This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Það er vægast sagt grátlegt að horfa uppá þær framkvæmdir sem eru í gangi á Þórsmerkursvæðinu þess dagana.
Það má öllum vera ljóst sem leið hafa átt um íslenskar jöklaslóðir síðustu árin að veðurfar breytist hratt, jöklar bráðna og umhleypingar í veðri orska regluleg stórflóð sem geta valdið „skaða“.
Í ljósi þeirrar „framkvæmdagleði“ sem nú ríkir í Þórsmörk væri hollt að líta til framtíðar og spyrja hvernig viljum við hafa þetta í nánustu framtíð?
Ef við horfum til desember í fyrra að þá er alveg á hreinu að „heimilislegir nettir og umhverfisvænir varnargarðar“ hefðu engu breytt í þeim látum sem þá voru í gangi. Og sennilega hefðu þeir líklega líka sópast í burt 19. nóvember síðastliðin þegar Markarfljót náði langleiðina upp að brúargólfi markarfljótsbrúar og mikið „rask“ varð á leiðinni inn á Mörk.
Ef menn ætla sér í alvöru að vernda þann litla gróður sem er á Krossáraurum og slóðina inn á Mörk að þá þarf að fara í slíkar framkvæmdir að þær verða ævarandi líti á svæðinu, eins og reyndar má sjá nú þegar skammt innan við Merkurker þar sem stórvirkar vinnuvélar hafa verið við störf undanfaranr vikur. Það er skoðun mín og margra fleiri að hagsmunum Þórsmerkur og þeirra sem þangað sækja og þar starfa sé best borgið með því að gera ekki neitt. Láta slóðann inná Mörk algerlega eiga sig, gera enga varnargarða og hafa þjónustu á svæðinu í því horfi sem hún er í dag. Ef mönnum er annt um birkiskóga á Íslandi að þá eru endalaus verkefni í að styðja þá og styrkja bæði í og við Þórsmörk og miklu víðar. Húsakosti í Þórsmörk stafar engin hætta af flóðum í mörkinni og því ástæðulaust að hafa áhyggjur af því.
Þórsmerkur ferðir hafa verið og eiga um ókomin ár að vera ævintýraferðir þar sem allir vita hvenæar lagt er af stað en engin veit hvernær komið er heim.Kv. Óli
You must be logged in to reply to this topic.