This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir Skálamenn!
Ég gisti eina nótt í Setrinu ekki alls fyrir löngu. Var ekki með reiðufé á mér og vildi ekki fá sendan reikning heldur ætlaði ég að millifæra þegar heim væri komið.
Það fyrsta sem ég gerði þegar ég settist niður við tölvuna var að fara inná heimasíðu klúbbsins til að finna upplýsingar um hvert ég ætti að borga gistigjaldið.
Leitaði ég um allt og fann þar hvergi neinar upplýsingar um hvernig menn ættu að fara að því.
Sendi ég þar af leiðandi e-mail á einn úr skálanefndinni og bað um þessar upplýsingar, hef ég beðið í meira en mánuð eftir svari og hefur ekki bólað á því.
Get ég ekki séð hvernig forsprakkar klúbbsins eða skálanefndar geti kvartað undan því að illa skilist inn af skálagjöldum þegar ekki er hægt að fá svör. Þó svo að maður vilji borga en hafi ekki getað þar sem að aðeins kort var til staðar.
Finnst mér fyrir neðan allar hellur að kvarta alltaf undan þessu og jafnvel þjóf kenna menn eins og gerðist í vetur þegar samkvæmt upplýsingum í Setrinu sé mönnum heimilt að greiða gjöldin í heimabanka með millifærslu.
Gleymdi ég að skrifa niður upplýsingar um reikning sem átti að leggja inná, biðst ég afsökunar á því en taldi jafnframt öruggt að þessar upplýsingar væri að finna á heimasíðu klúbbsins.
Kær kveðja
Félagi sem greiðir sín gjöld meira að segja skálagjöldin þegar fullnægjandi upplýsingar verða til staðar.
You must be logged in to reply to this topic.