This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Finnur Sæmundsso 10 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Ég hef verið að fylgjast með umræðu í fjölmiðlum og í samfélaginu þegar kemur að okkar hagsmunamálum, ferðafrelsi, utanvegar akstri og fleiru. Sú tilfinning sem ég fæ er að þegar f4x4 beitir sér með öðrum útivista hópum þá virðast allir líta á þetta sem hobbí kalla að frekjast eitthvað. Ég veit að svo er ekki en þetta er mín tilfinning.
Aftur á móti þegar aðilar ferðaþjónustu tjá sig um sambærileg málefni þá er allt annað hljóð í strokknum. Þá eru þetta fyrirtæki að verða af mikilvægum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið og menn vilja allt fyrir þá gera.
Mín spurning er því sú hvort við getum aukið samstarf við ferðajónustuaðila sem eru með trukka í rekstri og hafa sömu hagsmuni og við. Þetta myndi stykja okkar stöðu.
Bara pæling
kv
Kristján Finnur
You must be logged in to reply to this topic.