Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Þyrlur og ákærur
This topic contains 71 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2006 at 22:28 #198576
AnonymousUtanvegar og þyrlur ?
Það er nokkuð merkilegt að það hafi ekki verið hafinn þráður um meintan utanvegarakstur jeppa og vélhjóla manna. Þarna er um að ræða einstaklinga sem hafa verið teknir af þyrlum Landhelgisgæslunnar að beiðni Ólafs Helga Kjartanssona, sýslumanns á Selfossi. Legg ég til að umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 setji inn á spjallþráðinn þær upplýsingar sem þær hafa undir höndum. T,d myndina sem tekinn er út um framrúðu jeppana, þar sem þyrlan stendur fyrir framann hann.
Einnig væri áhugavert að fá sjónarmið manna um skekkjumörk í g.p.s staðsetningum löggæslumanna. Það er hreinlega ekki hægt að líða svona amatör vinnubrögð lögreglunar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.09.2006 at 15:43 #560786
Nei Þorkell ég skildi þitt innlegg held ég alveg rétt og er þér algjörlega sammála (nú sem oftar). Ef lögreglan á Selfossi lítur svo á að hún geti byggt sína úrskurði á einhverju korti, hvort sem það er frá LMI eða öðrum, þá held ég þeir þurfi að endurskoða það eða allavega sýna fram á að það byggi á einhverjum lagagrunni.
En þessi barátta á auðvitað að beinast fyrst og fremst að þeim sem eru að aka utan allra slóða en ekki að þeim sem fylgja slóðum í góðri trú. Um það snýst náttúruverndin í þessu máli. Ég hélt að það væri af nógu að taka í þeim efnum.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 15:54 #560788Gott mál að við erum að skilja hvorn annan rétt. Það er auðvitað málið, að það sé byrjað á að rétta kompásinn hjá þeim sem eru í raun að brjóta lög og byrjað á því áður en farið er að eltast við einhver álitamál, sem vantar alla skilgreiningu á, þ.e. hvað sé viðurkenndur slóði og hvað ekki.
En orð eru til alls fyrst og það var gott að Jón vinur okkar hóf þessa umræðu hér.
21.09.2006 at 19:54 #560790Ég var að fá þessar [url=http://www.flickr.com/photos/hagavatn/:182f658k][b:182f658k]Myndir af slóðinni[/b:182f658k][/url:182f658k] þar sem drengirnir óku.
2 myndir eru teknar 3/6 þegar þyrlan lendir , en hinar í ágúst.
Þegar þeir keyra til baka frá vatninu, missa þeir af vinkilbegju að skálanum og keyra lengra til suðurs og svegir síð slóðin aftur að skálanum til vinstri og eru þeir rétt ókomnir að skálanum þegar þyrlan
lendir.
Sýslumaðurinn umræddi telur að þeir hafi ekki verið á þeim vegi sem er á kortum landmælinga, en hefur einhver trakkað þessa leið og borið saman
raunverulega staðsetninu vegarins að hagavatni og veginum eins og hann byrtist á kortum LMÍ?Kveðja Dagur
21.09.2006 at 21:13 #560792
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
enn eina ferðina fer yfirvaldið offörum, þessir menn hafa ekkert betra að gera enn að angra saklausa borgara, ætti að kæra þessa menn fyrir embættisafglöp og visa ur starfi…..
og hvað eru menn að hugsa varnaliðs þyrlurnar farnar, vid höfum eina og halfa þyrlu til taks með fullri virðingu fyrir TF-SIF, væri ands…. nær að nota minni þyrluna i svona embættisleysu og spara TF-LIF SVO HUN ENDI EKKI Í ÞJONUSTUSKOÐUN VEGNA UPPSAFNAÐRA FLUGTIMA FYRIR LÖGREGLUNA SEM VIRÐIST I HERFERÐ AÐ SAFNA KLINKI OG ER SVO EKKI UTKALLSFÆR ÞEGAR Á REYNIR.
21.09.2006 at 21:23 #560794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hafði ekki fyrr lokið skrifum minum her að eg fór inná hlad.is og les þar klausu um leyfðar rjupnaveiðar og þær takmarkanir sem gilda í ár, þar vill umhverfisráðherra virkt eftirlit ur lofti i samvinnu við domsmalaraðherra…….. veriði vissir að þyrlurnar verða notaðar i þetta að elta uppi hugsanlega hænsfugla morðingja …………. ef þetta verður raunin að björgunartækin verði notuð við þetta eftirlit á meðan engar aðrar þyrlur er uppá að hlaupa ætti dómsmalaráðherra að segja af sér………….. gaman að segja skipsáhöfn í hættu að þyrlan komist ekki því hun se að vakta hænsnfugla uppa heiði
21.09.2006 at 22:12 #560796Það er með ólíkindum hvað sýslumannsembættið á Selfossi sóar almanna fé í þessu máli.
Drengirnir eru gripnir á vegi á þyrlu og tekin niður nöfn þeirra. Ekki áttu þeir von á að verða kærðir enda er brotaviljinn enginn.
þeir taka aðeins 2 myndir af þyrlunni úr bílnum, en reyna ekki að afla fleiri sönnunargagna.
Síðan finnur sýslumaðurinn það út að þessi vegspotti er ekki á korti landmælinga, eins og margir aðrir, og gefur út kæru.
Drengjunum er boðin dómsátt uppá 25,000, en þeir kjósa frekar að halda mannorðinu hreinu.
Sýslumaður fær svo stærstu björgunarþyrlu landsmanna TF Líf í vettvangsskoðun, enda er ómögulegt að lagaliðið gæti borið saman raunverlega staðsetningu vegarins og og kortið frá LMÍ, sem sýslumaðurinn telur svo heilagt.
Ég held að sýslumaðurinn ætti að sjá sóma sinn í að falla frá þessari kæru, í stað þess hrella saklaust fólk.
kveðja Dagur
21.09.2006 at 22:26 #560798bílanna í myndaalbúminu sem þú sendir inn link á virðast nú samt vísa til þess að bíll A hafi verið kominn þó nokkuð langt út fyrir slóðann og niður að Farinu þar sem slóðinn liggur ekki??
Kv. Baddi
21.09.2006 at 22:33 #560800Nákvæmnin í þessum staðsetingarpunkti er ekki upp á marga fiska eð ca 200 metra og gæti bíllinn þessvegna verið við skálann.
N 64 27.700 W -20 14.800.
Ekki veit ég nákvæmlega afstöðu þyrlu og bílanna eða hvernig þessir rauðu dílar voru fundnir, eða hvort hnitin hafi verið tekin í þyrlunni og síðan áætluð leiðrétting til að setja hnitin á bílana.
22.09.2006 at 20:19 #560802Ég get ekki annað en fagnað þessari umræðu um meintan utanvegaakstur. Þarna eru áraurar, Jarlhettukvíslin flæmist þarna niður og nagar úr slóðinni upp að Hagavatni. Því verður slóðin ógreinileg á kafla sem skiptir bara ekki máli ef menn vita hvert þeir eru að fara, varanlegar skemmdir verða engar á landinu. Ég er ekki að hvetja til utanvegaaksturs heldur að vísa til heilbrigðrar skynsemi!!!
Ég opinbera það hér og nú og vonast til að fá á mig ákæru,- því ég hef ekið frá skálanum og upp að Hagavatni (og yfir það líka), og einnig frá skálanum slóðina niður með Einifelli og yfir Farið, og þaðan um hlið á landgræðslugirðingu(?) og inn á línuveginn undir Mosaskarði. Og það m.a.s. á 10 tonna rútutrukk (Reo Studebaker 6×6). ENGAR skemmdir hafa orðið á landi við þetta brölt mitt.
Þetta bendir enn og aftur á nauðsyn þess að til séu rétt og metnaðarfull hálendisvegakort sem ég enn og aftur tel að 4×4 eigi að gefa út, etv. bara á diski. Kominn er tími til að við komum upp úr skotgröfunum og göngum frammi fyrir skjöld, við höfum þekkinguna og reynsluna og eigum að móta og ryðja brautina. Kalla umhverfis- og vegamálaráðherra á okkar fund og kynna okkur og okkar störf gegnum tíðina. Kynna stefnu okkar og óskir og þarfir varðandi alla vegi/slóða. Við sem viljum njóta landsins eigum að eiga valið, -ekki bara að hirða auðmjúk (en grautfúl) molana sem hrynja af borðum þeirra sem ákveða hvað má og má ekki, etv. þeirra sem aldrei fara út úr bænum.
Baráttukveðjur,
Ingi
22.09.2006 at 22:34 #560804Græjum þetta. Hver takur fyrstu skóflustunguna af korti 4×4?
Við getum ekki látið bjóða okkur að möppudýr banni okkur að keyra á slóðum sem við og aðrir erum búnir að keyra í allt að 50 ár. Mér finnst alveg frábærar þessar ferðir, þar sem þingmenn og aðrir höfuðborgarhöfðingjar hafa verið dregnir á fjöll. Og fengið að sjá hvað við erum að skoða og hvernig hægt sé að njóta Landsins jafnt að sumri sem og vetri. á fjöll með MÖPPUDÝRINN.
orðið UTANVEGAAKSTUR er bara farið að fara í taugarnar á manni núna. Einu sinni fannst manni þetta já svona einhv til að vera stoltur af að "keyra ekki utanvega" en nú er búið að snúa þessu svoleiðis upp í andhverfu sína að…….
Ég keyri utanvega ég á jeppa og er jeppakall og ætla mér að vera það. Og ég mun keyra þar sem ég tel að mér og landinu sé óhætt samkvæmt "almennri skynsemi (þeas minni)"
Ef barátta okkar gegn "utanvegaakstri" endar í rassinum á okkur sjálfum þá hingað og ekki lengra.
.Er til Þyrluradarvari ?
eða Ca Volvo Valp í felulitum sé málið núna.
Þórir er það það sem þú varst að pæla með Valpinn
komast á fjöll óséður ? OG svo malbikssvartur hummer hmm, maður fer nú að leggja saman 2&2 sko
24.09.2006 at 20:49 #560806Þetta er algerlega með ólíkindum.
Minnir á viðskipti mín við Blönduósslögregluna á Hveravöllum um miðjan júní 1999, þá var ég sakaður um að hafa verið að spóla utan vega fyrir það eitt að vera á skítugum bíl!!
Þeir gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að Kjalvegur var ekki eins vel heflaður sunnanfrá og að norðan…allavega, þeir þóttust hafa séð ummerki utan vega (sem ég rengi svosem ekki, það getur vel verið), sáu skítugan bíl á planinu á Hveravöllum og fóru að rífa kjaft. Skammarlegt.Dæmið við Hagavatn er bara ennþá skammarlegra.
kv
Grímur tungnamaður
24.09.2006 at 22:30 #560808Vegna ásakanna á hendur bændum hér ofar vil ég segja frá ástandi leiðar sem er svokölluð T slóð (Takmörkuö umferð) slóð þessi sem liggur frá dalamótum í Reykjadölum og upp að Stórahver hefur verið ekin vegna smalamennsku eingöngu af mér sjálfum undanfarinn sex ár samtals nálæg 50 ferðir bæði í auðu og í snjó. Ég hef undanfarinn ár gæt þess að fara aldrei þarna nema á minna en 4 pundum og passað að fara ekki í sömu förin. það hefur skilað þeim árangri að að slóðin sem var búinn að vera þarna síðan ég man eftir mér var að mestu horfinn. Nú í haust kem ég þarna og sé að einhverjir vitleysingar hafa þurft að nota leiðina í sumar og gert það á harðpumpuðu, því það eru komin mjög greinileg slóð lang leiðina upp að gönguleið. Lögregla og björgunarsveitir eru þeir einu sem hafa heimild til að nota slóðina utan bændur, eftir því sem ég best veit. Fyrir tveimur árum mætti ég tveimur jeppum (annar var með merkjum 4×4) sem höfðu elt för í nýföllnum snjó af stað þarna uppeftir Þeir þóttust vera búnir að hleypa vel úr þegar ég talaði við þá en drullan í hjólförunum þerra sýndi annað og það kostaði mig fortölur að snúa þeim við, verst var samt að þeir vildu ekki hleypa meira úr þó ég bæði þá um það. Ef ég ætti að benda á sökudólg í þessu þá eru það fyrst of fremst illa upplýstir jeppakarlar úr borginni. Það er hægt að ferðast utan vega án þess að valda landspjöllum, ef bændur kynnu það ekki væru afréttirnir eitt svöðusár. Þessi mikli áhugi fólks á jeppamennsku, fólks sem þekkir ekkert nema malbik og kann ekki að umgangast land er rót vandans að mínu viti. því þeir sem setja svo reglurnar kunna heldur ekki að umgangast land.
guðmundur
24.09.2006 at 22:41 #560810Ég hef ekki séð neinar ásakanir á hendur bændum, en Örn Gunnarsson bendi á það að smalamennska færi nú í hönd og koma bændur þar vissulega að og ekki væru bændur sáttir við að vera tekinir af þyrlu og ákærðir við sitt starf.
Máli snýst um að drengirnir eru á vegi og samt kærðir fyrir utanvegaakstur.
Náttúru spjöll eru engin.
Þetta er réttlætismál okkar allra.
Kveðja Dagur
24.09.2006 at 23:08 #560812Mikið rétt þetta er ekki heppilega orðað, en ég var bara að reyna koma til skila því sem mér bjó í hjarta og leita að orsök þessa utanvegaoftækis sem tröllríður öllu um þessar mundir
guðmundur
24.09.2006 at 23:49 #560814
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nú spurning.
Leið F550 kaldidalur er á hendi vegagerðar en ekki spottinn upp í Jaka við Þjófakrók.
Því spyr sá sem ekkert veit ..
25.09.2006 at 12:42 #560816Daginn
Mér finnst alltaf spaugileg umræða um bændur og utanvegaakstur. Bændur hafa einir fjárhaglegann ávinning að afréttir sínir haldist óskemmdir og eru á þeim forsemdum leyfður utanvegaakstur við smölun.
Hinsvega er verið að ræða um utanvegaakstur á vegi sem er eiginlega ennþá furðulegri hlutur.
Í Héraðsdómi austurland féll dómur fyrir nokkru þar sem ákært var annars vegar fyrir notkun vélknúinna ökutækja við veiðar á hreindýri og hinsvega fyrir utanvegaakstur þar sem fjórhjól var notað til að ná í fallið dýr.
Þá var ekinn ævaforn traktorsslóði sem á köflum sést ekki eða illa með reyndar leyfi landeiganda. Sýknað var í báðum ákæruliðum vegna þess að þegar dýrið var sótt voru þeir ekki á veiðum og óku eftir slóða.
Þarna finnst mér vera hugsanlega komið fordæmi fyrir því að ef vegslóði er notaður óháð aldri eða ástandi er ekki hægt að dæma menn fyrir utanvegaakstur.
Kv Izan
25.09.2006 at 13:03 #560818Sælir félagar.
Ég var ekki með ásakanir á hendur þeirra sem eru að smala.
Ég vildi bara benda mönnum á að hugsanlega eru margir brotlegir samkvæmt skilgreingu Sýsla?
Þar sem ég hef oft hjálpað til með bænum og öðrum sem eru að smala, Þar sem ég á 38" pallbíl hef ég nú farið og sótt fé og aðstoðað oft eftir því sem ég get.
Gott dæmi má sjá á [url=http://www.bakkafjordur.is:743cx8zr][b:743cx8zr]bakkafjordur.is[/b:743cx8zr][/url:743cx8zr]þar sem ég og vinir mínir fórum og rákum niður stikur til merkja smalaslóða sem er ekki á korti LMÍ.
Þannig að ég er orðinn einn af þessum sem aka utanvega!!!
Kveðja Örn.G
[img:743cx8zr]http://www.bakkafjordur.is/Stikuferd/images/IMG_1152.JPG[/img:743cx8zr] [img:743cx8zr]http://www.bakkafjordur.is/Stikuferd/images/IMG_1153.JPG[/img:743cx8zr]
25.09.2006 at 13:40 #560820Miðað við þessa skilgreiningu sýsla, þá er nú vart til sá jeppaeigandi á Íslandi sem á annað borð hefur ekið jeppanum sínum út fyrir malbikið, sem er saklaus.
Ef þessir menn verða dæmdir (sem ég tel nú nánast engar líkur á), þá eru lögin einfaldlega orðin marklaus með öllu.
kv
Rúnar.
25.09.2006 at 18:34 #560822Hvernig er það fór einhver á þessar slóðir um helgina þar sem drengirnir voru teknir? Tók einhver myndir eða voru allir járnaðir og stungið inn í þyrlu og fluttir til yfirheyrslu?
Kv.
Ásgeir
27.09.2006 at 08:48 #560824Nú er það orðið slæmt að Graðfoli hefur feingið ákærur fyrir
að rölta um heiðar frá Sýslumanns á Selfossi það er bar einn
vandi að graðfolinn skilur ekki málið sem sýslumaður talar svo hann mun halda áfram að spóka sig upp á heiðum og mæta ekki fyrir rétti. ( Mun rollur verða næstar hver veit )
kv,,, MHN
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.