This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Gunnarsson 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagsmenn,
Mig langaði örlítið að forvitnast um smá vandamál sem er að hrjá litla jeppagreyið mitt. Ég er með Suzuki Jimny breyttann á 35″ barða og hann er farinn að láta svolítið illa í stýri á svona 60 km hraða, hvorki fyrr né eftir. Þetta kemur alltaf á 60 og er þangað til ég hraða mér upp í svona 70.
Ég skipti um stýrisstöng í bílnum fyrir svolitlu þar sem hin beyglaðist, og ég þykist nú hafa stytt þá „nýju“ eins og sá gömlu. Bíllinn er nú ekki „viðurkennt“ hjólastilltur en hann er nú samt örlítið innskeifur.
Getur einhver stungið upp á orsökum þessa hristings, þetta angrar mig nú ekki mikið en ég vill ekki að þetta vindi upp á sig.
Kveðja.
Gunnar
You must be logged in to reply to this topic.