This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Unnar Már Sigurbjörnsson 16 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Já, til hamingju Eppla eigendur!
Garmin hefur loks stigið skrefið og gefið út forrit til að vinna með vegpunkta, leiðir og ferla á Apple tölvum. Ég veit ekki hvað lokanafnið verður en forritið heitir enn Project Bobcat.
Forritið verður svo bætt á næstu mánuðum til að nálgast virkni MapSource og hver veit nema þeir haldi áfram og gefi út Mobile Mac… Þetta síðasta er reyndar úr lofti gripið en ég vona að þeir græji það.
Hægt er að nálgast forritið hér: Project Bobcat
Einnig er komin sér vefur hjá Garmin fyrir Mac notendur: Garmin – Mac News
Og hér í lokin er fréttatilkynning um málið: Garmin Previews New Mac Trip Planning Application
Kveðja,
Rikki
You must be logged in to reply to this topic.