This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nú er mér vandi á höndum. Ég er með Isuzu Rodeo (sami bíll og Honda Passport), ´95 módel með 3.2 l v6 bensín vél keyrðan 86 þús mílur (~140þús km)
Hann gengur skrykkjót eyðir ótæpilega af bensíni, skilar litlu afli og ?skýtur? (backfires) undir álagi. Olíuþrýsingurinn er lágur, 55psi þegar hann startar kaldur, 30 í keyrslu heitur og 10-15psi í lausagangi heitur.
Eftir töluverða yfirlegu telur bifvélavirkinn minn sig vera búinn að finna út að undirlyftur sé stíflaðar eða slitnar. Lítið olíuflæði skýri af hverju þrýstingurinn sé svona lágur, jafnframt því að ventlarnir nái ekki að halda réttum tíma sem skýrir þá afleysið og eyðsluna.
Kannast einhver við svona vandamál og kann auðveldar launsnir?
Á netinu hef ég rekist á alls kyns töfralausnir, ofur þykk eða extra þunn olía, hin eða þessi bætiefni sem eiga að geta losað um lyfturnar og komið eðlilegu olíuflæði á aftur.
Nú velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að prófa eitthvað af þessum töfralausnum eða láta taka upp vélina með ærnum kostnaði.
You must be logged in to reply to this topic.