This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Atli Unnarsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég var að velta fyrir mér þessu fyrirbæri þegar bílum er breytt og fá ekki að halda upphaflegum farþegafjölda vegna nýrrar eiginþyngdar vs leyfðar heildarþyngdar.
Ég á Patrol sem var breytt ca 95 hjá Bílabúð Benna að ég held og ný eiginþyngd bílins á 36″ dekkjum – leyfð heildarþyngd er 200 kg frekar en 280, breytir ekki öllu. Málið er að ef hann fer í einhverja breytingaskoðun í dag þó að ég setji bílinn eingöngu á loftpúða og held nákvæmlega sömu kílóatölu má ég ekki bera nema 3 farþega + ökumann en núna er bíllinn skráðuð fyrir 6+ökumann.
Ég var að velta fyrir mér hvort þetta sé ekki mistúlkun á lögunum um hlutfall eiginþyngdar, leyfðar heildarþyngdar og farþegafjölda. Ég væri alveg tilbúinn til að sjá þessa reglu á prenti en finn hvergi og reyndar væri gaman að fá afrit af skráningarskírteini patrols á original dekkjum til að átta sig betur á þessu.
Mín kenning gæti verið sú að framleiðandi gefi upp burðargetu umfram farþega en íslensk skráning geri ráð fyrir farþegunum í burðargetu.
Reglan sem allavega Frumherji í Fellabæ gaf mér upp var að ég ætti að draga 50 frá burðargetunni og síðan deila með 68 til að fá farþegafjöldann. S.s. þeir gera ráð fyrir að ég sé 50 kg og hver farþegi 68 kg. Þessar tölur eru náttúrulega algerlega úti á túni. Ég er þyngri en 50 kg en krakkarnir sem langoftast verma aftursætin eru tölvert innan við 50kg. Ef ég sný formúlunni við fæ ég örlítið hagstæðari tölu en ekki líkt því nóg samt.
Spurningin er hvort Pattinn hefði yfirhöfuð átt að fá 7 manna skráningu til að byrja með og hvort nýjir patrolar, óbreyttir séu á svoleiðis svæði, þetta hlýtur jú að eiga við alla bíla, breytta sem óbreytta.
Pattinn er skráður 2500 kg og er viktaður og skráður á 36″ dekkjum. Ég átta mig ekki á því hver þyngdarmunurinn er á 32″ og 36″ dekkjum, ég veit ekki á hvernig felgum hann var viktaður á en ég geri ráð fyrir því miðað við að þyngdartalan er há að hann hafi verið með tankinn fullan af olíu eins og lög kveða á um. Hann er ekkert meira breyttur sem ætti að þyngja hann mikið en með því að nota formúluna sem ég fékk hjá Frumherja þyrfti hann að bera 458kg en með því að snúa henni við (sem ég held að sé hin rétta formúla) fæ ég 368 kg. Miðað við þessar tölur hefur Nissan gamli ekki gert ráð fyrir það neinn farþeganna haldi svo mikið sem á kókflösku og geti varla verið mál að pissa. Þetta passar engan veginn.
Ef það er eitthvað vit í því sem ég held fram ættu farþegarnir að vera 368 kg og í viðbót ætti bíllinn að bera ca 300 kg. Heildarþunginn væri þá 2400 (áætlað fyrir breytingu) + 368 + 300 = 3068 kg. Ef ég man rétt þá er leyfð heildarþyngd pikkupana sem er með daprara bremsukerfi að aftan og mun veikari grind 2800 kg.
Það er ljóst að þessi vinnuregla er eitthvað sem hefur ekki viðgengist á þessu árabili 1995 vegna þess að þá væri bíllinn minn bara 4 manna og þá velti ég fyrir mér hvort þetta sé nýleg regla eða hvort skoðunarstöðvarnar hafi fundið uppá þessu sjálfir. Hvar ætli þessar reglugerðir sé að finna. Er kannski málið að þó að bíllinn sé kominn á damp með eiginþyngd að það komi skráðum farþegafjölda ekkert við. Bara að maður aki bílnum ekki of þungum, það er sannlega bannað og skráð í lög.
Kv Jón Garðar
P.s. þeir verða allavega hissa skoðunarmennirnir þegar ég bið um breytingaskoðun á 44″ dekkjum og með 6.2 Gm mótor og stórann gírkassa ef bíllinn verður 200 kg léttari en fyrri skráningi er……
You must be logged in to reply to this topic.