Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › tíðni VHF á íslandi?
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Albert Sigurðsson 14 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.01.2010 at 01:40 #209549
ég hef verið að skoða talsvert möguleikan á að vera með VHF stöð á fjórhjólinu hjá mér en ég er ekki vel að mér í þessu
hvernig er með stöðvar erlendis frá er hægt að forrita í þær f4x4 rásunum
er einhver sérstök tíðni notuð hérna? frekar fúlt að pannta sér stöð sem er svo ekki nothæf hérna.það sem okkur langar að gera er að geta rætt saman á milli hjóla með vhf vera með mic og hljóð í hjálminum og svo takka á stýrinu sem maður mundi þrísta á til að tala erum við vissir að þetta mundi auka öriggi okkar allra í okkar ferðum ef tildæmis enhver velltur þá ætti hann að geta kallað á hjálp.
ef enhver hefur enhverjar hugmyndir eða ráðleggingar um hvernig væri best að gera þetta eða hvaða stöðvar mundu henta best þá væri ég mjög þakklátur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.01.2010 at 11:50 #674388
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú ert að spá í stöðvar frá USA að þá eru til þar svokallaðar "marine" útgáfur af flest öllum VHF stöðvum þar og þær eru yfirleytt með allt aðrar tíðnir en það sem við erum að nota hérna. Stundum setja framleiðendur sitthvort típunúmerið á sjó og landstöðvar, best að skoða þetta á heimasíðu framleiðanda. Ef þú sekkur þér aðeins meira í þetta og finnur (t.d. með því að leyta hérna á spjallinu) á hvaða tíðnisviði okkar rásir eru þá geturðu farið inn á heimasíður hjá framleiðendum og fundið á hvaða tíðni viðkomandi stöðvar eru að vinna. Þá ertu pottþéttur með að fá stöð sem virkar hérna.
Síðan þarftu að láta stilla inn rásinar hérna þannig að passaðu þig á að kaupa ekki eitthvað húmpúk sem enginn kannast við eða vill eiga við hérna á klakanum.
Varðandi svona headsett að þá er það einfalt mál, passa bara að stöðin sé með tengi fyrir þennan búnað.Kv.
Óskar AndriP.s. það eru víst til einhver lög um það að þú verðir að vera radióamatör til að mega flytja inn VHF stöðvar en ég hef ekki heyrt að menn séu í vandræðum með það svo lengi sem stöðvarnar séu CE merktar en það geta kanski aðrir kommentað á það???
05.01.2010 at 18:20 #674390Þú þarft að vera amatör til að flytja inn amatör stöðvar.
05.01.2010 at 18:38 #674392[quote="Gunni Powers":3tvhvmud]það sem okkur langar að gera er að geta rætt saman á milli hjóla með vhf vera með mic og hljóð í hjálminum og svo takka á stýrinu sem maður mundi þrísta á til að tala erum við vissir að þetta mundi auka öriggi okkar allra í okkar ferðum ef tildæmis enhver velltur þá ætti hann að geta kallað á hjálp.[/quote:3tvhvmud]
Ef þið ætlið bara að tala á milli hjóla og ekkert meira þá er VHF algjört overkill fyrir ykkur. Þá ætti nú bara UHF stöðvar að vera nóg fyrir ykkur, Radíóraf (radioraf.is) selur svo intercom búnaðinn sem þú ert að leita að.
Passaðu þig bara á því að sumar marine vhf stöðvar frá útlandinu eru með mjög þröngt tíðnisvið og sumar styðja ekki sítóna.
06.01.2010 at 00:41 #674394já kanski er þetta overkill en við rum nú farnir að ferðast kokkuð langt frá byggð á þessum hjólum og held ég að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær að einhver slasar sig þetta eru þung hjól þannig að meiðslin geta verið slæm ef menn lenda undir þeim þá er kanski gott að getað kallað í stöðinni eftir hjálp. svo er það oft að í helgarferðum hjá slóðavinum að tví hjól og fjórhjól fari eitthvað í sitthvoru lagi. en eins og ég sagði þá veit ég lítið um virkni og langdrægi þessa stöðva þannig að það er gott að fá viðbrögð annara
06.01.2010 at 11:57 #674396sælir
Það er mín skoðun að amatör stöðvar eigi ekkert erindi í hendurnar á mönnum/konum sem kunna ekki á þær, það er alveg óþolandi að ferðast á fjöllum þegar menn eru að stanslaust að senda án þess að vita af því td á endurvarpana okkar og það er mjög leiðingjarnt fyrir ferðahóp þegar einn úr hópnum er í stanslausu veseni með amatörstöðina sína, nær ekki sambandi og kann lítið sem ekkert á hana …… svo ég tali nú ekki um aðra sem eru með á scan og þurfa að hlusta á stanslausar sendingar á stöðvar án þess að nein eða lítil samskipti fara fram.Mín ráðlegging til þín Gunni er að kynna þér þetta almennilega og fá þér amatör réttindi eða að fá þér bara löglega stöð hér heima sem er vesenisfrí. Bara mín skoðun
kv/AB
06.01.2010 at 18:23 #674398Tek undir með Agnari, amatörstöð á ekkert erindi í hendurnar á einhverjum sem kann ekkert á hana eða skilur ekki virkni talstöðvasamskipta á VHF tíðnisviðinu. Þetta veldur yfirleitt öllum öðrum en grunlausum notendanum vandræðum og óþægindum.
Ekkert eins leiðinlegt að heyra í einhvrjum gjamma við 2 til 3 aðra á td. 45 og hann er uppundir 100km frá þér, uppá jökli og með amatörstöðina sína stillta á 50w að tala við hina á 25w stöðvunum sem eru bíllengd í burtu frá honum.
06.01.2010 at 19:17 #674400Rétt og skylt er að virða reglur um fjarskipti því þær eru ekki settar bara fyrir eintóma sérvisku einhverra skriffinna.
Svo er hitt málið að ég átta mig ekki alveg á því hvaða öryggi fylgir því að hafa talstöð á hjóli sem hefur oltið og liggur á hvolfi ofan í skurði, loftnetið brotið og allar snúrur slitnar úr sambandi. VHF og UHF fjarskipti eru bundin við sjónlínu, þ.e. drífur hvorki gegn um fjöll né firnindi. Væri ekki fullt eins gott að hafa netta UHF vasastöð – eða bara GSM farsíma í vasanum og skreiðast með hann upp á næsta hól í von um að ná sambandi ?Ágúst
06.01.2010 at 19:42 #674402já ég held að það sé ekkert vittlaust að athuga með þessi réttindi hingað til hef ég notað yaesu stöð sem fylgdi með bíl sem ég á og ég er alveg sammála með að óþarft gjamm er frekar pirrandi hef oft heirt krakka að vera að leika sér eitthvað í þeim á fjöllum.
en ég hef að þessar minni handstöðvar eru sumar uhf/vhf er þá ekki hægt að þreingja svæðið
markmiðið er að sjálfsögðu að við getum haft betri samskipti á milli manna en ekki þannig að það skapi ónæði annarstaðar.
svo eru þessar handstöðvar með minni sendikraft en aðrar stöðvar.
svo er spurning hvort að félagi eins og slóðavinum geti ekki verið með sína eigin rás það er kanski möguleiki sem er vert að skoða í framtíð ef mykill áhugi er fyrir þessu.
ég þakka fyrir góð svör og endilega ef enhver er með hugmyndir þá eru þær vel þegnar
06.01.2010 at 19:51 #674404Gunni, er þetta ekki bara málið fyrir ykkur, vatnsheld bátastöð sem örugglega má forrita með öðrum rásum en
bátarásunum og svo fáið þið ykkur bara ykkar eigin rás og málið dautt
[url:2sp139nf]http://www.velasalan.is/Vara/55273/[/url:2sp139nf]Þessi kæmi líka til greina í þetta.
[url:2sp139nf]http://www.altor.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=20&category_id=6&manufacturer_id=0&option=com_virtuemart&Itemid=26[/url:2sp139nf]
06.01.2010 at 20:39 #674406Kannski aðeins út fyrir efnið en…
Mér sýnist margar stöðvar, bæði commercial (þ.e. eins og flestir eru með) og amatör stöðvar, hvort sem er handheldar eða bílstöðvar vera með "low power mode". Er þetta eitthvað notað þegar menn eru í hóp og vilja takmarka útbreiðslu, til að trufla ekki aðra annarstaðar? Hvað segir fjarskiptanefnd?
-haffi
06.01.2010 at 21:44 #674408Sælir.
Ég myndi fá mér 25W VHF bílastöð og loftnet á ferðafjórhjól. (ekki amatör stöð of mikið vesen fyrir fólk sem er ekki að pæla í fjarskiptum). Ef menn vilja takmarka sendistyrk þá er oft rofi á stöðvunum til að velja 1W sendiorku (í stað 25W)
Þá er hægt að nota endurvarpa 4×4 sem ná ansi víða inn á hálendinu. (mikið öryggi)
Strákarnir í Radioraf.is hafa langa reynslu í að útbúa græur í hjálma fyrir björgunarsveitir og lögguna, þeir geta leiðbeint mönnum hvað á að kaupa.
07.01.2010 at 02:27 #674410ég ætla einmitt að tala við þá hjá radióraf búin að skoða síðuna hjá þeim þetta lýtur nokkuð vel út
takk fyrir ábendingarnar
07.01.2010 at 11:05 #674412
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Stór efast um að menn séu að láta sér detta í hug að setja húmongus amatör stöð á fjórhjól…. bara vera með vatnsheldar og einfaldar VHF handstöðvar… taka stöðvar með Lithium-Ion rafhlöðu sem þolir betur kulda og geymir hleðslu betur og vera bara með hleðslutækið með sér eða auka raflöðu? staðsetja stöðina í ofarlega í bakpoka eða brjóstvasa… bílstöðin er alltaf föst á hjólinu, er háð því að fá rafmagn frá hjólinu og sennilega minna úrval af vatnheldum stöðvum sem ég myndi telja nauðsinlegt á svona opnu farartæki…
Bara í þetta sem þið eruð að spá í á fjórhjól… Ekki Amatör VHF stöð og Ekki Marine/Sjó VHF stöð
Kv.
Óskar Andri
07.01.2010 at 13:09 #674414
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ekki skil ég hvað þið eruð að blanda þessum amatör stöðvum í þessa umræðu Gunni nefndi það aldrei hann var bara að spyrja um vhf sem hentaði honum á hjólið. 😉
07.01.2010 at 14:12 #674416[quote="brjotur":2zavukrd]ekki skil ég hvað þið eruð að blanda þessum amatör stöðvum í þessa umræðu Gunni nefndi það aldrei hann var bara að spyrja um vhf sem hentaði honum á hjólið. ;)[/quote:2zavukrd]
Gunni var að spá í að flytja inn stöð sjálfur sem þýðir að hún er ólögleg og þar af leiðandi má ekki neinn löglegur aðili forrita F4x4 rásirnar inn í hana fyrir hann. Hann verður því að flytja inn forritanlega stöð (amatörstöð) sem er reyndar líka ólöglegt nema hann sé amatör.Þess vegna upphófst þessi amatörstöva umræða ….
07.01.2010 at 17:18 #674418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ok en hvað haldið þið nú að það séu margar stöðvar til hérna ólöglegar ég held þær séu margar og aldrei er ég spurður hvaðan stöðin mín sé þegar ég læt setja inn rásir í hana en aðalmálið er að ég sé með beiðni frá þeim sem á rásina sem ég er að setja inn
í það og það skiftið, en notabene ég er með löglega stöð svo ekki misskilja það neittkveðja Helgi
07.01.2010 at 19:49 #674420
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef einmitt heyrt þetta sem Helgi er að lýsa, ef menn eru með leyfi fyrir rásunum fá þeir stöðina forritaða sama hvaðan hún kemur…. en þetta er bara það senm ég hef heyrt… þekki þetta ekki af eigin raun…
07.01.2010 at 20:07 #674422ég er með handstöð vhf m/ heyrnatól-mictakka, Búin að þvælast á Reykjanesinu svo og v/ Skjaldbreið og nágreni,
virkar fínt, en smá erfitt að skilja hvað maður er að segja v/ dósahljóðsins,, eins og vera lokaður inn í tunnu,,,,,
En þá bara stoppa og rífa af sér hjálminn. Þá flottur.kv.ASig.
07.01.2010 at 20:25 #674424
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skv því sem ég finn eru 4×4 rásar tíðnirnar á bilinu 153-164 MHz… ekki nýjustu heimildar samt… væri gaman að vita hvort þetta standist.
En svona að gamni ef þið eru að spá í handstöðvar… ég og gamli höfum verið að nota Vertex Standard Horizon handstöðvar sem ég get alveg mælt með…. þetta voru ekki svo dýrar stöðvar þegar við keyptum þær hérna heima í góðærinu hjá N1/Bílanaust… spurning hvað þetta kostar utan frá núna.. Hún er alveg vatnsheld og með þrjár stillingar á sendistyrk…
[url:20a2p4s4]http://www.standardhorizon.com/indexVS.cfm?cmd=DisplayProducts&ProdCatID=85&encProdID=EBD61457F117768BB3F44D8AA75A4A0E&DivisionID=3&isArchived=0[/url:20a2p4s4]
08.01.2010 at 01:47 #674426[quote="gulur":1478dh4l]ég er með handstöð vhf m/ heyrnatól-mictakka, Búin að þvælast á Reykjanesinu svo og v/ Skjaldbreið og nágreni,
virkar fínt, en smá erfitt að skilja hvað maður er að segja v/ dósahljóðsins,, eins og vera lokaður inn í tunnu,,,,,
En þá bara stoppa og rífa af sér hjálminn. Þá flottur.kv.ASig.[/quote:1478dh4l]
væri gaman að fá að vita meira um þennan búnað hjá þér
p.s. ekkert mál að laga dósahljóðið kauptu bara Can-am :-))))
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.