Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þungaskattur
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2005 at 16:52 #195516
Verður þungaskatturinn ekki örugglega lagður af í sumar?
-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2005 at 16:59 #517166
Vonandi ekki höfum bara gamla kerfið áfram miklu betra
16.02.2005 at 17:09 #517168Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég keypti bílinn minn fyrir rétt rúmu ári síðan og þá stóð til að nýja kerfið tæki við um síðustu áramót (04/05). Bíllinn var á fastagjaldinu og þó svo ég sæi ekki fram á að keyra nógu mikið fannst mér ekki taka því að fá mér mæli. En svo var þessu frestað um hálft ár… þ.a. kannski hefði borgað sig fyrir mig að fá mér mæli, hef þó ekki reiknað það út.
Betra og ekki betra? Sitt sýnist hverjum um það.
-haffi
16.02.2005 at 18:18 #517170Góðann Daginn
Þungaskatturinn leggst af í sumar n.t. 1.júlí og leggst þá 45 kr. ofaná díselgjaldið sem verður þá.
Þannig að það ætti að vera í kringum 90 kallinn..Magni
16.02.2005 at 18:40 #517172sælir
Ég myndi nú ekki vera alveg svona bjartsýnn á 90 kallinn. Miðað við forsendurnar frá því í haust þá verður þetta meira svona 100 kr/l því ofan á olíugjaldið bætist vsk !!!
kv
AB
16.02.2005 at 19:46 #517174Annað sem menn virðast ekki velta fyrir sér er að kostnaður olíufélaganna eykst töluvert við þessa breytingu, s.s. að í dag geta olíufélögin sent einn bíl t.d. niðrá Hringbraut þar sem framkvæmdirnar eru og úr þessum bíl er hægt að fylla á bæði gröfur og bíla, en eftir breytingu verður að senda tvo bíla, annan með litaða olíu fyrir gröfur og tæki,hinn með venjulega olíu fyrir vörubíla og trailera.
Sama á við um bensínstöðvar ef þeir ætla að bjóða uppá litaða olíu þar. Ég verð að viðurkenna að mér finnst mjög hæpið að olíufélögin taki þennan kostnaðarauka á sig,þannig að þetta hlýtur að skila sér í aukinni álagningu frá þeim á olíuna.
Mér kæmi ekki á óvart þó að olían kostaði svipað eða meira en bensínið eftir breytingu. Vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.Kv Hjalti
16.02.2005 at 20:06 #517176er þessi breyting ekki bara fyrir bíla undir 10tonnum held það þannig að vörubílar verða áfram á mæli??????????
16.02.2005 at 20:10 #517178Eins og ég skil dæmið þá verða vörubílar á sömu olíu og aðrir bílar en þegar þeir fara yfir 10 tonn borga þeir líka eitthvað kílómetragjald.
Kv Hjalti
16.02.2005 at 20:42 #517180Ef menn skoða áður skrifaða pósta um þetta efni, þá sést að þessi breyting á gjaldfærslu á Díselolíu er gerð fyrir bíla sem eru undir ca. 1.500kg.
kv. vals.
16.02.2005 at 21:21 #517182Ég renndi bara lauslega yfir [url=http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/130b/2004087.html&leito=ol%EDugjaldol%EDugjaldaol%EDugjaldannaol%EDugjaldiol%EDugjaldinuol%EDugjaldi%F0ol%EDugjaldsol%EDugjaldsinsol%EDugj%F6ldol%EDugj%F6ldinol%EDugj%F6ldumol%EDugj%F6ldunum#word1]þetta[/url] en sé hvergi talað um nein 1500kg.
-haffi
16.02.2005 at 22:11 #517184Þetta olíugjald er alveg glæsilegt eða þannig. Ef við segjum að líterinn kosti 50kr og á hann kemur þungaskattur 45kr pr-líter, plús kostanður sem olíufélög verða fyrir útaf þessu litunarkjaftæði, en maður hefur heyrt að það verði 2kr pr-liter. Þá erum við með 47 króna hækkun, plús VSK sem er 24,5% (11.515kr) og þá er gjaldið komið í 58,5kr, þannig að líter kostar þá 108,5kr. Það besta er þessi VSK sem er lagður á þungaskattinn, en ég hélt að það væri bannað að leggja skatt á skatt, en þessir höfðingjar sem eru að setja þessi ósköp á okkur fara létt með það, breyta nafninu á þungaskattinum í olíugjald og skella svo VSK á olíugjaldi. Þetta er stór kostnaðraukning á alla landflutninga og þeim kostnaði verður að sjálfsögðu velt á okkur neitendur, hvað annað. Svo þar fyrir utan verða bílar sem eru yfir 10 tonn áfram á mæli svo það er komið tvöfalt kerfi á þungaskattinum. Þessi breyting átti að vera svo góð fyrir alla, fólk fer nú varla að kaupa disel bíla, sem eru miklu dýrari og þar að auki verður olían trúlega nokkuð dýrari en benzín. Þetta er bara ein skattahækkunin í viðbót á bíleigendur og manni er nóg boðið af þessu rugli.
Hlynur
16.02.2005 at 22:14 #517186Get ekki verið meira sammála þér Hlynur.
Bjarki
16.02.2005 at 23:44 #517188Reiknimeistarar ríkisvaldsins töldu sig hafa reiknað út að heildartekjurnar yrðu þær sömu eftir breytingu og fyrir. Upphaflega átti reyndar olíugjaldið að vera lægra og þungaskatturinn að flutningabílana að vera hærra (þeir slíta víst vegakerfinu margfalt á við léttari bíla). Vegna mótmæla ýmissa sem sá fyrir hærra vöruverð á landsbyggðinni var olíugjaldið hækkaði í núverandi 45 kr. og þungaskatturinn lækkaður.
kv.
Þorsteinn Þ.
16.02.2005 at 23:50 #517190OK! ég skal reyna að útskýra þetta betur.
Sjá póst
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4502
Ef menn lesa sig í gegnum hann þá sjá menn að samkvæmt þeim forsendum sem þar er að finna eru bíleigendur bíla sem eyða minna en 12L/100km. að græða á þessari breytingu. Þeir sem eiga bíla sem eyða meira 13L/100km. eru að tapa, því meiri eyðsla því meira tap. Þeir bílar sem eyða minna en 12L/100km. liggja á þyngdarskalanum undir 2.000 kg. Allt eftir tegund, gerð, árgerð ofl. þess vegna var ég svolítið grófur að slá fram 1.500 kg. Það er svolítið erfitt að ráða í eyðslutölur sem bíleigendur gefa upp því að þeirra bílar eru alltaf bestir og eyða minnst. Það er svolítið langsótt að bíll sem vegur 2.200 kg. eyði bara 10L/100km. svo ég tali ekki um ef hann er á 38?.
En það er annað sem ég hef áhuga á að ræða, það er að í desember síðastliðnum var sett eitthvert efni í díselolíuna (eða tekið úr) til að minnka mengun. Þetta kom fram í viðtali við innflytjanda á olíu. Á sama tíma jókst eyðslan hjá mér, ég skrifa alltaf niður eyðsluna. Í borgarakstri hefur bíllinn verið að eyða um 16,3L/100km. en á sama tíma og áður nefnt viðtal fór fram jókst eyðslan upp í 18,5L/100km. og hefur verið svoleiðis síðustu fimm tanka. Það væri gaman að vita hvort aðrir hafi sömu reynslu og ég í þessu.
kv. vals.
17.02.2005 at 08:27 #517192Heyrði þetta viðtal ekki var verið að taka nein efni úr olíunni heldur lækkuðu þeir ekki verð á sama tíma og bensínið, vegna þess að þeir hafa verið að kaupa inn olíu sem er meira hreinsuð til að uppfylla einhver EB skilyrði og vildu meina að þeir væru búnir að taka á sig minni álagningu í einhvern tíma.
Eyðslan ætti ekki að aukast við þetta
kv
SIGGI
17.02.2005 at 08:44 #517194Lítið á björtu hliðarnar….
Núna hefur maður enga afsökun til að fá sér ekki 350 chevy í húddið þegar 2.4 ofurmótorinn hrynur
Verst að maður hættir að tíma því að fara á fjöll, bensín eða díesel.
Kv
Rúnar.
17.02.2005 at 10:57 #517196Alveg rétt hjá þér siggi, þetta var eitthvað EB dæmi sem ég var ekki með alveg á hreinu hvað var, en það sem mér þótti skrítið er að eyðslan hjá mér hefur verið nokkuð stöðug síðustu 95.000 km. en hoppar upp um rúmlega tvo lítra á sama tíma og þessar breytingar verða. Ég var bara að spyrja hvort aðrir hefðu sömu reynsla til að athuga hvort samband sé þarna á milli. Ég er bara eitt spurningarmerki þar sem ekkert hefur breyst í bílnum, alltaf sama viðhaldið, alltaf nýjar sýjur, olíuskipti regluleg o.s.f.
kv. vals.
17.02.2005 at 11:55 #517198Já stjórnmála- og embættismenn virðast bara kunna að auka álögur, ef á heildina er litið.
Það er eins og það sé krani á veskinu hjá manni og þeir kunna bara að skrúfa frá.
Þeir lækka kannski tekjuskattinn til að uppfylla einhver kosningaloforð, en bæta upp tekjutapið (og rúmlega það) með öðrum hætti (t.d. með því að hækka álögur á áfengi).
Í olíugjaldsmálinu hélt ég í upphafi að nú ætti virkilega að laga ákveðið ranglæti sem mér fannst vera í fastagjald vs. mælakerfinu. En það virðist hafa verið barnaleg bjartsýni af minni hálfu. Jújú, nú koma allir til með að borga í samræmi við akstur, en bara allt of hátt verð (ef þetta endar í 100+kr á líter).
Verður maður ekki bara að nota trixið sem ég heyrði að eigandi bensín knúins Willis hafi notað til að minnka eyðsluna?
þ.e. að minnka tankinn
-haffi
ps. Vals: gætu spíssarnir verið orðnir skítugir? Það eru til einhver bætiefni sem eiga að vinna á því, hef hins vegar ekki hugmynd hvort þau virka.
17.02.2005 at 12:40 #517200Þær upplýsingar sem ég fæ um þetta ,,olíugjald" er það að ráðamenn segja að olían fari ekki upp fyrir 89 kr per lítra. Svo er það annað það mun engum detta til hugar að mótmæla þessu, allir sitja í sínu horni og bölva en engin gerir neitt, Spaugstofan gerði einmitt grín að þessu að það væri nánast engin tengsl á milli nauldurkirtils og minnis. Hvernig væri nú að reyna að gera eitthvað í þessum málum í stað þess að bölva útí horni, láta reyna á samstöðu í þjóðfélaginu.( sem er kannski engin) ég veit það ekki.
Kv
Snorri FreyrP.s ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri en þið hinir, en á endanum lætur maður valta yfir sig og segir ,, Ég get hvorsum ekkert gert til að breyta þessu "
17.02.2005 at 13:00 #517202Er ekki frá því að eyðslan hafi aukist hjá mér en tel það vera færðinni að kenna bíllinn altaf í lokunum og oft í framdrifinu, virðist eyða heldur meira þannig getur ekki verið að eitthvað svipað sé hjá þér Vals?
Sem betur fer hefur verið þannig færð MEIRI SNJÓ
kv
SIGGI
17.02.2005 at 19:48 #517204Sjáið þið ekki plottið ?
Fyrst hækkar hann Haarde olíuna í rúmar 100 krónur því að 45 kallinn er fyrir utan vsk. Svo sjá allir að það er náttúrulega ófært að hafa grútinn dýrari en bensínið og því verður reddað snarlega með hækkun á bensínskatti.
Allt í spaugstofustíl, en ég verð ekkert mikið hissa þótt þetta gangi eftir.
Wolf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.