03.2009 at 20:47 #644396
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Jú, tölvan er í raun eins og stór gps skjár. Ég keyri frekar eftir gps tækinu þegar ég keyri eftir tracki einfaldlega vegna þess að tækið er í framrúðunni og þ.a.l. mjög vel staðsett til að keyra eftir. Einnig eru skjáirnir á gps-tækjunum yfirleitt mun betri til að keyra eftir í mikilli byrtu. Ef tölvan er vel staðsett og skjárinn góður er líklega þægilegt að keyra eftir henni.
    .
    En fyrst við erum farnir að ræða setup á þessu dóti þá er það á planinu hjá mér að festa tölvuna einhverstaðar afturí bílinn og fá mér ca. 10" snertiskjá sem ég get fest efst í mælaborðið. Það ætti að vera mjög þægilegt að keyra eftir því.
    .
    Kv, Óli





    25.03.2009 at 20:57 #644398
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Gleymdi því….
    .
    Ef tækið sendir frá sér nmea merki (minnir að þetta sé rétt), þá getur þú notað forrit frá gpsgate.com til að tengjast nánast hvaða forriti sem er. Ég held að þú getir notað nánast hvaða tæki sem er með þessu forriti svo lengi sem það sendir frá sér merkið.
    Það var bent á þetta forrit hér á spjallinu fyrir nokkrum dögum og ég prófaði þetta með Garmin nRoute og það virkar. Þú þarft samt að vera með leyfi til að aflæsa kortinu alveg eins og þegar þú notar Garmin tæki.
    .
    Vonandi hjálpar þetta…
    .
    Kv, Óli





    25.03.2009 at 20:59 #644400
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    Já það er örugglega maggnað.. Fínt geta leyft krökkunum að djöflast í tölvunni á meðan ef þau hafa ekki sama brennandi áhuga á umhverfinu.. 😉 en ástæðan fyrir þessu hjá mér, þ.e. að kaupa ekki almennilegt gps tæki strax er það að ég er ekki á svo mikið breyttum bíl ( er bara á 35“) að ég sé á leið upp á jökul eða í kafalsbyl eitthvað.. heldur hugsa ég þetta fyrst og fremst svona til að geta þvælst um landið á vorin ,sumrin og haustin svona vitandi eitthvað hvar maður er og hvað sé framundan.;)
    Leist rosa vel á þessar kúlur sem þeir í R.Sigumundssyni eru með. ætlaði að festa bara aðra utaná gírkassahólfið á milli sætana konumegin í bílnum og þá kemur armurinn þar upp, og tölvan er þá nálægt miðjunni í bílnum.. held það sé svona skársti kosturinn…
    en gaman að fá viðbrögð frá svona alvöru jeppaköllum..

    kv. Hjalti





    25.03.2009 at 21:08 #644402
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Ég er nú bara á 35" líka :) Maður getur sko alveg lent í blindbyl á svoleiðis bílum. Sérstaklega þegar maður er að asnast upp á jökla….
    .
    En svo er maður með króníska tækjadellu, hehe





    25.03.2009 at 21:13 #644404
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    nú jæja maður hefur þá alveg afsökun fyrir að vera að eyða stórfé í talstöð og gps dót og spotta og skóflur og alls konar dótarí þó maður sé "bara" á 35 tommunni..;) en svona án gríns nærðu eitthvað að keyra um á þessum jöklum á svo litlum dekkjum?? ég fór reyndar einu sinni á Langjökul á 35 tommu en það var nú í svo góðu færi að 18 hundur súbbi hefði sennilega haft það..;)





    25.03.2009 at 21:14 #644406
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Held það sé alveg þess virði að skoða þessar smátölvur sem [url=http://www.leidir.is/index.php/sida/217:35uv9u5z][b:35uv9u5z]Leiðir ehf[/b:35uv9u5z][/url:35uv9u5z] hafa verið með og eru án nokkurra hreyfanlegra hluta. Gögn eru geymd á hálfleiðaradiski en ekki venjulegum hörðum disk svo högg og titringur hafa engin áhrif. Skella svo með þessu 10" – 12" snertiskjá og fá sér svo gpspung og netpung og þú ert kominn í bæði netsamband og með gps tæki, hvað er hægt að hafa það flottara. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur að vera að spjalla á MSN eða vera á Facebook einhverstaðar upp á fjöllum. Tær snilld.

    Kv. BIO





    25.03.2009 at 21:25 #644408
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Jamm, ég hef farið ansi margar ferðir á Langjökul og einu sinni á mýrdalsjökul á 35".
    .
    það er hægt að ferðast heilmikið á minna breyttum bílum en ég tel nauðsinlgt að fara EINGÖNGU með góðum mönnum á öflugum bílum ef halda skal á hálendið að vetri á lítið breyttum bíl. Þá er alltaf hægt að skilja litla bílinn eftir eða fá aðstoð og bjarga sér til byggða.
    .
    Svo er alltaf gaman að fara ferð með Litlunefndinni, ég hef farið í ófáar ferðirnar með þeim, síðast um síðustu helgi.

    Kv, Óli





    25.03.2009 at 21:29 #644410
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    Já nú er lag að læra þetta og vera duglegur að fara með litludeildinni og ef maður fær að fljóta með þeim stóru.. það er sjúklegt að vera uppi á fjöllum í fallegu veðri..;)
    en takk kærlega fyrir hjálpina með þessi gps punga mál allir saman..

    kv. Hjalti





    25.03.2009 at 21:44 #644412
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Er að setja inn mynd af stand núna á mynda síðuna ( það væri got að færa hanna yfir hingað á spjallið

    kv,,,, MHN





    25.03.2009 at 21:47 #644414
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    já væri gaman að sjá standa.. hélt reyndar að menn væru bara með þessa hefðbundnu kúlur frá r.sigm.. er það ekki rétt?? eru menn að mixa þetta í skúrnum sjálfir.. þá væri gaman að sjá það ?? hef ekki fengið neina hugmynd sem hægt er að framkvæma svo hægt sé að hreyfa standinn eins og á kúlunum…
    kv. Hjalti





    25.03.2009 at 21:59 #644416
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Það er hægt að nota þrífót sem er fyrir mindavélar í svona myndin sem er á myndasíðu sumir fætur leifa svona breitingu

    kv,,, MHN





    25.03.2009 at 22:25 #644418
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Svo er hægt að sleppa snertiskjám og tölvuborðum og fá sér bara 9 eða 10" tölvu og setja hana á mælaborðið á 4 litla franska rennislásabúta. 9" ASUS eee kostar ekki nema 150-200 GBP á ebay.co.uk og svínvirkar. Er með svona sjálfur.
    sjá td [url=http://http://cgi.ebay.co.uk/ASUS-Eee-Pc-900-EEEPC900BF001-PC-Notebook-Laptop-New_W0QQitemZ320337695552QQcmdZViewItemQQptZUK_Computing_Laptops_EH?hash=item320337695552&_trksid=p3286.c0.m14&_trkparms=66%3A2%7C65%3A3%7C39%3A1%7C240%3A1318:3vwnu70i][b:3vwnu70i]hér [/b:3vwnu70i][/url:3vwnu70i]





    25.03.2009 at 22:58 #644420
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Hér er einkvað að skoða ( Flottur frá gangur á þeiri fyrri )
    http://aaproductsinc.com

    http://www.jottodesk.us/ford_f100_car_mustang_desk.htm

    Kv,,, MHN





    25.03.2009 at 23:33 #644422
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    það má ekki sýna manni svona visakortinu var bara kippt úr höndunum á mér þegar ég var að panta fót sem hægt var að stilla á alla vegu… hvernig er það að panta svona að utan?? þarf ekki að borga af þessu tolla og svoleiðs dót??





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 34 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.