Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þrýstingur í „44
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by HELGI JÓNAS HELGASSON 15 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.12.2008 at 13:22 #203319
Ég er í smá hugleiðingum. Hvað eru menn að keyra með mikinn þrýsting í 44″ dekkjum á patrol (’98) á malbiki? Þessi bíll stendur mikið óhreyfður og er bara að spá í endinguna á gúmmíinu hvað er best að hafa í þeim þegar hann stendur lengi?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.12.2008 at 15:03 #634230
30 pund, meðaltalið á hoppinu er jafnast með svona þrýsting.
kv. vals.
05.12.2008 at 16:15 #634232Er ekki allt i lagi mer er til efs að þu hafir keyrt bil
a "44 Vals, eg efast um að menn a Econoline myndu
keyra a nema 28 psi, eg er a patrol numer 2 nuna a
"44 og ekki dettur mer i hug að keyra með meira
en 22 pund i dekkjunum og þau eru ekkert að slitna
vitlaust, bara þægileg og fin i akstri þannig 😉
kveðja Helgi
05.12.2008 at 16:47 #634234Helgi minn – Valur er á 44" bíl…
EN varðandi spurninguna þá er það allavega mín skoðun að þeim mun meira loft sem þú kemur í dekkin fyrir malbiksakstur því betra. Bíllinn verður léttari og þessi hestöfl sem hann hefur nýtast betur.
En vandinn við þessi DC dekk er að þau eru svo illa kringlótt og hoppandi að það eru fá eintök sem eru nógu góð til að þola mikið loft. Ég hef sjálfur náð að keyra þetta í 25 – 27 pundum mest þegar ég var á þessum hjólum. En algengar var að það væri nær 20 pundum – bara til að þetta væri til friðs.
Svo er það jeppaveikin – ef að það er eitthvað slíkt til staðar þá magnast hún oft við meiri þoftþrýsting…
Svo getur munurinn á eyðslu hlaupið á nokkrum lítrum við það að ná nokkrum pundum meira í dekkin.
Og ef að bíllinn stendur mikið til þa´hefði ég takmarkaðar áhyggjur af missliti dekkja, líklegt að þau verði ónýt af fúa í hliðum áður en munstrið hverfur.
Benni
05.12.2008 at 17:51 #634236Eg helt að hann væri a "38 hef ekki seð aðrar myndir hja honum en af Pæju a "38.
En ok það er gott og gilt sem þu segir 27 til 28 psi
er sennilega að lata bilinn eyða minna en a moti kemur að það verður harðara að keyra bilinn og
dekkin fara að slitna frekar i miðjunni og þau verða
hoppgjarnari með meiri loftþrystingi, þannig að mer
hefur fundist koma best ut að vera a ca 20 til 22 psi
og þetta er bara að koma vel ut þvi að eg keyri
mjög mikið eitt arið keyrði eg til dæmis 100.000 km
og notaði i það 1 gang af "38 mickey thompsson og
1 gang af "44 DC
kveðja Helgi
05.12.2008 at 18:04 #634238Hef verið svolítið á Tundru á 44"DC og er hún um 3-3,5 tonn. Höfum haft hana alltaf í 26pundum og slitna dekkin alveg jafn mikið utan og inn á mundstrinu.
05.12.2008 at 19:45 #634240Sæll
farðu í verkfæralagerinn og verslaðu þér 4 búkka og tjakk.. eyddu svo 10 mínútum í að henda honum uppá búkka þegar þú sérð framá að bíllinn standi óhreyfður í meira en 2 vikur í einu…
þá sleppurðu við að fá þessar leiðinda flatir í dekkin sem valda hoppi og skoppi og getur haft þann þrýsting í þeim sem þér þykir best að keyra á.
einfalt og ódýrt…. gott ef þetta er ekki bara ágætis þjófavörn líka. það eru til vitleysingar þarna úti sem stela patrolum
05.12.2008 at 19:55 #634242Þetta hjálpar líka þeim sem vilja ná sér í 44" dekk á stuttum tíma. Sparar hellusteinana.
Varðandi pundin, þá nota ég ætíð 30 psi, bæði SS og DC.
05.12.2008 at 19:59 #634244Sælir félagar
Ég er á þriðja bíl með 44 tommu DC. Hef haft 25 til 30 pund í þeim innanbæjar.
ps. Lalli eru þeir ekki fljótari að skrúfa dekkin undan og stela þeim á búkkum?
þinn vinur Gundur
05.12.2008 at 20:50 #634246Ég veit ekki betur en að LoadRange C (6 striga laga) dekk séu gefin upp fyrir 25 psi max þrýsting (á bara við bias/nyldon/diagonal dekk).
Radial (m.stálbelti) þola meiri þrýsting, þ.e. LR C (6 strigalaga) eru yfirleitt gefin upp fyrir 50 psi max.
Athugið að þetta er líka miðað við þyngd, þannig ef bílarnir eru léttari, þá þola dekkin meiri loftþrýsting.
Þetta þarf að haldast í hendur og ættu menn að kynna sér þetta hjá framleiðanda eða umboðsaðila (varðar ábyrgðarmál). Ég tel nú að nylondekk undir bílum, sem vega um 3t, eigi nú að þola meiri en 25 psi þrýsting.
Best er, eins og fram hefur komið, að fylgjast með hvernig dekkin slitna og auka eða minnka þrýsting eftir því. Reyndar kemur inn í þetta að flestir jeppar slíta dekkjum að utanverðu að framan og þarf þá að víxla dekkjunum fram og aftur, ekki í kross, á ca. 5-10 þkm fresti.kv.
Bragi R3862
05.12.2008 at 21:43 #634248Sælir félagar,
mín reynsla hefur verið sú á Patrol að DC 44" er fín í akstri á 22 pundunum og ég hef aldrei mælt minni/meiri eyðslu heldur en með meiri þrýsting, -þó mæli ég oft og keyri allnokkuð. Standi bíllinn meir en yfir nótt þá ferkantast dekkin, og því fer ég almennt í 24 – 25 pund. Helgi Brjótur gæti verið að keyra á Súper Svamper sem eru eitthvað stífari dekk, og leyfir sér því eitthvað lægri þrýsting, -ekki satt Helgi?
Kveðja,
Ingi
05.12.2008 at 22:14 #634250Nei þvi miður er eg ekki a super swamper nuna er a
DC og likar ekki vel, talandi um swamperinn þa var eg yfirleitt a 18 til 20 psi a þeim þvi þau eru stifari,
það voru 28 psi i þeim þegar eg setti þau undir fyrst
og þa fann maður alla kögglana upp i bil, nei þa borga eg frekar örfaum kronum meira fyrir oliu og
nyt frekar þæginda i akstri.
Fer liklega aftur a swamper þar sem að eg held að 46 mickey thompsson seu uppseld, ja kanski rett að nota tækifærið ef einhver a svoleiðis dekk til
sölu ma hinn sami hringja i mig.
kveðja Helgi 6624228
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.