Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Þyrlur og ákærur
This topic contains 71 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2006 at 22:28 #198576
AnonymousUtanvegar og þyrlur ?
Það er nokkuð merkilegt að það hafi ekki verið hafinn þráður um meintan utanvegarakstur jeppa og vélhjóla manna. Þarna er um að ræða einstaklinga sem hafa verið teknir af þyrlum Landhelgisgæslunnar að beiðni Ólafs Helga Kjartanssona, sýslumanns á Selfossi. Legg ég til að umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 setji inn á spjallþráðinn þær upplýsingar sem þær hafa undir höndum. T,d myndina sem tekinn er út um framrúðu jeppana, þar sem þyrlan stendur fyrir framann hann.
Einnig væri áhugavert að fá sjónarmið manna um skekkjumörk í g.p.s staðsetningum löggæslumanna. Það er hreinlega ekki hægt að líða svona amatör vinnubrögð lögreglunar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.10.2006 at 22:18 #560866
Hér er [url=http://www.fi.is/news.asp?id=390&news_ID=560&type=one:2rdrfmov][b:2rdrfmov]frétt[/b:2rdrfmov][/url:2rdrfmov] frá FI, en þessi staður er alveg við staðinn þar sem 2 drengir eru teknir fyrir utanvegakstur 2 mánuðum áður.
Kveðja DagurFréttir – Opnun brúar yfir Farið
1.8.2006
Opnun brúar yfir Farið
Ný gönguleið við suðursporð Langjökuls opnar:
Ferðafélagið brúar Farið[img:2rdrfmov]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34573.jpg[/img:2rdrfmov]
Fjölmenni var viðstatt þegar ný brú Ferðafélags Íslands yfir Farið skammt neðan við Hagavatn var tekin formlega í notkun sl. fimmtudagskvöld. Brúin opnar á ný skemmtilega leið við suðursporð Langjökuls, en fyrri brýr, alls þrjár hafa allar látið undan vegna jökulflóða eða snjóþunga.
Nýja brúin er um 20 metrar á lengd og það breið að hún ætti að vera fær mönnum, vélsleðum og jafnvel hestum sé varlega er farið. Hún hvílir á þremur máttugum stólpum og var valin staður á móts við Einifell sem er um hálfan annan kílmómetra suðvestur frá Hagavatnskála Ferðaféalgs Íslands. Kunnugir telja brúarstæðið nokkuð öruggt, en þrjár fyrri brýr FÍ yfir Farið sem stóðu mun ofar hafa allar tekið af í stórflóðum.
Það var vaskur hópur sjálfboðaliða úr röðum Ferðafélagsins sem reisti brúna og án þess að á neinn sé hallað var ferðafélaginn Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar þar fremstur í flokki. Brúarsmiðurinn var Stefán Helgason frá Vorsabæ. Marga fleiri mætti nefna. Brúargerðin var styrkt meðal annars úr Pokasjóði og þá lagði fjárlaganefnd Alþingis málinu lið og var Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og fyrrverandi formaður nefndarinnar meðal gesta við athöfnin, því til staðfestingar. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ sem var aðalhvatamaðurinn að byggingu brúarinnar þakkaði öllum sem að brúargerðinni komu áður en hann klippti á borða og opnaði brúnna með formlegum hætti.
Brúin sannaði síðan strax ágæti sitt daginn eftir þegar um 40 manna hópur á vegum FÍ undir fararstjorn Ólafs Arnar hélt áfram göngu sinni úr Skálpanesi niður að Laugarvatni, 4 daga ferð þar sem leið lá um frá Skálpanesi um Jarlhettudal að Hagavatni, um Mosaskarð og Lambahraun að Hlöðuvöllum og undir Skjaldbreið að Karli og Kerlingu og þar inn Langadal að og um Klukkuskarð og loks að baki Laugarvatnsfjalli og niður að Hjálmsstöðum. –
10.10.2006 at 00:29 #560868Hér er kort af svokallaðri Jóruleið eða Heybandsleið og er merkt staðsetning mótorhjólamanna þar sem þeir eru ákærðir fyrir utanvegaakstur.
[img:2mqcnu1p]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34580.jpg[/img:2mqcnu1p]
Og hér er kort frá LMI sem sýnir veginn frá Hestvíkinni upp Jórugil og inn að Sköflungi. [img:2mqcnu1p]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34542.jpg[/img:2mqcnu1p]
10.10.2006 at 09:03 #560870Þessi leið er sýnd á kortinu avegi.lmi.is …
10.10.2006 at 18:17 #560872Það sem er sýnt á ávegi.lmi.is er línubvegur sem liggur uppi í fjöllunum.
En slóðin sem um ræðir (liggur í dalnum) byrjar vestar og endar norðan við hina, tengist gula stubbinum af grafningi.
10.10.2006 at 21:29 #560874Í Þessari [url=http://www.fi.is/news.asp?id=390&news_ID=556&type=one:8992z30a][b:8992z30a]frétt[/b:8992z30a][/url:8992z30a] frá Ferðafélagi Íslands er sagt hvaða leið er keyrð að Farinu við Hagavatn:
Fréttir – FÍ vígir nýja brú yfir Farið.
26.7.2006
FÍ vígir nýja brú yfir Farið.
Nýja brúin á Farinu er á móts við Einifellið um einn og hálfan kílómetra suðvestur frá skála félagsins. Ekið er að brúarstæðinu eftir melunum sunnan við Einifellið. Þar verður stutt athöfn en síðan er vígslugestum boðið að þiggja mat og drykk við skála félagsins.Ástæða þess að vígslan fer fram að kvöldi er sú að stór hópur frá FÍ kemur gangandi frá Skálpanesi þennan dag og þarf ná til vígslunnar við dagslok. Sú ganga er hluti af fjögurra daga gönguferð frá Skálpanesi að Hagavatni, Hlöðufelli, Skjaldbreið og um Klukkuskarð. Brúin opnar þessa gönguleið og vígsla hennar er þannig táknrænn þáttur þess.
Ferðafélag Íslands hefur smíðað þrjár brýr á Farið, tvær uppi við útfall vatnsins og aðra á klöppunum neðan útfallsins. Nýja brúin er enn neðar og í beinni leið frá skálanum að Mosaskarði. Brúin er rammgerð og ætlað að vera fær bæði gangandi mönnum, vélsleðum og jafnvel hestum ef varlega er farið.
26.10.2006 at 22:01 #560876Sumar leiðir eru nokkuð gamlar og er leiðin sem mótorhjólamennirnir voru teknir á fyrir utamvegaakstur er bara eld-gömul.
Kveðja Dagur
Jórunn hét stúlka ein; hún var bóndadóttir einhvers staðar úr Sandvíkurhrepp í Flóanum; ung var hún og efnileg, en heldur þótti hún skapstór. Hún var matselja hjá föður sínum. Einhvern dag bar svo við, að hestaat var haldið skammt frá bæ Jórunnar; átti faðir hennar annan hestinn, er etja skyldi, og hafði Jórunn miklar mætur á honum. Hún var viðstödd hestaatið og fleiri konur; en er atið byrjaði, sá hún, að hestur föður hennar fór heldur halloka fyrir. Varð Jórunn svo æf við það og tryllt, að hún óð að hinum hestinum og reif undan honum lærið; hljóp hún þegar með það, svo ekki festi hönd á henni, upp að Ölfusá hjá Laxfossi, þreif þar upp bjarg eitt mikið úr hömrunum við ána og kastaði því nálega út á miðja á; síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið:"Mátulegt er meyjarstig;
mál mun vera að gifta sig."
Heitir þar síðan Tröllkonuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þar hélt hún upp Ölfus, austan undir Ingólfsfjalli, og upp í Grafning, uns hún kom að hamragili því, sem liggur vestur úr Grafningi, skammt frá Nesjum; eftir því fór hún og linnti ekki á, fyrr en hún kom upp í Hengil. Þar tók hún sér bólfestu, og er þar síðan kallaður Jóruhellir, og varð versta tröll og grandaði bæði mönnum og málleysingjum.Þegar Jóra var sest að í Henglinum, var það siður hennar, að hún gekk upp á hnjúk einn í Henglafjöllum og sat löngum þar, sem síðan heitir Jórusöðull; er hann skammt frá sjónarhól hennar á háfjallinu. Af sjónarhól skyggndist hún um eftir ferðamönnum, sem um veginn fóru, bæði um Grafning fyrir vestan Þingvallavatn og um Dyraveg norðan undir Henglinum, sem liggur skammt frá hamragili því, sem áður er nefnt og heitir enn í dag Jórukleif, af því Jórunn lá þar oft fyrir ferðamönnum til að ræna þá eða drepa, eftir það hún var búin með hestlærið. Þar með gjörðist hún svo ill og hamrömm, að hún eyddi byggðina í nánd við sig, en vegirnir lögðust af. Þótti byggðamönnum svo mikið mein að þessari óvætt, að þeir gjörðu mannsöfnuð til að ráða hana af dögum; en engu fengu þeir áorkað að heldur.
Nú, þegar í þessi vandræði var komið og engin ráð fengust til að vinna Jóru, því svo var hún kölluð, eftir það hún trylltist, né heldur til að stökkva henni á burtu, varð til ungur maður einn, sem var í förum landa á milli og var um vetur í Noregi. Hann gekk fyrir konung einn dag og sagði honum frá meinvætti þessum, sem í Henglinum byggi, og bað konung kenna sér ráð til að ráða tröllið af dögum. Konungur segir, að hann skuli fara að Jóru um sólaruppkomu á hvítasunnumorgun, "því ekki er svo vond vættur né svo hamrammt tröll til, að ekki sofi það þá," segir konungur. "Muntu þá koma að Jóru sofandi, og mun hún liggja á grúfu. Er hér öxi, er ég vil gefa þér," segir konungur og fékk honum um leið öxi silfurrekna; "og skaltu höggva henni milli herða tröllsins. Mun þá Jóra vakna, er hún kennir sársaukans, snúa sér við og segja: "Verði hendur við skaft fastar." Þá skaltu segja: "Losni þá öxin af skaftinu." Mun hvort tveggja verða að áhrínsorðum, og mun Jóra velta sér niður í vatn það, sem þar er ekki langt frá, er hún liggur í Jórukleif, með axarblaðið milli herðanna. Mun axarblaðið síðan reka upp í á þá, sem við hana mun kennd verða; þar munu Íslendingar síðan velja sér þingstað." Svo mælti konungur; en maðurinn þakkaði honum ráðin og axargjöfina. Fór hann síðan út til Íslands og fór að öllu sem konungur hafði fyrir hann lagt og banaði Jóru. Rættist öll spá konungs, og rak axarblaðið í á þá, sem síðan heitir Öxará, þar sem Íslendingar settu alþing sitt.
07.12.2006 at 17:48 #560878Nú er kominn [url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600467&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=:2hpee4fw][b:2hpee4fw]dómur 4-5[/b:2hpee4fw][/url:2hpee4fw] , í Hagavatnsmálinu þar sem piltarnir eru sýknaðir af ákæru um utanvegaakstur.
Þar með eru allir 5 sýknaðir af utanvagaaksturskærum sýslumannsins á Selfossi í kjölfar afrdifaríks flugs þyrlu Landhelgisgæslunar 3 júní í sumar.
Í öllum tilfellum voru atvik lítt rannsökuð og rökstuðningur sýslumanns, ef einhver var, ómarktækur.
Kveðja Dagur
Hér eru fyrri dómar: [url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600460&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=++%28+domsurlausn+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+or+malsefni+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+%29+:2hpee4fw][b:2hpee4fw]dómur 1[/b:2hpee4fw][/url:2hpee4fw] , [url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600466&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=++%28+domsurlausn+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+or+malsefni+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+%29+:2hpee4fw][b:2hpee4fw]dómur 2[/b:2hpee4fw][/url:2hpee4fw] , [url=http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600465&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=++%28+domsurlausn+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+or+malsefni+like+%27%25utanvegaakstur%25%27+%29+:2hpee4fw][b:2hpee4fw]dómur 3[/b:2hpee4fw][/url:2hpee4fw]
07.12.2006 at 18:07 #560880Sunnlendingar og sérstaklega sunnlenskir kvenmenn safna fyrir fíkniefnaleitarhundi og eru víst að verða búnar að safna fyrir hundinum. Samkvæmt fréttum í dag á visir.is.
Ég velti því þess vegna fyrir mér, hversu marga hunda hefði mátt kaupa fyrir þyrlukostnaði vegna utanvegaákærumála Ólafs Helga sýslumanns. Ég heyrði að kostnaður vegna vettvangsskoðunar á þyrlu landhelgisgæslunnar í Hagavatnsmálinu hafi verið 900.000 kr. Vona þó að það sé ekki rétt. Annars hversu mikið gætu þessi réttarhöld vegna Folaldadalsmálana og Hagavatnsmálana hafi kosta íslenska ríki ?.
Hvað skildu þau hafa kosta margar vinnustundir þeirra sem voru ákærðir en sýknaðir.
Hvað skyldur þau hafa kosta margar vinnustundir fyrir félagsmenn í Vík og 4×4.
07.12.2006 at 18:49 #560882Málsvarnarlaun verjanda ákærðu, Óskars Sigurðssonar hæstaréttarlögmanns, 381.767 krónur, skulu greidd úr ríkissjóði.
..getum allvega bætt þessu á reikningin
07.12.2006 at 20:13 #560884Sælir
Loksins má sjá fyrir endann á þessari djöfulsins vitleysu. Hverjum hefði grunað að saklaus sunnudagsbíltúr ætti eftir að draga á eftir sér hálfs árs málaferli, tja ekki mér.
En hvað um það þá er niðurstaðan fagnaðarefni og nokkuð fyrirsjáanleg.
Ég vil samt sem áður þakka öll þeim félagsmönnum sem aðstoðu okkur sökudólgana við að afla upplýsina um Hafravatnssvæðið og lögðu þar með hönd á plóg skýknudóms. Ef ekki hefði komið til allar þær upplýsingar sem um svæðið söfnuðust er alls ekki víst að málið hefði endað jafn farsællega og raun ber vitni.
Það er synd hvað þessi della er búin að kosta mikla fjármuni fyrir ríkið, sem og okkur persónulega. Það má samt ekki gera lítið úr vægi þess að vernda náttúruna og stoppa vitleysinga sem keyra með rassgatinu og valda stórspjöllum á landinu.
Það hefur verið gaman að fylgjast með áhuganum hérna fyrir þessum málum og ég held að það sé bara eitt að gera úr þessu og það er að ganga í félagið.Hvenær er annars næsta ferð minni jeppa?
Ingólfur
07.12.2006 at 23:44 #560886Sæll Ingólfur.
Sendu klúbbnum tölvupóst á f4x4@f4x4.is með upplýsingum um nafn kennitölu, heimilisfang, síma, tölvupóst og að þú viljir ganga í klúbbinn, þá er þetta komið.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.