FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Þú ert rekinn!!!

by Baldvin

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Þú ert rekinn!!!

This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Logi Már Einarsson Logi Már Einarsson 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.10.2007 at 10:18 #201059
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant

    Já, því miður verð ég að tilkynna þér að upp á mitt einsdæmi, án alls stuðnings frá 4×4 og án nokkurs samráðs við stjórn klúbbsins, að þú ert rekinn!!!
    .
    Eina undantekningin frá þessu er að ef þú lesandi góður varst á fjöllum í gær. Allir þeir sem sátu heima við og horfðu bara til fjalla, já þið eruð allir/allar reknir/reknar.
    .
    Dagurinn í gær var án nokkurs vafa væntanlega einn albesti dagur sem að við fáum á fjöllum í gær.
    .
    Gaman að sjá hvað var ágæt traffík af jeppum í t.d. Kaldadalnum í gær og upp á Langjökul vestan megin.
    .
    Bjartsýnisverðlaunin hljóta án vafa samt snjóbrettadrengirnir sem að ég stoppaði á leiðinni og bað um að snúa við áður en þeir illu sér og hjálparsveitum stórtjóni. Voru á Skoda Oktavia fullum af snjóbrettum, komnir langt upp fyrir Neyðarskýli á leiðinni (að þeir héldu) á Langjökul.
    Eiga eiginlega skilin Thule fyrir að vera þó komnir þetta langt. Á satt best að segja erfitt með að yfirhöfuð skilja hvernig þeir komust þetta langt. Voru m.a. þegar þarna var komið í sögu búnir að fara í gegnum eina ca. 5 metra langa snjófyllu í veginum og yfir einn ca 2 metra langan krapapoll. Duglegir (en geðeikir) drengir.
    .
    Skammarverðlaun gærdagsins fá síðan Hjálparsveitar strákarnir sem að ókur fram hjá bíl í Kaldadal sem sat þar fastur og var búinn að vera þar fastur í 12 tíma. Þeir óku bara út fyrir veg og framhjá, og áleiðis upp á Langjökul án þess að svo mikið sem athuga með aumingjans fólkið sem var búið að vera að reyna að leggja sig í bílnum þarna um nóttina.
    .
    En allt í allt, frábær dagur á fjöllum í gær.
    Set vonandi inn einhverjar myndir fljótlega.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)
  • Author
    Replies
  • 29.10.2007 at 10:31 #601292
    Profile photo of Elín Björg Ragnarsdóttir
    Elín Björg Ragnarsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 378

    Tek undir orð Baldvins, þetta var geggjuð helgi á fjöllum! Flottasta veður sem hefur komið lengi.
    En hvernig var það Baddi, fórst þú ekki líka framhjá þessu fólki? Enda var náttúrulega vissara að bíða eftir okkur á stóru bílunum til að draga þau úr skaflinum 😉
    En kannski er kominn tími á að vegagerðin fari og merki leiðina lokaða, þetta er eiginlega orðið ófært minni bílum og þarf ekki nema smá golu til að skafi í slóðina. Mætti t.d. fólksbílum (bílaleigubílum) þegar ég var að koma niður af Kaldadal í gær.
    Annars á ég mynd af Hlyn föstum í skafli frá því á laugardaginn 😉 (gæti selt hana hæstbjóðanda)
    Vona samt að enginn hafi náð mynd af mér fastri í skafli……





    29.10.2007 at 10:52 #601294
    Profile photo of Bergur Arnarson
    Bergur Arnarson
    Participant
    • Umræður: 12
    • Svör: 70

    Hjúkk, Ég slapp við að vera rekinn. Skrapp á Kaldadal í gær og sneri þremur pólverjum á Golf við Langt fyrir ofan Neyðarskýlið.

    Reddaði svo tveimur drengjum í vandræðum í brekkunum við Sandkluftarvatn.

    Myndir á https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … yndir/5694

    Frábær dagur og frábært veður.

    kv Bergur





    29.10.2007 at 11:12 #601296
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Ég var reyndar yfir hálendinu í gær og guðminnalmáttur hvað þetta var fallegt!!!!

    Tryggvi REKINN!

    PS: Væla minna – ferðast meira (C) Hlynur Snæland 2007





    29.10.2007 at 12:17 #601298
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 96

    Ég var þarna á sunnudaginn og á mjög erfitt með að trúa því að einhver hafi geta fest sig í þessum litla snjó sem þarna var.Eg mætti konu sem var ein á ferð á Suzuki Jimny sem segir nú allt um snjó magnið á þessu svæði.Það var eitthvað af snjó á veginum en ekki í neinu magni fanst mér þannig að ef Hlyn tókst að festa sig í þessu sem ekkert er þá máttu endilega senda inn mynd.

    Kveðja Sæmi





    29.10.2007 at 12:20 #601300
    Profile photo of Elín Björg Ragnarsdóttir
    Elín Björg Ragnarsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 378

    Já þú varst þarna í gær eftir að nokkuð margir bílar voru búnir að "hreinsa" veginn fyrir þig.
    Myndin góða var hins vegar tekin á laugardagsmorgni í allt öðrum aðstæðum en voru í gær.
    Og myndin góða verður ekki birt á þessum vef….mínar myndir hafa standard….





    29.10.2007 at 12:21 #601302
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Hurru Ella… ég veit um góðan skjávarpa sem hangir í loftinu hjá Hótel KEA sem er e.t.v. með hærri standard ;)?





    29.10.2007 at 14:52 #601304
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Hvernig var Langjökull um helgina??
    Sem og kjölur og þar í kring??





    29.10.2007 at 15:25 #601306
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    var alveg hreint eðal góður á sunnudeginum. Mikill krapi neðan til í honum á laugardaginn sem m.a.s. hamlaði mikið vélsleðaumferð.
    .
    Langjökull er þó ekki fyrir óvana á þessum árstíma, þó að ekki sé neitt hættulegt að sjá að þá er afar grunnt enn á sprungur og svelgi.
    .
    Kaldidalur var nokkuð skemmtilegur, enda snjóar alltaf þar fyrst í veginn :) og svona ca. 30 cm. snjór á Haukadalsheiðinni.
    Veit ekki með Kjalveg norðan við Haukadalsheiðar-afleggjarann, en sunna við var vel hált en að sjálfsögðu afar lítill snjór þar sem vegurinn er mikið uppbyggður þarna.





    29.10.2007 at 16:11 #601308
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Gaman að benda á að Langjökull er jafn varasamur hvort sem maður er vanur eða ekki, snjódýptin fer ekki eftir reynslu.
    –
    Það hlaut annars eitthvað að hafa komið fyrir Hlyn á laugardaginn hann var greinilega að drekkja einhverjum sorgum þetta sama kvöld…





    29.10.2007 at 16:18 #601310
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 96

    Baldvinn fórstu uppá jökulinn á jeppa ???

    Kveðja Sæmi





    29.10.2007 at 17:18 #601312
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    En nei, ég fór ekki upp á jeppa. Ók að jökulrönd og fór þaðan upp á sleða.
    .
    Fóru hins vegar á sama tíma 3 hópar á jeppum upp jökul og gekk bara svona bærilega.
    .
    Varðandi það að reynsla skipti ekki máli, það er algert kjaftæði.
    Reynsla gerir það að verkum að þú fylgir nokkuð öruggum leiðum, þ.e.a.s. trakki sem að maður þekkir. Eru velflestar sprungurnar og svelgirnir á sama stað og síðasta vetur og í mínu tilfelli og margra sem ferðast líka mikið á sumrin að þá vitum við hvar sprungur og svelgir eru nákvæmlega í neðri hlíðum jökulsins og getum því ferðast þarna af mun meira öryggi en annars.
    .
    Reynslu má þó að sjálfsögðu aldrei ofmeta.





    29.10.2007 at 18:02 #601314
    Profile photo of Hrönn Sigurðardóttir
    Hrönn Sigurðardóttir
    Member
    • Umræður: 3
    • Svör: 96

    Auðvita skiptir reynslan máli en þótt ég sé með gott trakk upp jökulinn þá þorði ég ekki.Nenni ekki
    að taka neina sénsa.

    Kveðja Sæmi





    29.10.2007 at 19:34 #601316
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    HAH!
    Ég slepp – var í Hólaskjóli með björgunarsveitinni. Sló líka Íslandsmet – fór fjórum sinnum á Kirkjubæjarklaustur. Eru aukastig fyrir það, Baddi?





    29.10.2007 at 20:26 #601318
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég komst að sjálfsögðu ekki uppá jökul sökum ófærðar. (bíllinn fer bara beint áfram eða afturábak)

    Þetta fer að verða lengsta röravæðing sem sögur fara af…
    *andvarp*

    Hvernig er annars færið þarna upp eftir? Allt grjóthart og fært Renault á skurðarskífum?
    kkv, Úlfr.





    29.10.2007 at 20:38 #601320
    Profile photo of Kristján Örvar Sveinsson
    Kristján Örvar Sveinsson
    Member
    • Umræður: 8
    • Svör: 88

    hættið að kvelja okkur næturuglurnar sem þurftu að vinna alla aðfaranótt sunnudags! Fuss og svei 😉





    29.10.2007 at 23:35 #601322
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
    .
    Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
    Með þrjátíu og níu eða meira
    Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
    Ég komst ekki út til að keyra.
    .
    Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spæola, L.





    29.10.2007 at 23:35 #601324
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
    .
    Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
    Með þrjátíu og níu eða meira
    Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
    Ég komst ekki út til að keyra.
    .
    Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spóla, L.





    29.10.2007 at 23:35 #601326
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Hringdi inn veikindi, öööööööö, á ég að koma með vottorð?.
    .
    Í gær var ég lasinn, það alveg er satt
    Með þrjátíu og níu eða meira
    Með nefrennsli, beinverki, heldur óglatt
    Ég komst ekki út til að keyra.
    .
    Spólkveðjur til þeirra sem voru úti að spóla, L.





    30.10.2007 at 02:28 #601328
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    …er þegar þrennt er.

    Er biskupsembætti farið að troða sér inná vefinn? Fólk er orðið svolítið mikið fyrir að þrítaka sig. Nei maður bara spyr.

    Með heilagri kveðju, Úlfr. (Má þetta?)





    30.10.2007 at 03:42 #601330
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Nett tilfelli af parkinson hérna, sorrý, L.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 20 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.