Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þyngd á mótor
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Jakob Bergvin Bjarnason 11 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.11.2012 at 12:38 #225026
Góðan dag mig vantar að finna einhverjar uppl um hvaða mótor (dísel/bensín) er léttastur en þó með nokkuð afl fyrir 1 tonns bíl á 35 tommu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.11.2012 at 16:58 #761071
Hvað með V8 Rover (Buick), er úr áli og hægt að ná helling útúr henni.
29.11.2012 at 22:39 #761073[quote:2k5590dz]Hvað með V8 Rover (Buick), er úr áli og hægt að ná helling útúr henni.[/quote:2k5590dz]
Verst hvað bensíntankurinn verður þungur….
Þetta eru annars fínar vélar og taka ekki óhóflegt pláss heldur.
kv.
ÞÞ
30.11.2012 at 08:27 #761075Toyota 2,4efi eyðir litlu og alveg magnaður mótor og þarft ekki of stóran tank kv Heiðar U-119
30.11.2012 at 09:09 #761077Ég veit ekki hvað þú ert að smíða en ég fékk svona hugmynd um daginn. Ef þú ert með bíl sem er 1 tonn og 35" dekk myndi ég alvarlega íhuga Iprezu turbo mótor með kassa.
Mjög létt setup, losnar við framhásingu, þyngdarpunktur getur farið alveg niður í rassgat endalaus orka og auðvelt að bæta við o.s.fv. Þess fyrir utan ætti allt að fást í kassa og vélar til að styrkja og auka afl.
ATH hef enga reynslu af þessu setupi þannig að kannsk hentar þetta illa, en mér fanst þetta vert að skoða.Kv. Ívar
30.11.2012 at 09:15 #761079Imprezu turbo mótor myndi eyða endalaust í svona bíl, og held ég að myndi ekki henta vel í jeppa
30.11.2012 at 16:18 #761081hvað með GM vortec 4.3 eins og er í öllum blaazer einhverntíman eftir 90 hún er yfir 200 hö ef ég man rétt
þetta er bara 350 með 2 afsöguðum..
02.12.2012 at 09:28 #761083já allt góðar uppástungur, ég er að huga að setja þetta niður í sukku sidekick þannig að ég er að leita mér að einhverju léttu. Hef haft í huga að setja bara í hana 350 turbo eða strókaða
03.12.2012 at 18:07 #761085Mæli með 4,3 vortec frábær vél fer lítið fyrir henni nóg afl fyrir léttan bíl og mjög gott úrval af sjálfskiptingum eða gírkössum.
08.12.2012 at 07:04 #761087LS velarnar eru rett yfir 200kg og hafa virkad fint,jafnvel 5.3 sem er med sama stroke 3.622" en minn bore en dyrt
Bens Turbo 3L og 3.5 skila vel af togi en veit ekki KG svo er 2.4toy nokkud seigar en ferd ekki hratt yfir
21.02.2013 at 15:05 #761069Land Rover
TD 300 Díselinn er léttur kraftmikill firir svona bíl og eiðir mjög skikkanlega ,
22.02.2013 at 08:40 #761089tvær góðar uppástungur komnar fyrir svona létt setup, rover vélin og toyota… allt eftir því hvað menn kalla AFL…
toyotan getur pungað út kannski 150-170 hp með léttvægum breytingum en yrði alltaf hásnúnings vél. Roverinn er aftur á moti hægt að fara með í 250 hross og samt halda togi án þess að fara í blásturs ævintýri.en að setja 350 klett í svona bil er rugl… nema það sé LS ál mótor. Vortec 4.3 vélarnar eru ekki þekktar fyrir að vera neitt léttar heldur og þú verður líka að pæla í hvaða hásingar þú ert með undir bílnum og hvað þær þola…. þú setur ekki 300 hp mótor með sidekick hásingum…. það kostar nýjar hásingar sem kostar meiri kg..
Leitaðu þér að mótor úr áli ef hann er 6 eða 8 cyl annað kemur þér beint í 1300-1400 kg. Þú verður líka að skoða hvaða skiptingar og millikassar eru í boði fyrir þá vél sem þú ákveður, sumar eru einfaldlega mun þyngri og stærri en aðrar.
Þú ert með suzuki sidekick, skoðaðu 2.5 suzuki motorinn úr grand vitara… gæti verið einfalt upp á gírkassa og millikassa.
Izusu trooperinn er með v6 álvél 3.5 sem skilar ágætlega, reyndar gæti verið erfitt að massa rafkerfið í henni án þess að taka það allt yfir og ná sér í rafmagnsvíraklippur :), flest allar dísilvélar eru frekar þungar fyrir þennan bíl, nema einhverjar nýmóðins 2.0 ál dísilvélar sem væri reyndar gaman að sjá í svona léttum bíl… t.d. átti ég um daginn Bmw E90 með 2.0 dísel 173 hp og endalaust tog en það er vonlaust…. nema þú virkilega hafir gaman af rafmagnsveseni
jæja ég skal hætta að skipta mér af
22.02.2013 at 23:53 #761091er ekki bara gamli góði volvo enn í fullu gildi í súkku?
þarf eitthvað endalaust að vera að finna upp hjólið?
23.02.2013 at 12:14 #761093Ekki úr áli, þegar við eru að ösla krapa eða fara yfir ár er mikil hætta á að áblokkir hrökkvi eða brottni, þær þola ekki þessa snögg kælingu.
23.02.2013 at 15:24 #761095Ég mundi skoða líka að setja 4l Cherokee mótor með AW4 skiptingu það er búnaður sem er lítt þekktur af bilunum og er uþb 185 hö og um 300 Nm kanski í þyngri kantinum þ.e. öll úr stáli
Kveðja Kiddi
24.02.2013 at 11:22 #761097Ég myndi helst fara í 2L Suzuki mótorinn úr grand vitara. Hann er ekki sá kraftmesti, en þú ert hvort eð er ekkert að fara að setja neitt mikið öflugri mótor í þennan bíl nema skipta út öllum drifbúnaði og þá ertu líka kominn með þyngri bíl.
Þessi vél er dálítið sprækari en orginal vélin, togar slatta meira, einfalt að koma henni fyrir og hún er ekki þung.
V6 mótorinn er orðinn meira vesen sökum plássleysis.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.