Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Tjaldvagnar…?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.06.2009 at 21:17 #204581
Nú er ég að pæla í að fá mér tjaldvagn eftir 5 ára malbiksbrölt með fellihýsi… Valið er á milli Combi camp og svo Ægisvagninum. Ég hef heyrt bara gott af combi camp, en svo var einhver að segja mér að undirvagninn á Ægisvagninum sé ekki að gera sig. Hafið þið einhverja reynslu af þessu.?
Mbk. Ingi Bjöss
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.06.2009 at 21:36 #649034
Hef átt ægisvagn í 5 ár og eina viðhaldið er 2 brotin breiddarljós. Mjög skemmtilegir vagnar.
10.06.2009 at 21:43 #649036Hefur þú verið mikið að draga hann á malarvegum og fjallvegum?
10.06.2009 at 22:10 #649038Mest á malbiki, kannski 10% á malarvegi.
10.06.2009 at 23:32 #649040Er með ægisvagn. búinn að draga hann víða um hálendið. Eina viðhaldið er breiddarljós að framan og
að hamra felgurnar en þær eiga það til að beyglast eftir grófa malarvegi.. vagninn er þéttur og góður og þolir
djúp vöð.
10.06.2009 at 23:46 #649042hvað með legur og flexitorana… ekkert ves?
11.06.2009 at 00:30 #649044Ég myndi skoða líka Montana vagnana ef ég væti að kaupa mér vagn. Við erum með einn slíkan og búin að draga hann mikið á möl. Hann er hærri og á stærri dekkum en flestri aðrir vagnar og er á fjöðrum. Mjög þéttur og þolir vel djúp vöð, hefur aldrei lekið hjá okkur og erum búin að vera með hann í 4 ár. Hann er enn á upprunalegum fjöðrum og er eins og nýr, ekkert vesen með legur.
Vagninn er 8 ára (mágur minn átti hann áður) og eina viðhaldið er eitt dekk, eitt ljós og ein viðgerð á tjaldi.
Svo önnur ábending,
ef þú ert að skoða vagna og fortjald mundi ég t.d. skoða vel smáatriði eins og hvort hægt sé að opna glugga á vagninum sjálfum og lofta vel, hvernig frágangur á rennilás á fortjaldinum er (hvort ekki sé örugglega franskur), hvort ekki sé örugglega hægt að staga bæði innan og utan í fortjaldi. Það er ekki alltaf hægt og þá eru þau fljót að fara í miklu roki.
13.06.2009 at 15:51 #649046Nýr CombiCamp er þyngri í drætti en Ægisvagn, ekkert geðveikt en samt þannig að maður finnur fyrir því.
14.06.2009 at 00:40 #649048Ert þú nokkuð að bera þá saman combi camp með eldhúsi og svo ægisvagn??
En annað hvað eru þessir vagnar þungir?
14.06.2009 at 10:37 #649050sæll Ingaling ég átti minn Compi-Camp vagn í ca 6 ár og hann fékk að finna fyrir því en ég fann aldrei neitt fyrir honum, ótrulega góður í drætti, fór með hann um allt hálendið 3-4 Gæsavatnaleið og oftast með mótorhjól á beislinu, aldrei neitt vesen á hjólalegum eða neinu, var á fjöðrum og 14" dekkujum, þeir eru ca 400-500kg held ég.
14.06.2009 at 13:49 #649052[quote="ingaling":192ikz27]Ert þú nokkuð að bera þá saman combi camp með eldhúsi og svo ægisvagn??
En annað hvað eru þessir vagnar þungir?[/quote:192ikz27]Ægisvagn er 350kg en Combicamp er 475kg án eldhús. En Combicamp er æðislegur vagn og þó hann sé þyngri er mjög gott að draga hann og bakka með honum en það munar um þessi 125kg í drætti ef þú ert ekki á stórum bíl með stærri gerðina af vél.
Ég átti sjálfur Alpen Cruzer fyrir nokkrum árum sem voru óttarlegir hlunkar og minnti það mig óþægilega á þá daga þegar ég ætlaði að fara að færa til CombiCampinn á tjaldstæðinu einsamall.
14.06.2009 at 18:22 #649054Ég er með combi camp búinn að eiga hann í 11 ár og hef ferðast mikið með hann á hálendi ekkert vesinn eftir að ég breitti hjólastellinu sem ég eiðilagði í einni ferð uppi á hálendi (fautaskapur).Ekkert mál að hafa hann aftan í bíl er á 15 tommu dekkjum og breiðum þar á auki.Ef ég ætti að fá mér vagn í dag þá mundi ég kaupa combi camp.
14.06.2009 at 23:13 #649056Magnað hvað combi campinn er þungur…
15.06.2009 at 08:28 #649058…viktaði Combi campinn minn á föstudaginn, reyndar hangandi aftaní bílnum, fortjaldið +15 önnur kg ofaná og gerði það um 350kg….
Alli
15.06.2009 at 12:37 #649060Hvað er það gamall vagn?
15.06.2009 at 13:16 #649062Þekki einn sem á Ægisvagn og undirvagnin á honum er ónýtur. Á sínum tíma var vagninn innkallaður vegna galla í undvangi á þessum vögnum. Eigandinn var erlendis og komst ekki með vagninn og málið gleymdist, auk þess sem undirvagninn var í fínu standi á þeim tíma. Síðan liðu nokkur ár og núna er undirvagninn ónýtur og kostar nýr 80.000 hjá Seglagerðinni. Að öðru leyti er vagninn í fínu standi og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Veit ekki hvernig Combi vagnarnir eru en Ægis vagninn er með plasta skel, botninn líka svo að hann gæti verið góður ef þarf að fara yfir ár o. fl. En eins og ég segji þá veit ekki hvernig botninn á Combi vögnunum er.
15.06.2009 at 13:30 #649064….vagninn sem ég er með er skráður ´93 árg.
Alli
15.06.2009 at 19:34 #649066ok. mamma og pabbi áttu svona 91 árgerð í 11 ár. hann var einmitt léttur og góður. Mér fannst þessi tala hjá stebba 425kg ekki passa við gömlu vagnana. en nýu vagnarnir geta verið þyngri. þekki þá ekki það vel.
15.06.2009 at 20:05 #649068Vagninn hjá mér er um 550 kg eftir breitinu sem er af því góða , Sporvídinn var 150 cm er núna 165 cm og liggur eins og klessa á vegi og þolir mun meiri vind en áður , ég hef faið yfir Hellisheiði í slæmu verðri þegar aðrir stopuðu við sanskeið vegna hvasvirðis
kv,,, MHN
15.06.2009 at 21:21 #649070[quote="Baddim":36j8ltq4]Þekki einn sem á Ægisvagn og undirvagnin á honum er ónýtur. Á sínum tíma var vagninn innkallaður vegna galla í undvangi á þessum vögnum. Eigandinn var erlendis og komst ekki með vagninn og málið gleymdist, auk þess sem undirvagninn var í fínu standi á þeim tíma. Síðan liðu nokkur ár og núna er undirvagninn ónýtur og kostar nýr 80.000 hjá Seglagerðinni. Að öðru leyti er vagninn í fínu standi og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Veit ekki hvernig Combi vagnarnir eru en Ægis vagninn er með plasta skel, botninn líka svo að hann gæti verið góður ef þarf að fara yfir ár o. fl. En eins og ég segji þá veit ekki hvernig botninn á Combi vögnunum er.[/quote:36j8ltq4]
‘
Veistu hvaða ár þeir breyttu undirvagninum??? og hver er breytingin?
15.06.2009 at 22:04 #649072Þessi CombiCamp sem ég var með í fyrra var 2007 módel og tók hann vel á manni á tjaldstæðinu í Þakgili. Annars ef maður rennir yfir nokkra þræði bæði hér og annarstaðar um val á tjaldvögnum og fellihýsum þá kemst maður að þeirri niðurstöðu að þetta er alltsaman helvítis drasl sem er varla þorandi að fara með útaf malbikinu án þess að eiga hættu á því að hjólin fljúgi undan eða undirvagninn sundrist á malarvegum.
Best væri að velja vagninn á þeim grundvelli sem skiptir mestu máli, hvernig er að ganga um hann og sofa í honum. Þetta með að draga og fjaðra má laga með suðuvél en það er ekkert sorglegra en að horfa uppá grátandi jeppamann með 10 þumalputta á saumavélinni að reyna að breyta fortjaldinu svo það sé eins og hann vill hafa það.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.