This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 17 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Já, því miður verð ég að tilkynna þér að upp á mitt einsdæmi, án alls stuðnings frá 4×4 og án nokkurs samráðs við stjórn klúbbsins, að þú ert rekinn!!!
.
Eina undantekningin frá þessu er að ef þú lesandi góður varst á fjöllum í gær. Allir þeir sem sátu heima við og horfðu bara til fjalla, já þið eruð allir/allar reknir/reknar.
.
Dagurinn í gær var án nokkurs vafa væntanlega einn albesti dagur sem að við fáum á fjöllum í gær.
.
Gaman að sjá hvað var ágæt traffík af jeppum í t.d. Kaldadalnum í gær og upp á Langjökul vestan megin.
.
Bjartsýnisverðlaunin hljóta án vafa samt snjóbrettadrengirnir sem að ég stoppaði á leiðinni og bað um að snúa við áður en þeir illu sér og hjálparsveitum stórtjóni. Voru á Skoda Oktavia fullum af snjóbrettum, komnir langt upp fyrir Neyðarskýli á leiðinni (að þeir héldu) á Langjökul.
Eiga eiginlega skilin Thule fyrir að vera þó komnir þetta langt. Á satt best að segja erfitt með að yfirhöfuð skilja hvernig þeir komust þetta langt. Voru m.a. þegar þarna var komið í sögu búnir að fara í gegnum eina ca. 5 metra langa snjófyllu í veginum og yfir einn ca 2 metra langan krapapoll. Duglegir (en geðeikir) drengir.
.
Skammarverðlaun gærdagsins fá síðan Hjálparsveitar strákarnir sem að ókur fram hjá bíl í Kaldadal sem sat þar fastur og var búinn að vera þar fastur í 12 tíma. Þeir óku bara út fyrir veg og framhjá, og áleiðis upp á Langjökul án þess að svo mikið sem athuga með aumingjans fólkið sem var búið að vera að reyna að leggja sig í bílnum þarna um nóttina.
.
En allt í allt, frábær dagur á fjöllum í gær.
Set vonandi inn einhverjar myndir fljótlega.
You must be logged in to reply to this topic.