This topic contains 18 replies, has 8 voices, and was last updated by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060 7 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Mig langar að fara yfir þá þróun sem orðið hefur á vefsíðunni frá því ég tók þátt í vinnu við að koma henni í það horf sem ég og við sem unnum að vefsíðunni töldum að félagsmenn líkaði best. Miðað við núverandi þáttöku í spjalli og myndainnsetningu virðist það hafa misheppnast gjörsamlega. Þrátt fyrir þúsundir tíma hjá okkur sem hefur farið í þessa vinnu er þáttaka félagsmanna engin í að halda vefsíðunni lifandi. Nóg með það. Öll þessi vinna sem við sem lögðum á okkur var unnin af áhuga, fórnfýsi og án eftirsjá.
Árið 2010 var ég dálítið virkur á spjallinu með tillögur að lagfæringum á vefsíðunni. Það endaði með nokkrum pirringi.
Fyrripart árs 2011 hafði Logi Ragnarsson samband við mig með pósti og fór þess á leit að ég stingi upp á mönnum með mér í Rýnihóp. Logi var þá ritari stjórnar minnir mig ásamt fleirri góðum stjórnarmönnum.
Í Rýnihópinn komu auk mín Bragi Þór Jónsson, Guðmundur G. Kristinsson og Agnar Benonýson. Agnar sá sér ekki fært vegna anna að taka þátt í þessarri vinnu. Við þrír héldum fjölmarga fundi til að rýna vefinn þannig að hann hentaði væntingum félagsmanna sem best. Við Bragi fórum síðan í vefnefndina ásamt Bergi Pállssyni sem þar var í nefndinni fyrir.Hér fyrir neðan er fyrsta tillaga að vefsíðu frá Rýnihópi. Þetta umhverfi er unnið í Joomla sem er áframhaldandi kerfi frá fyrri vefsíðu.
2011 nov. 27. Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Hér er fyrir neðan áframhaldandi hugmyndir.
2012 mar. 20
Vefsíðan 2012 mar.20 Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Svo er að lokum síðasta tilraun til að halda áfram með Joomla kerfið. Því miður hentaði þetta kerfi ekki vefsíðunni og urðum við að leita á önnur mið.
Hér er 2013 júl. 15 Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Hér er upphafssíða í Word press. Þessa vefsíðu unnu fyrir okkur ValiðVefsmíði. Þegar hér er komið var ég einn sem gaf kost á mér í vefnefnd. Samningaviðræður og skipulag vefsíðunnar við verktaka fóru fram við stjórn, Hafliða og fámennar vefnefndar. Því miður hafði Hafliði mjög takmarkaðan tíma til áframhaldandi þróunarvinnu við síðuna vegna anna við krefjandi störf. Það lenti því á mér að vera í nánast daglegu sambandi og fram á kvöld um helgar við starfsmenn ValiðVefsmíði að koma því yfir sem var á fyrri vefsíðu og færa ýmsa hluti til betri vega. Ég tel þá eiga þakkir fyrir óeigingjarna vinnu og að hafa gefið eftir mikið af sinni vinnu án greiðslu.
Hér er svo upphafssíðan í WordPress. 2013 sep. 09.
Hér heldur þróunin áfram. Ýmsar hugmyndir og útfærslur kvikna.
Vefsíða frá 2014 feb. 02.
Svo lauk því samstarfi.
Ég hef verið að teikna vefsíðuna upp í Photoshop í anda Rýnihóps og nokkurra vefnefnda þar á eftir Ég ætla að setja þessar teikningar hér inn svo öll þessi vinna glatist ekki sem við höfum lagt á okkur og við vorum og erum sannfærðir um að félagsmenn líkaði.
Hér kemur Forsíðan. Hún er aðeins grunnur til að byggja á.
Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Þá er það Deildarsíðan. Þetta er aðeins hugmynd til að byggja á og má breita og bæta við hana.
Eins er með Nefndarsíður.
Og Skálasíður. Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
Nú er loks komið í ljós að ekkert eitt vefsíðukerfi sem hentar, ræður við gagnagrun okkar litla jeppaklúbbs hér á klakanum. Það er Forsíðan og baksíður, spjallsíðan og svo myndasíðan.
Bíðum nú samt til. Allstaðar eru lausnir. 😉
Ég á svo eftir að lagfæra textan og bæta við hann.
Kv. SBS Vefnefnd.
You must be logged in to reply to this topic.