Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Þyrlur og ákærur
This topic contains 71 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2006 at 22:28 #198576
AnonymousUtanvegar og þyrlur ?
Það er nokkuð merkilegt að það hafi ekki verið hafinn þráður um meintan utanvegarakstur jeppa og vélhjóla manna. Þarna er um að ræða einstaklinga sem hafa verið teknir af þyrlum Landhelgisgæslunnar að beiðni Ólafs Helga Kjartanssona, sýslumanns á Selfossi. Legg ég til að umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 setji inn á spjallþráðinn þær upplýsingar sem þær hafa undir höndum. T,d myndina sem tekinn er út um framrúðu jeppana, þar sem þyrlan stendur fyrir framann hann.
Einnig væri áhugavert að fá sjónarmið manna um skekkjumörk í g.p.s staðsetningum löggæslumanna. Það er hreinlega ekki hægt að líða svona amatör vinnubrögð lögreglunar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.09.2006 at 09:49 #560826
Örn Til hvers voruð þið að merkja þessa smalaslóða. Það eru nú meiru smalarnir ef þeir þurfa stikur til að rata um afréttina.?
gummij
27.09.2006 at 13:55 #560828Sæll gummij.
Það er margþætt hvvers vegna við vorum að setja niður þessar stikur.
1. Koma í veg fyrir akstur utan slóðans.
Þar sem sumir virðast ekki geta hagað sér eins og menn og fara eftir slóðanum. það á ekki að fara milli mála hvar slóðinn er nú.
2. Voru vöðin á þessari leið sérstaklega vel stikuð. Settum upp " hlið á árbökkunum ".
Koma í veg fyrir að þeir sem ekki þekkja til lendi í vandræðum ánum.
3. Vegna þess að það snjóar mun fyrr á þessu svæði enn fyrir sunnan þannig að þessi slóði veður mjög fljótt ógreinilegur í kanski miðjum göngum og mjög þvokugjarnt á svæðinu, sumir sem fara um slóðan eru ekki með staðsetnigartæki.
Þannig að maður var reyna að koma í veg fyrir að fólk villist.
4. Var líka að vonast til þegar slóðinn er orðinn sæmilega stikaður þá fara kanski fleirri um hann og hafi gaman af. Vonandi koma margir næsta sumar og njóti.
Kveðja Örn.G
27.09.2006 at 21:29 #560830Þetta er frábært framtak hjá ykkur Örn, þarna fyrir austan og fleiri sem mættu taka þetta til fyrirmyndar. Það er nú orðið helvíti hart að til séu menn sem vita ekki í hvaða tilgangi það er verið að setja niður stikur.
Kv.
Glanni
02.10.2006 at 13:33 #560832Sæll Glanni.
Þakka þér fyrir góð orð í okkar garð sem vorum að stika þessa leið.
Vona að að þú komir bara austur og njótir.
Sá síðan þetta á mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr … id=1226570
Kveðja Örn.G
02.10.2006 at 14:55 #560834þetta er misskilningur hjá þér glanni að ég skilji ekki til hvers stikur eru. Hinsvegar kemur fram í svari Arnars að þessi leið var ekki stikuð fyrir smala eins og mátti skilja af fyrsta póstinum hans um þessa stikuferð. Heldur aðalega fyrir túrista. þetta var það sem ég vild fá fram með spurningunni "Til hvers voruð þið að stika þessa leið".Bar svo að þetta sé á hreinu þá þurfa Þeir sem smala þennan afrétt ekki staðsetningartæki eða stikur til að rata um hann.
guðmundur
02.10.2006 at 16:11 #560836Stikun slóða er hluti af landvernd og eykur einnig öryggi fólks jafnt vetur sem sumar sem ferðast um þau svæði sem eru stikuð,hvaða nafni sem ferðafólkið nefnist,smalar,jeppamenn,göngufólk osfrv. Ég skil ekki hvers vegna þú tekur smalafólk út úr? Af hverju segir þú að það sé á hreinu að smalar þurfi ekki nota staðsetningartæki til að rata um afrétti landsins? Þeir geta nú villst eins og aðrir þó þeir þekki landið hugsanlega betur, vegna þess að þeir hafa farið oftar um viðkomandi svæði.
Stikun slóða og vega er mjög mikilvæg og ódýr leið til að sporna við gegn utanvegaakstri.
Kv.
Glanni
02.10.2006 at 17:37 #560838Var ekki verið að leita að fólki sem var að smala á Brekknaheiði, rétt hjá Þórshöfn, þannig að það er mjög gott að stika smalaslóða þarna fyrir austan.
Kv. HSE
02.10.2006 at 18:05 #560840því má einnig bæta við að það er að verða fjöldinn allur af höfuðborgarbúum sem far orðið í smalamennsku svona upp á sportið, og þeir þekkja ekki aðstæður ekki eins vel og hundvanir smalar
02.10.2006 at 19:06 #560842Ég er ekki alveg að skilja hvernig hægt er að nota smala ef þeir þurfa stikaða leið til að fara eftir, eru þá ræktaðar sérstakar kindur fyrir þá sem fylgja stikunum. : )
Ég verð bara að vera ósammál þessu stikumáli. Stikun vegslóða er oft óþörf og ekki til neins annars en að auka umferð útlendinga sem ég tel persónulega að allt of mikið sé af á hálendinu. Stikun smalaslóða eða slóða sem eingöngu eru notaðar af heimafólki og björgunarsveitum (T slóð) gerir litið annað en að breyta þeim slóðum í vegi. Því er stikun vegslóða í raun vegagerð sem ég er alltaf á móti á hálendinu. Mér finst líka að stutt verði í að stikun slóða verði skilyrði fyrir því að heimilt sé að aka þær, það tel ég ekki gott. og als ekki þjóna hagsmunum okkar.Það er fullt til af óstikuðum slóðum sem eru í notkun og ef stika ætti þá alla yrði það umhverfisslys.
guðmundur
02.10.2006 at 19:58 #560844slóð verður varla að vegi við það eitt að vera stikaður, þetta er frábært framtak, og tekur út alla óvissu hvernig og hvert slóðin liggur.
Ég myndi segja að slóð yrði að vegi þegar keyrt´er í hana efni, lækir ræstir, og hún hækkuð upp, samanber Hlöðufellsleið og Skælingaleið."Verndum vonda vegi(slóða)"
02.10.2006 at 22:31 #560846Hvar á að setja mörkin. Á að stika alla slóða sem liggja um Arnarvatnsheiði, niður að hverjum einasta helvítis polli, víða á mörgum stöðum. Á að stika allar T merktar slóðir? við erum að tala um þúsundir kílómetra. Hvenær er stikun slóða orðin sóðaskapur. ? Fyrir 50 árum var raunveruleg þörf á því að stika leiðir. í dag er eingin raunveruleg þörf á þessu. því þeir sem þurfa að ferðast um öræfi geta gert það með 5000 kr gps tæki jafnvel í svarta þoku og án þess að hafa neina þekkingu á staðháttum. Ég vil fá sterkari rök fyrir þessum sóðaskap frá ykkur stikumönnum en af því bara. Það að þetta minki hættu á að menn aki utan slóðans þar sem hann er ógreinilegur eru eingin rök því ef slóðin sést ekki er einmitt markmiðinu um að stika ekki slóðina náð. Það er bar sjálfsögð lámarks krafa til þeirra sem aka bílum um hálendið að þeir geri það án þess að á sjái, og að þeir rati heim eða heiman án þess að elta stikur. alveg eins og okkur þykir sjálfsagt að engin fái bílpróf nema að kunna umferðareglurnar.
Guðmundur
02.10.2006 at 23:01 #560848Sælir félagar.
Gummi ég tel mig ekki hafa verið í vegagerð.
Reyndar er settir penigar í viðhald þessa slóða á hverju ári ( skattpeningar okkar allra ) og þeir stundum lokaði þegar þeir er of blautir.
Kanski gott að eitt komi fram að fyrir ca. 10 árum átti að stika þessa slóða og var gert að hluta. Enn stór hluti af stikunum var fallin að auki var restin ekki sett upp!
Þannig að stórum hluta var þetta bara viðhald!
Allir þeir sem ég hef talað við hafa hrósað þessu framtaki hjá okkur félugunum, sér í lagi bændur á svæðinu, sem hafa lent í vandræðum, gott að það komi frarm ef þessi slóði hefði verið stikaðu fyrir ca 4 árum hefði verið hægt að koma í veg fyrir slys. Því að einn af þeim sem best þekkir til á svæðinu ( Bóndi og þáverandi formaður í björgunnarsveitar á svæðinu )fór næstum því í gengnum framrúðu á hömmer þega var keyrt var á stein!
Það er líka rétt að smalar voru að villast ekki langt frá þessum slóðum um helgina
Enn skemtileg og fróðleg umræða þar sem margar skoðanir koma í ljós.
Enn er þessi umræða ekki farin annsi langt frá " Þyrlur og ákærun "
Kveðja Örn.G
02.10.2006 at 23:51 #560850Síðan hvenar varð hugtakið T slóð til ? Ég hef heyrt talað um torleið, en takmörkuð leið hef ég aldrei heyrt áður. Þessi slóði inn að Stórahver eru búinn að vera mjög greinilegur síðan ég fór að fara fyrst um þetta svæði fyrir ca 15 árum (hef samt aldrei keyrt inn að Stórahver), og hefur það ekki breyst neitt í gegnum árin. Ég gæti trúað því að Guðmundur Jónason hafi farið þarna um, þegar hann fór á Weapon ofaní Jökulgil fyrir mörgum árum og hafi gert fyrstu förin þarna.
Hlynur
03.10.2006 at 13:09 #560852Ég er als ekki að halda fram Örn að það sem þú varst að gera sé eitthvað óhæfuverk, enda veit ég ekkert um aðstæður þar. Það er hinsvegar gaman að velta fyrir sér þörfinni eða öllu heldur eftirspurninni eftir svona sona framkvæmdum. Þar sem ég er yfirlýstur andstæðingur frekari vegagerðar og vegabóta á hálendinu mæli ég einfaldlega alltaf gegn slíku.
Þetta er ekki of topic finnst mér og ekkert nema gott þegar þræðir þróast sona.Hlynur er hinsvegar kominn út í alt aðra sálma held ég og kannski best að þessu linni.
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
Hafi Hlynur farið slóðann upp að Stórahver í fyrra þá veit hann jafn vel og ég að hann var víðast hvar alveg horfinn og ekki hægt að rata eftir honum nema að vita hvar hann ætti að liggja.
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
03.10.2006 at 13:22 #560854Sæll Gummi.
Ég get tekið undir flest allt sem þú hefur að segja.
T.d. Að fólk á ekki að vera að ferðast nema að það kunni að rata til baka bygða og hafi græjur í það. Ég er líka sammála þér með að ekki að vera með frekar vegagerð á hálendinu.
Þakka þér og öðrum fyrir gott spjall.
Kveðja Örn.G
03.10.2006 at 21:40 #560856GummiJ nefnir hér að ofan smalaslóða sem alls ekki á að stika.
Ekki veit ég hvaða slóðir þetta eru, en í mínum huga þarf að stika hálendisvegi, þannig að ekki fari framhjá ferðamönnum að þeir eru á veginum, en ekki villuslóðum sem myndast þegar fólk áttar sig ekki á staðsetningu vegarins og gerir ný för og aðrir fylgja svo á eftir í þessar villuslóðir.
Ég er hjartanlega sammála Erni í þessu máli og vona að sem flestir taki þátt í stikun fjallvega.
Sumir fjallvegir eru mjög ógreinilegir og á það við sérstaklega þegar ekið er á klöpp, áreyrum eða hörðum melum og auðveldar stikum verulega ferðamensku á slíkum fjallvegum.
Sumir virðast halda að vegir eru eingöngu þar sem jarðýta eða veghefill hefur farið um, en ekkert er fjær sannleikanum og eru skemtilegustu leiðirnar þar sem vegur líður um landslagið án þess að spilla því. Helst er ég á því að vernda þurfi góða fjallvegi fyrir þessum tækjum, en stika í staðinn þar sem vegurinn er hvað ógreinilegastur.
Í ákæru sýslumannsins á Selfossi kemur fram að drengirnir eru kærðir fyrir að vera ekki á merktum vegi og er vísað í landakort frá landmælingum, þar sem LMI hefur ekki haft áhuga á að merkja veginn inn á sitt kort. Ef vegurinn hefði verið stikaður þá væru þeir á merktum vegi.
Athyglisvert er að nákvæmasta kortið, sem sýnt í ákærunni, er kort sem LMI og Bandaríkjaher unnu saman og var seinast uppfært 1989,
[img:3by25fw4]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34120.jpg[/img:3by25fw4]önnur kort voru mun ónákvæmari og ef að menn skoða kortið á vef LMI [url=http://avegi.lmi.is/:3by25fw4][b:3by25fw4]avegi.lmi.is[/b:3by25fw4][/url:3by25fw4] þá er vegurinn sýndur það breiður að bílar drengjanna eru á veginum upp að Hagavatni samkvæmt því.
Kveðja Dagur
07.10.2006 at 20:17 #560858Var að skoða gömul kort sem ég notaði fyrir tíma GPS og vitið hvað. Vegurinn sem drengirnir voru teknir á fyrir utanvegaakstur á, er þar
[img:fv6nmgwc]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34537.jpg[/img:fv6nmgwc]
Kort LMI blað 5 1987Hér sést vegurinn frá skálanum við Hagavatn niður með Farinu.
Fann annað kort sem sýnir veginn sunnan undir Einifelli og upp með Farinu að Hagavatni
[img:fv6nmgwc]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34538.jpg[/img:fv6nmgwc]
Jarðfræðikort Menningarsjóðs 1962 unnið af LMI[img:fv6nmgwc]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34881.jpg[/img:fv6nmgwc]
Kort LMI 1949 Blað 6
[img:fv6nmgwc]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/34882.jpg[/img:fv6nmgwc]
Öll þessi kort eru unnin hjá LMI, sem fullyrti að enginn vegur væri þarna á þeirra kortum.
Kveðja Dagur
07.10.2006 at 22:21 #560860Sæll Hlynur.Ég held að það sé ekki alveg rétt hjá þér að Guðmundur Jónasson hafi fyrstur manna keyrt upp að Stórahver því að 1942 var tengdafaðir minn og fleiri í fjallferð í Laugunum og sáu bíl bera við himinn á hnúknum suður af Brennisteinsöldu (1004 m ) líklega. Seinna fréttist að þar var á ferð Sigurður frá Laug . Þetta er fyrsta ferð bíls á þessum slóðum sem ég veit um. Ég á blaðaúrklippu með frásögn af ferð Guðmundar yfir Skalla og niður í Brandsgil en því miður vantar ártalið.Ég rakti einu sinni förin niður en þau voru víðast horfin vegna veðrunar en þetta fara menn ekki einu sinni með hesta. Kv. Olgeir
08.10.2006 at 09:00 #560862Svona fljótt á litið virðist mér að Dagur sé búinn að leysa málið. Það er nú með ólíkindum að LMÍ þekki ekki betur sínar eigin útgáfur. En á efra kortinu er vegurinn merktur svo breiður að stór hluti eyranna er undir. Nú vantar bara að finna slóðina um Folaldadali. Og hvet ég menn að skoða hjá sér gömul kort. Því eins og menn muna tíndist hluti lagers LMÍ við flutning, eða réttara sagt var honum ekið á hauganna.
09.10.2006 at 22:15 #560864Sjá að neðan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.