Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › þyrlu rekstur
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.02.2006 at 21:03 #197419
AnonymousÞetta er orðið fáranlegt að enn se rekstur þyrlu sveitarinnar rekin á lagmarks krónum. það að halda að þjóðfélag sem getur ekki gert út 2 þyrlur skammlaust geti tekist á við vanda eins og fuglaflensu. Mer finnst komin timi til að rikisstjornin sjai til þess að sveitin fái nóg fjármagn til reksturssins og það að það verði gert snögglega eða þá að rikisstjornin segi af ser vegna vanhæfni enda er hun vanhæf með öllu.
mikki
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.02.2006 at 21:14 #544828
Kannski full mikið sagt að stjórnin sé vanhæf, en þaðværi auðvitað best að getað verið með 3 vélar í rekstri einsog forstjóri gæslunnar talaði um. Ég hef reindar trú á þessum manni og held að hann eigi eftir að gera góða hluti fyrir gæsluna. En það er auðvitað rétt að gæslan er svelt á peningum einsog framast getur orðið. Við erum auðvitað með samninga við bæði Bandaríska sjóherinn og síðan þann Danska sem hafa hlaupið undir bagga með okkur, einsog td núna um helgina. En síðan hvað gerist þegar og ef herinn fer frá Keflavík er önnur saga og meira spennandi.
26.02.2006 at 21:14 #544830Hvað eftir annað koma þyrlumál til umræðu þegar slys verða og þyrlurnar í viðhaldi.
Reyndar er vitað að ríkið er ekkert að ofdæla fjármagni í gæsluna heldur fjársveltir hana eftir bestu getu.
Ekki er nú langt síðan stjórnvöld ætluðu að skera niður lækniskostnað á þyrlunni, en þau voru stoppuð af því hryðjuverki með fínum rökum bæði lækna og gæslumanna. Nær væri að efla og styrkja gæsluna með enn stærri hluta á næstu fjárlögum.
26.02.2006 at 21:19 #544832Að það skuli lýðast á 21 öldinni að ekki sé gert ráð fyrir fjárúthlutun svo að Íslendingar geti stólað á þyrlur landans,og eina sjúkrabílinn sem sjómenn td hafa aðgang að.
Ég bara spyr eins og viðvaningur hvar værum við ef kaninn væri ekki hér.
Manni er orðið það gramt í geði yfir þessari vitleysu sem viðgengst hér varðandi þyrlur landans að orð fá ekki lýst.
Einu orðin sem fá mig til að lýsa þessu er helber Þjóðarskömm,að land sem byggir á ferðamensku,viðskiptum og fiskafurðum skuli ekki geta átt fleiri þyrlur.
Hvað hefði verið gert ef það hefðu komið boð um alvarlegt umferðarslys útá landi, og óskað hefði verið eftir þyrlu á sama tíma og þyrlunnar voru á
Jökli.
Og eitt dæmi enn:Sjóslys,nei ég held að ég hugsi það dæmi ekki til enda.Jóhannes
R-3257
26.02.2006 at 21:21 #544834það er svo sem endalaust hægt að pæla fram og aftur hvað þyrlurnar eiga að vera margar – en það sem ég set spurningamerki við er framkvæmd fjarksiptamála við björgunina.
Samkvæmt því sem fram kom í fréttum í kvöld var til að byrja með mikið bras á samhæfingu fjarksipta og eitthvað var að vefjast fyrir þeim að koma Fokkernum í loftið – ekki voru flugmenn á bakvakt og þurfti að fara að leita að flugmönnum til að koma vélinni í loftið til að miðla fjarskiptum á milli.
26.02.2006 at 21:21 #544836fulla trú á því að Georg Lárusson muni koma skikki á þessi mál innan gæslunar. Enda kjarnorku maður og þekkir að eigin reynslu hversu mikilvægt það er að hafa góð björgunartæki. En það er rétt sem hérna kemur fram þyrlusveitinn er búina að vera í svelti lengi, lengi og eru tæki Landhelgisgæslunar ornir hálfgerðir forngripir t.d er Super Puman 21 árs-Dauphin 2 11 ára og Fokkerinn 29 ára og fer að verða kominn tími til þess að senda þetta allt á flugmynjasafn og sama má segja um Týr árgerð 1975-Óðin árgerð 1959 0g Ægir 1968.
26.02.2006 at 21:22 #544838tjahh Líf er metin á ca 800 mill samkvæmt heimasíðu gæslunar og Sif á ca 200 mill. Ættli ný vél kosti ekki nálægt 2000 mill með öllu sem til þarf. Finnst líklegt að þessir gúrúar sem stjórna okkar fagra landi telji ekki aurunum betur varið í annað ??? Ég bara spyr ……
Já ég er sammála ofsa um að Georg sé kjarnorku maður. Held að hann eigi eftir að gera góða hluti fyrir gæsluna. En góðir hlutir gerast oft annsi hægt ….
26.02.2006 at 22:08 #544840Ofsi, puman kom til landsins fyrir um tíu árum síðan en þá var hún fimm ára gömul… hún er allavega fimmtán ára… og hin þyrlan er hátt í tuttugu ára…
26.02.2006 at 22:23 #544842Svo ekki sé talað um hversu klárir flugmenn eru innan gæslunnar, þetta eru sennilega einhverjir bestu þyrluflugmenn heims (og ég hika ekki við að segja það). Ég fór einn túr með gæsluskipinu Ægi ári eftir að Vikatindur strandaði og heyrði lygilegar sögur um afrek þessara manna þegar herinn neitaði að fara í loftið sökum veðurs en okkar menn hikuðu ekki við að leggja í hann. Ég skal vera fyrsti maður til að standa upp og verja heiður þessara manna.
Þetta eru hetjur og vinna kraftaverk í háloftunum.
Kveðja
Ásgeir
26.02.2006 at 22:36 #544844Ég hef einmitt heyrt sögur af svipuðum toga og þú.
Þessir menn eru 100% hetjur.
26.02.2006 at 22:53 #544846
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
TF-SIF (MINNI) Aerospatale Dauphin II kom til landsins 1985.
TF-LÍF (STÆRRI) Aerospatale super puma kom 1995.
það er engin vafi á hvað þetta eru þyðingarmikil tæki og mennirnir sem manna þau eru sannkallaðar hetjur.
Og ef horft er til framtíðar er raunhæft að hafa allavega 4 þyrlur í þjónustu gæslunnar 2 minni og hraðfleygar eins og Sif og 2 stærri og öflugri eins og Líf.
Og það stendur að það er ekkert annað en VANHÆFNI rikisstjornar að tryggja ekki nóg fjármagn til rekstursins.
mikki
26.02.2006 at 23:09 #544848Ég er og hef verið síðustu 15 ár á frystitogara og vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef sú staða kæmi upp að við þyrftum að yfirgefa skipið í fljótheitum 100+ mílur frá landi og það væri bara stóra þyrlan sem kæmist. Þá væri ekki gott að vera skipstjóri og velja hverjir kæmust í fyrstu ferð og hverjir yrðu eftir! Að við sem ein "ríkasta" þjóð í heimi getum ekki gert út þyrlur sem geta tekið eina áhöfn af togara er bara skömm og lítisvirðing við okkur sjómenn en það er svo sem ekkert nýtt. Varnarliðsþyrlurnar hafa oft komið til bjargar og er bara hið besta mál en eins og sagt hefur verið hér ofar, hvað ef þær fara? Eigum við sem sjálfstæð þjóð ekki að vera okkur næg um svona hluti, mér finnst það allavega. Vonandi fer af stað umræða í þjóðfélaginu um þetta mál og að það verði farið að gera eitthvað í þessum málum en það er líka nöturlegt að hugsa um að það þæurfi eitthvað svoa slys til að menn fari að gera eitthvað!
27.02.2006 at 08:49 #544850Það hefur síðan í síðasta Þoskastríði verið markvist skorið niður hjá gæsluni og um 81 vorum við sendir á Þór til gæslustarfa (túrinn var um 15 dagar)og vorum við með 1 tank fullann af olíu hinir voru tómir og var okkur ættlað að vera fyrir vestan sem sagt á Aðalvík eða Hornvík fyrir akkerum allann túrinn,við hefðum ekki geta sinnt kalli ef það hefði verið slys á Halanum td og er þetta bara eitt dæmi af mörgum.
En starfsmenn gæslunar bæði á sjó og lofti vinna bara frábært starf og hafa sýnt í verki að þeir eru vaxnir hvaða vanda sem leggst á þeirra veg og hafa æ ofaní æ sýnt hreinlega ótrúlega færni og kunnáttu við störf sín.
Þetta fjársvelti gæslunar er ekki þeim að kenna heldur eru misvitrir stjórnmálamenn þar ábyrgir og Dómsmálráðherra ber alla ábyrgð á rekstri gæslunar og held ég að óhætt sé að segja að sjómenn og starfsmenn gæslunar hafi oft sent honum harðorðar kvartanir,en ekkert virkar,þannig að við skulum ekki dæma gæsluna eða starfsmenn hennar heldur á eitthvern hátt reyna að vekja stjórnmálamenn til meðvitundar um alvarleika málsins og eins og réttilega er bent á hérna að framan þá held ég að hlutskipti skipstjóra á frystitogara væri vægast sagt erfitt ef bara ein þyrla kæmi og hinar væru vant við látna vegna bilana eða verkefna annarstaðar.
Mér var sagt í gær að sú ástæða að Varnarliðsvélarnar væru á sér rásum ættluðum til hernaðarnota hefði verið hluti af samskiptavanda við slysstað og hefðu þær ekki leyfi til að fara á aðrar rásir og væru þá samskipti við almennar björgunarsveitir heft af þeirri ástæðu.
Leggjum okkar af mörkum við að vekja Dómsmálaráðherra af þyrnirósarsvefni og gera eitthvað róttækt í málefnum gæslunar.
Kv
Klakinn
27.02.2006 at 10:02 #544852Nú er kominn tími til að taka til í þyrlumálum Íslendinga. Þetta er eitthvað sem þarf að vera í lagi. Það væri sjálfsagt best að selja báðar núverandi þyrlur og kaupa í staðinn þrjár nýjar Super Dúper Mega Púmur. Þannig væri tryggt að alltaf væru tvær vélar til taks á meðan ein er í viðhaldi og einnig væri ódýrara að reka einn varahlutalager þar sem allar vélarnar væru eins.
Nú er bara að framkvæma og ég held að Georg sé rétti maðurinn ef hann fær peningana til þess.
27.02.2006 at 16:36 #544854Við verðum að átta okkur á því að það er næstum alveg sama hversu margar þyrlur landhelgisgæslan á það getur alltaf komið upp sú staða að allar séu í 3000 stunda skoðun á sama tíma. þess vegna er bráðnauðsinlegt að hafa samning við aðila sem á nóg og andskoti mikið af svörtum haukum og annarskonar þyrlum til að hafa til skiptana eða sem bakkupp þegar svoleiðis kemur upp. einmitt undanfarið hefur ríkisvaldið verið að reyna að semja við usa flugherinn um að halda úti rekstri í keflavík og íslenska ríkið ætlar að borga brúsan og reka landhelgisgæsuna undir sama hatti. þetta gæti þítt margfallt betri tækjabúnað og hagkvæmari rekstur okkar bráðnauðsinlegu þyrlubjörgunarsveitar. ég get ekki séð annað en þetta sé bráðnauðsinlegt og mjög góður kostur þó vinstri grænir gangi ennþá keflavíkurgönguna og hrópi herinn burt.
27.02.2006 at 16:51 #544856einnig er rétt að benda á að með einu pennastriki er hægt að banna utanvegaakstur á ísland líkt og í öðrum evrópuþjóðum og minka þannig líkurnar á að þyrlur og björgunarlið séu upptekin við annað en að bjarga sjómönnum. shit! ég vona svo sannarlega að það gerist ekki, og því þarf að leita leiða á raunhæfan hátt. jeppamenn geta tekið höndum saman og aukið upplýsingaflæði um hættulega staði, setja upp gagnagrunn með myndum og gps punktum til handa öllum er ferðast um hálendi og jökla, og minkað þannig líkur á að við lendum í alvarlegum tjónum, í stað þess að henda steinum í þá sem stjórna og fjármagna björgunarsveitir landsinns.
27.02.2006 at 16:57 #544858Þarf aldrei að framkvæmast á sama tíma fyrir tvær þyrlur. Skoðunin má fara fram áður en tímafjöldanum er náð og þannig er hægt að tryggja það að engar tvær vélar séu á sama tíma í skoðun. Gildir náttúrulega annað um bilanir (eins og var í þessu tilfelli).
kv
Rúnar.
27.02.2006 at 18:56 #544860
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef mig minnir rétt þá er herinn með 4 þyrlur úta velli, 2 þyrlur tilbúnar í loftið, ein þyrla til vara sem myndi leysa af ef önnur af utkallsþyrlunum bilar og ein sem er í viðhaldi og skoðunum. og svona rótera þeir þessu framm og aftur og virkar án efa fínt, sambandi við fjarskipti hefði ég haldið að fyrir löngu hefði verið gerða ráðstafanir svo herinn hefði sömu möguleika á að samræma fjarskipti í útköllum,,,,,,, þetta þarf bara að skoða.
Og það þýðir ekkert að reynað afsaka ráðamenn þjóðarinnar, þetta er þeirra sök, þetta er buið að vera vandamal nogu lengi og nuna ættu þeir að lærað skammast sín, og tryggja fjarmagn til þyrlusveitarinnar.
mikki.
27.02.2006 at 21:04 #544862Það var útkall í Þúfuver vegna banaslys og þá var staðan sú að gæslan sem þá hafði eina þyrlu og sú var biluð varnarliðsþyrla biluð á Snæfellsnesi önnur bilaði á leiðini með varhluti 3 var í reglubundnu viðhaldi og 4 fekkst ekki til starfa vegna annara verkefna sem ekki var gefin skýring á.
Þarna voru 5 þyrlur allar ótiltækar vegna bilanna og annara starfa og sá slasaði dó í höndunum á okkur.
Á þessu sést að undantekningar henda eins og Georg Lárusson hjá gæsluni sagði í kvöld, hvað með öll hin skiptin sem allt hefur gengið upp??
Bara að velta þessu fyrir mér frá öllum hliðum
Kv Klakinn
27.02.2006 at 21:37 #544864ég tek undir orð Klakans hér að ofan að skoða málið frá öllum hliðum, og muna eftir öllu sem vel hefur gengið, þetta er ekki svona einfalt eins og margir halda, röð tilviljana ráða stundum allt of stórum hluta
kveðja
Jón
11.03.2006 at 21:35 #544866Þetta finnst mér sláandi frétt um ástand Gæslunnar
Tekið af rúv:
Fjárskortur hamlar flugi gæsluþyrlunnar
Stóra gæsluþyrlan verður ekki flughæf fyrr en eftir tæpan mánuð vegna fjárskorts. Tæknistjóri flugtæknideildar segist ekki lengur geta borið ábyrgð á öryggi gæsluflugvélanna og hefur því sagt upp.Er þetta viðunnandi???
Kv-JÞJ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.