Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Þyrlur og ákærur
This topic contains 71 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.09.2006 at 22:28 #198576
AnonymousUtanvegar og þyrlur ?
Það er nokkuð merkilegt að það hafi ekki verið hafinn þráður um meintan utanvegarakstur jeppa og vélhjóla manna. Þarna er um að ræða einstaklinga sem hafa verið teknir af þyrlum Landhelgisgæslunnar að beiðni Ólafs Helga Kjartanssona, sýslumanns á Selfossi. Legg ég til að umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 setji inn á spjallþráðinn þær upplýsingar sem þær hafa undir höndum. T,d myndina sem tekinn er út um framrúðu jeppana, þar sem þyrlan stendur fyrir framann hann.
Einnig væri áhugavert að fá sjónarmið manna um skekkjumörk í g.p.s staðsetningum löggæslumanna. Það er hreinlega ekki hægt að líða svona amatör vinnubrögð lögreglunar. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.09.2006 at 22:34 #560746
Það er nokkuð merkilegt að það hafi ekki verið hafinn þráður um meintan utanvegarakstur jeppa og vélhjóla manna. Þarna er um að ræða einstaklinga sem hafa verið teknir af þyrlum Landhelgisgæslunnar að beiðni Ólafs Helga Kjartanssona, sýslumanns á Selfossi. Legg ég til að umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 setji inn á spjallþráðinn þær upplýsingar sem þær hafa undir höndum. T,d myndina sem tekinn er út um framrúðu jeppana, þar sem þyrlan stendur fyrir framann hann.
Einni væri áhugavert að fá sjónarmið manna um skekkjumörk í g.p.s staðsetningum löggæslumanna. Það er hreinlega ekki hægt að lýða svona amatör vinnubrögð lögreglunar.Ósvöruðum spurningum sem ég set spurningarmerki við, eru
1 notast löggæslan við WGS 84 eða Hjörsey 1955
2 Tekur lögreglan g.p.s staðsetningu á viðkomandi ökutæki
3 Eru ákærupunktar, g.p.s staðsetning þyrlunar
4 Hvaða kortagögn eru notuð af löggæslumönnum
5 Hversu nákvæm eru ákæruhnitin
20.09.2006 at 22:47 #560748Úr bréfi til stjórnar f4x4
Í dag 19/9 er grein í Morgunblaðinu um tvo drengi sem teknir eru fyrir utanvegaakstur á slóð, sjá mynd.
Þeir eru teknir á slóð við farið úr Hagavatni og sést á myndinni hvar þyrlan lendir við slóðina.
Sýslumaðurinn Ólafur Helgi Kjartansson telur fráleitt annað en að bíllinn hafi verið utanvega.
Miðað við frásögnina í greininni og aðstæður eins og þær eru á myndinni, eru drengirnir á greinilegri slóð.
Ég tel að klúbburinn þurfi að kanna þetta mál í kjölinn og fylgja því eftir ef þurfa þykir.
Ef svona á standa að, má búast við að hver sem er í klúbbnum geti verið tekinn á hefðbundnum slóðum og látinn sæta ákæru.Hægt er að lesa greinina í myndasafni mínu myndir
Kveðja Dagur [img:2x4indzu]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3929/34133.jpg[/img:2x4indzu]
20.09.2006 at 22:50 #560750Spurning hvort það eigi ekki bara að senda þessar spurningar á sýslumanninn á Selfossi og hvort klúbburinn ætti að gera formlega.
20.09.2006 at 22:53 #560752Var að tala við faðir annars piltsins sem tekinn var fyrir utanvegaakstur við Hagavatn.
Hann segir að myndin, sem kom í mogganum, er tekin úr öðrum bílnum þegar þyrlan lendir, og eru þeir þá staddir á slóðinni, eins og myndin sýnir.
Piltarnir hafa verið kærðir og einnig boðið dómsátt upp á 25,000, en faðirinn hafi talið drengina á að taka þessu ekki heldur láta dæma í málinu.
Staðsetningin umrædda er líklega tekin í þyrlunni og þaðan hafi verið meir en 100m í annan bílinn.
Lögreglan tók nokkrar myndir eftir að þyrlan lenti og eru þær óljósar og ekki til að sýna afstöðu bíla miðað við slóðann.
Einnig er staðsetningin 64 27,7N 20 14,8 W sem er staðsetningin í ákærunni, ótrúleg ónákvæmni í staðsetningu.
Ég tel þetta mál mjög mikilvægt fyrir klúbbinn, að menn geti verið kærðir fyrir utanvegaakstur í slóð og ef hið opinbera kemst upp með það núna þá sjá þeir sér leik á borði að taka fleiri þegar þeim hentar.
Þetta getur átt við þegar menn eru að keyra slóðir sem eru rangt eða illa merktar á kort, eða óljósar á yfirborðinu.
Mér finnst að klúbburinn eigi að leggja smá vinnu í að komast að sannleikanum í málinu og styðja við þessa drengi.
[img:1yq932jk]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3929/34120.jpg[/img:1yq932jk]
Meint staðsetning á bílHægt er að skoða kortið betur í myndasafni mínu myndir
Kveðja Dagur
20.09.2006 at 23:21 #560754
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þeir eru klárlega á greinilegum slóða þarna sem lyggur að vaði á Farinu. Þarna kemur greinilega fram þörfin á almennilegu korti.
Hvað er gæslan að nota til viðmiðunar?
ÓE
20.09.2006 at 23:52 #560756Ef staðsetningin í ákærunni, 64°27.7 N, 20°14.8 V, er tekin bókstaflega, þá er hún eins og sést á kortinu hans Óskars. Þessi staðsetning er aðeins gefin upp á 1/10 úr mínútu, sem gefur til kynna óvissu upp á a.m.k. 200m, sem þýðir að þeir gætu alt eins verið við [url=http://www.fi.is/page.asp?Id=550:2x1umexk]Hagavatnsskála.[/url:2x1umexk]
Það er hægt að fá nákvæmari staðsetningu en þetta út frá [url=http://klaki.net/tmp/hagavatn.jpg:2x1umexk]ljósmyndinni sem birtist í mogganum í gær[/url:2x1umexk].[img:2x1umexk]http://klaki.net/tmp/hagavatn.png[/img:2x1umexk]
Á þetta kort hef ég teiknað inn kassa upp +/- 0.1 mínútu utan um ákæru staðsetninguna, og línur sem sýna það svæði sem sést á myndinni. Samkvæmt myndinni eru þeir á Hagavatnsvegi nærri vaðinu á Jarlhettukvísl (sem oftast er þurr), um 400 m norðan við Hagavatnsskálann. Ef myndin hefði verið tekin á ákærustaðnum, hefði skálinn sést á henni. Með því að fara á staðinn væri hægt að negla staðsetninguna enn frekar niður. Mér finnast þessi vinnubrögð loggunnar með ólíkindum, og benda til þess að sgan um Selfosslögguna og vasaljósið sé ekki út í bláinn.Viðbót:
Hér neðar koma fram nákvæmari upplýsingar um staðsetningu, staðurinn þar sem myndin er tekin er norðvestan Einifells, líklega talsvert sunnan við ákærustaðsetninguna. Þegar þyrlan lenti var drjúgur spölur á milli bílanna, þannig að sama staðsetning getur ekki átt við þá báða.-Einar
21.09.2006 at 00:29 #560758Svipað var uppá tenginum um daginn þegar lögreglan heyrði tvo skálaverði tala saman á VHF um hóp mótorhjóla.
Þyran TF LÍF pikkaði upp Lögregluþjón á Hvolfsvelli og fann hjólahópinn, sem vissi hvað vara að gerast.
Þyrlan flaug svo leið þeirra til baka án þess að sá nein ummerki um meintan utanvegaakstur.
Daginn eftir fór lögreglan á jeppa til að leita enn frekar af einhverjum utanvegaakstri án árangurs!Morgunblaðið blés þetta upp og hafði orðalagið þannig að eftir að hafa lesið það þrisvar var nánst hægt að átta sig á hvað hafði gerst og ekki gerst, en fréttin ýkt með eindæmum.
Fréttablaðið sagði rétt frá!
[img:weaaviq2]http://www.mef.is/myndir/hitt-og-%FEetta/fr_ttabladid.jpg[/img:weaaviq2]
21.09.2006 at 01:19 #560760ók þá sem leið lá eftir mjög greinilegum slóða norður fyrir skálann og alla leið upp að vatni (vert að taka fram að þetta er alveg stórskemmtileg leið). Ók þarna eftir mjög augljósum slóða sem hefur greinilega verið þó nokkuð notaður í gegnum tíðina og alveg augljóslega ekki nýr.
Ég vil hvetja stjórnina eindregið og kröftuglega til að láta til sín taka í þessu máli og taka þarna afstöðu. Hafa samband við Sýslumann og ef það skilar ekki árangri, þá með opinberri umfjöllun.Kv. Baddi
21.09.2006 at 07:28 #560762eru í húfi, það verður að skoða þetta mál og aðstoða drengina í þessu og hvet ég stjórn og þær nefndir sem gætu komið að þessu að grafa djúpt í þetta mál. Einnig fynnst mér að stjórnin og slóðanefnd ættu að fara á fund með landmælingum og fá að vita hvort þessi tröck okkar sem við erum búnir að leggja mikla vinnu í sé einskins nýtt og einnig hvenær nýtt kort af landinu verði gefið út, nú er verið að fylla lónið fyrir austan sem getur skapað hættu fyrir okkur sem ferðumst á snjó vegna þess að það veit engin hvar mörkin á þessu lóni verður, ekkert kort komið af því.
21.09.2006 at 07:55 #560764Ég sting upp á því að miðjufarar leggi smá krók á leið sína á sunnudaginn, og geri vettvangskönnun við Hagavatn. Ef ég les staðsetningu rétt af myndinni, þá er hún tekin á 6427.99 N, 02014.80 V, (wgs-84) sem er 540 metra beint norður af staðsetningunni í ákræunni. Ef miðjufarar taka með sér myndina úr Mogganum, þá ættu þeir að geta fundið staðinn þar sem myndin var tekin, svo ekki skakki nema örfáum metrum.
Þegar ég hef farið þarna um, hef ég leitað að hliðarslóðum, en engar fundið, ég held að það megi fullyrða að það eru engar aðrar slóðir í nágreinni Hagavatnsskála, jafn greinilegar og sú sem sést á myndinni, nema [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/191:1r8a6503]Hagavatnsvegurinn[/url:1r8a6503] sjálfur. Líklega heflar vegagerðin veginn ekki lengra en að skála, en vegurinn heldur áfram að útfallinu þar sem Farið rennur úr vatninu. Það mætti hugsanlega deila um það hvort vegurinn liggur upp síðustu brekkuna, eða endar við rætur hennar, eins sýnt er á DMA (1/50,000) kortunum.
Það má líka hafa það í huga að á skiltinu við vegamótin á Kjalvegi, rétt norðan við brúna á Sandá, stendur Hagavatn, ekki Hagavatnsskáli.
-Einar
21.09.2006 at 08:07 #560766Ekki hvarflar að mér að fara að mæla utanvegaakstri bót, fjarri fer því, en ef einstök lögregluumdæmi ætla að fara að beita hörku í þessum málaflokki, verður kærugrunnurinn að vera traustur, þ.e. byggður í fyrsta lagi á lagaheimildum og í öðru lagi á traustum gagnagrunni um hvað sé viðurkennd leið og hvað ekki. Mann grunar ósjálfrátt að nú séu einhverjir sjálfskipaðir meistarar farnir af stað til að skera niður öræfaleiðir fyrir bíla. Eins og bæði Ofsi og fleiri hafa marg bent á, eru útgefin kort Landmælinga alls ekki viðunandi grunnur fyrir málssókn, því fjölda leiða sem notaðar hafa verið í áratugi vantar algjörlega inn á þau. Það stafar nú efalítið fyrst og fremst af því að þar á bæ hafa menn ekki unnið að kortagerð með það fyrir augum að þau yrðu notuð á þennan hátt, og því ekki lagt sig svo mjög eftir að skilgreina aðrar leiðir en númeraða vegi Vegagerðarinnar, en annað látið liggja milli hluta. Það er nokkuð harðsnúinn hópur fólks sem vill skera fjallaleiðir niður við trog, og fara þá leið að byggja upp tiltölulega fáar öræfaleiðir en banna allar aðrar. Hagsmunagæsla í þessum efnum hlýtur því að vera sjálfkrafa verkefni okkar félags. Við viljum flest vinna gegn náttúruspjöllum og utanvegaakstri, en við viljum auðvitað ekki neinn fasisma í þessum efnum. Koma þarf í veg fyrir með öllum ráðum að það geti verið geðþóttaákvörðun viðkomandi lögggæsluaðila hvort kært er fyrir akstur á einhverri tiltekinni leið eða ekki.
21.09.2006 at 09:01 #560768Að mínu mati eru það hagsmunir klúbbsins að þeir sem eru teknir fyrir ótvíræðan utanvegaakstur séu dæmdir fyrir það en þeir sem ákærðir ranglega fyrir utanvegaakstur þegar þeir eru að aka í góðri trú eftir klárri slóð fái að vera í friði. Ef við beitum okkur í svona málum þurfum við að hafa nokkuð góða vissu fyrir því þau falli í síðari flokkinn, það er ekki okkar verk að taka upp hanskann fyrir raunverulegan utanvegaakstur Mér fannst þetta frekar óljóst í þessu máli þar til ég sá myndina úr Mogganum. Þeir virðast vera á bæði greinilegri slóð og margtroðinni, en hins vegar eins og bent hefur verið á hér virðist þau gögn sem lögð eru fram í ákærunni, þ.e. gps punkturinn, vera tekinn af ótrúlegri ónákvæmni. En mér líst vel á tillögu eik að fara þarna á heimleið úr miðjuferðinni og skoða aðstæður og reyna að átta sig á aðstæðum og hvort líklegt sé að þeir hafi verið fyrir utan slóðann eða hvort um það sé að ræða að lögreglan á Selfossi líti svo á að ólöglegt sé að aka slóðann upp að Farinu. Ef svo er, er það eitthvað nýtt og hlýtur þá að styðjast við aðalskipulag og hafi verið auglýst í Lögbirtingablaðnu … eða hvað. En út frá því sem maður hefur séð af þessu máli virðist vörn strákana vera nokkuð pottþétt.
Það er ágætt í sjálfu sér að lögreglan sé farin að auka eftirlit með utanvegaakstri, en ef þetta þyrlueftirlit er að taka menn fyrir utanvegaakstur þegar þeir eru á greinilegri slóð verður það aðeins til þess að spilla fyrir viðleitni okkar og fleirri aðila til að vinna gegn raunverulegum utanvegaakstri. Þá er betra heima setið en af stað farið.
Kv. – Skúli
21.09.2006 at 10:22 #560770Þetta er grafalvarlegt mál og umhugsunarefni hverjum og hvaða hópi manna sýslumaðurinn í suðurlandsumdæmi er að þjóna. Samkvæmt mínum skilningi á þessu máli skilgreinir sýslumaðurinn allt utanvegaakstur nema á vegum sem eru skilgreindir vegir vegagerðarinnar.
En eins og við vitum er ekki nema lítið brot af öllum vegum og slóðum sem tilheyrir undir vegagerðina og ef þessar hugmyndir sýslumanns ná fram að ganga þýðir það að allir slóðar og vegir sem ekki eru í umsjá Vegagerð ríkisins verða skiilgreindir utanvega og refsivert að aka þá.
Svo er líka umhugsunar efni hvaðan sýslumannsembættið fær fjármagn til að standa í löggæslu af þessu tagi, ég fékk uppgefið fyrir nokkrum árum að það kostaði 380 þúsund á klst að hafa þyrluna á lofti + þá væntanlega að hafa lögreglu meðferðis.
Þá hlýtur þessi skrípaleikur að kosta einhverjar milljónir á hvert mál sem endar svo með 25 þúsund króna sekt og dómssátt sem við skulum vona að ekki komi til vegna þess að ferðamennska eins og við stundum myndi þá líða undir lok ef allstaðar yrði bannað að aka nema á vegum vegagerðarinnar.
Það er mín skoðun að klúbburinn eigi að styðja við bakið á þessum mönnum sem eru kærðir fyrir utanvega akstur í þessu tilviki, en það sem þeir eru að gera á í raun á ekkert skilt við utanvega akstur heldur ferðamennsku á slóðum,það er hægt að njóta náttúrinnar á margan hátt öðruvísi en að ganga með göngustafi. Ferðafólk verður að að sýna hvort öðru umburðarlyndi hvort sem það er gangandi,á bíl ,hestum eða hjólum.
Kannski er málið að það hefur ekki komið út ný plata með Rolling stones í nokkur ár og menn komnir með leiða og hafa ekkert annað að gera en hrella saklausa ferðamennKveðja,
Glanni
21.09.2006 at 11:13 #560772Sælir félagar.
Nú ætti sýslumaðurinn að vera með stóran flugflota til að sjá til þeirra Bænda og þeira sem eru að smala.
Annsi hrædur um að þeir séu ekki allir á vegum eða slóðum sem vegagerðin viðurkennir.
Nei annas var ég að setja þetta hér inn því að maður skilur ekki allt sem er í gangi.
Ég vona að bændur og smalar taki þetta ekki illa enn samkvæmt því sem sýslumaðurinn er að gera gætu þeir verið í vondum málum.
Kveðja Örn.G
21.09.2006 at 12:13 #560774væri skelfileg kómedía að láta hirða svo stóran hóp félagsmanna í einu í "utanvegaakstri"
Kv. Baddi
21.09.2006 at 12:50 #560776Ef rétt sé að þeir voru teknir á slóðanum frá skála og upp að Hagavatni, þá langar mig til að spyrja sýslumanninn af hverju ekkert var afhafst þegar Farið hljóp fyrir nokkrum árum og allir fjölmiðlar birtu myndir af bílum sem voru á þessum slóða, eða stóðu á planinu upp við vatnið (engum þótti það athugavert þá, enda ekkert athugavert við bíl á bílastæði).
Einnig væri gaman að fletta í gegnum þau myndskeyð sem tekin voru á því tímabili og gá hvort ekki væri löggubíll á einhverjum þeirra
Lögin hafa ekkert breyst síðan þá (1998?).
Af hverju er þetta kolólöglegt núna en var það ekki þá?
kv
Rúnar.
21.09.2006 at 12:54 #560778Það var eins og gárungurinn sagði:
"Ef að þyrlan hefði stoppað mig, hefði ég brosað út í eitt og borgað og hugsað með mér, djöfull græddi ég þarna! 25þús á móti milljón" 😉 þetta er grátbroslegt með meiru!
21.09.2006 at 13:03 #560780Af einhverjum ástæðum minnir mig að í þessum lagaparagröffum sem verið er að vísa til séu einhver undanþáguákvæði um fjárleitir? Einar Kjartans kann að leita í þessum bókmenntum, kannski hann kíki á þetta. Ég vona að Skúli frkvstj. Útivistar og fyrrv. formaður hafi ekki misskilið mitt fyrra innlegg á þennan þráð varðandi skilgreiningu á slóðum. Ég skal reyna að orða þetta skýrar, en mín meining var sú, að Landmælingar (og væntanlega aðrir sem gefa út kort) hafa til þessa ekki haft það að markmiði að merkingar þeirra á leiðum og slóðum mætti nota sem gagnagrunn í dómsmálum. Þeim hefur einfaldlega ekki verið ætlað það hlutverk. Þessvegna er það með ódæmum, ef einhverjir aðilar, innan eða utan löggæslukerfisins, telja sig þess umkomna að ákveða allt í einu að kort Landmælinga séu slíkur grunnur. Áður en svo getur orðið, þarf að vinna þau miklu betur með þetta í huga, fá umsagnir o.s.frv. . En áður en svo geti orðið, þarf held ég að liggja fyrir slíku stoð í lögum, sem ég veit ekki til að sé til í dag.
21.09.2006 at 13:10 #560782Baldvin, það væri nú eiginlega athugandi að tilkynna sýslumanni að þessi hópur ætli að fara þennan slóða, því ef það er málið að þeir hafi verið á slóðanum frá skála og upp að Farinu má hann hafa nóg að gera við að kæra menn fyrir utanvegaakstur þar sem þeir keyra eftir vegi. En rétt að fara varlega í að dæma um málið hér þar sem maður hefur ekki séð öll gögn málsins og ekki einu sinni vissa um staðsetningu þeirra.
Kv – Skúli
21.09.2006 at 13:12 #560784Það er rétt hjá Ólsaranum, að í [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/56dbb89b15232dff0025701c005a94a9?OpenDocument:38ic5qad]reglugerðinni[/url:38ic5qad] eru ákvæði um undanþágur vegna starfa við landbúnað. Tilvísanir í ýmsar regur sem snerta ferðamenn eru á vef [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:38ic5qad]umhverfisnefndar[/url:38ic5qad]
Núgildandi náttúrverndarlög voru sett vorið 1999, á sama tíma og Austari Hagafellsjökull hljóp út í Hagavatn, því fylgdu flóð í Farinu, þá tók m.a. af göngubrú sem var yfir útfallið. Á fyrri hluta 20. aldar urðu miklar breytingar á þessum slóðum samfara því að jöklar hopuðu. M.a. urðu mikil flóð 1929.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.