This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years ago.
-
Topic
-
Nú hefur Ferðaklúbbnum 4×4 borist reikningur í heimabanka klúbbsins, vegna tíðnigjalda vhf kerfisins frá Póst og fjarskiptastofnun. Reikningur móðurfélagsins er um 380.000 og deildana samtals 64.000 eða samtals 444.000 krónur. Það vill svo skemmtilega til að þetta er sama tala og allar landsbyggðadeildirnar greiddu til móðurfélagsins á síðasta reikningsári.
Ef við horfum á spaugilegu hliðarnar á málinu þá greiðir ferðaklúbburinn 444.000 krónur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Nema kvittun sem sýnir að þessi upphæð hefur runnið inn á reikning Póst og fjarskiptastofnunar. Og svo fáum við lista yfir einhverja sem eru taldir vera með rásir 4×4, þó er það mjög á huldu. Legg ég til að keyptur verði rándýr rammi utanum kvittunina enda þarf að vera samræmi í hlutunum. Meira seinna
You must be logged in to reply to this topic.