This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Pétur Blöndal Gíslason 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Eins og allir vita færist það í vöxt út í hinum stóra heimi að bílar séu framleiddir á stærri felgum en áður. Svo virðist vera að hin hefðbundna 15″ jeppafelga sé á undanhaldi. Menn hafa lengi barist við að koma 15″ felgum undir bíla hér á klakanum, nokkuð sem er „yfirstíganlegt“ vandamál þegar bremsubúnaður og annað í jeppunum er gert fyrir 16-16,5″ felgur. Núna þegar jeppar á 17″ felgum eru farnir að líta dagsins ljós versnar málið augljóslega og það er orðið talsvert verkefni að græja bremsur og annað fyrir 15″ felgur.
Ég gerðist svo frægur að skoða SEMA showið í Las Vegas s.l haust og þar var alveg greinilegt hvað er að gerast í tískunni þar vestra. Ég held að það megi segja að „stærri felgur, minna gúmmí“ lýsi þeirri þróun ágætlega. Það er greinilegt að jeppar framtíðarinnar verða á einhverju öðru en 15″ felgum að öllu jöfnu, 17″+ þætti mér líklegri stærð á jeppafelgum eftir fáein ár.
Kannski verður hægt að velja eitthvað um þetta fyrst um sinn og e.t.v bjóða framleiðendur áfram 15-16″ til ákveðinna markaðssvæða. Jafnvel það er þó lítil huggun fyrir okkar sérþarfir þar sem við teljumst varla af stærðargráðunni „markaðssvæði“ í þessum skilningi.
Nú virðast framleiðendur stórra jeppadekkja lítið hafa gert í að bjóða dekk fyrir annað en 15″ já eða 16,5″ eins og staðan er í dag. Vitaskuld verða þeir að bregðast við þróuninni á einhvern hátt, en spurningin er hvort að salan hjá þeim tengist á beinann hátt nýjum bílum, eða eru þeir að spá í allt annan markað sem tengist notkun ameríkana á þessum dekkjum.
Verður það næsta skref hjá Artic Trucks að þróa AT405 fyrir 17″ felgur? Voru þeir kannski of íhaldssamir að hanna dekkið ekki strax fyrir 16″? Hvernig sjá menn þessi mál fyirr sér í framtíðinni, verðum við að taka alla nýja jeppa sem skal breyta og umbylta bremsubúnaði (og jafnvel fleiru) til að geta notað undir þá dekk sem virka almennilega í snjó? Eða sér hinn erlendi markaður okkur fyrir lausnum á þessu, hvað segið þið um það?
Kv
Óli
You must be logged in to reply to this topic.