This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Heimir Jóhannsson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar..
Við nokkrir félagar erum að spá í að skella okkur á Þrándarjökul um næstu helgi. Er einhver hér sem er með punkta á þennan jökul? Ég er líka spá í hvort það er hægt að fara niður Vesturdalsjökul eða hvort maður þarf að fara niður eyjabakkajökul?. Þrándarjökull sjálfur lítur nú út fyrir að vera frekar auðveldur viðureignar. Það eru þá kannski helst menn fyrir austan sem þekkja þetta svæði. En ég veit að vélsleðamenn fara þarna stundum. Ég hef verið þarna á hreindýraveiðum og það væri gaman að fara prófa að fara þarna á þessum tíma.
Verst er að tíðarfarið hefur leikið okkur grátt í vetur og spurningin er hvort þetta svæði er allt á floti, og hvort það sé lítill snjór á þessu svæði. Annars liggur þetta svæði frekar hátt yfir sjó. Annars er bara að skella sér og sjá til hvað verður. 😉 En ef það eru einhverjir sem geta miðlað reynslu sinni þá er það vel þegið…
kv,
heijo
You must be logged in to reply to this topic.