This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.10.2007 at 21:33 #201065
Vildi kanna hvort einhver væri til í að gera jeppaferð úr árshátíðarferðinni nk. föstudag
–
Vorum nokkur að spá í að aka Sprengisand eða Kjöl norður og vildum kanna hvort einhver hefði áhuga á að slást í för.
–
Heyrði að það væri þónokkur snjór á þessum svæðum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.10.2007 at 22:18 #601430
Ég vill árétta það til þeirra sem ætla að fara Sprengisand norður. Að greiða yfirferðagjald ( veggjald ) til Rottugengisins. Peningana má hengja á vegprest sem á stendur Illugaver. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er yfirferðagjaldið 10.000 per jeppa. Hægt er að kaupa klippikort hjá Karli H Sveinssyni og spara með því 10%. Ég vill einnig árétta það við ferðalanga að pissa við húsgaflinn í Stóraveri. Þ.a.s áður er farið er yfir brúnna á Stóraversskurðinum. Því bannað er að kasta af sér líkamsvessum á yfirráðasvæði Rottugengisins. Síðan má ekki kasta af sér þvagi fyrr en við norðurbakka Mjóhálskvíslar.
Virðingafyllst Rottugengið
PS bannað er að taka með sér snjó af svæði Rottugengisins og er ferðalöngum bent á að.
Hreins snjó úr dekkjamunstrinu á suðurbakka Mjóhálskvíslar.
29.10.2007 at 22:32 #601432ef þið ætlið að mæta á Árshátíðina 2007 en ekki á jólaglögg Eyfirðinga skuðuð þið fara að koma ykkur af stað. Svona miðað við sögur sem heyrst hafa síðustu sólarhringa. Hjálparsveitin verður upptekin við önnur verkefni svo þið verðið bara að bjarga ykkur sjáf nú eða hrigið bara beint í 112.
Hjálp Lella
29.10.2007 at 23:13 #601434Var að spá i að taka Sprengisand norður snemma á föstudaginn
kv Gísli Þór
29.10.2007 at 23:16 #601436Er kominn einhver snjór á sprengisandi, eða er þetta bara hræðslu áróður.
kv
Finnur
30.10.2007 at 00:40 #601438Sæll Gísli. Ef að farið verður Sprengisandsleið þá máttu bóka eitt sæti á mig.
Kveðja, Theodór.
30.10.2007 at 08:11 #601440Teddi minn bara að drífa sig af stað og kenna norðanmönnum listina að skemmta sér!!!!
kv Gísli
30.10.2007 at 08:11 #601442Teddi minn bara að drífa sig af stað og kenna norðanmönnum listina að skemmta sér!!!!
kv Gísli
30.10.2007 at 10:21 #601444ætlar þú á árshátíð?
30.10.2007 at 13:24 #601446Nei siggi ég fer ekki á árshátið en ætla að þvælast um miðhálendið þessa helgi, það var þess vegna sem ég spurði um snjóalög.
kv Finnur
30.10.2007 at 14:17 #601448Ofsi minn…
Bara þér til fróðleiks, þá ætla ég að stúta nokkrum baukum á leiðinni því þetta er nokkurskonar húsmæðraorlof hjá mér. Ég mun merkja mér alla þá steina sem standa uppur á leiðinni. Rottur eru kvikindi sem þrífast á óþrifnaði og sóðaskap. Ekki skil ég hversvegna þú kippir þér því uppvið smá líkamsvessar sem skildar verða eftir þvers og kruss um hálendið.
Ég er líka með hálendisafsláttarkort því ég keyri um á alvöru bíl….PATROL my darling PATROL sko !!!–
Ætla allir að fara þjóðveginn eða eru einhverjir fleiri í þessum klúbb aðrir en sófariddararnir ?
30.10.2007 at 14:56 #601450Hvenar á föstudegi eruð þið að spá í að leggja í hann?
–
Kv Ísak Fannar
30.10.2007 at 16:01 #601452Verður frá Select í rvk klukkan 1300 á föstudeginum.
Benni Akureyringur er víst búinn að ákveða þetta allt fyrir okkur.
Sjá á þessum þræði[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/10693#83801:kverpn92][b:kverpn92]hér[/b:kverpn92][/url:kverpn92]
30.10.2007 at 18:28 #601454Þetta lýst mér vel á, þótt ég sé ekki að fara á árshátíð. í dag snéru bílar við frá Kaldadal, sá sem baslaði mest hætti við neyðarskýlið, Rover á 44". Eins snéru menn frá á leið í Jaka, frá Húsafelli. Það er rigningarspá fyrir föstudaginn, en snjókoma fram að því. Nú ríður á að standa sig og halda haus hjá árshátíðarförum.
Góðar stundir
30.10.2007 at 21:19 #601456Linkurinn virkar ekki.
30.10.2007 at 21:23 #601458Þetta er allt að komast í lag…. vona að þið skemmtið ykkur vel á leiðinni samt… ég ætla að vera bölvuð gunga og fara með flugi á föstudagsmorguninn til að vera þrællinn hans Benna í heilan dag 😉 Hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn?
30.10.2007 at 21:53 #601460Ég get upplýst ykkur um það að láglendispíkan ætlar að standa undir nafni og fara þjóðveg 1 norður (föstud. um +10 leytið) enda á nánast óbreyttum smájepplingi, sem eftir öruggum heimildum á akkúrat ekkert erindi á fjöll eftir að hausta tekur.
Þar að auki væri það síðasta sem að ég myndi gera er að borga eitthvað yfirreiðargjald fyrir það að fá að halda í mér yfir hálft hálendið enda í stórum vandræðum með blöðruhálskirtilinn. Hins vegar væri ég til í að borga fyrir það að fá að létta á mér…
Ég dauðöfunda hins vegar þá sem að ætla Sprengisandinn og reyni að bera þann harm í hljóði.
Kv. Steffie
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
