Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Til hamingju
This topic contains 30 replies, has 1 voice, and was last updated by Jökull Gunnarsson 17 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.04.2007 at 00:57 #200039
hafnfirðingar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2007 at 19:43 #586760
Ég rakst á þetta viðtal við Rannveigu Rist í gærkvöldi og seinasta málsgreinin sló mig dálítið.
Geta þá allir þeir sem gætu misst vinnuna 2014 komið og fengið vinnu hjá Sól í Straumi?
Ég tek mér það bessaleifi að copyera viðtalið hér inn,
ég var allavegana allann tímann með stækkun en gat bara ekki kosið þar sem ég bý ekki í Hafnarfirði.Rannveig Rist, forstjóri Alcan, sagði þegar nýjustu tölur voru ljósar, þar sem meirihluti Hafnfirðinga er enn á mót stækkun álversins, að hún væri ekki búin að gefa upp alla von. Eftir ætti að telja utankjörfundaratkvæði og staðan gæti því breyst.
Hún ýjaði að því að öfl hefðu beitt sér gegn Alcan í aðdraganda kosninganna og sagði að baráttan hefði á vissan hátt verið ósanngörn. Enn fremur sagði hún að aðilar málsins hefðu ekki haft jafnan aðgang að fjölmiðlum.
Spurð um framtíð álversins sagði Rannveig að raforkusamningur Alcan rynni út 2014 og ekki þýddi fyrir stórt álfyrirtæki að vera með 50 ára gamla verksmiðju í baráttunni í dag.
Kveðja Gunnar Már
P.S miðað við sjöfréttir ruv þá get ég farið að bíða eftir álveri 10 km frá minni heimabyggð sem á að skapa c.a 400 ný störf. Ég get þá kanski í fyrsta sinn í mörg ár farið að vinna í minni heimabyggð.
01.04.2007 at 20:57 #586762Sælir félagar.
Ég er einn af þeim sem gleðst ekki í dag. Ég er starfsmaður Alcan á Íslandi og einn af þeim 450 sem eru búnir að hlakka til þess að starfa í nýju og betra álveri. Sumir vinnufélagar mínir eru búnir að vinna hörðum höndum að þessu verkefni í mörg ár og sjá nú árangurinn. Sigur lýðræðisins segir bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Er það lýðræði að stilla fyrirtæki upp við vegg þegar öll leyfi eru fengin frá opinberum aðilum og bæjarstjórinn meira að segja búinn að selja okkur land undir stækkun?
Ég er hræddur um að Samfylking fái ekki mörg atkvæði frá þessum 49,5% sem greiddu atkvæði með stækkun!
Umhverfissinnar hljóta að gleðjast yfir því að orkan frá Þjórsá fari til Helguvíkur í stað Straumsvíkur!
01.04.2007 at 22:26 #586764Mér finnst nú hræðsluáróður og alhæfingar sumra hér og annarra í allri þessarri umræðu alveg með ólíkindum. Það er ekki eins og allt sé að fara í kaldakol á morgun. Ég hef mikla trú á að fundinn verði önnur mið og ný tækifæri. T.d.: Tæknihýsing, Olíuhöfn og Álver í Helguvík, eru álitlegir kostir. Álverið í Straumsvík er nú ekki farið. Mér finnst að leggja ætti meiri áherslu á álver í Húsavík, þar sem orkan er í bakgarðinum og gæti bjargað NA-horninu.
–
Stjórnvöld eru greinilega ekki hrædd við atvinnuleysi fyrst þau hættu við frumvarpið um takmörkun á erlendu vinnuafli hingað til lands. –
–
Aðeins einn flokkur hefur þetta á stefnuskrá sinni. Er það þá bara ekki málið að endurvekja þá umræðu?Bkv.
Magnús G.
01.04.2007 at 22:47 #586766Mér finnst alltaf vanta í þessa umræðu að vinna í álveri er óþvera djob sem varla er bjóðandi íslendingum í dag. Þau störf sem framtíðar álver skapa verða því að líkindum mest mönnuð með innfluttu vinnuafli. Það er ekki draumur nokkurs mans að vinna í álveri. þess vegna skil ég ekki af hverju tæpur helmingur gaflaranna kaus með stækkuninni. En alla vega samgleðst ég göflurum með þessa ákvörðun jafnvel þó þeir verði hálf blankir á eftir. Það er ekki eins og það blasi við þeim hungursneyð. Ég hef hinsvegar áhyggjur af því að háspenulínurnar komi til með að vera áfram ofanjarða, það hefði verið mikil framför að fá þær ofaní jörð með skerm.
Gummi með og á móti álveri
01.04.2007 at 23:01 #586768Heil & sæl,
ég vil óska hafnfirðingum til hamingju með þessa ákvörðun. Hver vill hafa álver í bakgarðinum sínum? Ekki ég þó ég búi ekki í Hafnarfirði þá ek ég reykjanesbrautina oft á ári á leið minni á keflavíkurflugvöll.
Ég er algjörlega á móti virkjun þjórsárvera, og á móti því að reyst verði ál"eitthvað" við þorlákshöfn.
Ég vil ekki sjá þennan fjanda skemma suðurlandið.
Það þarf ekki annað en að aka Suðurlandsveg (rvík-selfoss)til að sjá hvað virkjanirnar eru að breiða úr sér. Um daginn sá ég ýtur vera að ryðja enn einn slóðann á heiðinni. Það er kannski "í umhverfismati".
Hvað gerðist fyrir stáliðnaðinn í englandi þegar stálþörfin minkaði? Þá urðu heilu plássin sem voru byggð upp í kringum stál nánast að drauga og glæpabæjum.
Hvað eru íslendingar annað að gera en að upplifa það sama nema í áli. Hvað gera menn þegar alheimurinn uppgötvar það að ál er ekki eins æðislegt og allir vilja meina? Það getur t.d. stuðlað að alzheimer(svo sagði efnafræðikennarinn minn í denn).
Íslendingar hafa möguleika á því að rækta hér upp tæknisetur og alþjóðlega gagnageymslur. Afhverju ekki að skoða það?
Nota rafmagnið í að keyra áfram stærstu tölvuver hnattarins, þar sem öll helstu starfskvikindi landsins kæmu að.
Eða viljum við bara framkvæmdir sem íslendingar vilja ekki einu sinni vinna við svo hægt sé að viðhalda auknum viðskiptahalla?
Stopp á álver (líka það í Helguvík)!
Förum að gera eitthvað skynsamlegt við orkuna! Til dæmis mætti byrja á því að bjóða einstaklingum/fjölskyldum heitt vatn og rafmagn á siðsamlegu verði í stað þess að gefa það til stórfyrirtækja!
Mín pæling..
góðar stundir.
kv,
– Bjarni
02.04.2007 at 00:37 #586770Mig langar að sjá úttekt á því hversu margir þeirra sem vilja að álverið stækki séu á móti Kárahnjúkavirkjun.
02.04.2007 at 04:42 #586772Það hefur verið ótrúlega gaman að fylgjast með því hvernig viðhorf Íslendinga til náttúrunnar og umhverfisins hafa breyst á undanförnum 3-4 árum. Ég held að þarna sé aðallega tvær ástæður, aðfarirnar í tengslum við Kárahnjúkavirkjun hafa gengið fram af almenningi og að útrás íslenskra fyrirtækja hefur staðfest það sem margir okkar höfðu haldið fram, að efnahafsleg velgengi íslendinga í framtíðnni byggist fyrst og fremst á því hvernig okkur tekst að nýta hugvit, framtak og dugnað okkar sjálfra, ekki því hvernig við "nýtum" náttúruauðlindir.
Annað sem gerðist á laugardaginn, var að álverið í Reyðarfirði var gangsett. Þetta er sérstaklega merkilegt fyrir þær sakir að það er um það bil hálft ár þangað til hægt verður að hleypa vatni á jarðgöng Kárahnjukavirkjunar.
Það verður ekki hægt að keyra mörg ker hjá Reyðaráli á því rafmagni sem hægt er að flytja eftir Byggðalínunni. Því mun álverið tapa tekjum sem nema eitthverjum tugum miljarða. Kostnaðurinn af þessu lendir með einum eða öðrum hætti á eigendum Landsvirkjunnar, það er að segja okkur. Þetta er til viðbótar við kostnað við sprunguþéttingar undir Kárahnjúka og Desjárstíflum og vegna sprungna á jarðgangnaleiðinni, en þessir þættir voru fyrir löngu búnir að éta upp alla varasjóði í fjárhagsáætlun verkefnisins.-Einar
02.04.2007 at 07:21 #586774Ég var á móti Kárahnjúkavirkjun og var líka á móti Stækkun alcan. Þetta er ekki sem við þurfum að fylla landið að mengandi stóriðju. Þetta var gleðidagur á laugardag
02.04.2007 at 08:34 #586776Benni minn, ég verð að vera sammála Hlyní í þetta skiptið og líka Hafsteini. Seðlabankinn hefur að undanförnu ekki getað stýrt hagvexti hér á íslandi með sínu auma apparati sem kallast stýrivextir, það eru erlendir fjárfestar og fjármálastofnanir hér og erlendis sem eiga heiðurinn af því. Við værum ekki að aka um á amerískum drekum á 38+ ef seðlabankinn fengi að ráða. Svo er nú bara þannig að margir hverjir eru með erlend lán því ekki er hægt að taka íslensk hagkvæmislán. Stoppum stóriðju og látum heimili landsins blómstra, ekki bara nokkur.
02.04.2007 at 08:54 #586778Það er greinilegt að áróður draumalandsins er farinn að bera árangur. Haldið þið virkilega að framkvæmdir við stækkun Alcan í Straumsvík hafi afgerandi áhrif á vexti og gengi krónunnar til framtíðar? Ætli íslensku bankarnir geti ekki leikið sér með sinn hagnað sem var 200 milljarðar á síðasta ári og sveiflað krónunni og vöxtunum sér í hag. Og til að svara honum Gummaj hér fyrir ofan, þá held ég að 16 ára meðal starfsaldur í Straumsvík segi meira en mörg orð. Meðal tekjur verkamanns í Straumsvík sem vinnur á vöktum eru rúmar 300 þúsund á mánuði. Þeir vinna í 5 daga og eiga frí í 5 daga. Ætli verkafólk í ferðaþjónustu geti fengið svipuð kjör?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.