Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › til Gunds-TnT-Krílið
This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhjálmur Arnórson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.12.2005 at 16:58 #196959
Gundur er á bensín vél? 4.5l minnir mig..
Hvernig er munurinn á þessum vélum bensín/dísel? kraftur, tog, eyðsla?? gaman að heyra það frá þessum mönnum? hvaða hlutföll eru þið með? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.12.2005 at 17:38 #537612
Sælir Magni. Ég hef ekki samanburðinn og held þeir ekki heldur. En þetta er vitað. Bensínvélin er léttari en hún eyðir ívið meira, sérstaklega undir álagi, eins og bensínvélar gera. Togið er svipað en líklega meira í díeselvélinni., sérstaklega á lágum snúningi og undir álagi. Í aðalatriðum snýst þetta um það að í kW’um eru vélarnar svipaðar en eyðslan meiri á bensínvélinni. Ég er með 4,88 hlutföll og held Gundur líka en TNT með 4,56 minnir mig.
Áramótakveðjur
Ágúst
31.12.2005 at 17:39 #537614sæll.í mínum 96 24 ventla dísel er 4.56 lóló 2.7
bæði gundur og kríli eru með 488 en 2.0 lóló
þannig að ég hef heldur meiri niðurgírun í ló.’Eg er mjög ánægður með bílinn og eyðsluna fórum til hveravalla og til baka Hafnarfjörður í þungu færi og kom ég með að minnsta kosti 85 litra heim af 205
Gundur og kríli verða að segja frá eyðslu sinni.
kv tnt
31.12.2005 at 19:14 #537616og svo er því við að bæta að Tryggvi drífur best af þessum 3.
Krílið er á góðri leið að gera sinn bíl að kafbát því hann er svo mikill dótakall að jepinn hjá honum er sjálfsagt 2-300 kg þingri en hjá Tryggva og svo er Tryggvi með talsvert lægri milli gír. Gundur er enn á fólksbílafelgum (12,5") á 44" sem er náttúrlega ekki nógu gott en hann á eftir að bæta úr því síðar og setja undir 18" felgur svo er við bætum mínum í þennan hóp þá dríf ég náttúrlega mikklu meira en þeir allir til samans.
Gleðilegt ár félagar og takk fyrir það gamla.
Benni
Akureyri
31.12.2005 at 19:32 #537618Það lá að. Sá sem sat heima og þorði ekki skuli vera bestur. Enda ekkert nema loftið.
Með bestu áramótakveðjum
Ágúst.
31.12.2005 at 21:23 #537620Gústi er það ekki rétt munað hjá mér að LC-80 hjá þér sé með lóló 2,7 eins og minn var með,svo að þú ert þá með mestu niðurgírun af þessum jeppum.
Kv Rúnar Sv. P.S. en auðvita er BP-553 bestur.
31.12.2005 at 21:39 #537622Tja, þú sérð nú hvað ég spái í þetta. Ég hef ekki mund um það. Þetta er samskonar gír og er hjá TNT (fyrrverandi þínum) nema skátenntur. Það er það eina sem ég veit. Hann dugar, það er líka annað sem ég veit.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Ágúst.
31.12.2005 at 22:05 #537624Jú það er 2,71 hjá þér, Borg Warner 1356, en BW 1345 í BP-553 og eru þeir báðir 2,71. Já Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Kv Runar Sv.
01.01.2006 at 10:47 #537626
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Maður hefur séð þessum bílum ganga vel á 44"
Hvað eru þeir ca. þungir, breyttir?
kv, Bergur
01.01.2006 at 12:26 #537628Gleðilegt árið.bílarnir vikta 3.1-3.4 tonn tilbúnir á
fjöll með öllum búnaði (og þungum bílstjórumOg Runar ég hafði bara þessar uppl.frá Gústa um gírin en þú hefur þetta allt á hreynu bestu kv Tryggvi
01.01.2006 at 13:32 #537630Viktaði 44" björgunarsveitarbíl einu sinni, bíll með öllum staðal búnaði, spili, verkfærum, toppgrind, 240 litrum af diesel, súrefnistækjum og öllu slíku. Vóg slétt 3 tonn með léttum bílstjóra og engum farangri né öðrum farþegum. Þetta var Harlem útgáfan.
kv
Rúnar.
01.01.2006 at 16:41 #537632Sælir og gleðilegt ár.
Minn viktar tilbúinn á fjöll ca.2800 kg á 44" og 160lítrar af olíu.
Til gamans þá er ég með 3.05 milligír, þann ástralska frá Halla Gulla í KT og er hann að virka mjög vel, engin vandamál.
Setti undir hjá mér um daginn 42" Irok sem ég verslaði í haust og er að prufa, ágætt að aka á þeim en hef ekkert komist í snjó á þeim. Tók eftir því að þau þurftu mjög mikið blý þegar verið var að balensera þau sem mér finnst ekki gott og segir mér að þau séu ekki neitt sérstaklega vel smíðuð?
Er með þau á nokkuð réttum og góðum álfelgum.Benni
01.01.2006 at 17:02 #537634tekurðu ekki eina samloku með í ferð eða vettling .þó þú sért mun léttari en ég þá held ég að 2800 sé full létt-er það ekki var þetta mælt á sundskílu einni klæða???
kv tnt
01.01.2006 at 17:31 #537636Á maður að byrja nýja árið á að bulla ?
Að LC80 á 44" sé innan við 3 tonn er álíka líklegt og að Patrol sé með bestu vélar í heimi…..
Gleðilegt ár…
Benni
01.01.2006 at 18:59 #537638Ég kaupi ekki 2.8t tilbuinn á fjöll, ég viktaði bílinn hjá gamla kallinum. fólk ca.200kg, olía ca.120litrar og á 38" ekkert annað í bílnum. var slétt 3 tonn. viktaði hann á kjalarnesinu.
01.01.2006 at 19:18 #537640Sæll Benedikt ,þú sagðir"ekkert komist í snjó á þeim" áttu þá við að dekkin sem slík séu vonlaus í snjó eða þau bara aldrei séð snjó? Svo hef ég heyrt að 42" irok gleipi mörg hross strax í 5 psi.Er það satt?
PS: Sorry ég skuli ryðjast svona inná þráðinn.
01.01.2006 at 22:12 #537642Björn, ég hef ekkert komist í snjó á þeim, komst reindar í kvöld en ekkert sem reindi á.
Tryggvi! ég hélt að þú vissir að ég nota AÐEINS G-Streng.
Benni
02.01.2006 at 08:39 #537644Sælir félagar
http://www.brian894x4.com/1FZFEspecifications.html
http://www.toppnet.is/~gg/_private/toyota.htm
Þessi vél er að eyða 44 lítrum í jöklaskaki en við keyrðum í þessum túr um 400 km.
kv gundur
02.01.2006 at 12:54 #537646einhverstaðar heyrði ég að sjálfskipti bílinn væri 200 kg þyngri en sá beinskipti minn vigtar klár á fjöll með verkfærum, varahlutum, 90 lítra af olíu drullutjakk og þessu helsta 2640 takk fyrir og hann er beinskiptur á 44"
02.01.2006 at 13:20 #537648Það eru mismunandi tölur í gangi. Maður heyrir um bíla sem séu undir 3 tonnum. Þá eru það jafnast nefndir beinskiptir standard bílar, síðan eru það GX og VX og sjálfskiptir, sumir komnir með stærri framhásingu og stærri olíutanka, t.d. í mínu tilviki er ég með tankapláss fyrir 315 lítri. Minn bíl er VX með leðri sjálfskiptingu og stærri framhásingu svo nokkuð sé nefnt. Ekki sambærilegt við Standard beinskiptann. Ætla alls ekki að halda því fram að hann sé undir 3000kgs tilbúinn að fjöll. Ég er mjög ánægður með minn bíl og hvað hann drífur. Kemst það sem ég vil og þegar mig langar. Er oft og iðulega fremsti bíl. En svona sem dæmi um hvað þetta er allt afstætt, fyrir ári síðan á leið á Grímsvötn var það Ford 350 á 44" Trexus (4 tonn plus) sem dreif mest og lengst. Í hópnum voru mjög duglegir bílar undir 2 tonnum með mega benínvélar sem urðu fastir um leið og þeir fóru út úr förum. Þannig að þyngd bíls er ekki úrslitaatriði, bara eitt af mörgum sem spilar saman eftir færð ofl.
En verða ekki allir bara að fá sér núna Krapa-trukk, s.s. FORD350 á 49" dekkjum. Hann vegur væntanlega vel á 5ta tonnið en líka sker krapann eins og smjér. Er það kannski framtíðar bíllinn. ?? Allavega dettur manni það í hug núna þegar spáð er í veður og veðurútlit.Kveðja
Ágúst.
02.01.2006 at 16:33 #537650Kári – Er þetta viktað með eða án bílstjóra og farþega ? Og svo er bíll ekki fullbúinn á fjöll með 90 lítra af olíu – Fyrir helgarferð þurfa flestir ca 200 l
En það er gaman að pæla í þessu – Pajeróinn hjá mér er 3150 kg fullbúinn á fjöll – viktaður fyrir ferð.
Þá tel ég með mig og Kóara (200 kg)
farangur og nesti 80 kg
280 l af olíu
verkfæri og varahluti – ca 100 kg
spil, kaðlar, skóflur o.fl. ca 100 kgÞannig að að mínu mati þarf að bæta ca 700 kg. við þurra vikt til að bíll sé fullbúinn á fjöll í alvöru túra – Það þýðir ekki að miða við hálftómann bíl á leið á Vaðlaheiði…. með bílstjóra sem viktar 50 kg á G-streng
Þetta er það sem er í mínum bíl þegar lagt er í helgarferð – sé ferðin lengri bætist bara í olíuna, ég reikna mér alltaf 100 l á dag og svo smá neyðarbyrgðir.
Ford F350 er 3600 kg tómur (viktaður í gærkvöldi) á 35" dekkjum og með krómpakka – annars óbreyttur.
Annars var ég að skoða Ford Excursion á vefnum – það er held ég bíllinn! setja hann á 46 eða 49" hann er um 3500 kg óbreyttur – og með allt plássið og vélaraflið – ekki verið að eyða hálfum bílnum í lítt nothæfan pall….. Skoðaðu hann Ágúst – Ég væri til í svoleiðis á 49" ef það er hægt að koma því við…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.