FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Þórunn á Grund

by Guðbrandur Þorkell Guðbra

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Þórunn á Grund

This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.08.2006 at 23:30 #198359
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member

    Í framhaldi af spjalli okkar Jóns Snædal og Skúla H.Skúlasonar í Varmahlíð fyrr í dag, copy/paste – a ég eftirfarandi innlegg mitt úr öðrum þræði:

    Ég hef heyrt talsvert af bollaleggingum um dvöl þessarar ágætu, eyfirsku fjalladrottningar í Laugafelli. Einn er sá maður hér, sem ég hef mesta trú á í sambandi við könnun á gömlum heimildum. Sá heitir Hjalti Pálsson, kenndur við Hof í Hjaltadal. Hann er í miðjum klíðum við að rita og gefa út s.n. Byggðasögu Skagafjarðar, en ég held þú (Jón Snædal) hafir séð þann hluta ritsins sem fjallar um það svæði sem áður hét Lýtingsstaðahreppur, en er nú að leggja lokahönd á þann hluta sem fjallar um Akrahrepp, og þar með Austurdal og það sem er í kringum hann. Ég veit ekki annað en hann fari í þetta Laugafellsdæmi í tengslum við það. Það sem getur verið til skoðunar með dvöl þessarar konu með sitt fólk þarna er, að það hefur oft í sögnum orðið ruglingur milli stóru pláganna tveggja á fimmtándu öld, þ.e. þeirrar fyrri sem gekk 1402 að talið er, og hinnar síðari, sem gekk um og upp úr 1490 eftir því sem menn hafa komist næst. Gallinn er hinsvegar sá að heimildir frá þessu tímabili eru afar litlar og koma þar til ýmis örlög, svo sem brunar verðmætra, ritaðra gagna ofl. En þarna er nærri öld á milli atburða. Ef til vill gæti það skýrt þennan tímamun varðandi Þórunni og dvölina við Laugafell. Það er nú svo, að margt í sögum og sögnum á sér sínar raunverulegu skýringar og margt hefur komið fram við vandaðar rannsóknir sem staðfestir frekar en hitt svona sagnir. Þarna ber líka að hafa í huga, að „litlu ísaldarinnar“ er ekki farið að gæta að marki á þeim tíma sem þetta á að hafa gerst og gróðurfar því með allt öðrum hætti en við þekkjum á okkar dögum. Það er nú svo og svo er nú það. Alls ekki fyrir að synja að Þórunn þessi hafi í raun dvalið af sér pláguna og þessvegna þá seinni, því reynslan af fyrri plágunni hefur verið tiltölulega nærri fólki í tímanum og margur hefur vafalaust hugsað sér leiðir til að sleppa ef sambærilegt kæmi upp öðru sinni.

  • Creator
    Topic
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)
  • Author
    Replies
  • 12.08.2006 at 23:55 #557708
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    og tilgangurinn er…?





    13.08.2006 at 01:09 #557710
    Profile photo of Gísli Ófeigsson
    Gísli Ófeigsson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 156

    fræða fólk.

    Það verður að athuga það að á 15 og 16 öld hafði fólk ekki nokkra hugmynd um hvað olli drepsóttum eða veikindum. Helst var talið að syndir, ólifnaður og ókristilegt líferni væri orsökin. Þess vegna er frekar ólíkllegt að fólk hafi flúið til fjalla til að forðast eithvað sem var hægt að bjarga með aukinni kirkjusókn og bænum.





    13.08.2006 at 02:01 #557712
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    þetta hefur verið heljarinnar spjall hjá ykkur en það var gaman að lesa þetta

    Kv Davíð Karl R-2856





    13.08.2006 at 08:36 #557714
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Það eru til þó nokkrar sögur um að bændur hafi flúið með fólk og búsmala sinn til fjalla er plágur gengu yfir og mig minnir að það sé sögn um að Þórir nokkur hafi flúið í dal undir norðanverðum Tindfjallajökli,og dvalið þar í um 2 ár,og munu vera til fl dæmi um slíkt.
    Trúarkreddur munu eflaust eiga sinn þátt í dauða margra á þessum tímum,en þó verður að gera ráð fyrir að til hafi verið fólk þá eins og nú sem notaði heilbrygða skynsemi.
    Klakinn





    13.08.2006 at 12:18 #557716
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Sælir og takk fyrir stutt en gott spjall við sjoppuna í Varmahlíð í gær.
    Frásagnir sem þessar er sjálfsagt oft byggðar á einhverjum sannleiksgrunn þó svo einhver ‘smáatriði’ skolist til með árunum. Þegar frásagnir geymast í munnlegri geymd taka þær eðlilega einhverjum breytingum. Ég held því ekkert útilokað að Þórunn hafi verið í Laugafelli til að forðast einhverja mannskæða pest. Finnst þetta sannfærandi söguskýring hjá Ólsaranum.
    En annað, ég spurði þig í gær hvort þú kannaðist við að hún hefði verið dóttir Jóns Arasonar og úr því þú gast ekki staðfest það spurði ég annan sem lumar á ýmsu, nefnilega félaga Google. Þar fann ég þetta:

    http://www.ferlir.is/?s=frodleikur&naid=1104

    Samkvæmt þessu stóð hún fyrir hefndum fyrir föður sinn og bræður.

    Kv – Skúli





    13.08.2006 at 15:42 #557718
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Já við komum ekki að tómum kofanum hjá þér Guðbrandur, þegar við þurfum upplýsingar um Hofsafrétt. En eins og Klakinn bendir á þá er það nokkuð þekkt að fólk hafi flúið til fjall unda pestum, í gegnum tíðina. T,d var búið inn í Jökuldal við Landmannalaugar. Og inn með Tungnaá fyrir innan Tröllið. En við eigum nú allavega að fá úr þessu skorið von bráðar, hvort föst búseta hefur verið í Laugafelli. Því það á að fara þar í fornleifarannsóknir og einnig er búið að taka ákvörðun um það að grafa á ný í Sandmúla og í Galtahól. Og einnig að mig minnir við Kvíar eða í Smiðjuskógi. En fyrst maður er kominn út um víðan völl. Þá er ekki úr vegi að geta þess að sunnan við Réttartorfu, rétt sunnan við Sandmúladalsá eru rústir merktar með lítill stiku. Þarna er talið að hafi staðið bær sem heitir Sandmúli og átti að hafa verið búið í honum á landnámsöld eða söguöld. Bæjarstæðið er sennilega ranglega merkt Hafursstaðir á kortum. Þar hafa fundist fjöldi ýmsa muna. T.d fannst þar ýmislegt 1908 og þegar grafið var í rústunum 1910. Hvað Hafursstaði varðar þá segir Pálmi Hannesson að á gróðurtorfunum hafi staðið býlið Hafurstaðir en tiltekur ekki frekar hvar það stóð. En segir þó frá því að neðsta torfan í hlíðinni hafi heitið Réttartorfa og það hafi áður verið fjárrétt. Í Jarðarbók Árna Magnússona segir Hafursstaðir kallaðist fornt eyðibýli á Hafursstaðarhlíðinni, sjást þar enn nokkur byggingarmerki, rústa og girðinga. Ekki má þetta eyðibýli aftur byggja. Daníel Bruun segir að austan fljóts sjáist enn tóttir þessa bæjar eða sels árið 1897. Árbók Forleifafélagsins. Ólafur Jónson ( Ódáðahraun ) leitaði nokkuð eftir býlinu og hefur það sennilega verið á árunum í kringum 1940. En fann ekki. Nú heyrði ég hinsvegar að nútíma forleifafræðingar gruni að Hafursstaðir séu undir Réttartorfuskálanum. Þannig að það má segja að eyfirðingar séu í hálfgerðu uppnámi með skálann, því ef ekki fornleifafræðingar grafi undan skálanum, þá verður skálanum sennilega drekkt með tilkomu Hrafnabjargarvirkjunar. Ef menn verða svo vitlausir að fara út í þá framkvæmd. Þú verður að fyrirgefa þetta skrens mitt til austurs Guðbrandur, en það var nú bara gert til þess að hilma yfir vanþekkingu minni á sögu Hofs og Nýjabæjarafréttar. En að lokum þá var ég staddur í gær milli Strangalækjar og Austari-Jökulsár, þá rakst ég á haförn sem sat þar í mestu makindum, en hann ákvað þó að flytja sig um set þegar við komum skröltandi á jeppunum.





    13.08.2006 at 21:08 #557720
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þakka ykkur báðum fyrir síðast, Jón og Skúli. Það var góð stund að hitta ykkur þótt hún væri stutt. Það eru eins og þú drepur á Jón Ofsi, margir búnir að spá í Hafursstaðahlíðina og Krókdalinn og einn þeirra er Jón Gauti Jónsson, landfræðingur og sagnfræðingur, en hann er sonur Jóns heitins Sigurgeirssonar frá Helluvaði í Mývatnssveit, en þeir feðgar ásamt fleirum unnu gríðarmikið þrekvirki við að finna Biskupaleiðina svokölluðu, sem líklega hefur legið um þetta svæði. Jón Gauti bjó hér á Sauðárkróki í nokkur ár og vorum við allvel kunnugir þá. (Jón Sigurgeirsson var einn í liði Þorsteins Þorsteinssonar á Akureyri þegar Geysisslysið varð á Bárðarbungu.) Þú minnist líka á tóftina eða byrgið fyrir innan Tröllið við Tungnaá. Einhversstaðar las ég haft eftir einhverjum fræðingi að trúlega hefði þetta verið veiðibyrgi. Ekki veit hann ég, en gaman væri að heyra frá honum Olgeiri okkar Engilbertssyni Weapon um þetta atriði. Skemmtilegt að Einar Kárason, rithöfundur, lætur eina sögupersónu sína nota þetta húsaskjól! Sú sögupersóna (Ljótur) hittir m.a. Eyvind og Höllu á Arnarvatnsheiði!
    Vonast til að hitta ykkur félaga fljótlega aftur við gott tækifæri.





    13.08.2006 at 21:32 #557722
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    ….aðal manneskjunni, frú Þórunni. Það er náttúrulega bersýnilegt að sú Þórunn, dóttir Jóns biskups, sem kunnust er úr sögum hefur ekki getað staðið fyrir svona ferð, í hvorugri plágunni á 15. öld. Nú má maður auðvitað gæta sín að verða ekki of tilgátuglaður, en það má svo sem gefa sér, að forfeður okkar og-mæður hafi kannski ekki alltaf verið með tímasetningar á hreinu og vísindalegar sagnfræðiaðferðir þeim lítt kunnar. Það er því ekki vitlausari tilgáta en eitthvað annað, að sökum þess að Þórunn Jónsdóttir hefur vafalaust verið sveipuð einhverjum hetjuljóma í hugum alþýðu vegna framgöngu sinnar við að hefna föður síns og bræðra, sem og kjarks hennar að bjóða voldugu, erlendu hervaldi svo freklega byrginn, hefur sá kjarkur og sú kænska, sem einhver önnur kvenhetja þó fyrr væri á dögum sýndi með því að fara með hyski sitt á fjöll upp til að forðast drepsótt, verið tengd hennar nafni þegar frá leið. Hvað um það, einhverntíma verðum við að hittast, Jón Ofsi, og spjalla saman um forn eyðibýli og byggðarminjar og bera saman bækur okkar í bókstaflegum skilningi. Þetta er svo skratti skemmtilegt viðfangsefni!





    15.08.2006 at 09:49 #557724
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir. Ég vildi feginn geta frætt ykkur um Hreysið við Tungnaá en þar eru litlar vísbendingar . Gólfskánin í kofunum er um 10 sentimetrar og þar er öskulagið úr Veiðivatnagosinu 1477 og mikil gjóska úr Skaftáreldum . Erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig landslag hefur verið á svæðinu fyrir gosið 1477 . Til dæmis fundust ummerki um ferskvatnsþörunga við boranir í Tungnaá austan við Snjóöldu fyrir mörgum árum og sumir telja að þar hafi verið Stórisjór sem óljósar sagnir eru um. Ég las einhverntíma grein um rannsókn á öskulögum og fleiru í Hreysinu en finn hana ekki núna . Með von um meiri skemmtilegar pælingar .Kv. Olgeir





    15.08.2006 at 21:53 #557726
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Í bókinni "Útilegumenn og auðar tóttir" eftir Ólaf Briem, er mikil og góð pæling um tóttirnar í Snjóöldufjallgarði. Ekki er nein afgerandi niðurstaða um uppruna þessara tótta, eða þá sem þar bjuggu, en mikið af skemmtilegum og áhugaverðum pælingum. Menn velta vöngum yfir því hvort Stórisjór hafi verið þar sem farvegur Tungnár er núna, og mig rámar eitthvað í grein eftir einhverja jarðfræðinga, líklega sú sama og Olgeir er að tala um. Spurning um að fletta Náttúrufræðingnum eða Jökli. Eftir töluverðar pælingar telur Gísli Gestsson (sem skrifar greinina í Útilegumenn) að þarna hafi búið skógarmenn.(útilegumenn)

    "Ég held að þarna hafi búið skógarmenn. Samkvæmt stærð kofanna og mannvirkja í skútanum finnst mér eðlilegt að ætla að þar hafi tveir til fjórir menn búið. Þeir hafa dvalið þar í rúmgóðum húsakynnum, verið vel búnir að áhöldum svo sem netum , meitlum o.fl. Þarna hafa þeir búið drjúglengi eins og sést á hinni 10 cm þykku gólfskán og því hve mannvirkin eru mikil á staðnum. Loks má sjá að þeir yfirgefa staðinn án alls flausturs og ætla sér að koma aftur eða að vísa öðrum þangað, svo sem frágangur netakubbanna sýnir, þó ekki yrði úr því. En hvað fyrir þá kom svo að þeir komu ekki aftur vitum við ekki og við þeirri spurningu eiga kofarnir ekki svar."

    Svo hljómar niðurlag Gísla í mjög fróðlegri lesningu.

    Hlynur





    07.09.2006 at 16:13 #557728
    Profile photo of Guðmundur Jónsson
    Guðmundur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 1116

    Ég var að vafra í kring um Hreysið í Snjóöldu í vikunni og fór upp Snjóöldufjallgarðinn frá Hreysinu og niður í Litlasjáfarbotn, stórkostlegt útsýni til Tugnárjökuls og veiðvatna á þessari leið, ég setti trak af leiðinni inn á[url=http://gps.snjallt.net/:2sgqobeo]gps skránna[/url:2sgqobeo] ef einhverjir hafa áhuga. þegar ég kom heim fór ég að vafra um netheima og rakst þá á þessa [url=http://www.fortunecity.com/rivendell/castle/479/snjalda.htm:2sgqobeo][b:2sgqobeo] grein [/b:2sgqobeo][/url:2sgqobeo] um Hreysið sem mér fannst að ætti erindi á þennan þráð, svo var þetta kvæði líka þarna en ég átta mig ekki á hver höfundurinn er ? veit það einhver?
    XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
    Draumur útilegumannsins
    ————————-
    Er laufið grær um landsins auðn
    við leggjumst út við Snjóöldu.
    Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt
    í Hreysinu við Snjóöldu.
    ————————-
    Er laufið deyr um landsins auðn
    og lindin frýs við Snjóöldu.
    Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt
    í Hreysinu við Snóöldu.
    ————————–
    Er vetur fer mað veðurhljóð
    og veðragný um Snjóöldu.
    Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt
    í Hreysinu við Snóöldu.
    ————————-
    Er hylur ljórann hélurós
    og herðir frost við Snjóöldu.
    Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt
    í Hreysinu við Snóöldu.
    —————————-
    Er vorið fer um vötnin blá
    með villiblóm til Snjóöldu.
    Þú hjúfrast blítt við hjarta mitt
    í Hreysinu við Snóöldu.





    07.09.2006 at 19:45 #557730
    Profile photo of Eiður Jónsson
    Eiður Jónsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 154

    Sælir fróðu menn langar að skjóta inn í þessa umræðu að samkvæmt mínum heimildum mun þórunn þessi hafa vera frá möðruvöllum í saurbæjarhreppi. og mun hafa beðið af sér svarta dauða uppí laugafelli.





    08.09.2006 at 11:07 #557732
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þar er okkur Íslendingum rétt lýst þegar farið er að spá í fortíðina, þá vaknar nú fyrst áhuginn! Svarti dauði já, það er nú eins og fram kom hér ofar, það er talið nokkuð öruggt að Svarti Dauði hafi gengið hér árið 1402, en svo gekk önnur plága rétt upp úr 1490, sem menn eru að mér er sagt ekki klárir á hvaða sótt hafi verið, kann bara að hafa verið stökkbreytt inflúenzuveira. Hvorttveggja sóttirnar munu hafa verið afar mannskæðar og hér í Skagafirði og reyndar víðar um mitt Norðurland þurrkaðist út byggð í heilu sveitunum, sbr. þjóðsöguna um Teit og Siggu í Ólafsfirði. En þú nefnir, Eiður, "þínar heimildir". Ertu nokkuð til í að segja mér hverjar þær heimildir eru? Maður verður alltaf eitt nef af forvitni þegar maður fréttir af einhverju svona sem maður hefur ekki séð og lesið. BTW – af því þú heitir nú Eiður, ertu nokkuð af Þúfnavallaættinni?





    08.09.2006 at 18:41 #557734
    Profile photo of Eiður Jónsson
    Eiður Jónsson
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 154

    mínar heimildir eru afi og aðrir gamlir kallar í sveitinni það er saurbæjarhreppi hinum forna framan akureyrar. nei er ekki af þúfnavallar kyninu er frá stekkjarflötum. skírður í höfuðið á afa bróður mínum Eiði jónssyni grýtu öngulsstaðrhreppi hinum forna.





    09.09.2006 at 12:52 #557736
    Profile photo of Hrannar Gestur Hrafnsson
    Hrannar Gestur Hrafnsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 14

    mikid er gaman ad lesa svona þræði fræðandi :)





    10.09.2006 at 16:22 #557738
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þakka þér fyrir að svara óviðurkvæmilegri forvitni minni Eiður. Það er nú eiginlega dónaskapur að spyrja svona eins og ég gerði. En af því að þú nefnir heimildarmenn þína "afi og aðrir gamlir karlar í sveitinni" þá er það nú einmitt svo, að slíkir menn/konur eru yfirleitt bestu heimildirnar um það sem varðar þeirra heimasveitir. Sá sem upphaflega sýndi mér laugina í draginu norðan við skálann, sem kennd er við þessa Þórunni, var Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, sem starfaði síðast sem kennari við Hrafnagilsskóla, kenndi sig þó jafnan við Djúpadal, en hans fólk fluttist þangað frá Ábæ í Austurdal, vestan fjallgarðsins. Eins og þú vafalaust þekkir betur en ég, var hann um árabil nokkurskonar ábyrgðarmaður skálans þar efra og átti þar mörg handtökin með félögum sínum og sveitungum. Það er bæði ómetanlegt og ógleymanlegt að hafa átt þess kost að hitta Hjörvar þarna á staðnum og hlusta á hann segja frá landslagi og sögu. Mig rámar einmitt í að hann hafi getið þess, að sagnirnar um Þórunni húsfreyju séu mjög misvísandi, bæði hvenær hún hafi verið uppi, hvar hún hafi búið og hvaða plágu hafi verið um að ræða. Hann var því varkár og fullyrti ekki neitt um þessi mál, en taldi eins og margir aðrir að margt bendi til að laugin eða þróin hefði verið höggvin af mannahöndum í klöppina. En líklega verður þetta þó hulið myrkri aldanna framvegis og aldrei úr því skorið hvað sé hið rétta í málinu. Þó gæti fornleifakönnun leitt eitthvað í ljós og ekki fyrir að synja að þær fari einhverntíma fram þarna.
    Góðar kveðjur í Eyjafjörðinn.





    10.09.2006 at 16:25 #557740
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þakka þér fyrir að svara óviðurkvæmilegri forvitni minni Eiður. Það er nú eiginlega dónaskapur að spyrja svona eins og ég gerði. En af því að þú nefnir heimildarmenn þína "afi og aðrir gamlir karlar í sveitinni" þá er það nú einmitt svo, að slíkir menn/konur eru yfirleitt bestu heimildirnar um það sem varðar þeirra heimasveitir. Sá sem upphaflega sýndi mér laugina í draginu norðan við skálann, sem kennd er við þessa Þórunni, var Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, sem starfaði síðast sem kennari við Hrafnagilsskóla, kenndi sig þó jafnan við Djúpadal, en hans fólk fluttist þangað frá Ábæ í Austurdal, vestan fjallgarðsins. Eins og þú vafalaust þekkir betur en ég, var hann um árabil nokkurskonar ábyrgðarmaður skálans þar efra og átti þar mörg handtökin með félögum sínum og sveitungum. Það er bæði ómetanlegt og ógleymanlegt að hafa átt þess kost að hitta Hjörvar þarna á staðnum og hlusta á hann segja frá landslagi og sögu. Mig rámar einmitt í að hann hafi getið þess, að sagnirnar um Þórunni húsfreyju séu mjög misvísandi, bæði hvenær hún hafi verið uppi, hvar hún hafi búið og hvaða plágu hafi verið um að ræða. Hann var því varkár og fullyrti ekki neitt um þessi mál, en taldi eins og margir aðrir að margt benti til að laugin eða þróin hefði verið höggvin af mannahöndum í klöppina. En líklega verður þetta þó hulið myrkri aldanna framvegis og aldrei úr því skorið hvað sé hið rétta í málinu. Þó gæti fornleifakönnun leitt eitthvað í ljós og ekki fyrir að synja að hún fari einhverntíma fram þarna.
    Góðar kveðjur í Eyjafjörðinn.





  • Author
    Replies
Viewing 17 replies - 1 through 17 (of 17 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.