Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Tíðnigjöld
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.10.2007 at 19:00 #200928
AnonymousNú hefur Ferðaklúbbnum 4×4 borist reikningur í heimabanka klúbbsins, vegna tíðnigjalda vhf kerfisins frá Póst og fjarskiptastofnun. Reikningur móðurfélagsins er um 380.000 og deildana samtals 64.000 eða samtals 444.000 krónur. Það vill svo skemmtilega til að þetta er sama tala og allar landsbyggðadeildirnar greiddu til móðurfélagsins á síðasta reikningsári.
Ef við horfum á spaugilegu hliðarnar á málinu þá greiðir ferðaklúbburinn 444.000 krónur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Nema kvittun sem sýnir að þessi upphæð hefur runnið inn á reikning Póst og fjarskiptastofnunar. Og svo fáum við lista yfir einhverja sem eru taldir vera með rásir 4×4, þó er það mjög á huldu. Legg ég til að keyptur verði rándýr rammi utanum kvittunina enda þarf að vera samræmi í hlutunum. Meira seinna -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.10.2007 at 19:29 #598876
Þessa umfjöllun
" Póst og fjar HVAÐ
30. September 2007 – 12:15 | Ofsi, 1816 póstar
Önnur slæm hugmynd.
Þar sem Póst og fjarskiptastofnun er látið fyrir bæri. Legg ég til að stöðin þurfi að vera samþykkt að Ferðaklúbbnum 4×4"
sem birtist á
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/10494#81943:3kbn4xhv][b:3kbn4xhv]þessum[/b:3kbn4xhv][/url:3kbn4xhv]
þræði?
Haffi
07.10.2007 at 19:37 #598878já það er spurning hvort það verði fjarskipta- og jeppaeftirlit F4x4 ? Einhverjir sjálfboðaliðar?
07.10.2007 at 22:17 #598880Legg til að eftirtaldir aðilar verði fengnir til að leggja blessun sína yfir talstöðvar félaga í F4x4.
Eik, leggja mat á CB samhæfni stöðvarinnar.
Hlynur, athuga kjaftasöguhæfni stöðvarinnar.
Stef, athuga hvort FI brókarsóttarfilterinn er virkur.
Haffi Topp, athuga hvort stöðin er ævisöguhæf.
Tryggvi, athuga hvort enskuslettusendingin er góð.
Úlfurinn, athuga hvort mikrófónninn fari vel í hinni hendinni.
Dagur, athuga hvort orðið FASTUR sendist ekki vel.
Einar Elí, Athuga hvort stöðin virki við bláufjöll og grænuepli.
Lella, athuga hvort rásirnar séu þær sömu og hjálparsvetin sendir hjálparbeiðnir á.
Magnum, athuga hvort lofnetin ná nokkuð í loftbelgina og sprengi þá.
Ef aðrir aðilar hafa sérstaka hæfni að meta gæði talstöðva þá mega þeir bjóða sig fram hér.Kveðja Dagur
07.10.2007 at 22:39 #598882Þetta eru þetta nokkuð háar upphæðir og því veltir maður fyrir sér hver kostnaður klúbbsins sé af hinum nýja Tetra-samningi? Og í framhaldinu hvort rétt sé að spara þessar háu upphæðir og segja upp þeim VHF-tíðniheimildum sem klúbburinn hefur og færa fjarskipti hans alfarið yfir á Tetra á einhverjum tímapuntki í framtíðinni EF og með mikilli áherslu á EF í ljós kemur að dekkun Tetra sé ásættanleg?
07.10.2007 at 22:50 #598884Ef VHF fjarskiptin kosta 444.000 kr + kostnaður við endurvarpa á ári þá kostar Tetra fyrir 1000 manns 1000*1650*12=19,800,000 kr. á ári.
Hvað eru margir með VHF í Klúbbnum?Kveðja Dagur
07.10.2007 at 23:18 #598886Eftir minni frá kynningu Þórhalls þá er stofnkostnaður fyrir hvern talhóp um 14.000kr (greitt einu sinni) sem fellur á klúbbinn. Man ekki nákvæmlega töluna en hún var milli 14 og 15 þúsund.
Það má samt ekki rugla saman kostnaði klúbbsins og kostnaði félagsmanna, það sem gerðist í VHF var að kostnaður var fluttur af félagsmönnum sem eru "skráðir" hjá PFS yfir á rétthafann (klúbbinn).
Það eru samt örugglega fleiri félagsmenn með VHF en voru skráðir hjá PFS og að fá reikninga frá þeim.
07.10.2007 at 23:52 #598888Kostnaður við VHF var 2,500 kr á ári á hvern skráðann notenda og færist þessi skostnaður nú á F4x4.
Reiknaður fjöldi notenda miðað við óbreytt gjald er 444,000/2,500=177,6 notendur, sem er trúlega mun lægri tala en fjöldi þeirra sem hafa VHF stöðvar.
Þegar þessi gjöld færast frá notendum á félagið, finst mér að notendur egi að greiða félaginu þessi gjöld, í gegnum F4x4.
Að leggja VHF kerfið niður vegna þessa og segja öllum að fá sér TETRA í staðin, er fráleitt því kostnaður hvers skráðsnotenda mun þá breytast úr 2,500kr í 1650*12=19,800kr á ári, miðað við gjöldin fyrir breytinguna.
Ég sé ekki mun á því að félagasmenn borgi gjöldin í gegnum F4x4 eða beint.
Ég held að vinna við félagtalið og skrá stöðvar er verk sem þarft er að vinna.Kveðja Dagur
08.10.2007 at 00:45 #598890Það væri nú gaman að fá að vita hversu margir félagar í klúbbinum eru með vhf,ég held að hópurinn sé nokkuð stór ???????.
Kv Klakinn
08.10.2007 at 00:54 #598892nú eru margir hverjir með tvær stöðvar (eða fleiri) skráðar á sitt nafn og með 4×4 rása pakkann stilltann inn,
skulda þeir þá 5000+ vegna þess að viðkomandi er með fleiri en eina stöð sínu nafni????bara pæling
Kv Davíð Karl
08.10.2007 at 07:00 #598894Á lista Póst og fjar eru 1064 skráðir með rásir klúbbsins. Af þeim eru 705 í félaginu.
Talið að það séu 15000 vhf stöðvar í landinu samkvæmt óáræðanlegum heimildum.
Dagur minn þú er á miklum villigötum að segja að það skipti ekki máli hvort notendur greiði í gegnum klúbbinn eða beint. Þykir þér í lagi að Póst og fjar ákveði félagsgjöldin, eigum við kannski næst að rukka fyrir RUV og skella því inn í félagsgjöldin. Það væri í raun jafn fáránlegt
08.10.2007 at 10:10 #598896Fyrir hvern fjand eru þeir að rukka, útgáfu á reikningi kannski, dýrt blek það. Þessi stofnun hefur lítið sem ekkert gert í fjarskiptamálum á vegum klúbbsins annað en að úthluta tíðnum sem við notum, þetta hlýtur að vera misskilningur hjá þeim. Er hægt að biðja þá um að fá reikninginn sundurliðana og útskýringu á þessum reikningi.
08.10.2007 at 11:17 #598898Það er nú oft erfitt að átta sig á fyrir hvað er greitt þegar um er að ræða gjaldtöku opinberra aðila. Líklega ekki hægt að skýra þetta sem endurgjald fyrir veitta þjónustu, heldur miklu frekar sem skatt. Svipað og með blessað stimpilgjaldið þar sem maður borgar hundruð þúsunda fyrir að sýslumannsembætti fæli einhverja pappíra.
Í sjálfu sér alveg rétt sem Dagur bendir á að það sem klúbburinn borgar skv. þessum reikningi er mun lægra en það sem félagsmenn voru áður að borga til stofnunarinnar. Þeirra gjaldheimta er því líklega að lækka í heildina litið. Hins vegar finnst mér aðallega gagnrýnivert í þessu að tíðnihandhafar hafi ekki fengið kynningu á þessu með góðum fyrirvara. Slíkur fyrirvari ætti að vera a.m.k ári áður en reikningur gjaldfellur og helst meira þannig að hægt sé að fella þessi viðbótarútgjöld klúbbsins inn í félagsgjaldið því þegar upp er staðið eru það félagsmenn sem borga þetta. Þetta þýðir einfaldlega að í ár er þessi kostnaður tekinn af öðrum verkefnum klúbbsins. Við hefðum t.d. getað notað þennan pening til að setja upp nýjan VHF endurvarpa eða í auglýsingaátak gegn utanvegaakstri eða til að bæta aðstöðu í Setrinu.
Ég get ekki séð að það sé mögulegt fyrir klúbbinn að standa í að rukka sérstaklega gjöld af þeim sem eru skráðir með stöð til að standa straum af þessu, held þetta hljóti að fara beint inn í félagsgjöldin. Einhver kann að segja að það sé ósanngjarnt gagnvart þeim sem ekki eru með stöð, en það má þá segja þa sama um fjárfestingar í endurvörpum eða í raun flest það sem klúbburinn eyðir í. Er það þá ekki einhver 200 kall á mann?
Kv – Skúli
08.10.2007 at 13:14 #598900Fyrir hvað er Póst og fjarskiptastofnun að rukka mann um 1800 krónur á ári. Þjónustan í Gufunesi löngu aflögð. Ég veit ekki hvernig á að losna við þetta gjald. Tími ekki að henda stöðinni ennþá og trúlega vill enginn kaupa hana . Kveðja Olgeir
29.10.2007 at 23:46 #598902Það var verið að tala um það hér á þræðinum að gjaldið fyrir VHF hafi verið flutt frá félagsmanni og yfir til félagsins.
Hvernig stendur þá því að ég er að fá reikning upp á 2500 kr frá Póst og Símamálast núna fyrir afnotagjöld af VHF stöðinni sem ég er með í bílnum.Valur M
30.10.2007 at 00:07 #598904Þú er að fá svonefnt leyfisgjald. Þ.a.s þú greiðir 2500 kr gjald. fyrir x leifi. fáir þú einhverjar aðrar rásir í stöðina þá greiðir þú nýtt leyfisgjald.
Við höfum ekki fengið neinar reglur eða útskýringar á þessu frá PFS en skulum afla frekari upplýsinga um málið og koma því til skila. Kv Ofsi
30.10.2007 at 09:09 #598906Á vef Póst og Fjarskiptastofnunar er að finna [url=http://www.pta.is/upload/files/Gjaldskra%20PFS%20nr.1115_2006.pdf:1n5d04ur][b:1n5d04ur]gjaldskrá[/b:1n5d04ur][/url:1n5d04ur] fyrir fjarskiptatæki.
í 2. gr. segir:
2.3. Leyfirbréf radíóstöðva á landi (fastastöðvar, farstöðvar og jarðstöðvar) kr. 2.500Þetta þarf að greiða þegar búnaður er tekinn í notkun, við eigendaskipti og við allar breytingar á búnaði.
Spurningin er nú hvort innsetning rásar í talstöð teljist breyting á búnaði
30.10.2007 at 09:41 #598908Eins og ég fékk skýringarnar frá PFS þá þarf nýtt leyfisbréf þegar:
* Eigendaskipti verða á stöð,
* breyting verður á stöð hjá eiganda (t.d. ef ég hendi Yaesu draslinu mínu og kaupi Kenwood) eða
* ef ég fæ leyfi fyrir rásum nýs rétthafa
Meðan ég er bara að endurforrita rásir F4x4 er það ekki breyting (t.d. ef F4x4 fjölgar rásum sínum), en ef ég fæ t.d. til viðbótar rásir Landsbjargar þá er það nýtt bréf og þ.a.l. nýtt gjald.
Hvort svo þetta verður virkt kerfi nema við kaup og eigendaskipti er svo óljóst ennþá.
30.10.2007 at 10:11 #598910Þetta virðist vera afturvirkt, hversu langt aftur í tímann ætla þeir að seilast ?
Ég keypti nýja stöð í febrúar á þessu ári, þarf ég þá að greiða þennan 2500 kall fyrir hana ?
30.10.2007 at 10:30 #598912Tja, nú verð ég að segja eitthvað sem ég er ekki alveg 100% viss um en ég held að þessi leyfisbréf fyrir talstöðvar sé ekki nýtt, s.s. kom ekki inn þegar tíðnigjöldin fóru frá talstöðvareiganda til rétthafa. Það er mikið af óafgreiddum tilkynningum hjá PFS sem þeir eru byrjaðir að vinna í núna og því gæti eldri tilkynningar dottið inn, t.d. gæti hugsanlega mín frá feb 2006 farið í gegn… tími kraftaverkanna er ekki alveg liðinn.
Svo ef ég þekki reikningana frá PFS rétt þá er ekki mikið að græða á skýringatextanum á honum 😉
30.10.2007 at 10:36 #598914eins gott að fá ekki rukkun fyrir gömlu stöðina frá 2004 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.