This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar í jeppa- og vefheimi.
Ég er einn af þeim (vonandi fleiri en ég) sem er alltaf með f4x4.is síðuna opna og fylgist með því sem hér fer fram.
Mig langar að benda ykkur á, að titill greinar á að vera lýsandi fyrir efnið sem skrifað er um. Það auðveldar þeim sem fylgjast hér með, að sjá um hvað er verið að fjalla og hvort þá langi/vilji til að lesa það sem fjallað er um.
Menn kvarta alltaf reglulega yfir því að eyða tíma sínum í að opna og lesa greinar, sem ekki bera lýsandi titil, af forvitni og von um að eitthvað fróðlegt eða skemmtilegt sé þar að finna og myndi þetta atriði klárlega breyta þar miklu um.
Við megum ekki gleyma því, að við erum ekki eingöngu að skrifa fyrir okkur sjálf. Það geta allir lesið þetta(nema innanfélagsmál).
Við, sem skrifum hér, eru að auglýsa þennan félagsskap, starfsemi hans og tilvist. Við verðum að átta okkur á því og standa vörð um það.
Ástandið hefur þó skánaði mikið núna sl. mánuði og klárlega er batnandi mönnum er best að lifa.
Þeir, sem fylgjast með öðrum þráðum (forums) , erlendis sérstaklega, þar sem menn þekkjast lítið sem ekki neitt, taka kannski eftir því að þar haga menn sér allt öðruvísi (í flestum tilfellum). Þar ber meira á almennri kurteisi, háttvísi og þakka menn yfirleitt fyrir sig þegar svör hafa fengist.
Hnitmiðaðar greinar eða fyrirspurnir (spjall finnst mér ekki eiga við, þar sem þetta er á ritmáli) koma efninu betur til skila, eykur hróður klúbbsins og dregur að sér fleiri lesendur. Lesendur sem sjá sér vonandi hag í því að ganga inn í þennan félagsskap og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða.
Ég vona að þetta hljómi ekki eins og einhver skammarræða heldur hvatning til að gera betur.Góðar stundir.
Bragi Þór Jónsson
R3862
You must be logged in to reply to this topic.