This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir jeppa félagar .
Af gefnu tilefni vil ég undirritaður koma eftirfarandi á framfæri við þá sérstaklega sem stunda akstur fjallabíla utan alfara leiða og eru annað slagið að aðstoða ferðafélagana sem eru fastir og þurfa drátt .
Er persónulega ný búinn að lenda í að vera að bjarga bíl úr festu og varð leyðinda óhapp vegna þess og er nú þessi ágæti maður að krefja mig bóta á bíl sínum og er ég sem bjargvættur hans nú að gjalda þess íllþyrmilega að hafa yfir höfuð verið að draga hann upp .
Prentið út viðhengið og hafið í bílunum ef þið viljið losna undan þeirri ábyrgð sem hvílir auðsjáanlega eingöngu á þeim sem dregur .
‘Eg mun ganga á milli tryggingafélaganna og gera tillögur um úrbætur sem verða að öllum líkindum hunsaðar en þá er að standa saman og krefjast jafnréttis í bótaskyldum tjónum hvar sem þau kunna að verða . Mun ég upplýsa hvað fram fer um leið og eitthvað gerist og vil ég fá komment á það frá ykkur .
‘I dag eru jepparnir sumir orðnir tug milljóna virði og þarf samt annað slagið að kippa í þá .
Hér neðar er úrdráttur úr lögum um sjálfsábyrgð ökutækja og er þetta líklega fróðleikur sem fæstir hafa vitað um .
‘Eg vil óska eftir að þessum pósti verði dreyft á alla þá sem málið varðar og ég læt fylgja með yfirlýsingu sem ætti að koma í veg fyrir að það , að draga ferðafélagana úr festu geti kostað þann sem dregur ómæld fjárútlát .
hefði ég til dæmis , fengið bættan öxul eða drif ef það hefði brotnað við átökin . Onei !‘Urdráttur úr lögum um sjálfsábyrgð á ökutækjatryggingum .
10. gr Eigin áhætta .
10.2 Af hverju tjóni ber vátryggingataki eigin áhættu eins og getið er á gildandi vátryggingarskírteini eða
endurnýjunnar kvittun .
10.2 Verði hið vátryggða ökutæki fyrir bótaskyldu tjóni við akstur utan þjóðvegavegakerfisisns ber vátryggingataki ÞREFALDA ! þá eigin áhættu sem tiltekin er í skírteini eða endurnýjunnarkvittun .Yfirlýsing og staðfesting .
‘Eg undirritaður lýsi því hér með yfir og sætti mig við að öllu leiti að losun bíls míns sem ber fastnúmerið: …….. úr festu þeirri sem hann er nú í , er alfarið á mína eigin ábyrgð hvað þessa tilteknu bifreið varðar sem eigandi / umráðamaður/ökumaður hennar .
Ef verður tjón ,afsala ég hér með öllum rétti mínum til bóta á bifreiðinni úr hendi þess sem dregur á meðan bifreiðarnar eru samtengdar með dráttarbúnaði.
Losun fer fram með vírspili ,dráttartógi eða öðrum tiltækum búnaði til slíkra hluta , og hef ég sætt mig við þann búnað að öllu leiti .
Fastnúmer bifreiðar sem dregur : ………
Tekur þessi yfirlýsing til allra tjóna sem kunna að verða á hinni föstu bifreið við losun hennar á meðan bifreiðarnar eru tengdar saman á dráttartógi/vír eða öðrum búnaði til dráttar .
Staðfesti ég þessa yfirlýsingu að viðlögðum drengskap mínum með því að undirrita þetta plagg þar sem við á .
Að öðru leiti gilda almenn ákvæði um áyrgðatryggingar ökutækja .Undirskift eiganda/umráðamanns.
ökutækis sem dreigið er upp……………..Kt:……….
Undirskrift ökumanns/eiganda/umráðamanns
Þess ökutækis sem dregur…………….Kt:……….
Vottur 1: …………Kt………..
Vottur 2: …………Kt……….
Dags: …………..
Valgeir Sverrisson A-934
You must be logged in to reply to this topic.