This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Mér langar til að koma með fyrirspurn til stjórnar hvort kannað hafi verið hvort við getum feingið rásir í VHF kerfið okkar sem tryggir okkur örugga hlustun t.d rás 16. Það urðu tvö alvarleg slys um helgina á fjöllum og í báðum þeirra er talað um vandræði með fjarskipti.
Nú er mér ekki kunnugt um í hverju þau voru fólgin á Hofsjökli, en í Hrafntinnuskeri þurfti hluti hópsins að keyra í burtu til að geta tilkynnt slysið og gat þar af leiðandi ekki veitt hinum slösuðu þá fyrstu hjálp sem skyldi vega þess að ekki er NMT samband við skálann.
Ég bara vil ekki trúa því að innan 4X4 séu fífl sem myndu vera með úlfur úlfur brandara ef við feingjum þetta í gegn. Þetta getur verið spurning um líf eða dauða!!!!!!!
Ég vil að lokum þakka fyrir hönd félaga minna í Yfirgeinginu sem slösuðust sem og okkar hinna öllum þeim sem komu að björgun félaga okkar í nótt og hafa sent okkur góðar kveðjur, förum varlega og komum heil heim.
kveðja, Guðni
You must be logged in to reply to this topic.