Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þurrkublöð
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður T. Valgeirsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.03.2007 at 22:12 #199989
Heil og sæl.
Hvernig þurrkublöð hafa verið að reynast best í óveðri í fjallaferðum?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.03.2007 at 23:48 #585888
Ég var einu sinni með vetrarblöð á jeppa sem ég átti, þau voru með gúmmíhlíf yfir blaðfjöðrunum svo að sjaldan þurfti að berja úr þeim. Gaman væri að vita hvort að einhver seldi þau ennþá.
kv. Trausti
24.03.2007 at 00:05 #585890Ég er með svona gúmmíklædd snjóblöð frá Bosch. Ég keypti þau hjá Ormsson fyrir nokkrum árum og þau hafa enst ótrúlega vel.
Ég veit hins vegar ekki hvort Bílanaust er með slík blöð eftir að þeir tóku við Bosch vörunum.Kv. Sigurbjörn.
24.03.2007 at 02:44 #585892fékk gúmmíklædd þurrkubl í Bílanaust í janúar, en það var eitthvað farið að grinka á lagernum hjá þeim sagði versl.stj. Bara að renna á þá og ath.
kv.svabbi
24.03.2007 at 02:54 #585894Sælir félagar..
Sama hversu góð þurrkublöðin eru þá fyllist þetta alltaf og frís á þessu ef frostið er almennilegt.
Faðir minn kenndi mér besta trikkið ef að blæs mikið og fjúk er allstaðar og rúðuþurrkurnar gera ekkert annað en að dreifa bleytu og snjó um rúðuna.
Semsagt skyggni lítið sem ekkert.
Takið hitablásturinn af framrúðunni, og setjið á milli hita á gólfið, svona til að hafa smá yl í bílnum. ÞEtta gerir það að verkum að Framrúðan kólnar niður í sama hitastig og er úti og þarmeð hættir snjórinn að festast á rúðunni. Og þarmeð… líkt og þið væntanlega giskið á núna eru rúðuþurrkurnar óþarfar.
Semsagt láta framrúðuna frjósa og vandamálið leyst. ÞEtta á við þegar veðrið er brjálað og mikið fjúk er sem virðist límast á framrúðunni.
kv
Gunnar
fróðleiksmoli í boði föður míns.
24.03.2007 at 02:59 #585896Rain x þá breytir litlu hvaða blöð eru á rúðunni eða það fynnst mér.
kv:Kalli semþykistvitallanskollannendaívoginnips: þarf að prófa trikkið sem síðasti ræðumaður gaf!!!! en kemur ekki bara móða ????
24.03.2007 at 07:29 #585898Sæll Svenni.
Bílanaust er með tvær tegundir af vetrarblöðum, "hefðbundin" blöð með gúmmíhlíf og svo blöð með einum mjúkum stálvír sem að leggst vel að rúðunni, þau eru nettari og kosta minna og eru betri að sögn manna þar á bæ.
Svo er eitt trikkið að taka gúmmílistann aftaná húddinu af, setja skinnur undir lamirnar og lifta húddinu aðeins upp að aftan og fá heitan blástur úr hesthúsinu á rúðuna, það kemur líka í veg fyrir að það myndist hitapollur aftast í hesthúsinu og allt kælir sig betur. Virkar kanski ekki vel á rúðuna í sterkum hliðarvindi.
Kv. Halli.
ps. það má ekki vera illa mokað hesthúsið, smit og óþefur, þá getur lykt komið inn í bíl með miðstöðinni.
24.03.2007 at 16:14 #585900Nei kalli engin móða kemur, maður stillir blásturinn annað hvort beint fram eða niður á gólf og milli hita.. ekki hitan á fullt og fullan blástur og það kemur í veg fyrir að móða myndist. semsagt með því að endurnýja loftið.
Ein forsendan þó fyrir að þetta virki er að það sé ekki alltof hlýtt inn í bílnum, það hefur hins vegar aldrei háð mér þar sem maður er oftast í öllum græjum þegar svona veður er á fjöllum.
En þetta er besta lausnin við að halda framrúðunni hreinni í óveðri.
ps. þegar maður er að fara úr snjóaðri rúðu sem sést ekkert úr í það að frysta hana, þá tekur það sirka 3 – 5 mín og tíminn þar á milli getur verið smá leiðinlegur, en brjóta þarf oftast klaka af rúðunni sem frýs.
En eftir þetta þá eru rúðuþurrkurnar óþarfi og t.d. fyrir 3 vikum þegar ég fór á miðjuna lenti ég í þúfi, byrjaði með hitann í botn á rúðuna og rúðuþurrkurnar fylltust á 4 mín fresti… stoppa út að hreinsa…. en síðan gerði ég trykkið og notaði ekki rúðuþurrkurnar sem eftir var ferðar og 100% skyggni.
kv
Gunnar
24.03.2007 at 18:23 #585902Þetta svínvirkar. Hef notað þetta trix síðustu 10 árin eða svo
Leiðilegast er að svissa á milli, þá frýs allt sem frosið getur og ferðafélagarnir hverfa sjónum (í fleiri en einum skilningi). Þarf að vera ágætis frost úti til að þetta virki vel.Með hitann inni í bílnum þá flokkast þetta undir kost. Minni hiti í bílnum þýðir nefnilega:
Minni lýkur á bílveiki.
Minni hitasveifla við að hoppa inn og út, minna svona klæða sig í, klæða sig úr vesen, eða minni sviti.
Meira öryggi ef þú lendir í að tjóna sjálfan þig og bílinn, því þú og þínir eru betur klæddir.Þar fyrir utan þá eru snjóþurkublöðin mikill kostur. Mín reynsla af þeim er að þau frjósa sjaldnar og þar fyrir utan þá einfaldlega þurka þau bara betur.
kv
R.
24.03.2007 at 19:56 #585904Þeir fyrir westan brúka sumir hituð þurrkublöð. T.d. everblades.com. Wafalaust er þetta hið mesta thing thwí þótt gott geti werið að skrúfa niður hitann í bílnum er rúðan aldrei alweg snjólaus, og þaðan af síður móðulaus, ef eitthwað hreyfir wind, fyrir þwí hef ég áratuga reynslu, mann fram af manni allt frá ´46 willys um Gaz 69 ´57, fólkswagni af ýmsum sortum og til þessa dags. Kannski wæri bara skynsamlegt að prófa, þetta er ekki svo ókristilega dýrt.
24.03.2007 at 20:01 #585906Tek nú undir með þetta að vera ekki að hita rúðuna óþarflega mikið þegar veðrið er slæmt. Hérna í den tid (ég orðinn svo andskoti gamall!) voru margir bílar nánast miðstöðvalausir miðað við það sem algengast er í dag. Willy’s jepparnir fyrstu voru t.d. ekki nándar nærri allir með mistöð og þótt eitthvað slíkt hefði verið mixað í, þá blésu þær í fæstum tilfellum neitt upp á rúðu. Fyrsti jeppinn sem ég var á eitthvað að ráði var einmitt Willy’s CJ2A árg 1946 eða 1947 og þar varð maður nánast aldrei var við þetta vandamál, enda enginn hiti á rúðunni. Merc. Benz vörubílarnir sem framleiddir voru á sjötta áratugnum og fram eftir þeim sjöunda voru með afspyrnu lélegar miðstöðvar, t.d. 322 og 327 typurnar (síðar 1113 og 1413) og þar var best að láta miðstöðvarnar blása sem mest niður og var mönnum þó yfirleitt alltaf kalt á löppunum í þessum typum í vondum veðrum að vetri til, miðstöðvarnar voru svo andskoti lélegar. En þá var klakasöfnunin ekkert til að tala um á rúðunni. En hvað um það, gúmmíklæddu þurrkublöðin eru alltaf betri en þessi venjulegu að vetri til, finnst mér allavega. Annars er annað, sem manni finnst bölvað við suma nýju bílana, en það er þegar þurrkurnar ganga ofan í eitthvert "hólf" aftan við vélarlokið að manni skilst til að þær fari úr augsýn og myndi ekki "drag". Þetta rými fyllist af snjó, bæði þegar bílarnir standa og svo þegar þeir eru á ferð í skafrenningi og hríðarveðri. Svo ýta þurrkurnar blautu slabbinu af heitri framrúðu þarna niður og allt fer í klaka og óþverra. Hefur einhver fundið gott ráð við þessu, t.d. að fá þurrkurnar til að "parkera" ofar og fara ekki þarna niður?
24.03.2007 at 21:11 #585908Sælir þurrkubræður,
Á svona græjum eins og Patrol þar sem maður nær jafnvel að halda fullum ferðahraða þótt á móti blási fannst mér alveg vonlaust að nota gúmmíklædd blöð, því þau lyftust bara frá. Mér líkar hins vegar betur við svona þurrkureimar sem ég fékk í Stillingu, -þær lyftast ekki frá í roki eða á ofsahraða, það frýs minna á þeim en þessum hefðbundnu. Hins vegar þarf að passa að taka ekki sveigjuna úr reimunum ( þetta lítur jú út eins og lakkrísreimar eða lakkrísrör, bara verra á bragðið!).
Hitt er náttúrulega algjör snilld að ferðast bara í frystikistu, þetta hlýtur að hlýja hverjum Landrover eiganda um hjartaræturnar, (ekki veitir nú af).
Með kuldalegum kveðjum,
IngiPs. það bara mökksnjóar á Gullfosshálendinu, og hellingskrapi undir niðri. Nú er lag fyrir þá sem vilja festa sig ærlega…
25.03.2007 at 17:13 #585910Fúslega viðurkennt hér með að hafa ekki séð þessi blöð sem Þorvarður Ingi kallar svo skemmtilega "lakkrísblöð". Þetta verður maður bara að prófa!
25.03.2007 at 17:41 #585912[img:19sjagas]http://farm1.static.flickr.com/165/407808347_8258721c49_o.jpg[/img:19sjagas]
Smá "Heating Pills" og aldrei neitt þurrkuvesen ;oÞ
Svo eru auðvitað Land Rover eigendur upp til hópa með eindæmum heilsuhraustir og roða í kinnum…miðstöð hvað….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.