This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 15 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Varð fyrir því óláni um daginn að brotist var inn í jeppann hjá mér og stolið GPS tæki og fl., ég kærði inbrotið og fór síðan í tryggirnar til að sækja bætur og taldi mig vera vel tryggðan fyrir tjóni sem þessu. Annað kom á daginn, þeir sögðu að hobbý dót jeppamanna eins og GPS tæki, talstöðvar og fl. sem væri fast í bílnum sem tilheyrði jeppamennsku félli ekki undir heimilistryggingu og yrði að tryggja svona leikhluti sérstaklega, en hefði þetta verið önnur hobbýtæki eins og myndavél, fartölva eða annað sem tilheyrði frekar heimilis-hobbýi fengist það bætt. Ég vil benda jepamönnum í ferðamennsku á að verði þeir fyrir svona tjóni að hugsa sinn gang vel áður enn þeir tala við sitt tryggingafélag og lesa vel skilmála síns félas áður enn bætur eru sóttar til að lenda ekki í því að vera bara tryggðir fram að tjóni. Eitt félag auglýsir, sértu tryggður færðu það bætt, en það stóðst ekki í mínu tilviki, svo maður veltir því fyrir sér hvort klúbburin ætti ekki að láta gera tilboð í tryggingar á fjallajeppum félagsmanna þar sem allur búnaður er tryggður en ekki bara það sem tryggingafélögunum hugnast hverju sinni, eða bíða eftir færeyingunum.
Eins og ég sagði, til umhugsunar fyrir jeppamenn.
You must be logged in to reply to this topic.