Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Til Hamingju stjórn og ritnefnd
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Soffía Eydís Björgvinsdóttir 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.02.2005 at 07:44 #195400
Glæsilegt blað sem kom inn um lúguna með Fréttablaðinu í morgun.
Svona á að gera þetta…
Til hamingju með frábært framtak.
Benni
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.02.2005 at 08:23 #515454
kom skemmtilega á óvart, tek undir með viðmælanda hér að ofan….
kv
Jon
03.02.2005 at 08:51 #515456Sammála, flott rit til hamingju, náði að fletta því í morgun en leggst yfir það í kvöld.
kv. vals.
03.02.2005 at 09:23 #515458Já það má með sanni segja að þetta blað er soldið flott enda ritstjórinn líka flottur svo verður svaka sýning hjá bílabúð Benna á laugardag sem að ég held að verði heilv flott allavegana að myndinni að dæma sem er aftan á blaðinu. Heyrði góða sögu um þá mynd ( Benni þú ferð varlega er það ekki, það á eftir að selja þennan jeppa, jú jú við ætlum bara að taka nokkrar myndir af honum )þennan væri ég alveg til í að eiga, sá hann um daginn hrikalega flottur, svo verður rampur á svæðinu og geta menn keppt þar um hver er með mestu fjöðruna, fróðlegt væri að sjá pajero á rampnum. Svo verður bein útsending þegar Lúther verður sóttur, gerður hefur verið samningur við djúpboranir sem sjá um verkið.
03.02.2005 at 11:50 #515460Glæsilegt blað,til hamingju.
kv
Jóhannes
03.02.2005 at 11:54 #515462Frábært framtak loksins eitthvað skemmtilegt að lesa svona í morgunsárið frábært framtak og ég óska bara stjórninni sem og öllum klúbbfélögum til hamingju!!
Kv: Davíð R-2856
03.02.2005 at 13:04 #515464Ég veit ekki hvort þetta sé bara hjá mér, en ég fékk Setrið ekki með Fréttablaðinu hér í Keflavík. Gaman að vita hvernig dreifingin er. Heiðar
03.02.2005 at 13:30 #515466Hér í Borgarnesi kom ekkert nema snepill frá rúmfatalagernum með fréttablaðinu. Varla hefur það verið frá klúbbnum
Alltaf eins með landsbyggðina. Situr alltaf á hakanum.
03.02.2005 at 13:59 #515468
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta átti að fara alls staðar með Fréttablaðinu og ef ég er ekki að misskilja neitt þá borgum við fyrir dreifingu alls staðar þar sem Fréttablaðið er borið út. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá upplýsingar sem þessar, staði þar sem blaðinu var ekki dreift. Það má senda ábendingar um það á stjorn@f4x4.is.
Kv – Skúli
03.02.2005 at 16:01 #515470Ekki fékk ég neitt með Fréttablaðinu í morgun og ég er í höfuðborginni þannig ekki er það eingöngu landsbyggðar fólkið
03.02.2005 at 16:20 #515472kom pottþétt með mitt SETUR…
03.02.2005 at 17:40 #515474Tek undir með Heiðari. Er ákrifandi að DV og fæ því Fréttablaðið á morgnana. Setrið fylgdi ekki.
03.02.2005 at 17:47 #515476Setrið fylgdi ekki Fréttablaðinu hér upp í uppsveitum Árnessýslu er samt búinn að leita í nokkrum blöðum.
kv. Atli
03.02.2005 at 17:57 #515478Er í Mosó, ekkert Setur hér
03.02.2005 at 18:06 #515480Ekkert setur hérna á Húsavík með mínu Fréttablaði.
kv
03.02.2005 at 18:29 #515482Þegar ég kom heim eftir vinnu í dag var mitt fyrst verk að fletta ofursetrinu. Leist mér vel á flest en þó rakst ég á eina villu, undir pistli á blaðsíðu 7 sem Ómar Sigurðsson skrifaði, stóð mitt nafn.
-Ein
03.02.2005 at 18:50 #515484Það kom ekki með Bónustíðindum í morgun og eru það mikil vonbrigði.
Kv. Magnus G.
03.02.2005 at 19:22 #515486…en fékk ekkert Setur
03.02.2005 at 20:01 #515488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fékk mitt setur með fréttablaðinu og bý nú samt í mosó.
En til hamingju með glæsilegt blað og vonandi koma sem flestir á sýninguna um helgina. Mig hlakkar sérstaklega mikið til að sjá pajero eigengurna koma og standa við stóru orðinn í sambandi við það hvað bílarnir hjá þeim geti misfjaðrað.
Þeir sjá kannski að rörið er mátturinn og dýrðinn að eilífu, um helgina.
Kv. Baldur
03.02.2005 at 20:28 #515490Sælir félagar!
Kærar þakkir fyrir hamingjuóskirnar, þetta hefur verið langt og strangt ferli með aðkomu margra enda kom efnið eingöngu frá félagsmönnum sem settust niður að okkar beiðni og skrifuðu greinar í gríð og erg. En að öllum öðrum ólöstuðum þá á hann Birgir Már Georgsson nú mestan heiðurinn af útliti blaðsins!
Setrinu var dreift með Fréttablaðinu á póstnúmer 101 til 270, og 600 til 603. Einnig verður það sent á alla félagsmenn sem búa utan þeirra póstnúmera. Að auki sendum við væna bunka á forsvarsmenn landsbyggðardeilda sem munu koma því á bensínstöðvar í næstu þéttbýliskjörnum.
Upplagið er sem sagt 89.000 eintök, þar af fóru um 86.000 í dreifingu með Fréttablaðinu.
Ef þið búið í þeim póstnúmerum sem Fbl dreifði í en fenguð ekki blaðið, vinsamlegast látið mig vita í isafold@simnet.is!
Bestu kveðjur
Soffía
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.