FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Til stjórnar 4X4

by sigurfari

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Til stjórnar 4X4

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Snorri Ingimarsson Snorri Ingimarsson 19 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 26.02.2006 at 22:11 #197421
    Profile photo of sigurfari
    sigurfari
    Member

    Mér langar til að koma með fyrirspurn til stjórnar hvort kannað hafi verið hvort við getum feingið rásir í VHF kerfið okkar sem tryggir okkur örugga hlustun t.d rás 16. Það urðu tvö alvarleg slys um helgina á fjöllum og í báðum þeirra er talað um vandræði með fjarskipti.

    Nú er mér ekki kunnugt um í hverju þau voru fólgin á Hofsjökli, en í Hrafntinnuskeri þurfti hluti hópsins að keyra í burtu til að geta tilkynnt slysið og gat þar af leiðandi ekki veitt hinum slösuðu þá fyrstu hjálp sem skyldi vega þess að ekki er NMT samband við skálann.

    Ég bara vil ekki trúa því að innan 4X4 séu fífl sem myndu vera með úlfur úlfur brandara ef við feingjum þetta í gegn. Þetta getur verið spurning um líf eða dauða!!!!!!!

    Ég vil að lokum þakka fyrir hönd félaga minna í Yfirgeinginu sem slösuðust sem og okkar hinna öllum þeim sem komu að björgun félaga okkar í nótt og hafa sent okkur góðar kveðjur, förum varlega og komum heil heim.

    kveðja, Guðni

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 26.02.2006 at 22:30 #544908
    Profile photo of Róbert Benediktsson
    Róbert Benediktsson
    Member
    • Umræður: 138
    • Svör: 896

    Samt Ef það stendur til að loka NMT kerfinu þá eru góð ráð dýr.





    26.02.2006 at 22:36 #544910
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þetta svæði er ágætlega dekkað fyrir fjarskipti. Endurvarpi 46 (Reykjafjöll) er þarna rétt hjá og eins er endurvarpi 42 (Háskerðingur) á sama svæði, en eitthvað heyrði ég um að hann sé bilaður núna. Neyðarlínan er með hlustun á 46 svo það ætti að vera nokkuð gott að kalla eftir aðstoð. Eins á að vera neyðarstöð í skálanum, var hún nokkuð notuð ? Síðan er ágætt GSM samband efst í Hrafntinnuskeri, en það vita fæstir. Hvað rás 16 varðar, þá er hún ekki á neinum endurvörpum og kæmi okkur líklega ekki að miklu gagni. Vandamál með fjarskipti í Hofsjökulsútkallinu snúast fyrst og fremst um fjarskiptakerfi SL (Slysbjargar) en ekki kerfi 4×4. Það voru einhver vandræði með fjarskipti fyrir norðan jökulin, því endurvarpi 4×4 í Þrándi er úti, en endurvarpar 4×4 dekka Hofsjökul ágætlega. Fyrir rest var flugvél látin hringsóla með endurvarpa yfir jöklinum og voru þá allir aðilar í góðu sambandi. Endurvarpakerfi 4×4 er alltaf að koma sterkara inn, og er alveg gríðarlegt öryggistæki fyrir okkur sem ferðast um hálendið. Ég vona bara að menn jafni sig fljótt eftir þetta slys.

    Hlynur





    26.02.2006 at 22:59 #544912
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Það ætti að vera gott NMT samband í Harfntinnuskeri því næsta Base stöð er á Vatnsfelli sem er í rúmlega 30 km fjarlægð. Hlynur nefndi að GSM næðist einhversstaðar þarna og þá eru menn að tala gegnum Vatnsfell. VHF samband ætti líka að vera gott þarna.

    Hvað fjarskipti á Hofsjökli varðar, þá ætti Bláfellið að nást eitthvað upp á jökulinn og einnig Fjórðungsaldan. Vandamálið með fjarskipti á jöklum eru að radíóbylgjur dreifast mjög illa yfir ávalar hæðir og hóla.

    Ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af fjarskiptum þó NMT kerfið hætti. Það verður örugglega komið annað og betra kerfi sem leysir það af.

    Póst og Fjar. sendi út erindi til hagsmunaaðila sl. haust vegna neyðarrásar fyrir vegfarendur á hálendinu. Ég held að allir séu sammála um að slík rás yrði mikið þarfaþing.

    Ég votta aðstandendum samúð mina og óska fólki sem slasaðist um helgina góðs bata.

    Kv.-Kjartan





    26.02.2006 at 23:33 #544914
    Profile photo of Ólafur Tryggvason
    Ólafur Tryggvason
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 178

    Ég er nýr í jeppasportinu og er nýgenginn í klúbbinn – ég hef reynslu úr bátasporti og hvernig á að umgangast fjarskipti á sjó (hef pungapróf) –
    Það virðist ekki vera mikið um samræmdar reglur í tengslum við fjarskipti í jeppamennsku líkt og er á sjó – alla vega ekki sem ég finn á síðunni.

    Einnig finnst mér vanta kort sem sýnir heildarútbreiðslu VHF kerfisins líkt og gert er með hvern sendi fyrir sig á síðunni – til að maður átti sig betur á því hvar möguleiki er á signali og hvar ekki.

    Það er heldur ekki mikið um ráðleggingar um hvaða búnað í VHF mælt er með að menn noti – handstöðvar (með útiloftneti 5w) vs fastar stöðvar.





    26.02.2006 at 23:49 #544916
    Profile photo of Guðbjartur Magnússon
    Guðbjartur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 368

    og þér munuð finna………..kort yfir svæði endurvarpa

    https://old.f4x4.is/new/misc/?file=31/25





    26.02.2006 at 23:56 #544918
    Profile photo of Kjartan Gunnsteinsson
    Kjartan Gunnsteinsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 312

    Ég er sammála því að það vantar meiri upplýsingar og fræðslu um fjarskiptamál á heimasíðuna. Einnig vantar leiðbeiningar og/eða reglur um hvernig talstöðvasamskipti eiga að vera. Þetta er eitthvað sem fjarskiptanefndin ætti að vinna í.

    Hvað varðar heildar útbreiðslumynd af endurvörpum 4×4, þá skal ég gera eina slíka á morgun og koma henni til vefnefndar.

    Það væri mjög gott ef félagsmenn prófuðu að lykla endurvarpa á þeim svæðum sem þeir eru að ferðast á og tilkynna til fjarskiptanefndar ef einhver grunur er um að endurvarpar séu bilaðir.

    Kv – Kjartan





    27.02.2006 at 00:23 #544920
    Profile photo of Ólafur Tryggvason
    Ólafur Tryggvason
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 178

    ég var meira að tala um eitt kort með heildardreifisvæði líkt og hægt er að fá á GSM og NMT, á vefsvæði RSH eru upplýsingar um senda og endurvarpa VHF en ekkert um heildardreifisvæði og dekkun kerfisins.

    Annars fagna ég því ef menn gera átak í fræðslu í VHF því líkt og á sjó er þetta allra mikilvægasta samskiptatækið.





    27.02.2006 at 01:11 #544922
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ég tel að ferðamenn búi við mikið öryggisleysi þegar kemur að fjarskiptum. Áður fyrr var yfirleitt hægt að treysta á Gufuna en vakt á henni hefur verið lögð niður. NMT hefur dalað mjög, hvað sem Síminn segir. VHF kerfið er sífellt betra en nær þó ekki yfir allt landið. Það virðist líka vera flókið fyrir marga (líklegast vegna þess að það þarf aðeins að setja sig inn í það hvernig kerfið vinnur og því nenna ekki allir). Með frekari uppbyggingu á VHF kerfinu mun öryggi þó aukast mikið. Mér finnst annars mjög bagalegt að hafa ekki æa einum stað næyjustu uppl´æysignar um hvaða endurvarpar eru virkir hverju sinni, etv er einfalt að hafa þetta á áberandi stað hér á síðunni.

    Ég tel að ekkert kerfi sé að koma sem verði "landsdekkandi". Ég skora á þá sem hafa fullyrt slíkt að skilgreina orðið "landsdekkandi" áður en þeir nota það meira. Í umræðu sem ég hef orðið vitni að hefur verið farið ansi frjálslega með merkingu orðsins, amk samkvæmt þeiri íslensku sem jeppamenn tala.

    Gerfihnattakerfi eins og Iridium og Globalstar eru eina lausnin sem ég sé fyrir þá sem vilja allta geta náð til byggða í neyð. Og það er ekki eins dýrt og við höldum. Lauslega reiknað er Iridium orðið ódýrara að núvirði, bæði í stofnkostnaði og rekstri, heldur en NMT kerfið kostaði þegar það kom fyrst hér seint á níunda áratugnum

    Annars væri gaman að heyra meira um þessi mál, umræðan er mikilvæg til að við ferðamenn getum áttað okkur á því hvort fjárfesta eigi strax í gerfihnattasímum eða hvort eitthvað er á leiðinni sem virkar fyrir okkur (sem ég efast um að sé raunhæft vegna kostnaðar og því óskhyggja ein).

    Snorri Ingimarsson





    27.02.2006 at 01:20 #544924
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég hef nú hingað til haft bærilega trú á að NMT kerfið væri í sæmilegu lagi en nú í vikunni sem leið lenti ég ítrekað í því að kerfið virkaði ekki á stöðum sem áður hafa verið inni. Og þetta var meira að segja á svæði þar sem mikil umferð er alla jafna að vetri – Svo fremi sem einhver snjór sé. Þetta sambandsleysi var á svæðinu í kringum Skjaldbreið og á línuveginum yfir á Kjöl.

    Ég ákvað í þeirri ferð að kaupa mér gervihnattasíma og hef eftir starfsmanni landsímans að í þeim efnum sé Iridium besti kosturinn hér á landi. Ég ætla ekki að bíða eftir raunhæfri lausn á meðan NMT kerfinu hrakar stöðugt. Auk þess hef ég, líkt og Snorri, litla trú á að "landsdekkandi" kerfi komi nokkurntímann og að mínu mati væri nær að setja upp almennilegar jarðstöðvar fyrir Iridium heldur en að eyða peningum í slíkt.

    Benni





    27.02.2006 at 01:37 #544926
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Ég tel raunhæfast að á næstu árum verði VHF kerfið og Iridium (eða önnur gerfihnattakerfi) sú heildarlausn sem gefi mesta öryggið.

    VHF er þægilegt í notkun á milli bíla og oft er hægt að ná með því til annara í neyð.

    Gerfihnattasímar ná alltaf en það kostar að tala í þá. Hver kvartar annars yfir því að samtalið við neyðarlínuna kosti ca 90 kr mínútan í neyð ef engin önnur fjarskipti eru í boði?

    Svo kostar bara um 30 kr. mínútan innan Iridium kerfisins, sama hvar menn eru staddir á jörðinni !
    Þeir sem fá háa GSM reikninga eftir utanlandaferðir ættu að pæla í því !!

    Nú ættu menn að leggjast í að gramsa eftir bestu Iridium kjörum á netinu, margir smásöluaðilar út um allan heim bjóða áskrift, þar á meðal Síminn.

    R.Sigmundsson hefur líka boðið Iridium síma á góðu verði til jeppamanna.

    Snorri





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.