Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Þykir þér vænt um Langasjó? (Pólitík)
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.05.2007 at 14:14 #200299
Skv. (óáreiðanlegum að sjálfsögðu) heimildamanni sem ég heyrði frá rétt í þessu þá er allt tilbúið hjá LV fyrir breytingar á svæðinu við Langasjó þar sem hugmyndin er að nýta svæðið fyrir uppistöðu lón með tilheyrandi spjöllum.
Fyrir þá sem þekkja ekki málið að þá á t.d. að beina Skaftá í Langasjó til að auka vatnsmagnið með öllum þeim aukna aurburði sem því fylgir.
Að sögn heimildarmannsins míns vantar ekkert upp á í raun nema verulega hliðholla ríkisstjórn (helst núverandi) til þess að málið fari endanlega í gegn.
Ertu með eða á móti Langasjó?
X við I tryggir okkur þingmenn með umhverfisvernd OG hagsæld hönd í hönd inn á þing.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.05.2007 at 14:33 #590852
[url=http://www.landvernd.is/myndir/RadstefnaFrasognJan2005.pdf:30xhzhqf][b:30xhzhqf]Hér[/b:30xhzhqf][/url:30xhzhqf] eru nákvæmari upplýsingar um áhrif á Langasjó.
Hér er svo gróf lýsing á framkvæmdinni tekin af vef Almennu Verkfræðistofunnar:
————————————–
Samkvæmt frumhönnunarskýrslunni er fyrirhugað að veita vesturkvíslum Skaftár um skurð frá Skaftá við norðausturenda Fögrufjalla inn í Langasjó.Gert er ráð fyrir þremur veitustíflum milli hæðadraga á milli Fögrufjalla og Skaftárfells, ásamt öryggisyfirfalli, sem mynda lón samtengt Langasjó og kallað hefur verið Norðursjór. Yfirfall er fyrirhugað í Útfallinu, sem veitir hluta jökulhlaupa og umframvatni til baka yfir í Skaftá. Frá Langasjó er gert ráð fyrir veitugöngum og skurðum sem flytja rennsli úr Langasjó yfir á vatnasvið Lónakvíslar, en hún rennur í Tungnaá við svonefndan Botnlanga.
Tilgangur Skaftárveitu er að nýta rennsli frá Skaftá með miðlun í Langasjó til orkuframleiðslu í virkjunum í Tungnaá og Þjórsá.
Orkugeta Skaftárveitu í núverandi virkjunum í Tungnaá/Þjórsá var áætluð um 460 GWh/ári að teknu tilliti til stækkunar í Sigöldu, Búðarhálsvirkjunar og Norðlingaölduveitu. Með nýjum virkjunum í Neðri Þjórsá, aflaukningu í Búrfelli og Bjallavirkjun í Tungnaá gæti orkugetan aukist í um 740-750 GWh/ári, en það er t.d. nokkuð sambærilegt við orkuvinnslu Sultartangavirkjunar.
Orkuverð frá Skaftárveitu samkvæmt frumhönnunarskýrslunni er mjög lágt og Skaftárveita því með hagkvæmustu virkjanakostum á landinu (hagkvæmnitala reiknast á bilinu 0,36-0,22).
———————————————
Áhrif á vatnsyfirborð Langasjó verður 17 metrar hækkun/lækkun eftir árstíðum.
kv
Agnar
11.05.2007 at 15:24 #590854Þá má ekki gleyma að framkvæmdum í kringum Langasjó hlítur að fylgja umtalsverð vegagerð og "vegabætur" á svæðinu öllu.
kv
Rúnar.
11.05.2007 at 15:48 #590856Kjósa sjálfstæðisflokkinn eða framsókn til að tryggja góða vegi um hálendið
Kv, Óli
11.05.2007 at 16:35 #590858Kemur ekki ályktun um stuðning við þetta (og aðrar framkvæmdir LV) frá Suðurlandsdeild innan stundar?
11.05.2007 at 18:17 #590860Ég ætla að vona að þeir jeppamenn sem eru að byðja um vegi um allt hálendið séu bara að grínast. Ef ekki þá bendi ég þeim á að halda sig innanbæjar á malbikinu.
Þetta hálendi okkar verður ekki mjög spennandi þegar upphækkaðir vegir verða komnir út um allt.
Það er náttúrulega bara glapræði ef þeir ætla að fara að fikta í Langasjó.Kv,
HG
11.05.2007 at 19:50 #590862LV Landsvirkjun
Er auðvita með nánast tilbúna virkjunar möguleika út um allt, eðlilegt að þeir vinni vinnuna sína. Hinsvegar er ég samála Halla Gulla í því að þessi hugmynd væri glapræði fyrir þá sem að því stæðu. Og er til fjöldinn allur af virkjunarmöguleikum sem nytu meiri vinsælda almenning. Svo ég lít á þetta sem kosningar brellu vinstrimanna.
Kjósum X-B
11.05.2007 at 19:54 #590864Það er hætt við því að einhverjir okkar gerist hryðjuverkamenn ef að þessi áform um að veita skaftá í langasjó verða að veruleika… aumingja verktakinn sem tekur þetta að sér…
11.05.2007 at 20:57 #590866Hvað með þessa drullupolla upp um allar sveitir??? Er ekki í góðu lagi að nýta þá ef ekki er drepinn fiskurinn og sjón mengun verður o,1% ????? En mitt áhyggjuefni er það að þessir fanntar upphækki alla vegi á hálendinu og setji svo tjöru ofaná allt saman!!!! Þá verð ég hnugginn!!
Ég segi setjum bara tvö skilyrði !!! " Engir alvöru vegir á staðina" og engar sjón truflanir, þá verða flestir sáttir.
kv:Kalli umhverfissinni
12.05.2007 at 00:11 #590868þú ert nú eitthvað ruglaður ef þú heldur að sjónmengun í langasjó verði 0,1% við það að veita skaftánni í hann… þetta er ekki neitt betra en að byggja upphækkaða vegi inná hálendi, ef að torfærur eru það eina sem þú sækir í uppá hálendi finndu þér þá einhverjar gryfjur til að leika þér í í staðinn. Við hinir viljum flestir fallegt útsýni í leiðinni…
12.05.2007 at 00:17 #590870Nei nei Setjum "bara" þessi tvö skilyrði þá verða allir sáttir .!!!! ég lofa.
kv:Kalli kaldi
12.05.2007 at 04:02 #590872Það er gott að við séum sammála um þetta Ofsi. En ég fæ samt ekki skilið, nema þú sér að grínast, með það að kjósa Framsókn. Ég er pólitískt viðrini en hef einu sinni kosið Framsókn og hef það eitt til afsökunar að hafa verið ungur og fáfróður þá. En eftir því sem ég hef þroskast og dafnað þá hef ég sótt minna í það að gera þessu sömu mistök. þ.e.a.s. að kjósa framsókn. Ég er alinn upp við það, eins og svo margir, að þeir sem kjósi ekki Íhaldið séu asnar og fávitar. En ég er það sjálfstæður að þetta er sennilega eini flokkurinn sem ég hef aldrei kosið. Nú fara sennilega flestir að hugsa…..hann er vinstri sinnaður. Kannski er ég bara það….en samt loka ég ekkert fyrir það að ég eigi eftir að kjósa Framsókn eða Íhaldið einhverntíman seinna. Ég mun gera það þegar þetta lið nær þokkalegum þroska. Eins og staðan er í dag þá er efnishyggjan og hentistefnan hjá þessum tveimur flokkum aðeins of mikil fyrir minn smekk. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa á þessum tíma dags er að ég tónlistarmaður líka og var að spila í samkomuhúsi inn í Svarfvaðardal. Þar sá ég ansi skondna sjón. þarna mætir á staðinn Framsóknarmaðurinn ungi, sem er í öðru sæti í Norðaustur kjördæmi og labbar á milli fólks eins og bjáni að reyna að ná athygli fólksins á staðnum. Ég verð að segja að ég vorkenndi aumingja manninum að leggjast svona lágt. Hann minnti mig á korter í þrjú mann að reyna að ná sér í kerlingu. En svona eru sumir pólítíkusar tilbúnir að leggjast lágt.
kv,
HG
12.05.2007 at 08:38 #590874Ég er nokkuð sannfærður um það að framsókn meinar þjóðarsátt. Í virkjunarmálum.
Ég held að flest allir stjórnmálamenn vita það að það er komið að leiðarlokum í virkjunarmálaum á miðhálendinu. Virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði, Skjálfandafljóti, Torfajökulssvæðinu eða Norðlingaölduveita og Kerlingarfjöllum, þeir stjórnmálamenn sem færu út í slíkt væru mjög líklega að gera sín síðustu afglöp sem stjórnmálamenn.
Sama hel ég að sé upp í teningnum vegna Langasjáfar. Hins vegar skil ég alveg áhuga LV á Langasjó. Með því að færa Skaftá yfir í Langasjó aftur ( menn verða að muna það að þangað rann hún áður ) þá fær LV orkuna úr Skaftá margfalda. Þeir eiga semsé möguleika á því að auka vatnsmagn í gegnum Vatnsfell, Hrauneyjarfoss, Sultartanga, Búrfell og hugsanlega ókomnar virkjanir í neðanverðri Þjórsá. Þetta er auðvita frábær kostur í huga virkjunarsinna. En í mínum huga er þetta glapræði og Fjallabakssvæðið og áfram inn að jökli að meðtöldu Veiðivatnasvæðinu er heilagt í mínum huga. Og mun ég mótmæla öllum áformum um það hverjir svo sem vilja standa að því.
Að vera framsóknarmaður í dag, það er auðvita ekki auðvelt. Á þá dynja ásakanir um spillingu. En einhverjir hafa párað minnispunktana sína illa og alveg gleymt stórabróður sem kallar sig til hægri. Þar hefur spillingarsukkið verið mest. Vinstri vængurinn hefur bara ekki haft tækifæri á þessu en byrjar sennilega snarlega á því eftir kosningar ef þeir fá til þess brautargengi. Ég kýs auðvita þann flokk sem mér finns ég eig mest sameiginlegt með og að þessu sinni er það framsókn, auðvita getur enginn einn flokkur verið þannig að þú sér sammála öllum hans stefnumálum. Einnig hefur framsókn tekið duglega á okkar málum þegar við höfum til ráðherra þeirra leitað. En á okkar vettvangi hafa sjálfstæðismenn verið okkur slæmir, og verður mér þá helst hugsað til Sturlu Böðvarssonar. Þegar hann renndir nýjum fjarskiptalögum í gegn á leifturhraða án þess að Landsbjörg eða 4×4 fengju nokkurn andmælarétt eða tækifæri á því að kommenta gjörninginn. En aðeins aftur að virkjunarmálum. Þá tel ég það glapræði að setja algjört stopp við frekari virkjunum t,d má vel halda áfram á Þeistareykjum og á Reykjarnesi og ég var fjandi ánægður með virkjanir í neðanverðri Þjórsá. En vinstri vængurinn hamrar á því að það þurfir að stoppa í fimm ár ( af hverju ekki 3 eða 6 ár ? ) Þarna er bara slegið fram einhverjum árafjölda út í loftið, til þess að slá ryki í augu fólks. Það er þegar búið að vinna svo mikla undirbúningsvinnu í þessum málaflokki að flestar hagkvæmniathuganir og stærðir eru að verða þekktar. Og held ég að þar komi mönnum orðið lítið á óvart.
Ég verða aðeins að minnast á vinstri vænginn í þessum Langasjáfarpistil. Samfylkingin reynir að skapa sér þá ímynd að flokkurinn holdgerfingur góðmenskunnar. Gott og vel það er líka það eina sem ég get hafa fest hönd á. En ég hef aldrei getað fengin neina heildarmynd á þau, finnst þetta vera sundurleitan hóp sem mun tvístrast í allar áttir. Þegar kemur til alvörunnar. Og þegar Ingibjörg Sólrún reyndir að skreyta sig með Monu Salin hérna um daginn varð mér hálf flökurt. Mona er stjórnmálamaður með karakter sem ég ber mikla virðingu fyrir, og hún hefur axlað ábyrgð sem enginn íslenskur stjórnmálamaður hefur gert eða á eftir að gera. Milli Sólrúnar og Ingibjargar er ljósár af vitsmunum og kjörþokka. Eitt getur maður verið viss um með Samfylkinguna að hún stefnir hraðbyr til evrópu og hef ég alltaf litið á það sem landráð. Að færa Brussel yfirráð yfir ísland er ekkert nema landráð. EBistar stefna leynt og ljóst í þá átt að gera evrópu að stórríki með einn her ( sem þegar er löngu kominn á koppinn ) einn gjaldmiðil og eina stjórnarskár. Ingibjörg heldur því statt og stöðugt fram að við þurfum að hafa áhrif innan EB og til þess sé besta leiðinn að vera með. En ég spyr hver er vægi 300 þúsund mann innan 500 miljónmanna bandalags. En það verður vafalaust lokatalan í stórríkinu.
Þar kafnar rödd okkar í fjöldanum og verður minnir en vægi minnsta hrepps á íslandi í landsmálunum. Þessu hafa einmitt sænskir þingmenn kvartað yfir og sumir þeirra haf t,d sagt til hvers eru við með þing í svíþjóð, þegar allar ákvarðanir eru teknar í Brussel.
Vinstri grænir. Það var áhugavert að lesa DV, þetta fría sem við fengum gefins frá andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Það var fjalla um ríkisstjórnarmöguleika og voru 6 möguleikar nefndir. Miðað við skoðunarkannanir að undanförnu. Þar voru vinstri grænir inni í 3 tilfellum og í þeim öllum fengu þeir umhverfisráðuneytið. Og í tveim tilfellum var Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra. Þetta er einmitt eitthvað sem ég er marg búinn að vara við áður á spjallinu. Í mínum huga er það versta sem getur komið fyrir jeppamenn að v- græningi fá þetta ráðuneyti. Það táknar bar eitt, órökstudd og öfgafull boð og bönn. Í allar áttir.
Munið svo bara á eftir hverjir hafa verðið bandamenn okkar undanfarinn ár.
12.05.2007 at 11:01 #590876Ofsi áður en þú ferð og kýst framsóknarflokkinn þá ættir þú að lesa stefnuskránna, þar stendur bara alveg skýrt að aðild að eb er hluti af stefnu flokksins [url=http://www.framsokn.is/framsokn/upload/files/framsokn/skyrslur/evropuskyrsla.pdf][b:25au6gbo]
Tekið af vef framsóknar[/b:25au6gbo][/url]þarna stendur meðal annars þetta
WWWWWWWWWWWWW
FORMÁLI
Á flokksþingi Framsóknarflokksins haldið 25.-27. febrúar 2005 var í ályktun um utanríkismál samþykkt að Framsóknarflokkurinn skuli á sínum vettvangi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Og að niðurstöðu þeirrar vinnu skuli bera undir næsta flokksþing – til kynningar.
SAMNINGSMARKMIÐ
. Ísland taki fullan þátt í sameiginlegri utanríkis- og öryggismálastefnu ESB en að tillit verði
tekið til annarra stoða í öryggis- og varnarmálum Íslendinga.
WWWWWWWWWWWWWWW
12.05.2007 at 11:26 #590878gummij
Þú hefur gjörsamlega verið með slökt á lesskilningum þegar þú last þetta.Framsóknarflokkurinn vill kanna hvernig og hvort aðild að EB yrði Íslandi til góða, það segir ekkert um hvað skal gera þegar niðurstaða þeirra kannanna lyggur fyrir. Margir Framsóknarmenn segja að Ísland muni aldrei fá þær undanþágur sem við viljum í landbúnaði og sjáfarútvegi og því komi aðild aldrei til greina.
Svo var ég að pæla, munu Vinstri-grænir ekki banna allan utanvegaakstur í nafni umhverfisverndar?
Samfylkingin ætlar að laga allt sem þeim finnst aflaga í velferðarmálum, en hvaðan koma peningarnir? Smá kropp hér og þar? Aðeins að bæta við bifreiðagjöldin og olíugjöldin?
Ég lofa mér að fullyrða að engin flokkur er eins jeppamennskuvænn og Framsókn, en það er náttúrulega mín skoðun
12.05.2007 at 11:54 #590880Nei Nei. ég var ekki með slökkt á lesskilningnum Það sem stendur þarna er bara það að framsókn vill í EB ef “ viðunandi “ samningar nást.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.