This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 13 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þráður frá Þorvarði Inga (tingit), sem varð eftir á gömlu síðunni:
Félagar góðir,
um daginn heyrði ég slitrur úr frétt um að til stæði að Landmælingar Íslands fengju 200m króna á næstu 10 árum til að ferla vegi lands og flokka til að koma í veg fyrir utanvegaakstur!!! Hvílíkt bull, þvæla og vitleysa, það er verið að reyna að koma því inn í hausinn á þjóðinni að með því að aka um vegi sem ekki eru gönguskóa- og sófadraumheimaelítunni þóknanlegir þá flokkist það undir utanvegaakstur.
Missti ég af umræðunni hér á vefnum, -eða misstu allir aðrir af umfjölluninni???Og svona til að koma að viðhorfi yfirvalda til ferðaþjónustunnar og annarra frjálsra ferðalanga:
Komin hlið og keðjur á alla helstu vegi inn á hálendið, -hefur það einhverja merkingu lagalega séð?
Búið að moka burt Gjábakkaveginum innan Þingvallaþjóðgarðs,eru það ekki lands- og náttúruspjöll?
Búið að grafa burt veginn/gönguleiðina niður Almannagjá og stendur bara ekkert til að lagfæra fyrir veturinn,
Göngustígnum að Gullfossi verður bráðum lokað vegna lélegs og hættulegs vetrarástands, í stað þess að gera betrumbætur…ERGO: Lok lok og læs virðist lausnarorðið í dag, loka spítulum, loka leiðum, loka augum og eyrum fyrir því sem skynsamara er. Uppbyggingu síðustu áratuga er kollvarpað með einu blýantsstriki, er ekki kominn tími til að sljóvga blýantsoddana með því að fækka blýantsnögurum innan raða Umhverfisstofnunar og annarra niðurrifsstofnana?
Ingi, -sem ætlar að aka vegi landsins hér eftir sem hingað til!!!
You must be logged in to reply to this topic.