Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Tillaga að lagabreytingum
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorgeir Egilsson 14 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.05.2010 at 17:24 #212543
Var beðinn um að starta þessum þræði, það hefur komið fram tillaga að lagabreytingum fyrir aðalfund 4×4 sem verður 29. maí nk.
Lög félagsins má finna undir Klúbburinn/Skrifstofan, en beinn linkur á þau er hér.
Tillaga að lagabreytingum má finna á sama stað og lögin, en beinn linkur á tillöguna er hér.
Kv. hsm
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.05.2010 at 20:51 #692708
Hverjir eru eru að leggja þessar tillögur fram ?
Benni
04.05.2010 at 23:13 #692710Ég var á aðalfundi hjá stóru félagi fyrir stuttu. Þegar kom að því að kjósa varamenn var það tekið sérstaklega fram, að varamenn eða maður yrði bara kallaður til ef einhver stjórnarmaður hætti alfarið í stjórn, en ekki ef einhver stjórnarmaður kæmist ekki á einn fund.
Svo eru lög auðvita mismunandi eftir félögum.
Tek svo undir með Benna, hver er að bera þessa breytingu upp ?
Góðar stundir
04.05.2010 at 23:39 #692712Það er kanski verið að að gera hallarbyltingu eða búsáhalda byltingu í félaginu besta mállllllllll
04.05.2010 at 23:45 #692714Held að þetta sé frá Stefaníu án þess að vera viss hún allavega talaði fyrir þessu einhverstaðar útúr horni á síðasta fundi.
Kannski væri samt réttara að einhver úr stjórn svaraði þessu:)
sé samt ekki hverju skiptir hver setti þetta fram Benni og Hlynur.
kv Gísli
05.05.2010 at 00:15 #692716
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Aðal- og/eða aukafélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn
móðurfélagsins.Nokkuð óskýrt. Bræður, systur eða systkin eru úr sömu fjölskildu en eiga sér sína eigin hvort um sig geta þeir, þær eða þau verið saman í stjórn.
Hjón, feðgar, feðgin, mæðgur, mæðgin, hálfbræður, hálfsystur, hálfsystkin, karl og kona í sambúð,
tveir karlmenn í sambúð, tveir kvenmenn í sambúð, ég og tengdamamma, ég og langafi minn og svo framvegis.
Hverjir mega ekki sitja í stjórn?SBS Alltaf röflandi.
05.05.2010 at 08:43 #692718Varðandi það hver setti þetta fram þá skiptir það máli þar sem að í lögum eru sett ákveðin skilyrði fyrir því hverjir geti sett fram lagabreytingartillögur.
Þess utan þá er að mínu mati fráleitt að setja fram slíkar tillögur nafnlaust – en það er bara mín skoðun.
Nú svo gæti allt eins verið að þetta sé komið frá Stjórn og því væri ekki verra að fá að vita það.
Nú Í fyrra voru lagðar fram fjölmargar lagabreytingar og að sumum þeirra stóð ég ásamt fleirum. Með kynningu á þeim var einnig settur fram rökstuðningur með tillögunum og það myndi ég vilja fá að sjá með þessu. Bara svona af því að eins og er sé ég ekki rökin fyrir þessum breytingum og þær eru á nokkurn vegin sömu leið og breytingatillögur sem að voru lagðar fram á aukaaðalfundinum í fyrra og voru kolfelldar.
Benni
05.05.2010 at 08:54 #692720Jæja Steingrimur J = benni farin að svara fyrir Jóhönnu = Sveinbjörn allveg eins og í Ríkisstjórninni ))
05.05.2010 at 09:15 #692722EIns og venjulega leggur Guðmundur Ragnarsson eitthvað málefnalegt til í umræðuna.
Ólíkt mörgum þá hef ég mínar skoðanir alveg sjálfstæðar – ég hef áhuga á þessum lögum þar sem að ég átti nokkurn hlut í að semja þau sem að nú eru í gildi. Þess vegna hef ég áhuga á að ræða á málefnalegan hátt um þær brytingatillögur sem að upp koma. Málefnalegar umræður fara ekki fram við nafnleysingja og því óska ég eftir því að fá upplýsingar um það hver leggur þessar breytingar til.
Og svo er Sveinbjörn, ólíkt Jóhönnu, fullfær um að svara sjálfur fyrir sig og sína stjórn.
Benni
05.05.2010 at 09:25 #692724Góðan dag.
Tek á mig að hafa ekki kynnt frá hverjum tillagan er komin en hún er semsagt frá Stefaníu Guðjónsdóttur R-3280 og barst hún tilskilinna tímamarka eins og þau eru skilgreind í lögum félagsins. Sjá nánar hér að neðan.
Logi
Stjórn F4x4___________________________
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
Eirhöfða 11
15. apríl 2010
kl. 22:30Efni: Breytingar á lögum Ferðaklúbbsins 4×4.
Ég undirrituð óska eftir því að eftirfarandi lagabreytingartillögur, grein 5. og grein 14., verði teknar fyrir á næsta aðalfundi Ferðaklúbbsins 4×4. Eru þær lagðar fram af Stefaníu Guðjónsdóttur R-3280 og stuðningsmaður Árni Bergsson R-139
Kær kveðja
Stefanía Guðjónsdóttir
05.05.2010 at 16:34 #692726Ég vil taka það fram að það er ekki um neina "hallarbyltingu" að ræða og vil ekki að hlutirnir verð persónugerðir á nokkurn hátt, mér er mjög hlýtt til sitjandi stjórnar og þeir hafa gert marga mjög góða hluti innan klúbbsins. Heldur er aðeins verið að óska eftir því að menn velti fyrir sér því lagaumhverfi sem klúbburinn bíður upp á í dag og skapa málefnalegar umræður þær í aðdraganda aðalfundar.
Ég bið menn að hafa í huga að við erum að tala um frjáls og það sem eiga að vera opin félagasamtök en ekki fyrirtæki með launaða stjórnarmenn. Og hvernig viljum við hafa þetta.
Það voru gerðar lagabreytingar 7. nóv. 2009 og sumar lagabreytingarnar voru til bóta en ekki allar að mínu mati og vek ég hér athygli á tveimur þeirra 5.grein og 14. grein og skal útskýra þetta.
Mínar tillögur fela í sér að þessum greinum verði breytt í nánast eins og þær voru 2007 með smá ítarefni… eru nú ekki róttækari það.
Hins vegar til að eiga möguleika á að koma með athugasemdir við lögin á aðalfundinum, þá þurfti að vera búið að skila inn breytingartillögu við lagagreinarnar fyrir 15. apríl. Það að ég hafi skilað inn þessum breytingartillögum gerir það að verkum að félagsmenn geta komið með breytingartillögu við mínar tillögur ef þeir hafa áhuga á því.
Hvað varðar 5. grein.
[b:2u9e3jb7]Í lögunum frá 2007 þá hljóðaði þessi 5. grein er lítur að kosningu stjórnar og [color=#BF0000:2u9e3jb7]VARAMANNA [/color:2u9e3jb7]á eftirfarandi hátt[/b:2u9e3jb7].[color=#000080:2u9e3jb7]5. grein.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, ritara, gjaldkera, og tveim meðstjórnendum. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára.
Kjósa skal einn varamann fyrir hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað. Meðstjórnendur verða þeir tveir sem flest atkvæði hljóta. Varamaður er kosinn sérstaklega. Forfallist formaður skal ritari taka sæti hans, en að öðru leiti skiptir stjórnin með sér verkum.[/color:2u9e3jb7][color=#FF0000:2u9e3jb7][b:2u9e3jb7]Varamenn hafa sama rétt til setu á fundum og aðgengis að gögnum og aðrir stjórnarmenn en hafa ekki atkvæðisrétt á fundum nema í forföllum aðalmanns[/b:2u9e3jb7][/color:2u9e3jb7]
Mér fannst þetta bara góð grein og gat ekki séð sömu nauðsyn og lagabreytingarnefndin í að breyta henni. Varamenn geta fylgst með því sem er í gangi í starfi klúbbsins, hafa sama aðgang að fundum og gögnum s.s. stjórnarpóstum og aðrir stjórnarmenn og geta kosið í forföllum aðalmanns.
[b:2u9e3jb7]Lagabreytingarnefndin breytti þessari grein í þessa veru að aðgengi varamann er akkúrat ekkert:[/b:2u9e3jb7]
[color=#000080:2u9e3jb7][b:2u9e3jb7]5. grein [/b:2u9e3jb7](núgildandi lög frá 2009)
Stjórn félagsins skal skipuð fimm stjórnarmönnum: formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann fyrir hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi. Kosningar skulu vera skriflegar, sé þess óskað. Meðstjórnendur verða þeir tveir sem flest atkvæði hljóta. Varamaður er kosinn sérstaklega. Forfallist formaður skal ritari taka sæti hans, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.[/color:2u9e3jb7][b:2u9e3jb7][color=#000080:2u9e3jb7]Formaður[/color:2u9e3jb7] [color=#BF0000:2u9e3jb7]getur [/color:2u9e3jb7][color=#000080:2u9e3jb7]boðað varamenn á stjórnarfundi,[/color:2u9e3jb7] [color=#BF0000:2u9e3jb7]þegar þess er talin þörf[/color:2u9e3jb7]. [color=#000080:2u9e3jb7]Varamenn í stjórn skulu hafa aðgang að fundargerðum stjórnar.[/color:2u9e3jb7] [/b:2u9e3jb7]
[b:2u9e3jb7]Ég spyr þá hvers vegna að vera með kosningu varamanns ef aðkoma hans er engin?[/b:2u9e3jb7] Það er bara alveg eins hægt að kalla til næsta félagsmann… ef þörf krefur. Mín skoðun er sú að til að varamaður geti stokkið til þá þurfi hann að vera upplýstur um gang mála.
Varamenn hafa ekkert aðgengi að neinum upplýsingum umfram venjulegan félagsmann. það þótti ástæða til að tiltaka það sérstaklega fram í greininni að varamenn hafi aðgengi að fundargerðum stjórnar sem ég tel reyndar að eigi að vera aðgengilegar almennum félagsmönnum. Og mér sem varamanni hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel að fá fundargerðirnar.
Varamaður hefur enga vitneskju um hvenær stjórn fundar til að reyna að fylgja eftir aðgegni að fundargerðum. Varamaður fær ekki ósamþykktar fundargerðir en þær eru samþykktar á næstu fundum á eftir sem sagt þær berast ekki jöfnum höndum og bara helst ekki.Og það er undir formanninum komið hvort hann boði varamenn á fund stjórnar sem er bara það sama og á við almennann félagsmann.
[b:2u9e3jb7]Forföll stjórnarmanna[/b:2u9e3jb7]
Tilkynnt var á félagsfundi að einn stjórnarmaður hafi tekið sér leyfi frá stjórnarstörfum um óákveðinn tíma. Skildi maður þá ætla að varamaður yrði kallaður inn í hans stað en það var ekki gert og mér sagt að stjórnin þyrfti þess ekki ef hún vildi það ekki.[b:2u9e3jb7]Virðist sem svo að menn kjósi að túlka setninguna að [i:2u9e3jb7][color=#000080:2u9e3jb7]Formaður[/color:2u9e3jb7] [color=#BF0000:2u9e3jb7]getur[/color:2u9e3jb7] [color=#000080:2u9e3jb7]boðað varamenn á stjórnarfundi, þegar þess er talin þörf[/color:2u9e3jb7][/i:2u9e3jb7].” Að það bara hafi ekki verið þörf á því að kalla fimmta manninn inn í forföllum aðalmanns. [/b:2u9e3jb7]
Hugsanlega er stjórninni stætt á þessu skv. lögunum 2009 ég veit það ekki og þess vegna er alveg kjörið að spyrja salinn.
[b:2u9e3jb7]Mín breytingartillaga gengur í megindráttum út á það að endurvekja 5. greinina eins og hún var í lögunum 2007. Það er fullt aðgengi varamanna að fundum og gögnum.[/b:2u9e3jb7]
En til að forðast allt huglægt mat og túlkun á lögunum þá neyddist ég til að bæta inn setningum s.s. stjórn beri að kalla til varamann í forföllum því skilningur fólks á tilgangi varamanna er greinilega misjafn.
Einnig bætti ég inn setningu um að greiddir félagsmenn geti óskað eftir því að fá fundargerðir stjórnar á meðan þær eru ekki aðgengilegar á netinu. Er það viðleitni mín í að auka upplýsingaflæði af starfi stjórnar en ég tel að félagsmenn eigi að hafa aðgengi að fundargerðum stjórnar sér til upplýsingar og felst líka visst aðhald í því.
Mér finnst lélegt viðhorf að vísa bara í það að maður geti lesið aðalfundargerðina sem kemur í lok starfsársins.
[b:2u9e3jb7]Þannig að svona lítur mín breytingartillaga við 5. grein út.[/b:2u9e3jb7]
[color=#000080:2u9e3jb7][b:2u9e3jb7]5. grein[/b:2u9e3jb7]
Stjórn félagsins skal skipuð fimm stjórnarmönnum: formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann fyrir hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi. [b:2u9e3jb7]Komist annar varamaðurinn á ekki á fundi skal hinn varamaðurinn koma í hans stað.[/b:2u9e3jb7] Kosningar skulu vera skriflegar, sé þess óskað. Meðstjórnendur verða þeir tveir sem flest atkvæði hljóta. Varamaður er kosinn sérstaklega. Forfallist formaður skal ritari taka sæti hans, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.
[b:2u9e3jb7]Varamenn hafa sama rétt til setu á fundum og aðgengis að gögnum og aðrir stjórnarmenn en hafa ekki atkvæðisrétt á fundum nema í forföllum aðalmanns.[/b:2u9e3jb7]
[b:2u9e3jb7]Stjórn ber að kalla til varamann í forföllum meðstjórnanda.
Stjórn ber að senda í tölvupósti (á meðan þær eru ekki aðgengilegar á innra neti klúbbsins) greiddum félagsmanni fundargerð stjórnar óski hann eftir því.[/b:2u9e3jb7][/color:2u9e3jb7]kv.
Stefanía Guðjónsdóttir R-3280 … varamaður?
05.05.2010 at 19:38 #692728Jamm svona er það nú – en breytingatillaga er ekki eingögnu gerð við 5.grein., heldur einnig 14. greinina. Kalla eftir góðum rökum fyrir því að bera fram breytingatillögu við 14. gr.
Kveðja
Didda aukafélagi
05.05.2010 at 19:45 #692730Didda þetta kemur allt saman… líklegast bara strax í kvöld en vinnan mín slítur svo í sundur daginn hjá mér núna.
Kv. Stefanía
05.05.2010 at 20:46 #692732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í 14. Grein stendur.
Aðeins fullgildur félagsmaður getur setið í stjórnum félagsins.
Þetta skil ég svo að aukafélagi getur ekki verið í stjórn félagsins.Í síðustu málsgrein 14. greinar stendur.
Aðal- og/eða aukafélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn móðurfélagsins.
Hvers vegna er þá verið að tilgreina að aukafélagar úr sömu fjölskyldu mega ekki sitja saman í stjórn?
Þetta þykir mér virka tvímælis. Mega þá aukafélagar sitja í stjórn?SBS. Sem skilur ekki neitt.
05.05.2010 at 21:29 #692734Sigurður
Það vill svo skemmtilega til að skv. 14 gr. þá er ekkert sem bannar aukafélaga að sitja í stjórn móðurfélagsins í dag. Og höfum við oft grínast með það að Sveinbjörn formaður F4x4 er [eða getur verið] aukafélagi það er ekkert sem bannar það og móðir hans er þá aðalfélagi.Og ég stilli upp smá dæmi: (ég vona að Sveinbjörn fyrirgefi mér þetta dæmi og ég er alls ekki að segja að þetta verði svona heldur að benda á þá möguleika sem eru fyrir hendi.)
Það er heldur ekkert sem bannar það að Sveinbjörn Formaður, bróðir hans Friðrik Halldórsson og móðir þeirra beggja sitji saman í stjórn og myndi þannig meiri hluta með aðgengi að alla vega 12 milljónum kr. í lausafé ef við miðum við áætluð félagsgjöld fyrir eitt ár. Og það fær enginn vitneskju um í hvað þau eru að eyða þeim fyrr en að skýrsla aðalfundar kemur út. Enda fær aukafélagi full réttindi á við aðalfélaga sem og kosningarétt á fundum klúbbsins.
Skv. 5. grein þá þurfa þau ekki að kalla til varamann í forföllum aðalmanns enda fullfær um að stjórna þrjú og taka ákvarðanir. Reyndar veit enginn að þau eru bara að mæta þrjú á stjórnarfundi enda liggja þær upplýsingar ekki á lausu eða hvað?Hvar höfum við almennir félagsmenn aðgengi að samþykktum stjórnar í rauntíma?
Það er heimilt að skrá lögbýling sem aukafélaga með þessi fullgildu réttindi án aukagreiðslu þ.e. [b:1kuicxbp]greiðir [color=#FF0000:1kuicxbp]eitt gjald [/color:1kuicxbp]saman [color=#FF0000:1kuicxbp]að upphæð 6.000 [/color:1kuicxbp]kr og [color=#FF0000:1kuicxbp]fær þetta par 2 atkvæði á fundum félagsins sem og aðalfundi[/color:1kuicxbp].[/b:1kuicxbp]
Ég einbúinn sem hef ekki skráðann lögbýling á mínu heimili fæ ekki að skrá neinn annan sem aukafélaga [color=#FF0000:1kuicxbp]fæ samt sem áður að borga 6.000 kr í félagsgjald [/color:1kuicxbp][b:1kuicxbp]en fæ aðeins [color=#FF0000:1kuicxbp]eitt atkvæði [/color:1kuicxbp]fyrir minn 6.000 kall.[/b:1kuicxbp]
Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað Sigurður við að skilja lögin og ég spyr á móti: Viljum við hafa þetta svona?
Kv. Stefanía
05.05.2010 at 22:33 #692736
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl Stefanía.
Í fyrri pisli mínum láðist mér að taka fram tillaga að breitingum eða.
Í 14. Grein tillaga að breitingum stendur. (Tilvitnun líkur.)
Mér þykir þessar breitingatillögur vera réttmætar hjá þér.
Ég er nú svo smámunasamur að vilja skilgreina betur hugtakið fjölskylda.Ef þessar breitingatillögur ná í gegn hafa aukafélagar ekki atkvæðarétt
og geta ekki setið í stjórn. Þess vegna ætti síðasta málsgreinin að vera.Aðalfélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn móðurfélagsins.
Kveðja SBS sem þarf svolitla þolinmæði.
05.05.2010 at 22:48 #692738[color=#000000:nryr7qqg]Svona er 14. greinin skv. núgildandi lögum frá 2009.[/color:nryr7qqg]
[color=#000080:nryr7qqg]14. Grein
Félagi getur hver sá orðið sem áhuga hefur á markmiðum félagsins. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og send stjórn félagsins. Sæki félagi um flutning milli deilda skal það tilkynnt skriflega til stjórnar og tekur flutningurinn gildi við upphafa næsta starfsárs.Hver félagi [/color:nryr7qqg][color=#BF0000:nryr7qqg]getur skráð einn aukafélaga sem hefur sama lögheimili[/color:nryr7qqg] [color=#000080:nryr7qqg]og aðalfélagi[/color:nryr7qqg] [color=#BF0000:nryr7qqg]án sérstakrar aukagreiðslu fyrir hann.[/color:nryr7qqg]
[color=#BF0000:nryr7qqg]Aukafélagar hafa [b:nryr7qqg]öll sömu réttindi og skyldur og aðalfélagar[/b:nryr7qqg] að því undanskyldu að þeir deila póstsendingum frá klúbbnum með aðalfélaga. [/color:nryr7qqg]
[color=#000000:nryr7qqg][b:nryr7qqg]Breytingartillaga mín felur í sér:[/b:nryr7qqg]
að aukafélagar fái alla þá afslætti sem aðalfélagi fær án nokkurrar aukagreiðslu enda tel ég það vera tilgangurinn með að fá að skrá aukafélaga.Ég er ekki að loka á það að aukafélagi geti starfað í eða með nefndum klúbbsins án aukagreiðslu þó svo að aðalfélagi sé í nefndinni. Aukafélaginn fær einfaldlega ekki að kjósa sjálfan sig í nefnina nema að greiða fyrir það þátttökugjald að félagsstarfinu kr. 6.000.
Það er eins og 6.000 kr hjá maka sé miklu meiri peningur heldur en 6.000 kr hjá einstaklingi. [/color:nryr7qqg]
[b:nryr7qqg][color=#000000:nryr7qqg]Setninguna:[/color:nryr7qqg] [/b:nryr7qqg]
[color=#000080:nryr7qqg]Aðal- og/eða aukafélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn móðurfélagsins.[/color:nryr7qqg]
[color=#000000:nryr7qqg]Tek ég úr 12. gr laganna frá árinu 2007 er varðar aukafélaga úr en hún var felld út í núverandi lögum 2009.[/color:nryr7qqg]Einnig hnykki ég á því að einungis eitt atkvæði fylgir hverju greiddu félagsgjaldi og mér finnst algjört lámark að stjórn móðurfélagsins sé skipuð fullgildum greiddum aðalfélögum.
[b:nryr7qqg]Breytingartillagan frá mér.[/b:nryr7qqg]
[color=#000080:nryr7qqg][b:nryr7qqg]14. Grein[/b:nryr7qqg]
Félagi getur hver sá orðið sem áhuga hefur á markmiðum félagsins. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og send stjórn félagsins. Sæki félagi um flutning milli deilda skal það tilkynnt skriflega til stjórnar og tekur flutningurinn gildi við upphafa næsta starfsárs.
Hver félagi getur skráð einn aukafélaga sem hefur sama lögheimili og aðalfélagi án sérstakrar aukagreiðslu fyrir hann.Aukafélagar hafa sömu réttindi og skyldur og aðalfélagar að því undanskyldu að þeir deila póstsendingum frá klúbbnum með aðalfélaga [b:nryr7qqg]og hafa ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins. Hverju greiddu félagsgjaldi fylgir einungis eitt atkvæði. Aðeins fullgildur félagsmaður getur setið í stjórnum félagsins.[/b:nryr7qqg][/color:nryr7qqg]
[color=#BF0000:nryr7qqg]Aðal- og/eða aukafélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn móðurfélagsins[/color:nryr7qqg]
Kv. stefanía
05.05.2010 at 23:11 #692740Takk fyrir Sigurður að sýna þessu áhuga.
Ég hef alveg þolinmæði í málefnalegar umræður og ef ég skil þig rétt:
þá er ástæðan fyrir því að talað er um að [color=#000040:e64wdz1w]Aðal- og/eða aukafélögum úr sömu fjölskyldu er óheimilt að sitja saman í stjórn móðurfélagsins[/color:e64wdz1w] er sú að það er ekki verið að loka á það að í deildum úti á landi geti setið aðilar úr sömu fjölskyldu enda oft erfitt að manna stjórnir og nefndir þar en mér finnst æskilegt að stjórnir séu mannaðar fullgildum/aðalfélögum.
Einnig getur aukafélagi setið í nefndum móðurfélagsins án sérstakrar greiðslu.
Smá viðbót: ég sé núna hvað þú átt við, þessar tillögur voru samdar á stuttum tíma og ég rak ekki augun í þetta orðalag fullgildur vs aðalfélagi fyrr en eftir að ég sendi þær frá mér. Það þarf að samræma þetta betur fyrir aðalfundinn.. sammála þér Sigurður.
kv. Stefanía
07.05.2010 at 18:25 #692742Sæl Stefanía
Ég tek því ekki illa þegar þetta er sett svona upp. "Það er heldur ekkert sem bannar það að Sveinbjörn Formaður, bróðir hans Friðrik Halldórsson og móðir þeirra beggja sitji saman í stjórn "
Þetta myndi aldrei ganga upp því mamma er svo rosalega erfið og hún myndi heimta að ráða öllu..Kveðja
Sveinbjörn
27.05.2010 at 16:31 #692744Ég óskaði eftir því við stjórn að fá að setja fram útskýringar með lagabreytingartillögunum í aðalfundarboðið. Vildi ég með því upplýsa alla félagsmenn, líka þá sem búa út á landi og hafa kannski ekki jafn gott aðgengi að nettengingunni og vefsíðu f4x4 og við borgarbúar, um út á hvað þessar breytingartillögur ganga. Fékk ég þau svör frá formanninum að það yrði að vera mjög stutt því að fundarboðið átti að rúmast á einni blaðsíðu. Ég gæti líka bara útskýrt þetta á vefsíðu klúbbsins.
Ræddi ég þessa naumhyggju við ritara klúbbsins sem sagði mér að gera þetta á þann veg sem mér þætti best og lofaði mér plássi í aðalfundarboðinu. Ég gerði það og sendi á stjórnina í góðri trú en fékk eftirfarandi svar:
“Sæl Stefanía
Því miður getum við ekki orðið við ósk þinni um að birta í aðalfundarboði tillögu að lagabreytingum með athugasemdum.”
Undirritað af gjaldkera F4x4Nokkrum dögum seinna fékk ég eftirfarandi útskýringu frá ritara klúbbsins:
“Var á því að það yrði ekkert mál að senda með allar heimsins útskýringar á lagabreytingunum i aðalfundarboðinu. Eftir að hafa síðan hlustað á rök annarra í stjórn F4x4 þess efnis að einungis væri hægt að setja í boðið það sem barst þann 15. apríl þá keypti ég skýringu. Þannig yrði aðeins það birt í aðalfundarboðinu sem skilaði sér innan tilskilinna tímamarka en viðbótarskýringar myndir þú sem tillöguaðili setja sjálf inn á vefinn eða gera grein fyrir á fundinum sjálfum.”
Undirritað af ritara/varaformanni F4x4Stjórnin sá sér ekki fært að birta útskýringar mínar og upplýsingar er varðar lagabreytingarnar til ykkar félagsmanna í aðalfundarboðinu,enda truflun við önnur mikilvæg störf stjórnar. Það er ekkert sem bannar það að útskýringar fylgi með í fundarboði. Eina sem þurfti að koma fram orðrétt í fundarboðinu var sjálf breytingartillagan sem barst fyrir 15. apríl. Hins vegar er ekki skilda að birta allann póstinn eins og gert var með kærri kveðju. Ekki var plássleysinu fyrir að fara enda ef þið skoðið fundarboðið þá er helmingurinn af baksíðunni auður (sem hefði dugað mér) en hinn helmingurinn á baksíðunni fór í að prenta á nafn og heimilsfang. En hér kemur linkur á útskýringarnar fyrir þá sem vilja kynna sér um hvað málið snýst. http://www.trigger.is/files/Adalfundur_breytingar.doc
27.05.2010 at 17:04 #692746Þegar ég bauð mig fram sem varamaður í stjórn klúbbsins í fyrra þá var ég með ákveðin markmið í huga sem ég hafði sérdeilis mikinn áhuga á… silly me. Það var að vera fulltrúi félagsmanna í stjórn, gæta hagsmuna þeirra (heildarinnar), já ég veit ég er svo gamaldags, og að auka upplýsingaflæði til félagsmanna um starfsemi klúbbsins og m.a. frá stjórninni. Til þess þurfti ég að fá aukið aðgengi að vefsíðunni (sem mér hafði verið ítrekað neitað um af vefnefnd) og aðgengi að upplýsingum. Leiðin að þessum markmiðum var því í gegnum stöðu varamanns sem skv. lögum klúbbsins 2007 hafði sömu réttindi og aðgengi að upplýsingum og aðrir stjórnarmenn nema hann mátti ekki greiða atkvæði nema í fjarveru meðstjórnanda (aðalmanns í stjórn) með því er líka verið að tryggja vægi atkvæða þ.e. að 2 eða 3 aðilar geti ekki bara afgreitt mál í fjarveru annarra meðstjórnenda. Ég gat alveg lifað góðu lífi með þessi skilyrði og unnið að markmiðum mínum.
Með nýju lögunum 2009 sem skrifuð voru af tveimur fyrrverandi formönnum F4x4 (Benedikt Magnússyni og Friðriki Halldórssyni) var tilgangur varamanns gjörsamlega þurrkaður út. Ég veit ekki hagsmuna hverra þessi lagabreyting átti að þjóna en mér finnst það ekki vera hagsmunir félagsmanna sem ráða þarna að stuðla að svona hrikalega lokuðum stjórnunarstíl í opnum félagasamtökum.
Rökin voru að þetta væri svona víða í stjórnum að varamaður hefði ekkert aðgengi að upplýsingum.
Og þegar óskað er eftir upplýsingum frá stjórn þá eru svörin “þú getur lesið aðalfundargerðina.” Hún kemur í lok starfsársins.
Ég kíkti á lögin hjá Kvartmíluklúbbnum sem er nú sambærilegur félagsskapur og þar segir í 3 . gr. “Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum og tveimur varamönnum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, upplýsingafulltrúa og ritara ásamt 2 meðstjórnendum. Þessir 7 aðilar hafa jafnan atkvæðisrétt um þau málefni sem ekki þarf að bera fram til samþykktar á almennum félagsfundi. [b:cex7a78x]Varamenn sitja stjórnarfundi með fullt málfrelsi og tilllögurétt en ekki atkvæðisrétt.” [/b:cex7a78x]
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/ … 3%BAbbsins
Sem fulltrúi heildarinnar þá er ég að vekja athygli á þessum lagabreytingum sem urðu 2009 og 20 félagsmenn greiddu atkvæði um. Mín skoðun er sú að þær þjóni ekki hagsmunum heildarinnar
Þetta hefur ekkert með mína persónulega hagsmuni að gera enda fékk ég símtal frá formanni klúbbsins í janúar s.l. (ekki er ráð nema í tíma sé tekið) þar sem mér var tjáð að ég myndi ekki verða áfram varamaður, eða í stjórn, á næsta starfsári. Í staðin fyrir að koma hreint fram og segja ég vil ekki hafa þig í stjórninni þá ber hann alltaf fyrir sig að þar sem ekki var kosið um hvor varamaðurinn yrði til tveggja ára á síðasta aðalfundi þá yrði bara að kjósa alfarið um nýja varamenn. Þetta er einhliða hans ákvörðun og ekki með vísan í nein lög eða hefðir.
Hvað varðar 14. greinina með að fjölskylda geti setið í stjórn móðurfélagsins og að sumir fái 2 atkvæði fyrir sitt félagsgjald en aðrir fá bara 1 atkvæði þá á ég ekki fjölskyldu í klúbbnum og ég hef bara eitt atkvæði. En þetta getur skipt máli fyrir heildina þar sem stór hluti félagsmanna kemur til með að fá 2/3 atkvæði fyrir sitt félagsgjald á móti 1/3 atkvæði félagsgjaldi annarra sem dugar sem meirihluti greiddra atkvæða.
Það má geta þess að öll stjórnin greiddi atkvæði gegn þessari lagabreytingu á aðalfundinum en þar með lét stjórnin afskipti sín af þessu misrétti duga enda ekki hennar að gæta hagsmuna almennra félagsmanna/heildarinnar í klúbbnum.Ég hef lent á gríðarlega mörgum hraðahindrunum (tvær sem skera sig alveg sérstaklega úr, þarf ekki mikinn gullfisk til að átta sig á þeim) í þessu félagsstarfi við að reyna að vinna að þessum markmiðum mínum: Gæta hagsmuna félagsmanna og koma upplýsingum á netið. Ég hef eytt miklum tíma mínum í að vinna og setja inn á vefsíðuna ítarlegar fréttir af félagsfundum móðurdeildarinnar fyrir alla þá félagsmenn sem ekki komast á þá. Fréttir af störfum stjórnar og nefnda, fréttir af ferðum félagsmanna sem og skrifað pistla er lúta að hagsmunamálum félagsmanna svo eitthvað sé nefnt. En nú er ég búin að gefast upp á þessu dæmi þó fyrr hefði verið.
Kannski kemst líka vefsíðan loksins á flug, þegar ef fer sem horfir, að vefnefndin fái sinn fulltrúa kjörinn inn í stjórn, mikill fengur þar.
Ég er með tvö mottó annað þeirra er að “það verður að vera gaman, annars er svo leiðinlegt”. Og er reyndar búin að fá skýr skilaboð um að snúa mér að einhverju öðru að ég ætla að fylgja þeim ráðleggingum eftir og hætta að þvælast fyrir í F4x4 og félagsmönnum þar.
Með þetta að leiðarljósi þá er þetta mitt síðasta verk í þessu félagsstarfi að fylgja eftir þessum lagabreytingartillögum fyrir þá félagsmenn sem vilja hafa skoðun á þessu. En [b:cex7a78x]þið verðið að mæta á aðalfundinn og kjósa[/b:cex7a78x], ég þurfti reyndar að taka mér sumarfrí til að geta mætt, já ég veit Stebba stupid.
[b:cex7a78x]Það þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að samþykkja breytingar[/b:cex7a78x] og [color=#BF0000:cex7a78x]auðir/ógildir/hef ekki skoðun teljast með sem greidd atkvæði á móti breytingum.[/color:cex7a78x]
Nú ef menn vilja ekki breytingar þá er líka gott að fá það á hreint.
Kær kveðja og takk fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessum skemmtilega leik… Ég tapaði
Stefanía Guðjónsdóttir.
p.s.
Skoðun mín hefur ekkert breyst með að mér þykir afar vænt um sitjandi stjórnarmenn og óska ég þeim alls hins besta í framtíðinni.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.