FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Þrettándagleði

by Elías Þorsteinsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Þrettándagleði

This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Erlingur Harðarson Erlingur Harðarson 19 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.12.2005 at 00:52 #196955
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant

    Skálanefnd Ey4x4 óskar öllum félögum f4x4 gleðilegrar hátíðar og óskir um gæfuríkar fjalla og jöklaferðir á komandi ári.

    Þrettándagleði Eyjafjarðardeildar verður haldin í Réttartorfu laugardaginn 14. janúar.

    Fyrir þá sem vilja fara uppeftir á Föstudag þann 13. janúar þá verður farið frá Leirunesti kl 20:00.

    Kveðja
    Elli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 36 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 08.01.2006 at 20:20 #537490
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Mæti þar með lambasteik og bauka!

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    09.01.2006 at 16:01 #537492
    Profile photo of Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 553

    Já ætlum nokkrir að fara bakdyramegin og leggjum í hann á föstudaginn. Verðum með 1/2 samloku, nokkra bauka og pontu.

    kv,

    HG





    09.01.2006 at 22:46 #537494
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    En hvernig verður með hina sem fara á laugardag, er einhver sem ætlar að leiða og hvenær fer hann?





    09.01.2006 at 23:11 #537496
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Já þetta er rétt hjá Stefáni, það þarf að skipuleggja það. Er ekki einhver til í að taka það að sér!
    Annars hafa undirtektir hér á netinu ekki verið miklar svo að það er kanski ekki von á mörgum!!
    Halli, hvaða leið ætlar þú að fara og hverjir fara með? Það væri ekki vitlaust að bruna í Laugafell á laugardeginum og skella sér í Þrettándabað (úr Réttartorfu)

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    09.01.2006 at 23:20 #537498
    Profile photo of Eiður Jónsson
    Eiður Jónsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 154

    ég atla með halla og bubbi og raggi bróðir stefnan tekinn á skagafjörð ,laugafell föstudag og þaðan í torfunna á laug. svona gróf áætlun en gæti breyst





    10.01.2006 at 22:16 #537500
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    og vonandi verður fínt færi. ég vona að þið verðið á fyrra fallinu innfrá í Réttartorfu og hlaðið með okkur brennuna. Margar hendur vinna létt verk.

    Kveðja.
    Elli





    10.01.2006 at 22:35 #537502
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Fyrir þá sem komast ekki á föstudagskvöld en ætla uppeftir á þrettándagleðina á laugardagsmorgun þann 14. jan. verður farið frá Leirunesti kl 10:00. Jói Björgvins mun leiða ferðina uppeftir.

    Munið að hafa bara nóg af hangikéti og kjömmum með.

    kveðja.
    Elli.





    10.01.2006 at 23:15 #537504
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Og því er við þetta að bæta að farið verður líka um miðjan dag eða seinnipart á laugardag þar sem sumir eru að vinna á laugardag, í það minnsta ég og Haukur Stefáns. Letihaugarnir sem vita ekki hvað vinna er fara á föstudag. Sú nýjúng verður nú í þetta skiptið að sérstakur brennuvökvi (á brennuna) verður notaður og er það sérstök uppskrift frá mér.

    Benni





    10.01.2006 at 23:25 #537506
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Letihaugarnir tökum spíturnar þínar Benni minn og setjum þær í brennuna. Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af því að vinna neitt þarna uppfrá.

    Fyrir hönd letihauganna
    Elli





    10.01.2006 at 23:27 #537508
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Kjammar og dót… villimaður ertu Elli !!! Ekkert svoleiðins.
    Ég ætla að hafa í forrétt smjörsteiktan humar með krydduðu brauði. Í aðalrétt: snögggrillaðan lambavöðva VSOP (var það ekki koniak einusinni), bakaða kartöflu með kryddsmjöri, maískurl með bráðnu smjöri og salti, smjörsteikt rósakál með hunangsgljáa, léttsteikt grænmeti (bara lítið af því) og villisveppasósu. Í eftirrétt verða jarðaber með súkkulaðisykri og rjóma. Með þessu ætla ég að drekke eitthvað gott, dýrt franskt rauðvín. Bara svona venjulegur matur!

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    10.01.2006 at 23:36 #537510
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Þá verð ég bara í mat hjá þér.
    Á ég að koma með humarinn, rjómann og jarðaberin.

    E.t.v. ekki bestur í kryddsmjöri en samt góður. kem líka með a.la elli kryddsmjör.

    Þú segir bara til.

    Kveðja
    Elli





    10.01.2006 at 23:43 #537512
    Profile photo of Oddur Örvar Magnússon
    Oddur Örvar Magnússon
    Participant
    • Umræður: 59
    • Svör: 410

    Sælir.

    Klukkan hvað stendur til að kveikja á brennunni ef einhverjir af okkur Húsavíkingum dytti í hug að skreppa uppí Réttartorfu?





    10.01.2006 at 23:44 #537514
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    "Til"

    Kveðja EH





    10.01.2006 at 23:45 #537516
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Bara þega við erum búnir að borða allt saman, er það ekki…

    Kveðja EH





    10.01.2006 at 23:56 #537518
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Eldur verður tendraður ca: kl. 21:00. samkvæmt venju.
    Sýnist samt að menn verði með margrétta máltíðir (Grand dinner) og þá er spurning hvort tímaplanið stendur.

    Allavega verður enginn skilinn eftir í áti inni í skála því söngur og tilbeiðsla álfa og trölla verður undir eldi frá því að síðasti maður kemur út úr skála og allt fram að því að eldur kulni að morgni.

    Kveðja.
    Elli.





    11.01.2006 at 13:10 #537520
    Profile photo of Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 553

    Þetta verður greinilega fjölmenni. Það er vissara að vera tímanlega ef svefnpláss á að fást. Hvað dinner varðar og upptalningu á því þá get ég ekki verið minni maður og útlistað, af nákvæmni, hvað verður á mínum borðum. 1 stk brauðsneið ( Bónus brauð) og í forrétt er smjörvi frá Osta & Smjörsölunni sem smurður er með ca 0,5mm lagi jafnt yfir allann flötinn. Hafa þarf í huga rétt hitastig sé á smjörvanum þannig að gott sé að koma honum á sneiðina.
    Í aðalrétt kemur kindakæfa frá kjarnafæði sem er með nákvæmlega 1,2mm lagi og síðan er þetta brotið saman(1/2 samloka). Í eftirrétt er þetta etið og skolað niður með eðaldrykk af árgerðinni 2006 sem er sérstaklega framleiddur fyrir þessa ferð af Vífilfelli hér í bæ. Sjálfsagt að menn fái að smakka á þessu og þarf ekkert að láta vita með fyrirvara því nóg er til.
    Verður hljómsveit?

    kv,

    HG





    11.01.2006 at 23:44 #537522
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Ef að mæting verður svona góð er þá einhver hætta á að það verði fullt í torfunni og maður verði að sofa í bílnum? Ef maður kemst það er að segja. En er vitað hverjir ætla að fara á laugardag, verður Jói kanski einn á ferð, allir farnir á föstudag? Ég stefni á að hafa léttglóðað hreindýrakjöt án allra málalenginga og bauk í eftirrétt! Kanski 2!





    12.01.2006 at 00:08 #537524
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Já þetta er spurning hjá okkur Ellunum að fara bara á fimmtudag til að ná dýnu… Nei, Torfan tekur nú nokkuð marga og þröngt meiga sáttir sofa (eða var það sitja)!

    Kveðja:
    Erlingur Harðar





    12.01.2006 at 00:49 #537526
    Profile photo of Benedikt Sigurgeirsson
    Benedikt Sigurgeirsson
    Participant
    • Umræður: 171
    • Svör: 3595

    Ég er tilbúinn að sleppa að koma svo aðrir geti komist þar sem ég þarf alltaf 3 dínur.

    Benni





    12.01.2006 at 07:02 #537528
    Profile photo of Stefán Höskuldsson
    Stefán Höskuldsson
    Participant
    • Umræður: 63
    • Svör: 530

    Gott að þið reiknið með að koma öllum fyrir. En Erlingur, ætli þið sem farið á föstudag ekki að keyra eitthvað á laugardeginum, eins og spáin er núna þálítur vel út með veður um helgina. Ég er að reyna að draga konuna á föstudeginum til að geta farið eitthvað á laugardeginum.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 36 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.