FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Til umhugsunar fyrir jeppamenn.

by Sigurður

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Til umhugsunar fyrir jeppamenn.

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Þengill Ólafsson Þengill Ólafsson 16 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 27.03.2009 at 22:33 #204123
    Profile photo of Sigurður
    Sigurður
    Participant

    Varð fyrir því óláni um daginn að brotist var inn í jeppann hjá mér og stolið GPS tæki og fl., ég kærði inbrotið og fór síðan í tryggirnar til að sækja bætur og taldi mig vera vel tryggðan fyrir tjóni sem þessu. Annað kom á daginn, þeir sögðu að hobbý dót jeppamanna eins og GPS tæki, talstöðvar og fl. sem væri fast í bílnum sem tilheyrði jeppamennsku félli ekki undir heimilistryggingu og yrði að tryggja svona leikhluti sérstaklega, en hefði þetta verið önnur hobbýtæki eins og myndavél, fartölva eða annað sem tilheyrði frekar heimilis-hobbýi fengist það bætt. Ég vil benda jepamönnum í ferðamennsku á að verði þeir fyrir svona tjóni að hugsa sinn gang vel áður enn þeir tala við sitt tryggingafélag og lesa vel skilmála síns félas áður enn bætur eru sóttar til að lenda ekki í því að vera bara tryggðir fram að tjóni. Eitt félag auglýsir, sértu tryggður færðu það bætt, en það stóðst ekki í mínu tilviki, svo maður veltir því fyrir sér hvort klúbburin ætti ekki að láta gera tilboð í tryggingar á fjallajeppum félagsmanna þar sem allur búnaður er tryggður en ekki bara það sem tryggingafélögunum hugnast hverju sinni, eða bíða eftir færeyingunum.
    Eins og ég sagði, til umhugsunar fyrir jeppamenn.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 27.03.2009 at 22:59 #644610
    Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833
    Keymaster
    • Umræður: 32
    • Svör: 604

    Að flokka lífsnauðsynleg tæki eins og GPS tæki undir hobbýdót og undanþegið tryggingu er auðvitað fáranlegt og ég er sammála því að þetta þyrftu menn að kanna betur.





    27.03.2009 at 23:36 #644612
    Profile photo of Jóhann Ásmundur Lúðvíksson
    Jóhann Ásmundur Lúðvíksson
    Member
    • Umræður: 47
    • Svör: 105

    Það eru til lögfræðingar sem sérhæfa sig í að eiga við tryggingar fyrir fólk og ef maður hefur orðið fyrir tjóni og ætlar að láta á það reyna með að fá það bætt er lang best að sleppa því að fara sjálfur og láta þessa lögræðinga tala við tryggingarnar strax svo að þau kæfi mann ekki með smáaletri og allskonar útúrdúrum reyni að koma sér undan öllu.





    27.03.2009 at 23:48 #644614
    Profile photo of Grimur Jónsson
    Grimur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 1125

    Stríðir það að einhverju leiti gegn markmiðum eða stefnu félagsins að gera einhvers konar samning við lögfræðing(a) sem sérhæfðu sig í akkúrat okkar málum af þessu tagi?

    Ég fæ ekki séð að það geti skaðað okkar ímynd eða málstað að neinu leyti, þar sem markmiðið er ekki annað en að fá sanngirni framfylgt.

    Er einhver munur á myndavél, golfsetti, GPS tæki eða fartölvu í þessu samhengi?

    Ef ég mætti velja, þá sæi ég ekkert á eftir auka þúsundkalli árlega í félagsgjald fyrir möguleika á þjónustu af þessu tagi. Ég veit líka að margir myndu ekki vilja fella þetta beint undir starfsemi klúbbsins, það er líka mér algerlega að meinalausu, end er þetta sett fram sem hugleiðing en ekki tillaga :-)

    kv
    Grímur





    28.03.2009 at 08:35 #644616
    Profile photo of Árni Freyr Rúnarsson
    Árni Freyr Rúnarsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 298

    Manni ofbýður "smáaletrið" hjá þessum tryggingafélögum, ef GPS og önnur lífsnauðsin eru ekki tryggð fyrir hverju er maður þá að tryggja bílinn sinn??
    Maður borgar helling í þetta sem gæti þá farið í eitthvað annað, svosem kastara á bílinn eða eitthvað annað.
    Þetta er góð pæling að klúbburinn bjóði uppá einhverja svona þjónustu fyrir einhvern þúsundkall eða tvo á ári.





    28.03.2009 at 14:49 #644618
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Fáðu þetta skriflegt frá tryggingafélaginu. Þau eiga það til að baka með það sem þau segja ef menn vilja fá það sem þau segja skriflegt. Það eru til nokkur dæmi um svoleiðis vinnubrögð.
    Þau reyna eins og þau geta borga ekki.

    P.S. Ekki hafa GPS og VHF stöðvar í bílunum þegar þeir eru ekki á fjöllum. Það býður hættunni heim. Það er í flestum tilfellum mjög einfalt að losa þetta úr þeim og setja aftur í.

    Kveðja
    Þengill





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.