Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Þrekganga
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.10.2005 at 03:51 #196386
Ég datt niður á þessa frásögn á netinu. Kannski hafa fleiri gaman af að lesa þessa frásögn þar sem um öræfin er að ræða.
Linkur:http://www.kka.is/Ferdasogur/Hrafkningasaga_kristins.htm
kv ice -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.10.2005 at 09:31 #528524
Þess má geta að menn töldu að Kristinn hefði tekið hundinn sinn og etið hann, en ekki mist hann frá sér við ánna. Töldu það vonlaust að maður gæti gengið alla þessa leið án þess að eta eins og einn hund.
Bestu lýsinguna og eftirmála þessara ferðar má lesa í Hrakningum og heiðarvegum.
Góðr stundir
04.10.2005 at 10:24 #528526Ég hvet alla sem hafa áhuga fyrir ferðalögum að lesa bækurnar Hrakningar og heiðavegir . Þær komu út fyrir nokkuð löngu og eru að ég held eftir Pálma Hannesson rektor og Jón Eyþórsson veðurfræðing og eru í 4 bindum .Það er fróðlegt fyrir menn með nútímatækni að lesa allar þær frásagnir sem eru í bókunum af ferðum um alla mögulega fjallvegi og fleira í gamla daga . Svo er þarna líka svo mikil landafræði og saga . Góða skemmtun .Kveðja Olgeir
05.10.2005 at 08:44 #528528Kristins er afburðagott, En þessa sögu las ég fyrir margt löngu og hef oft hugsað til hans er ég hef verið á ferð um Sandinn, Og væri ég til í að gera ferð til minninga um hrakninga hans.
Hafðið þið rekist á umræddann bókaflokk eitthverstaðar til sölu gæti verið gaman að eignast hann.
Kv Klakinn
05.10.2005 at 08:50 #528530Ofsinn setti inn nokkra linka frá Þýskum íslandsvinum hér á vefinn um daginn. Á einni af þessum síðum var linkur á viðtal við Kristinn sem var tekið ekki langt áður en hann dó. Áhugaverð lesning.
Kristinn er að mínu mati einhver mest hetja Íslandssögunar. Miklu meiri hetja en Grettir og fleiri slíkir. Væri vel til í að taka þátt í einhverju til að minnast hans.
kv
Rúnar.
05.10.2005 at 09:24 #528532Sælir félagar
Mikið væri ég til í að gera svona ferð og þá þannig að sameinað yrði ganga og jeppar þannig að þar sem ekki er slóði eða ófært bílum verði göngumenn sem þræða leiðina og svo bílar á öðrum leggjum og þannig þræða gönguleið Kristins, Sem ég get hiklaust tekið undir að er einn mesti þrekmaður sem ég hef lesið um (skítt með það þó svo að sögur hermi að hundinn hafi hann etið) og er það þess fyllilega vert að minnast slíkra sem hans og væri gaman að gera þessa ferð að veruleika í sept næsta ár og nota tímann til að lesa sig til í sögu hans og umhverfisins sem hann ferðaðist í það væri verðugt verkefni Litludeildar að hafa það sem fyrstu ferð næsta vetrar og kynna verkefnið vel og reyna að ná til sem flestra hópa göngu-jeppa-hesta-hjólamanna. Og ég er til í þetta verkefni
Kveðja Klakinn
05.10.2005 at 09:32 #528534Í 2. hefti ritsafnsins fósturjörð eftir Pálma Hannesson rektor er þátturinn um villu Kristins á Tjörnum og margar frásagnir í svipuðum dúr. Þar á meðal um dirfskuför Sturlu í Fljótshólum sem gekk úr Bárðardal suður yfir Sprengisand að Skriðufelli á þrem sólarhringum seinni hluta vetrar 1916. Þessar bækur gætu verið til í fornbókabúðum og örugglega á bókasöfnum. Meðferðakveðjum Olgeir
05.10.2005 at 11:04 #528536Á grænlandi voru Hundar taldir herramansmatur og ég kynntist grænlending sem sagðist hafa fengið vatn í munnin við að sjá feitann hund en það er einn galli að það þarf að sjóða hundakjöt í nokkra klukkutíma því að það er svo mikið A-vítamín í kjötinu að það getur drepið menn. Ef þetta er rétt sem grænlendingurinn sagði mér þá er útilokað að Kristinn hafi étið hundinn.
05.10.2005 at 20:24 #528538Það hefur aldrei svo ég hafi lesið um þessa hrakninga verið ýjað að því að Kristinn hafi etið hundinn en aftur á móti verið talað um að hrakningar hans hefðu ekki orðið svo miklir ef hann hefði elt hundinn.En það er á hreinu að ég ættla að nálgast þetta bókasafn.
En hina söguna man ég ekki til að hafa lesið en mun leita.
Kv
Klakinn
05.10.2005 at 20:37 #528540Menn hafa nú tíðkað hundaát í gegnum árin. Eitt sorglegasta hundaátið átti sér stað á vesturströnd Grænlands, þegar leiðangur J.P Koch, með þeim Alfred Wegener, Lars Larsen og Vigfús Sigurðsson, varð matarlaus eftir að hafa gengið yfir jökulinn 1913. Þeir höfðu mér sér hund frá íslandi sem Glói hét, og var hann með þeim í vetrarbúðum á austanverðum jöklinum. Eftir 1200km ferðalag yfir á vesturströndina voru þeir matarlausir og alveg að bugast. Það er best að taka þetta beint úr bókinni hans Vigfúsar.
"en ég varð að sjá fyrir Glóa, þótt hart væri. Við brytjuðum ketið í smábita og létum það, sem Lars hafði safnað og við kölluðum grænmeti, með því pottinn. Lokinu af pottinum höfðum við tapað, svo að hann var opinn. Lyngið vildi illa loga. Enn var í steinolíuflöskunni og var því skvett við og við í eldinn, og að síðustu kom að því, að hægt var að njóta réttarins. Mér fannst hann góður, enda gerir sulturinn allt sætt. Verst þótti mér reykjabragðið. Allt hafði þetta tekið um þrjár klukkustundir. Á meðan hafði þokunni létt, svo að við sáum til sólar. Wegener stóð uppi við bjargvegginn meðan hann mataðist, en horfði um leið fram á fjörðinn. Við hinir sátum á byrgisvegginum. Allt í einu segir hann, hvað er þarna úti á firðinum? Er það ísjaki eða bátur með seglum? Við spruttum upp og horfðum í þá átt sem Wegener benti, og allir sögðu, það er bátur."
Sorglegt að sjá bát, og vera enn að smjatta á Glóa.
Hlynur
05.10.2005 at 21:29 #528542Ég held ég þyrfti að vera illa svangur ef ég ætti að éta tíkina mína!!
En hvað heitir nú þessi bók (hvenær færð þú tíma til að lesa)
Klakinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.