Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þyngd á díselvél
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 14 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.10.2009 at 14:43 #207643
Veit einhver hversu mörg kílógrömm meðal díselrokkur vegur ?
Þá á ég við japanska 4 cyl. vél á bilinu 2,5 til 3 lítra.Ágúst
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.10.2009 at 15:18 #663456
Mig minnir að 2.4 toyota diesel sé um 250 kg. með kasthjóli eitthvað sem er langt síðan var vigtað í sveitinni.
Og svo var ég einhver staðar að skoða á netinu fyrir stuttu að 3.0 trooper vélin væri rúm 300 kg.
Svona til saman burðar er 350 chevy ca.240 kg.
24.10.2009 at 00:27 #663458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nýlega búinn að vikta 3 vélar. Ein var 4.6 lítra Range Rover V8 álvél með öllu nema kælivatni, semsagt startara alternator og kúplingu. Hún viktaði 210 kíló ca. Og þar sem ég er að skifta V8 vélinni út fyrir 4D56t sem er 2.5 TDI úr MMC L200 1998 þá viktaði ég hana líka, hún var með öllu nema startara og intercooler og hún var 206 kíló. Og svona í leiðinni viktaði ég 6.2 Gm díesel með flestu og hún var 380 kíló. Og ég hef heyrt að 300 TDi Land Rover dísel sé 250 kíló ca með flestu.
Þannig að ég gæti haldið a 2.5-3.0 lítra dísel túrbó vélar séu á bilinu 200-300 kíló.
Og Jeepcj7, ég hugsa að viktin þín sé biluð, 350 chevy er ekki léttari 2.4 L TDI toyota mótor Mig minnir að 350 sé rétt yfir 300 kílóin.
24.10.2009 at 02:12 #66346024.10.2009 at 03:06 #663462Jens, eigum við ekki bara að vigta 350 relluna mína, og fá úr þessu skorið… ?
24.10.2009 at 07:22 #663464Væri til í að fá vigt á mína vél sem er 2.5 og er í Galloper.
24.10.2009 at 14:42 #663466
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hehe jú Kristinnm komdu bara með 350 vélina og ég skal vikta hana, ég bý í dalasýslu
Og Totus, þú ert með MMC 4d56t mótor og í síðasta svari mínu stendur viktin á þessari vél. Það er sama vél í mmc pajero, L200 og Galloper
24.10.2009 at 15:46 #663468[quote="jens lindal":m7bp2kwj]Ég er nýlega búinn að vikta 3 vélar. Ein var 4.6 lítra Range Rover V8 álvél með öllu nema kælivatni, semsagt startara alternator og kúplingu. Hún viktaði 210 kíló ca. Og þar sem ég er að skifta V8 vélinni út fyrir 4D56t sem er 2.5 TDI úr MMC L200 1998 ……………[/quote:m7bp2kwj]
Hvernig reyndist Rover vélin, eru þær mjög eyðslufrekar og hefur þú reynslu af henni á fjöllum í snjó ?
kveðja
Agnar
24.10.2009 at 18:47 #663470Veit einhver hvað 4 lítra turbo dísel úr toyotu crusier 60 er þung ? Þessi vél er ekki í skjalinu sem er likur á hér að ofan.
24.10.2009 at 18:53 #663472Biluð vigt er það málið ég veit ekki en 350 er reyndar gefin upp á netinu 575 pund sem er um 260 kg og spurning hvort eru allir aukahlutir á henni þá en þar er allt úr járni (potti) svo eru til á þær álmillihedd og einnig álhedd (jafnvel orginal) og þá er 350 orðin töluvert léttari en 2.4 toyota diesel sem er alltaf bara járn og ekkert afl.
Ubbs nú gætu orðið læti.
24.10.2009 at 19:37 #663474Tja er ekki vigtin minni og meðfærilegri, rennir þú ekki bara með hana í bæinn hehe
24.10.2009 at 21:18 #663476
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir Jeepcj7 og Kristinnm, ég er enginn snillingur í þyngdum á vélum og ættla ekki að fara búa til hér þrætu eða deilumál, en MÉR fynnst bara að V8 350 chevy með öllu nema rafmagni og bensíni hljóti að vera að minnsta kosti 40% þyngri en hálf átta japönsk díselvél sem er með álheddi, en ég get vel verið að rugla. 6.2 vélin sem ég viktaði átti að fara í Range Rover hjá manni sem ég þekki, hann hafði aflað sér upplýsinga varðandi þyngd á 6.2 og átti sú vigt að vera 280-290 kíló en vélin reyndist 380 kíló þegar hún hékk í vigtinni hjá okkur, og það þarf varla að taka það fram að 6.2 vélin fór í brotajárnshauginn og verður beisluð fyrir heyblásara síðar
AgnarBen. Ég var með 4.6 L Range Rover mótor sem er ættaður úr P-38 í 76 árg af 2 dyra RRC, Ég veit ekki hvort hún var með spes knastás en hún var með Edelbrock Performance milliheddi og 1405 Edelbrock blöndung. Þessi vél kom á óvart hvað hún togaði mikið og var vel snörp, en hún var mjög svipuð frá 1000 sn/min og uppí 6000sn/min og svo var hægt að pína hana niður þar til maður gat talið sjálfur snúningshraðann Þetta eru engir spyrnurokkar en snilldar jeppavél að mínu áliti. Þessi vél er komin í Land Rover langann á 37" dekkjum og mér heyrist á honum að vélin sé svona 15-25L sem er mjög svipað og hjá mér, og það var nokkuð auðvelt að halda henni niðri í eyðslu ef maður nennti.
24.10.2009 at 21:52 #663478Jæja veit einhver þá hvort það sé nokkur leið að vigta þetta apparat án þess að leggja í langferð um landið og miðin?
24.10.2009 at 22:37 #663480Ég er með eina sundurrifna á gólfinu líklega verð ég bara að fara að tína draslið á vigt smátt og smátt.
21.12.2009 at 20:02 #663482Jæja. Það hefur víst gleymst að skjóta hingað inn hvað kom útúr þessu öllu saman.
Ætli það sé ekki best bara að byrja á að vitna í Hrólf
[quote:2ibkw8mb]Jæja þá var 350 sett á vigt í dag þurfti að taka aðeins í sundur til að gamla baðvogin höndlaði málið en svona er útkoman.Shortblock = 117 kg.
Potthedd 2 stk. = 44 kg.
Millihedd ál,ventlalok,undirlyftustangir =11 kg.
Pressa,diskur,kasthjól =24 kg.
Samanlagt 196 kg.
Það vantar í þetta vatnsdælu,greinar,blöndung,kerti,þræði,kveikju,alternator,stýrisdælu,startara og trissur sem gæti bætt við ca.20-30 kg eftir því hvað er notað.[/quote:2ibkw8mb]Ég vigtaði síðan restina:
Stýrisdæla, alternator, vatnsdæla og det hele fyrir kílreimar, já að sjálfsögðu líka vifta með kúplingu, startarahlunkur af gamla skólanum, kertaþræðir, kveikja, stuttar flækjur, mekanísk bensíndæla og QuadraJet eðalblöndungur: 43 kg og tekið skal fram að þetta er frekar rúmlega áætlað heldur en hitt.Þar af leiðandi er þurravigt á þessari týpísku small block Chevy um 240 kg. Enda skal haft í huga að það er ástæða fyrir því að þetta heitir SMALL BLOCK. Þar að auki eru díselvélar með TÖLUVERT hærri þjöppu og þurfa því að vera eitthvað sterkbyggðari.
Bensín er mátturinn og dýrðinn, hallelúja og amen.
21.12.2009 at 20:50 #663484[quote:2dvudfm7]Veit einhver hvað 4 lítra turbo dísel úr toyotu crusier 60 er þung ? Þessi vél er ekki í skjalinu sem er likur á hér að ofan.[/quote:2dvudfm7]
390kg (900 pund á shipping manifesti, palleta og festingar voru um 50-75 pund).
21.12.2009 at 21:18 #663486Ég get staðfest það að svona 4D56 er talsvert þyngri en ’72 módelið af Ford 302 sem er bara komin með álmillihedd, allt annað er pottur. Allavegna stendur Pajeroinn í það minsta 6-7cm hærri að framan en hann gerði.
21.12.2009 at 21:49 #663488ég viktaði Landcruiser 60 mótor (12HT) með gír og millikassa um daginn og viktin skaut vel yfir 500 kíló…
vél og kassar eru svona um 600 kgs giska ég á.. hugsa að vélin ein með öllu slefi í 450 eða þar yfir. þetta er -hrikalega- þungt rusl.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.