Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Þrif á dekkjum
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
16.01.2006 at 23:46 #197082
Mig langaði að forvitnast um ykkar reynslu í því að þrífa dekk sem eru orðin hál af tjöru.
Ég er með dekk sem eru keyrð 10 þús km frá því í lok okt. og eru þau viðkomu eins og notaður sleikjó, mjög klístruð. Ég finn líka mun á þeim í hálkunni. Einhverntímann reyndi ég að þrífa dekk með litlum árangri fannst mér á þeim tíma.
Mig langaði að forvitnast um það hvort að menn væru almennt að þrífa þekkin sín reglulega, hvað þeir notuðu þá og hvernig að þvottinum væri staðið(er nóg að úða yfir eða þarf að skrúbba etc).
Þakka allar upplýsingar.
mbk,
– Bjarni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.01.2006 at 00:03 #539272
Ég gerði þetta alltaf þegar ég var að byrja í sportinu vegna þess að allir hinir gerðu það. Svo með tímanu hætti ég að standa í þessu og fann aldrei neinn mun.
Það má vel vera að þetta sé bundið við dekkjategundir og hvort þau séu skorin eða ekki og hversu slitin þau eru.
17.01.2006 at 00:33 #539274Ég hef nú bara notað olíuhreinsir, látið standa ca 10 mínútur og svo bara spólað duglega….en ef þú ert á patrol spólar þú líklega ekki mikið…
17.01.2006 at 00:36 #539276Það borgar sig að þrífa dekkin, tek sem dæmi menn eru að láta míkróskera dekkin, malbikið sest i raufarnar eða tjaran, sem gerir það að verkum að það virkar eins og dekkið væri ekki skorið, væri slétt sem segir það að ef þú þrifur dekkin reglulega þá virkar þessi míkróskurður í dekkjunum. þú átt að finna mun ef þú ert með skorin dekk.
kv. mhn.
17.01.2006 at 00:41 #539278Benedikt: ég er ekki á patrol heldur pajero, þannig að ég get spólað daginn inn og út ef út í það er farið
mhn: ertu með einhverja töfralausn við þessu? Hvernig þrífur þú dekkin, lætur olíhuhreinsir standa eins og Benedikt segir í 10 mín eða?
kv,
– Bjarni
17.01.2006 at 00:54 #539280Hella á þetta white sprit og keyra svo…. virkar flott.
Bensín líka…
BM
17.01.2006 at 01:12 #539282Ég nota tjöruhreinsi sem er ekki með sápu í, get líka notað white spritt og spreyjað vel á dekkin, eftir að þú ert búinn að sprauta vel á dekkin þá passa að þrífa fyrsta dekkið sem þú spreyjaðir á með háþrýstidælu (köldu vatni). Endurtekur leikinn og ættir að geta séð hversu mikil drulla hefur farið af dekkjunum með því að keyra fram og tilbaka smáspöl í snjó ef hann er til staðar .
kv. mhn
17.01.2006 at 04:16 #539284Olíu og tjöruhreinsir spreija vel fyrir hvern túr einn brúsi fyrir 4 dekk láta spanda aðeins og held síðan bara áfram og ég finn mikin mun ef ég er að lulla í brekkum og fleiru í þeim dúr
17.01.2006 at 13:59 #539286Sérfræðingar í dekkjum og hreinisvörum, sem hafa ráðlagt mér. hafa eindregið ráðið mér frá að nota tjöruhreinsi, sem ætlaður er til að ná tjöru af máluðum flötum – þ.e. yfirbyggingu bílsins. Það er í þeim flestum einhverskonar bónefni, stundum s.n. sabilex en efnin eru reyndar fleiri og mismunandi eftir framleiðendum. Tjöruhreinsirinn gerir þessvegna meira ógagn en gagn á dekkjum, geriri þau jafnvel hálli ef eitthvað er.
Þessvegna er best annað tveggja að nota White Spirit hreint, eða þá sérstakt dekkjahreinsiefni.
Burtséð frá þessu held ég að það sé alveg nauðsynlegt að hreinsa tjöruna öðru hvoru, það bætir mikið hemlunarvirkni dekkjanna, sem og "traction".
kv. gþg
17.01.2006 at 15:02 #539288Það skiptir engu máli hvaða aðferðir menn nota, eða hvurslags olíuhreinsi, white spirit, eða annan leysivökva menn setja á dekkin, ÞAÐ SEM SKIPTIR ÖLLU MÁLI ER AÐ HREINSA DEKKIN Á PLÖNUM BENSÍNSTÖÐVA MEÐ ÞVOTTAPLAN!!!! þar eru olíugildrur og hreinsibúnaður í niðurföllum til að taka við þessu gumsi og olíuhreinsidrulli.
Menn sem hreinsa dekk sín á fjöllum með því að hella heilum brúsa af olíueyði á dekkin og keyra svo burt ætti að hýða opinberlega á Arnarhóli og hananú!!!ég skora á stjórn F4x4 að koma með tilskipun til félagsmanna að hugsa um umhverfið, og skilja ekki eftir neina olíu (hvað er tjara annað en olía) eða leysiefni eftir sig á fjöllum!!
kveðja,
Umhverfis-Lallirafn
17.01.2006 at 15:50 #539290upp á höfða eru með góðann dekkjahreinsir án sápu á góðu verði. Það er heilmikill munur á óþrifnum og þrifnum dekkjum sérstaklega í hálku. Ég tek undir með Lalla Rafni að sjálfsögðu ætti að gera þetta á bensínstöðvarplönum.
MG
17.01.2006 at 18:36 #539292Þú færð dekkjahreinsi á bensínstöðvum t.d. olís hann virkar mjög vel
17.01.2006 at 21:27 #539294Hvernig væri bara að klúbburinn reyndi nú aðeins á samstarf sitt við SHELL ??? Þá er ég að meina að benda þeim á að það gæti nú bara verið nokkuð góð hugmynd hjá þeim að opna bara dekkjahreinsunar bað. Semsagt einhverja rennu sem bílar og önnur ökutæki gætu borgað einhverja fasta upphæð fyrir að fá að aka í gegnum. Allaveganna væri ég alveg til í að borga einhvern 200 – 500 kall fyrir að renna í gegn.
Þetta er nú bara hugdetta, kannski óframkvæmanlegt. En það sakar varla að viðra eitthvað svona við þá eða hvað?
Kv
Siggi
17.01.2006 at 21:38 #539296það var nú einhver spíran sem fann upp svona dekkjahreinsirennu (vél sem burstaði dekkin með whitespirit og allt, rosa græja)
man ekki betur en að hinn eini sanni Ómar Ragnarsson hafi fjallað um þessa vél í fréttum þá, en það eru þónokkur ár síðan.
spurning um að grafa þetta upp og sjá hvort þessi vél er enn til, og jafnvel endurvekja hugmyndina!
kveðja,
Lallirafn
17.01.2006 at 21:44 #539298ég tek alveg undir það ég mundi hiklaust styrkja gott málefni eins og klúbbinn okkar og borga fyrir að fá að rúlla í gegnum "dekkjabaðið" alls ekki vitlaus hugmynd
en ég tek einnig undir það að notast við þvottaplönin við hreinsunina og reyna að halda olíu og öðrum spillingum fjarri hálendinu en í aðrar nótur þá hef ég notast aðeins við svokallaðann dekkjahreinsi sem seldur er á sumum esso stöðvum og hann hefur virkað alveg merkilega sæmilega en leitin að besta hreinsiefninu á dekkin mun eflaust halda áfram um óráðna framtíð:DDavíð R-2856
17.01.2006 at 22:28 #539300Virka efnið í dekkja- og tjöruhreinsum (að Undra undanskildum) er Terpentína (white spirit). Ég nota hana bara beint á dekkin og skola svo annaðhvort með vatni eða keyra í snjó. Gumsið sem fer af er hvort eð er sama efnið og flýtur oní niðurföllin þegar rignir eða við öndum að okkur þegar ekki rignir.
kv.
ÞÞ
17.01.2006 at 22:47 #539302Sælir og takk fyrir svörin.
Greinilega þörf umræða held ég. Ég minnist einnig þessarar fréttar sem Lallirafn talar um, spurning hvort að félagið athugi með að koma því í gang og fái að njóta góðs af?
Ég tel einmitt að það sé nauðsynlegt að þrífa dekkin reglulega (og vilja væntanlega flestir gera þetta allt á sem umhverfisvænan hátt), sérstaklega í ljósi frétta af umferð og óhöppum á höfuðborgarsvæðinu síðstu daga (væntanlega þó margir ennþá á sumardekkjum).
Ég keyri suðurlandsveginn 2x á dag og er vegurinn oft eins og pækill þó mér finnist eins og honum sé sinnt minna þennan veturinn en þann síðasta og miðað við tjöruna sem sest á bílinn þá styttist í að bíllinn minn fari að hækka um einhverjar tommur ef ég fer ekki að þrífa þau
Hef prufað Sám2000 sem er tvívirkur með sápu, finnst það ekki virka. Ætla að prufa terpentínuna og ath muninn.
mbk,
– Bjarni
18.01.2006 at 10:56 #539304Svo er bara spurning hvort að þetta gæti ekki eitthvað minnkað slysatíðnina, þó svo að það væri ekki nema um eitt slys á viku að þá myndi þetta margborga sig fyrir þjóðfélagið, þar sem að iðgjöld trygginga og ýmis önnur gjöld verða ávallt fyrir áhrifum af auknum kostnaði vegna slysa á fólki og tjóna á bílum.
Miðað við hvernig innflutningur á bílum hefur verið undanfarinn ár að þá koma sennnilega 2 bílar inn í landið fyrir hvern einn sem er eyðilagður. Það veldur einnig stórum kostnaði fyrir þjóðfélagið.
En hvað um það, dekkjabað er eitthvað sem ég tel vel athugandi fyrir klúbbinn að beyta sér fyrir. Þar sem að þar er um að ræða visst öryggi fyrir okkur á fjöllum og þá að sjálfsögðu vegum landsins. Einnig mun þá vera hægt að tengja þetta olíuskilju viðkomandi bensínstöðvar.
Þó svo að ónefndir aðilar í þessum þræði telji það ekki breyta neinu þó svo að maður þvoi tjöruna af dekkjunum, þá hefur það [b:12091q0x][u:12091q0x]veruleg[/u:12091q0x][/b:12091q0x] áhrif á grip dekkja.
Kv
Siggi….
19.01.2006 at 16:57 #539306Sám Dekkjahreinsir er langt bestur í þetta. Hann er til í 1ltr og 5ltr á öllum betri bensínstöðvum (Olís).
Það er ekki gott að nota Terpentínu (White spirit). Hún er svo feit. Hún leysist ekki upp í vatni eins og Dekkjahreinsirinn og Olíuhreinsirinn.
Ef þið fáið terpentínu á hendurnar og reynið að skola hana af með vatni þá sjáiði hvað ég á við. Vatnið perlar af. Þið viljið ekki hafa svoleiðis húð á dekkjunum.Þetta skiptir mjög miklu máli, þ.e.a.s að hreinsa dekkinn. Sérstaklega ef þið eruð mikið í Reykjavík eða þar sem saltað er. Því saltið leysir upp asfalt úr malbikinu og það er það sem sest á dekkin hjá ykkur.
En þið sem eruð úti á landi, þar sem ekki er saltað, finnið náttla engan mun. Því að það er ekki nein tjara á dekkjunum ykkar. 😉Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.