Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tíðnir á rás 58 og o.fl
This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 13 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2011 at 21:12 #217889
Getur einhver sent mér tíðnirnar á Rás 58…. mætti jafnvel senda mér lista yfir tíðnirnar sem 4×4 eru með ásamt sítónum. Vinsamlegast senda mér frekar á e-mail frekar en að pósta því á opið spjall.
Takk fyrir
Kv.
Óskar Andri
R-3237 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2011 at 23:04 #722924
Ég vil benda mönnum á að tíðnir F4x4 eru ekki gefnar upp en hægt er að fá stöðvar forritaðar hjá öllum þjónustuaðilum talstöðva.
Hafi einhver þessar tíðnir undir höndum eru viðkomandi beðnir að dreifa þeim ekki og birting þeirra hér á vefnum eða annars staðar er óheimil.
Annars vil ég hvetja alla sem ekki hafa rás 58 að láta setja þessa rás inn og að kynna sér staðsetningu óg rásir á endurvörpum hér:
[url:3sft054c]http://www.radioehf.is[/url:3sft054c]Snorri Ingimarsson
fjarskiptanefnd
14.03.2011 at 01:05 #722926Samkvæmt fjarskiptalögum er nú öllum tíðnihöfum heimilt að vita sínar tíðnir.
Í sjálfu sér er ekkert sem segir að maður neyðist til að tala við viðurkennda þjónustuaðila talstöðva til forritunar og í rauninni ættu notendur að hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og öðru að mínu mati. Það er ekkert sem bannar manni að forrita sína eigin stöð. Enda eru forrit til þess lags brúks til á lýðnetinu.Hitt er svo annað mál að til að aðrir en þeir sem hafa til þess tilskilin leyfi séu ekki að senda út á okkar tíðnum er best að halda þeim huldum.
Má samt velta fyrir sér hver sé gagnsemi þess að halda þessum upplýsingum huldum, ekki er nú vandamálið að vhf kerfið sé stappað af fólki að blaðra. Helst ber á góma að félagsmenn eru að misnota endurvarpakerfið ef eitthvað er.
Er það ekki allra manna hagsmunamál að sem flestir séu að hlusta? Því, samkvæmt fjarskiptalögum er mér heimilt að hlusta á þá tíðni sem mér hentar þó svo að ég megi hvorki senda út né notfæra upplýsingar sem sendar eru út né koma þeim til þriðja aðila nema brýn nauðsyn (Neyð) sé til staðar.
Ég tel að opnara VHF kerfi og meiri fræðsla sé málið frekar en boð og bönn. En svo er þetta náttúrulega peningaelítan sem ræður. Við félagsmenn greiðum fyrir kerfið og ættum að sjálfsögðu að hafa það [b:2ste5mrm]einir[/b:2ste5mrm] fyrir okkur af því við borgum það, er það ekki? Hljómar þetta kunnuglega ef við setjum þetta i samhengi við ákveðið ferðafrelsis mál sem borið hefur mikið á undanfarið?
umhugsunarkveðja, Samúel Úlfr.
14.03.2011 at 20:41 #722928Gott og vel.
Það er ekkert að því að hlusta á rásir deilda, en…
bera skal virðingu fyrir notkunarrásum viðkomandi.
Deildum f4x4 hafa verið úthlutað rásum sem mönnum ber að virða varðandi notkun.kveðja,
Elli.
14.03.2011 at 22:20 #722930Þetta er ágætis pæling Samúel og ágætt að fara yfir ástæðurnar fyrir þessu.
Ég geri hér smá tilraun til þess:Ég verð að byrja á að gera athugsasemd við þetta:
[quote:t1kk8kyb]Samkvæmt fjarskiptalögum er nú öllum tíðnihöfum heimilt að vita sínar tíðnir.
[/quote:t1kk8kyb]
Tíðnihafar F4x4 rásanna eru félagið sjálft og félaginu er frjálst að fara með þær eins og félagið ákveður hverju sinni.
Fjarskiptalögin heimila ekki sjálfkrafa öllum félögum í F4x4 að vita sínar tíðnir.Það fyrirkomulag hefur verið haft að einungis þjónustuaðilar forriti inn tíðnirnar og notendur vinni síðan með þær eftir rásaheiti.
Engin þörf er fyrir venjulega notendur að vita þessar tíðnir og hætta er á aukinni traffík á rásum og misnotkun ef þessar tíðnir verða gerðar opinberar.Ég vorkenni engum sem hefur þörf fyrir VHF rásir F4x4 að ganga í félagið og greiða félagsgjöld með þeim miklu fríðindum sem því fylgja.
Bendi öðrum á að rás 45 er öllum opin og F4x4 hefur enga lögsögu yfir henni.Auðvelt er að klúðra forritun á tíðnunum og gera þetta þannig að stöðvarnar valdi truflunum eða hreinlega virki ekki rétt.
Til þess að forrita VHF stöð þarf sérstaka tengisnúru og forrit sem er sérstaklega gert fyrir hverja talstöðvargerð fyrir sig.
Einungis þjónustuaðilar fá slíkar snúrur frá framleiðendum venjulegra (eða svokallaðra "commercial") talstöðva.Aðrar stöðvar eru svokallaðar amatörstöðvar og hægt er að kaupa snúru+forrit með þeim. Samkvæmt fjarskiptalögum þarf að hafa amtörréttindi til að mega nota slíkar stöðvar. Við getum ekki staðið fyrir lögbrotum með því að afhenda tíðnir til að setja inn í ólöglegar stöðvar.
Auk þess vil ég benda mönnum á að það er miklu þægilegra að nota commercial stöð heldur en amatörstöð og mín reynsla er að þeir sem hafa amatörstöðvar eru alltaf í einhverju basli með þær nema þeir hafi nennt að eyða nokkurm kvöldum í að læra á takkana og séu sífellt að halda sér við. Smá "sparnaður" við að smygla amatörstöð í staðinn fyrir að kaupa hér commercial stöð hefnir sín yfirleitt á viðkomandi með ýmsum vandamálum.
Ef svo ólíklega vill til að einhver félagi í F4x4 á "commercial" stöð með snúru og forriti en hefur ekki fjármuni til að láta viðkomandi þjónustuaðila forrita rásirnar inn fyrir sig, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við fjarskiptanefnd og við munum leysa málið beint.
15.03.2011 at 09:45 #722932Sælir
Vill bara benda á að þeir hjá Radíóraf forrita allar rásir fyrir okkur að kostnaðarlausu ef um er að ræða stöðvar keyptar hjá þeim.
Júnni R-268
15.03.2011 at 10:34 #722934""Engin þörf er fyrir venjulega notendur að vita þessar tíðnir og hætta er á aukinni traffík á rásum og misnotkun ef þessar tíðnir verða gerðar opinberar.""
Ég er venjulegur notandi og mig vantar að vita þessar tíðnir.
Er virkilega vont að auka traffík á rásum F4x4 ?
15.03.2011 at 18:59 #722936[quote="sing":3mtg4xa5]Þetta er ágætis pæling Samúel og ágætt að fara yfir ástæðurnar fyrir þessu.
Ég geri hér smá tilraun til þess:Ég verð að byrja á að gera athugsasemd við þetta:
[quote:3mtg4xa5]Samkvæmt fjarskiptalögum er nú öllum tíðnihöfum heimilt að vita sínar tíðnir.
[/quote:3mtg4xa5]
Tíðnihafar F4x4 rásanna eru félagið sjálft og félaginu er frjálst að fara með þær eins og félagið ákveður hverju sinni.
Fjarskiptalögin heimila ekki sjálfkrafa öllum félögum í F4x4 að vita sínar tíðnir.
[/quote:3mtg4xa5]Ég ætla að byrja á smá "disclaimer", ég er ekki að reyna að hvetja til leiðinda eða neitt slíkt, en ég tel að þessi umræða sé þörf.
Ég er sjálfsagt að fara útá hálann ís hérna, en félagið er ekkert annað en félagsmenn þess, hvorki stjórn né nefndir "eiga" klúbbinn. Ef við erum farin að aðskilja félagsmenn frá félaginu erum við farin að tala um mjög furðulega sjórnskipan, eðlilegt væri að aðalfundur tæki ákvörðun um hvort tíðnir eigi að vera opinberar eða leyndarmál fyrir meðlimum. Hefur þetta verið rætt á aðalfundi?
Staðhæfing mín um að tíðnihöfum sé leyft að vita sína tíðni stendur. Þó að tíðnihafinn sé ferðaklúbburinn og félagsmenn hafi afnot af þeim, þá eru félagsmenn ekki tíðnihafar.[quote="sing":3mtg4xa5]
Ég vorkenni engum sem hefur þörf fyrir VHF rásir F4x4 að ganga í félagið og greiða félagsgjöld með þeim miklu fríðindum sem því fylgja.
Bendi öðrum á að rás 45 er öllum opin og F4x4 hefur enga lögsögu yfir henni.
[/quote:3mtg4xa5]
Ég er hjartanlega sammála þessu.
En þetta breytir því ekki að þú ert alltaf bundinn við þjónustuaðila hvað forritun á talstöðvum snertir.
En það er jafnframt spurning hvort það þurfi að auka fjöldann á óleyfisskyldum rásum? 45 er eina rásin sem ég man eftir sem er alla jafnan eitthvað "cluster" á, á restinni af rásunum er að öllu jöfnu þögn.[quote="sing":3mtg4xa5]
Til þess að forrita VHF stöð þarf sérstaka tengisnúru og forrit sem er sérstaklega gert fyrir hverja talstöðvargerð fyrir sig.
Einungis þjónustuaðilar fá slíkar snúrur frá framleiðendum venjulegra (eða svokallaðra "commercial") talstöðva.Aðrar stöðvar eru svokallaðar amatörstöðvar og hægt er að kaupa snúru+forrit með þeim. Samkvæmt fjarskiptalögum þarf að hafa amtörréttindi til að mega nota slíkar stöðvar. Við getum ekki staðið fyrir lögbrotum með því að afhenda tíðnir til að setja inn í ólöglegar stöðvar.
[/quote:3mtg4xa5]Það fyrrnefnda er einfaldlega rangt, ég ætla ekkert að diskótera það frekar.
Síðarnefnda getur varla talist sem svo að við séum að ýta undir lögbrot fremur en þeir sem selja sælgæti séu að ýta undir sykursýki og dauða.Auðvitað er lang best fyrir alla að fara til þjónustuaðila og láta forrita stöðvar fyrir sig. En það er engu að síður staðreynd að þessir þjónustuaðilar eru flestir á höfuðborgarsvæðinu. Til að forrita stöð utan af landi þarf ýmist að senda þær til Reykjavíkur eða fara sér ferð.
[quote="sing":3mtg4xa5]
Auk þess vil ég benda mönnum á að það er miklu þægilegra að nota commercial stöð heldur en amatörstöð og mín reynsla er að þeir sem hafa amatörstöðvar eru alltaf í einhverju basli með þær nema þeir hafi nennt að eyða nokkurm kvöldum í að læra á takkana og séu sífellt að halda sér við. Smá "sparnaður" við að smygla amatörstöð í staðinn fyrir að kaupa hér commercial stöð hefnir sín yfirleitt á viðkomandi með ýmsum vandamálum.
[/quote:3mtg4xa5]Þarna er ég fyllilega sammála, en við erum ekki að tala um amatörstöðvar. Við erum að ræða um tíðnir og forritun á stöðvum. Það er hægt að forrita fleiri stöðvar en amatörstöðvar.
Fyrir hefðbundinn notanda eru amatörstöðvar algjört "overkill" og geta valdið allskyns vandamálum. Það er mun bettra að vera með einfalda stöð sem lítið er hægt að klúðra heldur en flókna stöð þar sem öllu er hægt að klúðra. Lögmál Murphy’s á vel við þessu tilfelli.[quote="sing":3mtg4xa5]
Ef svo ólíklega vill til að einhver félagi í F4x4 á "commercial" stöð með snúru og forriti en hefur ekki fjármuni til að láta viðkomandi þjónustuaðila forrita rásirnar inn fyrir sig, þá bið ég viðkomandi að hafa samband við fjarskiptanefnd og við munum leysa málið beint.[/quote:3mtg4xa5]Gott að vita að það sé hægt að treysta á fjarskiptanefndina.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.