This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Ragnarsson 14 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Frúin hringdi í mig í dag og tilkynnti að gamli Subaruinn hennar væri orðinn svo ofsalega þungur í stýri. Þegar ég fór að kanna málið hafði reimtrissan losnað á sveifarásnum og hnoðast þar til þangað til reimin fékk nóg og fauk af.
Það sér talsvert minna á sveifarásnum en reimskífunni svo ég er að gera mér vonir um að geta reddað frúnni í gang aftur ef ég finn nothæfa reimskífu á partasölu.
Þá kemur upp spurningin um það hvort til sé eitthvað töfralím sem geti fyllt upp í bilið á sveifarásnum þar sem áður var kílspor og haldið trissunni í skefjum svo hún fari ekki að snúast laus á ásnum.
Ef til vill er þetta hreinasta óskhyggja og bíllinn bara öskuhaugamatur, en ef einhver hefur reynslusögur af svona skítreddingum og hvaða efni voru notuð, þá vil ég gjarna fá að vita allt um það.
Kv.Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.