Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þyngd, forvitni..!
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.03.2003 at 23:54 #192429
Mér leikur forvitni á að vita hver sérskoðunnarviktin er á nokkrum bíltegundum.
Toy LC80 á 38″
Patrol 3L á 38″ (eru þeir verulega þyngri en 2.8?)
Patrol 2.8 á 38″
Nýju pæjurnar á 38″Væri gaman að sjá þetta svona c.a, ég er að meina tóma vikt án farþega og útbúnaðar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2003 at 07:53 #471798
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minn Patrol 2.8 var 2180kg.
01.04.2003 at 08:52 #471800Einhverstaðar heyrði ég að 3lítra patrolmótorinn sé léttari en Gamli 2,8 lítra, veit ekki hvað er til í því
01.04.2003 at 09:43 #471802Trooperinn hjá mér vigtaði 2180 í sérskoðun en með þeim aukahlutum sem eru í honum er hann 2300 kg. Gamli Patrolinn er mun léttari en sá nýji með 3ja lítra vélinni, þar munar um ca. 350 kg. Munurinn liggur í stærri yfirbyggingu, meiri klæðningu og þyngri vél.
Annars hefur mér fundist í gegnum tíðina að mínir bílar hafi verið þyngri en aðrir, jafnvel bílar sömu tegundar, og einnig eytt miklu meira eldsneyti. Kannski er nestið mitt svona þungt, ásamt benzínfætinum, eða menn kannski hræddir við sannleikann þegar kemur að þyngdinni.
01.04.2003 at 10:05 #471804Ég átti í eina tíð ?94 Palrol 2,8 L á 36? var hann 2.260 kg. ?99 Patinn sem ég ek í dag, 2,8L, er skráður 2.440 kg samkv. sérskoðun á 38?. Vigtaði hann á 44? á stálfelgum, með olíu 2.770kg. Ég er ekki feiminn við að gefa upp ?rétta vigt því lúxus er þungur? og hann kostar líka, smá djók.
Óli Hall.
07.04.2003 at 01:21 #471806Einhverjir fleiri sem lúra á þyngdartölum, alltaf gaman að spá í þetta. Eru jeppar á fjöllum almennt að þyngjast eða hvað?
Kv
Óli (sem er ansi þungur)
07.04.2003 at 10:29 #471808Fyrir sérskoðun á 36" dekkjum þá sýndi viktin 1680 kg,
980 að framan og 700 að aftan. Talan í skokðunarvottorðinu fyrir óbreyttan bíl er um 1550.Þyngdaraukning vegna breytinga er eingöngu í hjólunum, stífurnar og loftpúðarnir að aftan eru eitthvað léttari en flatjárnin.
Það virðist vera algilt að jeppar séu að þyngjast. Nýji Cherokee bíllinn er 200-300 kg þyngri en XJ bíllinn. Ég held að ein helsta ástæðan fyrir þessu séu að það sé verið að gera auknar kröfur til þess að bílarnir sé hljóðlátir. Þetta er gert bæði með því að bæta við hljóðeinangrun og að gera boddín stífari. Þetta er líka helsta ástæðan fyrir því að bílar eru smíðaðir á grind með gúmípúðum milli boddís og grindar. Allt veldur þetta því að bílarnir verða þyngri en ella.
07.04.2003 at 10:56 #471810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
pattinn minn "99 2,8lvél 38 dekk með bílsjóra 2560 kg.
07.04.2003 at 11:38 #471812Hér
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=224#3552
Má meðal annars lesa eftirfarandi:
Patrol SE+ ´01 = 2810 kg.
(38" ,3.0l, bein sk.,ökum.ca 80kg. og fullur af olíu)Patrol SE+ ´98 = 2665 kg.
(38" V8 6,5l GMC, bein sk., varad. ökum.ca 80kg. og 90l af olíu)Patrol 2,8l ´90 = 2520 kg.
(38" ,2,8l, bein sk.,toppgrind og box, verkfæri ofl. í kassa ca. 30kg., skófla, járnkall, 7 sæti, ökum.ca 80kg., aukatankur og ca 70l af olíu)sami Patrol 2,8l ´90 = 2090 kg.
(á 38" en mínus: bílstjóri,öll sæti nema framsæti,allt á toppi og í skotti, STÓR framstuðari, kastarar og olíulaus.)Já það kom mér svo sannarlega á óvart hvað munaði miklu á þyngd bílsins þegar búið var að taka úr honum allt þetta "smá" drasl. Heil 430 kg.
En er þetta ekki einmitt málið? Maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað margt smátt gerir . . . þungt. Svona bíll, sem vegur aðeins rétt rúm 2T á 38" strípaður, er farinn að nálgast 3T tilbúinn í ferð, með öllu "smádótinu" 150l af olíu, farangri og farþegum!
07.04.2003 at 12:07 #471814með öllum búnaði án ökumanns tilbúin á fjöll
fullur af oliu vigtaði han 2316 kg
á 38" 2.8 tdi
07.04.2003 at 12:37 #471816
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag
Var að láta vigta Pattann minn, sem er 3 lítra beinskiptur og á 38,5 MT í morgunn fyrir sérskoðun.
Og á viktunarseðlinum stendur 2550 kg.Kveðja
Steini
07.04.2003 at 13:11 #471818
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nissan Double Cab E á 38":
Einhvern tíman fyrir ferð fór ég með minn á viktina, svona til að sjá hvað hann væri raunverulega þungur með "öllu".
Þar var meðal annars:
110 lítrar af olíu.
Stór verkfæra taska
Tvö topplyklasett
Kolsýrukútur
"Blómakassi" fullur af ýmsu dóti: s.s. göllum, skóm, hjólagrind, dráttar tógi, varahlutum og öðrum "óþarfa"þetta gerði: 2180 kg.
Þessu til viðbótar kom svo ég og nestisboxið.
Kv.
Siggi_F
07.04.2003 at 20:50 #471820Ég er með Landcruiser 70 millilangann á 38" og STÓRU kantana
fyrir sérskoðun fór ég á vigt með 1/4 af olíu = 1885kg
Á 33" viktaði hann 1850 með fullan tank.Svo áætla má að hann vigti 1945kg með 90l af olíu.
07.04.2003 at 21:18 #471822
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það stendur í skrán.að barby sé 2085kg þá var ekkert utaná henni full af oliu, á 38"
07.04.2003 at 22:20 #471824Á 36" mudder með fullan tank, kaðal, skóflu, tjakk og nesti 1920kg. Og mér fannst það lítið. Yngri bílarnir eru þyngri.
07.04.2003 at 22:55 #471826Tómur bíll cirka fullur af bensíni á 38" dekkjum:
1680 kíló. 14 daga gömul tala úr sérskoðun.
Ferðbúinn með mér, frú og 50-100 lítrum (man ekki hvort) umfram tank rétt rúm 2 tonn.
Ferðbúinn telst tvær skóflur, kolsýrukútur, verkfæri, gaskútur, gír olía , loftkæli olía og bla bla bla
Kveðja Fastur
05.07.2003 at 15:52 #471828Var að vikta LC120 dolluna okkar og á 39,5 trexus fullur af olíu (90 lítrar held ég) tjakkur, verkfæri, nesti, grill, 2 gaskútar, Fatnaður fyrir 2, og ein klósettrúlla…
sem sagt allt sem þarf með í 3ja daga vetrarferð.2.390 kg þetta er án okum. og farþega.
Kv.
Benni
A736
05.07.2003 at 19:18 #471830
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það kom mér á óvart hvað hann er þungur eða 2160 kg. með aðeins af verkfærum aftur í en báðir tankar nær tómir.
Jón Sig.
05.07.2003 at 22:49 #471832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Minn viktaði fyrir páska í fyrra á 35" slikkum stálfelgum fullur af olíu og verkfæri og aðrir smáhlutir sem ég nenni ekki að telja upp 1950 kg 2 farþegar
05.07.2003 at 23:16 #471834Munar 300 til 400 kg á alveg eins bílum einhver hefur lesið skakkt á viktina.
Kveðja Magnús.
06.07.2003 at 01:23 #471836Nei það þarf ekki endilega að vera ef annar bíllin er nánast tómur og án olíu meðan hinn er tilbúinn í ferð þá finnst mér 300-400 kg bara nokkuð eðlileg tala og reindar bara vel sloppið held ég.
Kv
Benni
A736
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.