FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Töfralausnir fyrir undirlyftur?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Töfralausnir fyrir undirlyftur?

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 20 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.11.2004 at 20:38 #194931
    Profile photo of
    Anonymous

    Nú er mér vandi á höndum. Ég er með Isuzu Rodeo (sami bíll og Honda Passport), ´95 módel með 3.2 l v6 bensín vél keyrðan 86 þús mílur (~140þús km)

    Hann gengur skrykkjót eyðir ótæpilega af bensíni, skilar litlu afli og ?skýtur? (backfires) undir álagi. Olíuþrýsingurinn er lágur, 55psi þegar hann startar kaldur, 30 í keyrslu heitur og 10-15psi í lausagangi heitur.

    Eftir töluverða yfirlegu telur bifvélavirkinn minn sig vera búinn að finna út að undirlyftur sé stíflaðar eða slitnar. Lítið olíuflæði skýri af hverju þrýstingurinn sé svona lágur, jafnframt því að ventlarnir nái ekki að halda réttum tíma sem skýrir þá afleysið og eyðsluna.

    Kannast einhver við svona vandamál og kann auðveldar launsnir?

    Á netinu hef ég rekist á alls kyns töfralausnir, ofur þykk eða extra þunn olía, hin eða þessi bætiefni sem eiga að geta losað um lyfturnar og komið eðlilegu olíuflæði á aftur.

    Nú velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að prófa eitthvað af þessum töfralausnum eða láta taka upp vélina með ærnum kostnaði.

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 24.11.2004 at 21:28 #509456
    Profile photo of Valdimar Oddur jensson
    Valdimar Oddur jensson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 198

    það er ekki dýrt að skipta um þær





    24.11.2004 at 22:03 #509458
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er því miður málið.

    12+ verkstæðistímar reiknast í þetta. Bara til að komast að þeim þarf að taka allt framan og ofan af vélinn, taka sveifarásinn úr og hvað þetta er nú allt saman og þá eru allir varahlutir eftir.





    24.11.2004 at 22:25 #509460
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég lenti í veseni með vökvaundirliftur á VM díselvél í Jeep fyrir tveim árum, ein undirliftu stöngin villtist og fór framhjá vippunni, af þessu hlaust mikill hávaði. Ég dŕó bílinn í Kistufell, þeir könnuðust við einkenninn, settu stöngina í sinn stað, skiptu um olíu á vélinni og settu slurk af sjálfskiptiolíu saman við. Síðan hef ég ekki látið líða meira en 6 mánuði á milli olíuskipta og undirlifturnar hafa verið til friðs.

    -Einar





    24.11.2004 at 22:48 #509462
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég þekki ekki þessa Izusu vél verð að viðurkenna það, en ég er með pajero V6 3000 og hef trú á að þessar vélar séu um margt líkar, en ég tók undirlyftur ofanaf hjá mér í haust til að skipta um ventlaþéttingar og ég skal segja þér það að það er ekki mikið mál og það þurfti ekki að taka knastásin ofanaf til að ná undilyftunum frá, var kannski samtals 10 tíma að gera þetta sjálfur (er ekki bifvélavirki) þ.e. rífa upp skipta um þéttingar og setja saman aftur.

    kv,
    Misa





    25.11.2004 at 09:38 #509464
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt [url=http://www.isuzudealers.com/rodeo/specifications.esl:2ifwjk05]þessu[/url:2ifwjk05] er V6 vélin frá Isuzu með tveim yfirliggjandi knastásum. Þá getur ekki verið að það þurfi að snerta sveifarásinn til þess að laga undirliftur. Ég legg til að þá talir við annan bifvélavirkja. Eins og fram kom að ofan, þá hef ég góða reynslu af Kistufelli í svipuðum málum.

    -Einar





    25.11.2004 at 12:08 #509466
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er lítið mál að taka undirlyftur úr v6 3000 pajero.
    Ég tók undirlyfturnar hjá mér (pajero v6 3000) og hreinsaði þær með díselolíu (skv. viðgerðabók) og skipti um smurolíu á vélinni og setti smá sjálfskiptingarolíu með (c.a.1/2 lítra) og undirlyfturnar urðu fínar á eftir (það tikkaði aðeins í undirlyftunum þegar bíllinn var nýkominn í gang og í miklum kulda en eftir að ég hreinsaði þær hefur ekkert heyrst í þeim).
    Bara passa að rugla undirlyftunum ekki saman, setja hverja og eina á sama stað aftur. Ég held að ekki sé til nein töfralausn rodeo, ef þú ert heppinn þá eru undirlyfturnar stirðar og kannski hægt að hreinsa þær á svipaðan hátt og ég gerði en nýjar undirlyftur í pajero í Vélalandi kostuðu tæplega 2000 kr stykkið fyrir stuttu síðan (12×2000 = 24000 kr).
    Kveðja
    C





    30.11.2004 at 04:09 #509468
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Takk fyrir ráðleggingar

    Hef heyrt ágætlega látið af Kistufelli, en ekki verður það nú að bíllinn fari þangað í viðgerð, því hann býr eins og eigandinn norður í Alaska.

    Það sem bifvélarvirkinn vill gera er allt skv. Haynes viðgerðarbókinni. Veit ekki með pajero en virðist sem það þurfi að taka ansi mikið í sundur í þessari Isuzu vél til að komast að undirliftunum (lifter/lash adjusters on rocker arms), meðal annars knastásinn (camshaft).

    Spurning með sjálfskiptivökva. Hljómar eins og það sé eitthvað sem mætti reyna til að sjá hvort hann myndi losa um hugsanlegar stíflur á undirlyftum og auka þannig olíuflæðið.

    Þeir sem hafa bætt sjálfskiptivökva við, keyrið þið með hann öllum stundum eða var þessu bara bætt við um stundarsakir og þá hversu miklu? Er verið að tala um venjulega sjálfskiptingar vökva eins og til dæmis þennan [url=http://www.mobil.com/USA-English/Lubes/PDS/GLXXENPVLMOMobil1SyntheticATF.asp:3om27wxv]Mobil 1[/url:3om27wxv]

    Annað sem ég hef áhyggjur af er kuldaþol. Er sjálfskiptvökvinn þunnur eða þykkur?

    Þegar bíllinn er keyrður í frosti sem fer niður undir 50 gráður skiptir það verulegu máli jafnvel þótt hann sé með hitara bæði á olíupönnu og kælivatni.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.