FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Titringur í stýri

by Gunnar Lár Gunnarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Vefsíðan › Titringur í stýri

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Baldur Gunnarsson Baldur Gunnarsson 17 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 11.10.2007 at 23:47 #200952
    Profile photo of Gunnar Lár Gunnarsson
    Gunnar Lár Gunnarsson
    Participant

    Sælir félagsmenn,

    Mig langaði örlítið að forvitnast um smá vandamál sem er að hrjá litla jeppagreyið mitt. Ég er með Suzuki Jimny breyttann á 35″ barða og hann er farinn að láta svolítið illa í stýri á svona 60 km hraða, hvorki fyrr né eftir. Þetta kemur alltaf á 60 og er þangað til ég hraða mér upp í svona 70.

    Ég skipti um stýrisstöng í bílnum fyrir svolitlu þar sem hin beyglaðist, og ég þykist nú hafa stytt þá „nýju“ eins og sá gömlu. Bíllinn er nú ekki „viðurkennt“ hjólastilltur en hann er nú samt örlítið innskeifur.

    Getur einhver stungið upp á orsökum þessa hristings, þetta angrar mig nú ekki mikið en ég vill ekki að þetta vindi upp á sig.

    Kveðja.

    Gunnar

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 12.10.2007 at 00:21 #599664
    Profile photo of Knútur Gunnar Knútsson
    Knútur Gunnar Knútsson
    Member
    • Umræður: 21
    • Svör: 78

    skoðaðu hvort annað framdekkið sé nokkuð vírslitið, hljómar þannig. getur víxlað fram og afturdekkjum og séð hvort þetta hættir ekki. vírslitin dekk valda titringi á þessum hraða en ef þetta væri 90 kmh þá er ballansering líkleg. kv, Knútur





    12.10.2007 at 03:43 #599666
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Mögulega gæti hafa dottið lóð af felgunni og þá fer jafnvægisstillingin fyrir lítið, gæti verið orsök. L.





    12.10.2007 at 08:50 #599668
    Profile photo of Gunnar Lár Gunnarsson
    Gunnar Lár Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 102

    Dekkin eru eiginlega alveg ný þannig þetta eru nú ekki þau.

    En ég athuga með lóðin á felgunum á eftir.





    12.10.2007 at 08:59 #599670
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Mögulega slit í þverstífugúmíum. Smávæginlegt hlaup þar veldur jeppaveiki.

    kv
    Rúnar.





    12.10.2007 at 15:20 #599672
    Profile photo of Baldur Gunnarsson
    Baldur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 43
    • Svör: 821

    dekk geta alveg hoppað þó þau séu rétt jafnvægistillt. td. ef þú vírslitna eða þá að gatið sé hreinlega ekki í miðjunni. Þó er þetta óalgengara með minni dekkin. Ef þú finnur ekkert útúr þessu þá ættirðu að prófa að láta ‘hunter testa’ dekkin. En þá er hoppið í þeim mælt.

    Svo hefur það auðvitað líka komið fyrir að ný dekk snúist aðeins á felgunum þegar þau eru nýlega komin undir, þá fer jafnvægisstillingin auðvitað úr skorðum.

    Þú skalt allavega ekki útiloka dekkin bara af því að þau eru ný 😉





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.