This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Dal 21 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
ég er aðeins að velta fyrir mér hvaða dekkjastærð maður þarf þegar bíllinn er 3 tonn óbreittur þá á eftir að setja hásingu undir að framan í staðinn fyrir klafasístem, og setja jafnvel aukatank og allt hitt x mikið af drasli ?
Ég er búinn að spá og spökulera í marga hringi, ég er að kaupa Silverado 2003 með Duramax og ætlaði að setja undir hann 49″ IROK, en það var maður sem að sagði að þarna væru of margir og dýrir póstar sem þyrfti að yfirstíga þessi bíll væri of dýr til þess, það þyrfti að mjókka grind svo maður fengi beyjuradíus einnig til að bíllinn yrði ekki of breiður færa stýrismaskínu framar og margt fleira. Ég veit ekki hvað ég á að segja þessi maður sneri mér eiginlega, því ég veit að hann hefur talsvert vit á jeppum og jeppabreitingum.
Sögðu menn ekki annars það sama við hverja dekkjastærð sem stækkaði. Svo veit maður ekki hvernig þessi dekk fletjast eða haga sér yfirleitt.
Kær kveðja Hjörtur og JAKINN.
You must be logged in to reply to this topic.