This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Í framhaldi af spjalli okkar Jóns Snædal og Skúla H.Skúlasonar í Varmahlíð fyrr í dag, copy/paste – a ég eftirfarandi innlegg mitt úr öðrum þræði:
Ég hef heyrt talsvert af bollaleggingum um dvöl þessarar ágætu, eyfirsku fjalladrottningar í Laugafelli. Einn er sá maður hér, sem ég hef mesta trú á í sambandi við könnun á gömlum heimildum. Sá heitir Hjalti Pálsson, kenndur við Hof í Hjaltadal. Hann er í miðjum klíðum við að rita og gefa út s.n. Byggðasögu Skagafjarðar, en ég held þú (Jón Snædal) hafir séð þann hluta ritsins sem fjallar um það svæði sem áður hét Lýtingsstaðahreppur, en er nú að leggja lokahönd á þann hluta sem fjallar um Akrahrepp, og þar með Austurdal og það sem er í kringum hann. Ég veit ekki annað en hann fari í þetta Laugafellsdæmi í tengslum við það. Það sem getur verið til skoðunar með dvöl þessarar konu með sitt fólk þarna er, að það hefur oft í sögnum orðið ruglingur milli stóru pláganna tveggja á fimmtándu öld, þ.e. þeirrar fyrri sem gekk 1402 að talið er, og hinnar síðari, sem gekk um og upp úr 1490 eftir því sem menn hafa komist næst. Gallinn er hinsvegar sá að heimildir frá þessu tímabili eru afar litlar og koma þar til ýmis örlög, svo sem brunar verðmætra, ritaðra gagna ofl. En þarna er nærri öld á milli atburða. Ef til vill gæti það skýrt þennan tímamun varðandi Þórunni og dvölina við Laugafell. Það er nú svo, að margt í sögum og sögnum á sér sínar raunverulegu skýringar og margt hefur komið fram við vandaðar rannsóknir sem staðfestir frekar en hitt svona sagnir. Þarna ber líka að hafa í huga, að „litlu ísaldarinnar“ er ekki farið að gæta að marki á þeim tíma sem þetta á að hafa gerst og gróðurfar því með allt öðrum hætti en við þekkjum á okkar dögum. Það er nú svo og svo er nú það. Alls ekki fyrir að synja að Þórunn þessi hafi í raun dvalið af sér pláguna og þessvegna þá seinni, því reynslan af fyrri plágunni hefur verið tiltölulega nærri fólki í tímanum og margur hefur vafalaust hugsað sér leiðir til að sleppa ef sambærilegt kæmi upp öðru sinni.
You must be logged in to reply to this topic.