FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Tjón á bílum á fjöllum

by Valgeir Stefán Sverrisson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Tjón á bílum á fjöllum

This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.02.2008 at 13:27 #201903
    Profile photo of Valgeir Stefán Sverrisson
    Valgeir Stefán Sverrisson
    Participant

    Sælir jeppa félagar .

    Af gefnu tilefni vil ég undirritaður koma eftirfarandi á framfæri við þá sérstaklega sem stunda akstur fjallabíla utan alfara leiða og eru annað slagið að aðstoða ferðafélagana sem eru fastir og þurfa drátt .
    Er persónulega ný búinn að lenda í að vera að bjarga bíl úr festu og varð leyðinda óhapp vegna þess og er nú þessi ágæti maður að krefja mig bóta á bíl sínum og er ég sem bjargvættur hans nú að gjalda þess íllþyrmilega að hafa yfir höfuð verið að draga hann upp .
    Prentið út viðhengið og hafið í bílunum ef þið viljið losna undan þeirri ábyrgð sem hvílir auðsjáanlega eingöngu á þeim sem dregur .
    ‘Eg mun ganga á milli tryggingafélaganna og gera tillögur um úrbætur sem verða að öllum líkindum hunsaðar en þá er að standa saman og krefjast jafnréttis í bótaskyldum tjónum hvar sem þau kunna að verða . Mun ég upplýsa hvað fram fer um leið og eitthvað gerist og vil ég fá komment á það frá ykkur .
    ‘I dag eru jepparnir sumir orðnir tug milljóna virði og þarf samt annað slagið að kippa í þá .
    Hér neðar er úrdráttur úr lögum um sjálfsábyrgð ökutækja og er þetta líklega fróðleikur sem fæstir hafa vitað um .
    ‘Eg vil óska eftir að þessum pósti verði dreyft á alla þá sem málið varðar og ég læt fylgja með yfirlýsingu sem ætti að koma í veg fyrir að það , að draga ferðafélagana úr festu geti kostað þann sem dregur ómæld fjárútlát .
    hefði ég til dæmis , fengið bættan öxul eða drif ef það hefði brotnað við átökin . Onei !

    ‘Urdráttur úr lögum um sjálfsábyrgð á ökutækjatryggingum .

    10. gr Eigin áhætta .
    10.2 Af hverju tjóni ber vátryggingataki eigin áhættu eins og getið er á gildandi vátryggingarskírteini eða
    endurnýjunnar kvittun .
    10.2 Verði hið vátryggða ökutæki fyrir bótaskyldu tjóni við akstur utan þjóðvegavegakerfisisns ber vátryggingataki ÞREFALDA ! þá eigin áhættu sem tiltekin er í skírteini eða endurnýjunnarkvittun .

    Yfirlýsing og staðfesting .

    ‘Eg undirritaður lýsi því hér með yfir og sætti mig við að öllu leiti að losun bíls míns sem ber fastnúmerið: …….. úr festu þeirri sem hann er nú í , er alfarið á mína eigin ábyrgð hvað þessa tilteknu bifreið varðar sem eigandi / umráðamaður/ökumaður hennar .
    Ef verður tjón ,afsala ég hér með öllum rétti mínum til bóta á bifreiðinni úr hendi þess sem dregur á meðan bifreiðarnar eru samtengdar með dráttarbúnaði.
    Losun fer fram með vírspili ,dráttartógi eða öðrum tiltækum búnaði til slíkra hluta , og hef ég sætt mig við þann búnað að öllu leiti .
    Fastnúmer bifreiðar sem dregur : ………
    Tekur þessi yfirlýsing til allra tjóna sem kunna að verða á hinni föstu bifreið við losun hennar á meðan bifreiðarnar eru tengdar saman á dráttartógi/vír eða öðrum búnaði til dráttar .
    Staðfesti ég þessa yfirlýsingu að viðlögðum drengskap mínum með því að undirrita þetta plagg þar sem við á .
    Að öðru leiti gilda almenn ákvæði um áyrgðatryggingar ökutækja .

    Undirskift eiganda/umráðamanns.
    ökutækis sem dreigið er upp

    ……………..Kt:……….

    Undirskrift ökumanns/eiganda/umráðamanns
    Þess ökutækis sem dregur

    …………….Kt:……….

    Vottur 1: …………Kt………..

    Vottur 2: …………Kt……….

    Dags: …………..

    Valgeir Sverrisson A-934

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 19.02.2008 at 13:34 #614630
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það væri fróðlegt að vita meira um tildrög þessa óhapps sem þú lentir í. Það er orðið stór mál að setja band í nýlega fólksbíla í dag, það er hvergi hægt að binda í þá lengur.

    Góðar stundir





    19.02.2008 at 13:54 #614632
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Þetta hefur verið rætt hér [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/6699:136c52i7][b:136c52i7]áður.[/b:136c52i7][/url:136c52i7]
    –
    Bjarni G.





    19.02.2008 at 16:45 #614634
    Profile photo of Unnar Már Sigurbjörnsson
    Unnar Már Sigurbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 193

    Það væri hinsvegar gott að fá fram þetta skjal á nýjan leik. Hlekkurinn sem í boði er á gamla þræðinum er ekki lengur virkur.





    19.02.2008 at 17:42 #614636
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    Ég myndi vilja vita hver þetta er því ég mun aldrei draga þennan mann / konu upp, bara keyra framhjá.

    mk. Karl Guðjónsson





    19.02.2008 at 18:23 #614638
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    skemdist, hefði mátt sjá það fyrir fram að eitthvað gæti skemst, var sá sem dregin var upp með spilbita eða var bara hnítt í "einhverstaðar" slittnaði spottin? það væri fróðlegt að fá frekari uppl.





    19.02.2008 at 20:44 #614640
    Profile photo of Valgeir Stefán Sverrisson
    Valgeir Stefán Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 278

    Bíll festist í slóð , krapi . Annar bíll dró , og voru aftur endar bílanna tengdir saman með 10 metra teyjukaðli . Eftir 3 tilraunir gerir sá sem dró sig klárann í að gera eina tilraun en .
    Lítur í baksýnisspeigil , strax eftir að 3. tilraun lýkur og sér að hinn fasti er enn á sama stað . Fer því að losa bílinn sem gróf sig ögn niður og bakkar . Eftir að dráttarbíll losnar , lítur ökumaður aftur í baksýnisspegil og ætlar að meta hvað langt má bakka , en þá er hinn losnaður og kominn mjög nálægt þeim sem dró , þannig að dráttarbíllinn lendir á þeim sem var fastur og brotnar við það rúða í hlera ásamt beyglu og brotnu ljósi . Sá var kyrrstæður á þessari stundu .
    Dráttarbíll var samanlagt búinn að bakka eina bíllengd þegar árekstur varð . Eða rétt svo búinn að losa sinn bíl .
    Engin viðvörunar merki voru gefin .
    Það sem gerði gjæfu muninn ef svo má að orði komast var að það losnaði um þann fasta í tilraun 3 eftir að ökumaður dráttarbílsins leit í baksýnusspegil til að meta aðstæður en fór svo að losa sinn bíl til að gera eina tilraun enn .
    Það mátti vissulega reikna með að dráttarbíllinn gerði fleiri tilraunir og því ekki skynsamlegt að leggja hinum svo nálægt sem raun bar vitni .Auk þess var sá hvítur að lit .
    Það er gremjulegt að vera að aðstoða fasta bíla og lenda svo jafnvel í sverum kostnaði í staðinn .
    ‘Eg er ekkert viss um að sá sem dreiginn var, hefði verið æstur í að taka þátt í kostnaði á brotnum drifbúnaði hjá þeim sem dró ef svo hefði verkast .
    Tryggingarnar fara fram á þrefalda sjálfsábyrgð ef tjón verður utan þjóðvega . Þannig að þetta er orðin stór spurning . ‘Eg er ekki í vafa frá minni hlið . ‘Eg ætla að halda áfram að þyggja spotta ef þarf þrátt fyrir allt og allt , og tek ábyrgð á mínum bíl sjálfur !
    Kveðja Valgeir Sverrisson .





    19.02.2008 at 21:00 #614642
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Sælir,

    Geri að tillögu minni að þessu eyðublaði verði komið á framfæri til stjórnar/útgáfunefndar sem prenta megi það í næsta eintaki 4×4 tímaritsins (með auglýsingu trygginarfélags á bakinu). Þannig getum við öll verið með eyðublað í bílnum.

    l.





    19.02.2008 at 21:20 #614644
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sá sem bakkar á kyrstæðan bíl ber ábyrgð á því tjóni sem af .því leiðir. Ég efast um að það breyti nokkru í .því efni þó menn hafi skrifað upp eitthvert blað af því tagi sem hér er stungið upp á.
    Það eru gildar ástæður fyrir því að reglurnar eru eins og þær eru.

    -Einar





    19.02.2008 at 21:49 #614646
    Profile photo of Valgeir Stefán Sverrisson
    Valgeir Stefán Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 278

    Hér heyrist mér að verið sé að leggja ískalt mat á hlut sem er með nokkrum auka hliðum sem eru umfram óhapp sem á sér stað á Laugaveiginum að sumarlagi .
    Sá sem leitar sér aðstoðar í festu uppi á reigin fjöllum er samhvæmt gildandi reglum í fullum rétti nánast á hverju sem dynur .
    ‘Abyrgðin hvílir á þeim sem dregur .
    Ætla mætti að þeir sem leggja svona ískallt mat á svona nokkuð séu alltaf í spotta með lög og reglur sín meigin .
    Þetta plagg á fullan rétt á sér og kemur til varnar þeim sem eru að draga og er gert að leggja í kostnað á bíl sem er dreiginn ef hann tjónast , auk þess að þurfa jafnvel líka að lenda í kostnaði við sinn eigin bíl .Drifbúnað og fleira .
    Hef persónulega lent í að vera á báðum endum spottans og orðið fyrir tjóni á þeim báðum , sem ég bar sjálfur .
    ‘Eg hef ekki hugsað mér að skipta um hugsunnarhátt hvað þetta varðar . Gildir öðru ef hreinlega verður árekstur til fjalla og hvorugur í spotta .
    Það eina sem plaggið að tarna felur í sér er að hver og einn ber ábyrgð á sínu tæki og þá eru hlutir eins og öflugir spilbitar og tryggur festibúnaður ekki síður nauðsynlegur og vonandi vaknar umræða um að gera dráttarbúnað bílanna öruggari og búa þannig um að ekki hljótist slys af .
    Einnig að hafa mann sem er með samband við hinn fasta bíl og þann sem dregur í gegn um talstöð til að koma í veg fyrir óhöpp . Oft eru allir gluggar í snjó og skyggni slæmt við svona aðstæður .





    19.02.2008 at 22:50 #614648
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þegar bíll bakkar á kyrstæðan bíl, þá er það á ábyrgð þess sem bakkar, gildir þá einu hvort það er spotti á milli bílanna og hvort annar var að hjálpa hinum.
    Ég þekki dæmi þess að sá sem verið var að hjálpa, bakkaði á bjargvættinn. Það tjón sem af því hlaust hefur án efa lent á dráttarþeganum.
    Almennar umferðarreglur falla ekki úr gildi, þó menn séu komnir út fyrir þjóðvegakerfið, og einn sé að aðstoða annan. Þeir sem ekki hafa vald á sínu ökutæki, eru best kominir heima.

    -Einar





    20.02.2008 at 07:26 #614650
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ég held að það sem átt sé við, sé einfaldlega þannig að það eru í gildi lög og þeim verði að fara eftir. Þetta meinta skjal segir í raun. Við sem undirritum skjalið erum sammála því að fara ekki að lögum og ætlum að hafa einhvern annan hátt á en lög segja til um. Því getur pappír sem stangast á við lög aldrei verið gildur. Þetta er t,d sambærilegt við, nokkuð sem á sér oft stað. Það er við útleigu húsnæðis. Það geri fólk oft með sér samninga og eru þá þar oft ýmis sérákvæði. Um leið og sérákvæðin stangast á við um húsnæðislögin, þá er samningurinn orðinn ómerkur í heild sinni. Það sama á við um meintan samning, um leið og hann stangast á við umferðarlöginn, þá fellur hann ómerkur niður.





    20.02.2008 at 08:11 #614652
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Ég veit ekki til þess að það sé bannað að tveir menn geri með sér samning um að annar borgi eitthvað sem þeir báðir standa að.

    Þetta hefur ekkert með umferðarreglur að gera.

    Kveðja
    Elli.





    20.02.2008 at 08:24 #614654
    Profile photo of Óskar Andri Víðisson
    Óskar Andri Víðisson
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 778

    er þá niðustaðan sú að maður á bara ekkert að vera hníta í einhvern sem maður þekki ekki….. frekar að taka bara upp skófluna….
    .
    Ég fatta alveg pointið að lög eru lög en ég skil líka að það er graut fúlt (og dýrt) það sem viðkomandi er að lenda í hérna….
    Ég hef ekki efni á að bera tjón af bíl ef hann skemmist afþví að ->hann festi sig<-… þið skuluð bara hafa það í huga ef þið þurfið einhverntíman að þiggja hjálp frá mér…

    .
    Hvað er langt í að einhver fattar að misnota þetta???
    .
    Kv.
    Óskar Andri





    20.02.2008 at 08:37 #614656
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Er ekki lausnin að hafa bara nógu langan spotta? :)

    -haffi





    20.02.2008 at 08:38 #614658
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Menn geta samið um hvað sem er, en samningar sem stangast á við lög halda ekki fyrir dómstólum ef annar aðilinn skiptir um skoðun.
    Ég er ábyrgur fyrir mínum akstri, sama hvað ég er að gera. Ég tel mig kunna að umgangast bæði dráttartóg og startkapla en röng notkun þessara öflugu tóla getur valdið stórtjóni. Það er fullt af fólki sem kann ekki með þessi tól að fara. Mér er t.d. sagt að hvorki löggan né leigubílstjórar þori lengur að nota þessi tæki.

    Ég er sammála Hafsteini, ef spottinn er vel yfir 10 m að lengd, þá er hættan á tjóni vegna slits miklu minni en með styttri spotta.

    -Einar





    20.02.2008 at 10:47 #614660
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Mér finnst margir ágætir punktar í gamla þræðinum um þetta mál. Maður hefur vissulega heyrt af sárum tilfellum þar sem menn koma að einhverjum á þungum bíl pikkföstum í krapa eða öðrum sem heldur vel og það er byrjað að kippa og þarf hroðaleg átök til að ná bílnum sem endar með því að spotti slitnar og stórskemmir dráttarbílinn. En það eru margar hliðar á þessu. Ég hef líka séð ökumann dráttarbílsins draga fram of veigalítinn spotta, taka svo langt tillhlaup og kippa svo langt umfram það sem sem þarf . og slíta spottann. Þannig getur dráttarbíllinn verið valdur af skemmdunum og sá sem er dreginn getur afskaplega lítið áhrif haft á hvort verði tjón eða ekki, allavega þangað til hann er laus. Spurning hvort það sé endilega sanngirni í því að hann beri allan kostnað af tjóni.
    Segum sem svo að þú ert fastur og ert svo heppinn að það kemur maður á öflugum bíl sem er til í kippa í þig, eina er að þú þarft að skrifa undir smá skjal um að þetta sé allt á þína ábyrgð. Gott og vel, sjálfsagt mál að gera, þið gangið frá plagginu og kappinn fer í skottið hjá sér og dregur fram gamla tógið sitt, stíft og gamalt, hlýtur að vera í lagi, allavega hafið þig ekkert annað. Svo þegar er farið að kippa í kemur í ljós að viðkomandi hefur kannski ekki mikla reynslu í þessu, tekur ægilegt tillhlaup og stendur tækið, rykkir þér upp með hvelli og slítur spottan um leið, stórskemmir bæði þinn bíl og sinn í öllum látunum, auk þess sem framdrifið hjá honum brotnar þegar rykkurinn kemur (þetta var Toyota!). Og þú ert búinn að undirrita yfirlýsingu um að bera allt þetta tjón. Þetta er auðvitað tilbúið dæmi en sýnir að það er ekkert einhlítt í þessu.
    Ég held ég fari seint að aka með svona eyðublað í hanskahólfinu, heldur reyni frekar að koma í veg fyrir tjónið og þegar það gerist þá er það bara þannig, shit happens. Það er svo margt annað hægt að gera. Í fyrsta lagi þá hef ég engar áhyggjur af svona málum þegar ég ferðast með mínum ferðafélögum, veit að þeim er treystandi til að taka á hlutum af sanngirni og segi það af gefinni reynslu. Í öðru lagi vera með almennilegan spotta og endurnýja hann þegar hann er farinn að líta illa út, henda þeim gamla þannig að menn freistist ekki til að nota hann. Í stað þess að eyða tíma í skriffinsku áður en dráttur á sér stað er hægt að skoða festingar og króka og ef þér finnst þær ekki nógu traustar, þá tekurðu bara minna á þeim. Skella galla eða spotta ofan á dráttartógið. Byrja á að taka á mjúkt og rólega. Semsagt nota öll trixin í bókinni til að koma í veg fyrir tjón.
    Kv – Skúli





    20.02.2008 at 12:42 #614662
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Ég verð að vera sammála Skúla í hans málflutningi, þetta er bara svona og það má koma í veg fyrir mikið af skemmdum með því að gefa sér tíma í að skoða hlutina og ganga frá þeim, beita smá heilbrigðri skynsemi.
    Tökum annað dæmi. Ég kem að bíl pikkföstum, hoppa mér út og skoða allar festingar í báðum bílum, dæmi þær OK, heimta síðan að fá að nota nýja 15m langa teygjuspottann minn frá Ísfelli og fæ það í gegn, tek svo rólega á honum en hann losnar ekki enda pikkfastur en fer loksins upp í þriðju tilraun (enda var aðeins tekið á því í það skiptið) nema hvað að það heyrist smellur í afturdrifinu og það er brotið (þetta er Tacoma).
    Ber ég sem dráttaraðili ábyrgðina á þessu skv lögum ?
    kveðja
    Agnar





    20.02.2008 at 13:40 #614664
    Profile photo of Valgeir Stefán Sverrisson
    Valgeir Stefán Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 278

    Þetta er svosem ekkert nýtt á þessum vef að spjall um mikilvæg málefni fer að snúast um eitthvað allt annað en upphaflega var ætlað .
    ‘Eg er búinn að vera í sambandi við tryggingafélögin í dag og hefur þessum hugmyndum verið vel tekið og menn til í að skoða hvað er hægt að gera til að lágmarka þann skaða sem kann að verða á bílum sem eru að draga og eru dregnir . Eins og málum er háttað í dag ber dráttarbíllinn alla ábyrgð á þeim gjörningi , nánast sama hvað skeður .
    Þetta er ekki fest í umferðarlögum á þann hátt að það sé refsivert að bakka á bíl við þessar aðstæður . Ljótt að lenda á Hrauninu í X mánuði ofan í kaupin :)
    Hinns vegar snýst þetta eingöngu um skaðabótaþáttinn gagnvart tryggingafélögunum og þá þeim sem er verið að draga upp.
    Markmið þessarar umræðu verður að vera skýrt .
    ‘Eg álýt að nú þegar hafi ákveðið markmið náðst og er það sú umræða sem hefur farið af stað .
    Annað markmið er þá að reyna með einhverju móti að lágmarka þá áhættu sem felst yfir höfuð í því að draga fastann bíl upp og þá aðallega áhættu þess sem dregur .
    Þetta væri hugsanlega ekkert mál ef allir ækju um á 54" dekkjum :)
    Athuga vel allar festingar, króka , spilbita , kaðla og víra.
    Spottinn er bara jafn sterkur og veikasti hluti hans .
    Mikilvægt að hafa einn sem stjórnar drættinum ef hægt er .
    Það er rangt sem hefur komið hér fram að svona samningur sem eru undirritaður í votta viðurvist sé ónýtt plagg .
    Var að ræða þessi mál við lögfræðing .
    Það sem þarf að gera til að gera svona samning alveg skotheldan , er að þinglýsa forminu með undirritun tryggingafélaganna .
    Eftir það má ekki breyta forminu ef það á að halda .
    Málið er einfalt .
    ‘Eg ÆTLA að fá þennan samning í gegn og menn ráða þá líklega hvort þeir nýta hann eður ey .
    Það á að vera sjálfgefið að þegar dráttur á föstum bíl hefst að þá séu báðir á jafnréttis grundvelli hvað varðar skaðabótakröfur á hinn aðilann .
    Semsagt ,gera hlutinn á eigin ábyrgð , báðir .
    ‘Eg vona að menn sjái að hér er mál sem þarf að taka á hvað sem ákvæði í lögum seigja .
    Þeir sem eru mótfallnir þessum samningi nota þá bara skófluna eða finna einhvern óupplýstann til að draga .
    Kveðja Valgeir ……





    20.02.2008 at 13:47 #614666
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir. Ekki hef ég tölu á þeim farartækjum sem ég er búinn að draga upp í gegnum tíðina. Nú síðast í snjóakaflanum undanfarið hef ég dregið nokkuð marga sem hafa lent útaf hér í kring mest vegna slæms skyggnis. Til þess hef ég notað góðan traktor með drifi á öllum hjólum. Verst er eins og einhver sagði hér að erfitt er að finna eitthvað gott að binda í á sumum fólksbílum .Í þessu sem öðru er heilbrigð skynsemi það sem best virkar. Ég reyni alltaf fyrst að taka mjúklega á og hafa stutt í svo að bílarnir dragist ekki langt eftir kantinum. Hér áður fyr þurfti ég oft að draga upp bíla með Víponinum ,en fyrir kom að manni leist ekki á aðstæður og reyndi ekki einu sinni. Einkennilegasta aðstoðin sem ég man eftir var þegar ég rétti við traktor sem var á hliðinni í brekkunni austan í Frostastaðahálsi. Ég var á leiðinni úr Laugunum með fullan bílinn af mat og öðrum flutningi og hlaðinn vagninn aftaní. Snjór var á jörð og ég með bílinn á keðjum. Traktorinn snéri langsum á veginum svo að fyrst þurfti að draga framendan til þangað til traktorinn lá þversum á veginum og snéri húsið uppí brekkuna. Því næst lét ég setja tógið yfir belginn og binda í þannig að traktorinn rétti sig af þegar í væri togað.Við vorum hræddastir um að hann ylti kannski á hina hliðina þegar hann kæmi niður en hann lyfti ekki einu sinni hjóli svo að þetta var bara skortur á eðlisfræðiþekkingu. Það brotnaði ein rúða í veltunni og fram á síðustu ár sáust brotin úr perluglerinu í kantinum. Eigandinn átti hálfa vodkaflösku í hólfinu á brettinu og hún slapp svo og eigandinn .Hann slapp ómeiddur og hefur snjórinn dregið eitthvað úr högginu. Kv. Olgeir





    20.02.2008 at 14:37 #614668
    Profile photo of Árni Hólm Þormóðsson
    Árni Hólm Þormóðsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 43

    það eru ekki sömu skilmálar hjá öllum tryggingar félögunum um akstur á fjöllum og menn verða greinilega kinna sér þá vel þegar tryggingafélag er valið





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 24 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.