Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Þórsmörk – árnar
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Tryggvason 18 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.06.2006 at 19:19 #198089
Ég ætlaði að heyra hvort einhver hefði keyrt inn í Þórsmörk síðustu daga. Er nefnilega á leið þangað um helgina.
Ég fór þangað fyrir 3 vikum og þá var varla vatn upp í hjólkoppa…árnar voru eins og góðir pollar í Kópavoginum í gamla daga.
Væntanlega hefur úrkoman að. undanförnu eitthvað bætt í þær og mig langaði að heyra hvort einhvert hefði farið þær nýlega.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.06.2006 at 19:29 #554568
Það var ekkert í um síðustu helgi. Það er alveg hending ef það er eitthvað í þessu nú orðið, ekkert fjör í þessu leingur.Spurning ef Katla gís þá gæti kanski eitthvað orðið í þessu:o)
14.06.2006 at 23:26 #554570Það var lítið í, þrátt fyrir rigningu og tiltölulega hlýtt veður.
lítið í Jökulá, og Krossá…Hvanná eiginleg týnd..af flakki og vatnsleysi…eiginlega mest í Steinholtsánni svona miðað við það sem maður er vanur..
En þrátt fyrir vatnsleysið þá er Krossáin alltaf jafn óútreiknanleg.
Ég var rétt kominn yfir í Langadal og byrjaður að spjalla við skálavörðinn þegar Patrol af eldri gerðinni smellti sér í síðastu lænuna yfir í Langadal…fór vel yfir húddið og svo dó hann á bakkanum..
skálavörðurinn brá skjótt við og dró kauða upp á traktor…
reyndar held ég að patrolinn hafi sloppið með skrekkinn….ótjónaður ..utan smá bleytu í teppum..
hér að neðan má sjá festuna…
[url=//old.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4578/32410.jpg]//old.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4578/32410.jpg[/url]
14.06.2006 at 23:49 #554572eru bílarnir ekki bara orðnir stærri og öflugri…. = ekkert í ánnum en 3?" patrol fer yfir húdd
mynd muna að sleppa http: [img:2pt0p8h0]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4578/32410.jpg[/img:2pt0p8h0]
15.06.2006 at 00:09 #554574….ef menn myndu nú aðeins lesa ánna betur…en vaða ekki yfir ánna þar sem hun er einna þrengst…og þ.a.l. dýpst. ;o)
15.06.2006 at 10:43 #554576
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Undanfarin ár hafa Steinsholtsáin og Hvannáin verið helstu farartálmarnir á leiðinni inn í Bása og Þórsmörk.
Í rigningunum eins og undanfarið, þegar það er tiltöluega lágskýjað, þá nær rigningin ekki að neinu marki upp á jökul. Þannig stækka lækirnir á leiðinni tilölulega mikið en jökulárnar ekki nærri því eins mikið.
Það er alltaf hægt að finna vað yfir árna, menn þurfa bara að leita og jafnvel vaða.
kv
Magnús
15.06.2006 at 11:13 #554578Menn tala oft um að vaða ef áin er tvísín t,d pabbi sagði alltaf ef þú getur ekki vaðið þá geturðu ekki keyrt yfir, ég er ekki alveg sammála, tel það svolídið gamli skólinn:o) margir bílar eru orðnir svo öflugir í dag, við reyndum einusinni að vaða þar sem var mikill straumur, náði rétt upp á mitti, það gekk einganveigin við duttum óg týndum stafnum og derhúfunum, þannig að við keyrðum yfir og var það ekkert stór mál á 44".Er kominn með nýja aðferð að keira með húddið frekar á ská uppí strauminn til að sjá hvað það er djúpt, þá getur maður alltaf bakkað aftur, en ef þú dembir þer beint útí með straumnum eins og á að gera ef þú veist hvað þú ert að fara útí, en ef þú veist það ekki þá er ekki aftur snúið takk fyrir.
15.06.2006 at 11:44 #554580
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vissulega fara flestir stórir fjallabílar miklu meira heldur en gangandi maður. T.d. stend ég ekki meira en upp í miðja bumbu þegar best lætur í Krossá.
En þá kemur að öðrum punkti. Þú ert kannski að keyra yfir mikla á og bíllinn stoppar af einhverjum orsökum. Hvernig ætlarðu að standa við bílinn og græja spotta á sinn stað?
Hef bæði lennt í og séð þær aðstæður þar sem ekki var hægt að gera neitt nema fara á dráttavél eða þaðan af öflugra tæki, að bílnum og ferja fólkið af toppnum og í land.
Grundvallaratriðið í þessum málum er að fara ekki út í neitt sem þú veist ekki hvernig er án þess að vera með plan A, B og C ef eitthvað kemur uppá.
15.06.2006 at 14:41 #554582Mér var kennt vaða fyrst og keira svo ef þú getur ekki vaðið þá keiri þú hanna ekki heldur,en það eru til menn sem fara ekki eftir þessu eins og dæminn sanna.
( Höfum skinsemi með í för )
kv,,, MHN
15.06.2006 at 14:49 #554584Sælir
Sjáið mynd á baksíðu Moggans í dag. Þar standa feðgar á skottinu á gömlum Volvo strand útí á. Ég er viss um að þeir hefðu getað vaðið fram og til baka í þessari á í gúmmístígvélum en þeir stoppuðu samt. [url=http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1207553:nvkpro18][b:nvkpro18]Hér er myndin[/b:nvkpro18][/url:nvkpro18]Það er ekki til nein algild regla um hvort þú komist yfir ár eða ekki. Maður verður að meta aðstæður hverju sinni útfrá umhverfinu og líka að gera hóflegar kröfur til farartækisins.
Kv.
Ásgeir
15.06.2006 at 15:06 #554586Ef menn kunna ekki að meta aðstæður þá eiga þeir ekkert
á fjöll eða keira yfir ár og eiga bara halda sig bara á malbikinu.
( Og ekki hafa heilan milli eirna hann er aðeins ofar )
kv,,, MHN
15.06.2006 at 18:27 #554588Eitt það skemmtilagasta við þetta jeppa sport finnst mér er að keyra í vatni, og auðvitað þarf að fara varlega í því eins og öllu öðru. Hef sammt verið 3 sinnum í ferð þar sem bíl hefur olltið í jökulám, eitt skiptið var frekar skondið, við vorum í þrautakóng í krossánni á 2 38" Wyllisum búnir að þræða um allt og endaði með því að hann drab á græjuni og vellti, kveikjulokið skall í hvalbakinn þegar hann skellti sér útí, en farðeiginn var svo snöggur að hann rétt blotnaði í lappirnar, þegar bíllinn rúllaði þá labbaði hann á honum eins og á rúllandi bollta:o), hann var blæjuaus.
15.06.2006 at 21:14 #554590… hvað ég er búinn að fara oft inn í Þórsmörk á hinum ýmsu faratækjum frá handónýtum rútukálfum til öflugra jeppa og einnig á öflugustu fjallatrukkum (4×4 rútum) sem völ er á, en mér hefur aldrei tekist að fara þarna inn eftir án þess að hafa hnút í maganum hvort sem það er lítið vatn eða mikið. Og ég er á því að þann dag sem ég fer framhjá gömlu Markafljótsbrúnni án þessa hnúts er komin tími til að snúa við og fara eitthvað annað. Það vill gleymast að Þórsmörk hefur tekið fleiri mannslíf á síðari tímum heldur en flestar ef ekki allar aðrar fjallaslóðir og maður hefur séð menn sína ótrúlegt kæruleysi og að mínu áliti oft hreinan hálfvitaskap í ánum þarna.
15.06.2006 at 22:05 #554592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég get ekki sagt annað en að inni mörk hef ég svo oft farið frá því að vera farþegi og uppí að keyra sjálfur öflugum jeppum en um leið og stefnan er tekin af þjóðvegi 1 inn í mörk þá fær maður hnút enda held ég að það hafi oft bjargað mér frá því að gera einhvern djöfulsins skandal.
En aðfarirnar sem maður sér hjá sumum snillingunum eru rosalegar og í bókstaflegri merkingu er telft á tæpasta vað.
Svo þið sem eruð að byrja og aðrir ættuð að bera MIKLA virðingu fyrir jökul ám sama hvað þær eru og hversu mikið sýnis vera í þeim.
Kv Siggi g
15.06.2006 at 22:06 #554594Þegar ég var að keyra rútur þarna inneftir varð ég oft var við það að jeppar sem voru þarna á ferðinni biðu eftir okkur á rútunum til að sjá hvernig við færum yfir og komu svo á eftir okkur og það er svosem eðlilegt en menn gleyma því oft að stór rúta þarf annarskonar vað heldur en jeppi. Margar af þeim rútum sem eru þarna á ferðinni eru með loftinntakið í hátt í tveggja metra hæð og jafnvel með búnað til að geta tekið loftið innan úr bílnum. Hún er líka kannski 10-15 tonn á þyngd og þetta gefur henni færi á að fara í miklu dýpra vatn heldur en jeppi getur leyft sér. Rútan er hins vegar löng á milli hjóla og löng fyrir aftan afturhjól og er þess vegna viðkvæm fyrir bröttum bökkum sem jeppi klifrar auðveldlega uppá. Þess vegna er staðurinn sem rútan fór yfir ekki endilega besti staðurinn fyrir jeppa.
Einhver hérna var að tala um að fara skáhalt upp í strauminn en því er ég algjörlega ósammála og hef alltaf reynt að fara undan straumi ef það er nokkur möguleiki. Fyrir því eru tvær ástæður.
1. Streymandi vatn býr yfir ótrúlegri orku og ef þú ekur á móti straumi þarftu að vinna upp þennan kraft en ef þú ekur undan straumi bætist hann við afl bílsins. Ég veit dæmi um bíla sem hafa lent í að hafa ekki afl til að aka á móti miklum straumi þó að þeir hafi haft grip.
2. Þeim megin sem straumurinn er verður vatnsborðið hærra en undan straumi lækkar það og það þýðir að ef þú ekur á móti straumi ertu fyrr búinn að fá vatið í þá hæð sem loftinntakið er.
15.06.2006 at 22:57 #554596Það sem Einar skrifar um árnar í Mörkinni er bara hreinn og klár sannleikur,og mér er eins farið og honum,losna ekki við hnútinn í maganum fyrr en ég er komin út fyrir Lónið,sama hversu oft ég hef farið inneftir td 4 sinnum síðustu viku,en hvað varðar árnar núna eru þær með besta móti og lítið í en þó var farið að vaxa í Hvanná og Steinholtsá seinni partinn í gær,en ég vil undirstrika það sem Einar segir, sýnið ánnum virðingu og farið varlega það er meira hugrekki falið í því að hætta við að fara yfir en æða útí á sem hæglega leggur bílinn á kaf á örfáum mínútum,það tók Hvannánna 30mín að leggja eldhúsbílinn hjá GJ á hliðina.
Klakinn
15.06.2006 at 23:48 #554598Stundum er sagt að ef maður hafi ekkert merkilegt til málanna að leggja, eigi maður bara að halda kjafti.
Ég hef helgað líf mitt baráttunni gegn þeim frasa 😉
Ég er reyndar sammála því að það er "betra" að keyra undan straumi yfir á ef maður kemur því við – en mikið rosalega hef ég oft bitið í varirnar þegar fólk hefur sagt það EINU leiðina til að þvera ár.
Er því feginn að sjá að ég er ekki einn í því að velja stundum leið á móti straumi, þó ég reyndar noti húdddið nú sjaldnast sem mælikvarða á það hvort áin sé of djúp eða ekki, enda ansi hátt upp á húdd hjá mér.
Fyrir utan þetta augljósa, þ.e. að bíllinn erfiði minna, spóli minna, láti betur að stjórn ef hann missir grip, taki síður inn loft (allir með snorkel 😉 og allt það, þá er ein ástæða í viðbót fyrir því að ég reyni frekar að snúa nefinu niður.
Jökulár eru nefnilega nálægt 90% vatn – restin er sandur, grjót og annar framburður sem mig langar ekki vitundarhót að fá í vatnskassann.Jæja – nóg röfl í kvöld.
Einar Elí
ps. – muna svo að hafa vaðið fyrir neðan sig.
16.06.2006 at 06:10 #554600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er í sjálfu sér ekkert mál að finna mesta dýpið í jökulánum.
Eftir að hafa tekið þátt í riverrafting á hinum ýmsustu bílum og apparötum inní Þórsmörk, þá varð einn atburður til þess að ég setti mér markmið í öllum mínum vatnaakstri.
Eitt föstudagskvöld var ágætur 35" van með afturendann á bólakafi í Krossánni þegar óbreyttur Landrover keyrði yfir ánna ca 10 metrum neðar án þess svo mikið að bleyta felgurnar.
Þetta varð til þess að í dag reyni ég alltaf að finna grynnsta og besta vaðið. Mér finnst það vera mun krefjandi heldur en að setja bílinn á bólakaf.
Það gleymist oft í sullleikjunum hjá mönnum að það er fullt af fólki sem setur sig í stórhættu við að bjarga því sem bjargað verður þegar bílarnir eru komnir á kaf og tala nú ekki um þegar þeir eru farnir að rúlla.
16.06.2006 at 20:21 #554602Það er rétt hjá nafna mínum að að fara undan straumi er ekki eina leiðin til að fara yfir, stundum eru aðstæður þannig að það er enginn önnur leið en upp á móti eða að vaðið undan er svo slæmt að skársti kosturinn er að fara upp ánna og þá er bara að láta sig hafa það eða snúa við (sem er ALLTAF kostur). Svo er lika hægt að fara þvert yfir en þá er eins gott að standa klár á því að lenda ekki niður fyrir áætlaðan lendingarstað því að bíll sem fer þvert í straumvatn rekur oft ótrúlega mikið undan straumi.
Hvað það varðar að leggja sig í hættu við að bjarga bílum úr ám veit ég um marga rútueigendur sem banna sínum mönnum að nota bílana í björgunaraðgerðum nema að um líf og dauða sé að tefla. Ástæðan er að þeir eru orðnir þreyttir á skemdum á bílum í svoleiðis æfingum sem enginn er síðan tilbúinn að borga.
Ég held síðan að það sé öllum hollt að fá að skoða myndaalbúmið sem er til hjá skálavörðunum í Langadal með myndum af hinum ýmsu óhöppum í ánum í nágrenninu.
16.06.2006 at 20:35 #554604….þarf maður þá ekki fyrst að fara yfir árnar?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.