FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Þórsmörk

by Árni Alfreðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Þórsmörk

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Árni Alfreðsson Árni Alfreðsson 18 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.09.2006 at 14:17 #198551
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant

    Haustið á Þórsmerkursvæðinu virðist ætla í sama gír og undanfarið þ.e.a.s. tíðir vatnavextir. Fyrir þá sem hafa gaman af einhverju gösli þá er gæti orðið talsvert í sprænum hér á svæðinu í dag. Reyndar gerist þetta allt mjög hratt og þú horfir á vatnsborðið hækka og lækka.

    S.l. föstudag gerði mikla vatnavexti og vegir og vöð grófust í sundur. Krossá var hálfgerður fjörður meðan mest var. Kærkomin tilbreyting frá vatnslitlu sumri. Það sem skemmir fyrir að mínu mati er að strax er komin grafa til að laga veginn svo malbiks-rútur og slyddujeppar (eins og verktakinn orðaði það) komist þarna innúr. Strax um kvöldið var búið að laga hverja einustu sprænu fram að Stóru-Mörk og renni malkbiks-rútu færi alla helgina. Sama gerist líklega í dag.

    Það væri miklu meira ferðalag fyrir lýðinn að fara veginn dálítið sundurgrafinn á alvöru rútu eða ekki of fínum slyddujeppa. Kannski það ætti að friða Þórsmerkurveginn frá 15 sept. – 1 maí. ár hvert.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Umgangist vötnin af varúð.

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 15.09.2006 at 15:31 #560178
    Profile photo of Hannes Bridde
    Hannes Bridde
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 79

    Ég er búinn að fara nokkrum sinnum inní Þórsmörk í sumar og ég hef nokkrum sinnum séð traktor með einhverskonar ýtutönn vera eiga við vöðin þarna og það pirrar mig mikið.

    Það pirrar mig meira er þetta hestalið sem er þarna í mörkinni. Þeir eru ríðandi á veginum og eru ekki mikið að leggja sig fram við að hleypa manni framúr og einnig eru þeir með bíl fyrir aftan hestana sem sér um að svína á mann ef maður reynir að fara fram úr þeim.





    15.09.2006 at 22:02 #560180
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Það er bara ekki til betra nafn á þetta fólk, sem betur fer.





    15.09.2006 at 22:39 #560182
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Mér finnst nú verst hvað hestamennirnir fara út um allar trissur á þessum bikkjum sínum og spora út um allt. Ég sá einmitt til þeirra fyrir ca. mánuð síðan inn í Þórsmörk og þá voru þeir ekkert að vanda sig við að hlífa gróðrinum!
    Svo er það alveg stórmerkilegt, að þessum hestamönnum virðist ekki nægja ein trunta undir sig. Flestir eru með nokkur stykki sem hlaupa í allar áttir! Ég veit ekki með aðra en ég að minnsta kosti keyri bara einn bíl í einu.
    Hver er ástæðan fyrir því að það þarf að reka allt stóðið inn í Þórsmörk?
    –
    kv. Kiddi





    16.09.2006 at 10:07 #560184
    Profile photo of Gústav
    Gústav
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 46

    nú ekki þeir einu sem ferðumst um landið. það er til fólk sem vill nota "þarfasta þjónninin" og okkur sem erum akandi ber að taka tilliti til þeirra, því ég veit af eigin reynslu hvernig er að sitja hest sem fældist vegna ökuníðings á 4×4 jeppa sem taldi sig eiga allan rétt á veginum. Sýnum öðrum virðingu þó þeir vilji nota annan ferðahátt en 4×4 jeppa, við erum öll til.





    16.09.2006 at 10:31 #560186
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    segir kannski allt sem segja þarf. Síðast þegar ég fór á hestbak, líklega 1983, var þegar ég fór á Fjall en svo nefndist það þegar Þórmörkin og nálægir afréttir voru smalaðir. Hestar voru eingöngu notaðir við að komast úr skála og inn á viðkomandi afrétt og við að reka féð til byggða. Dugði að hafa tvo til reiðar.

    Við verðum að virða rétt manna til að ferðast á annan hátt en bara bílum en ég verð að segja að ég botna ekkert í þessum risa stóðum sem eiga lítt erindi þarna innúr og menn virðast stundum lítt ráða við. Hestar eru hins vegar góðir í vötnum og spurning hvort 44+ ferðin ætti ekki að hafa nokkra til halds og trausts.

    Það þyrfti frekar að fara með sauðkindina þarna innúr í stað hesta því skógurinn og gróður líður fyrir fjárskort t.d. í Húsadal og Hamraskógum. Sauðfé er nauðsynlegt í hóflegum mæli til að grisja skóginn.

    Friðum veginn og beitum Mörkina.

    Kv. Árni Alf.





    16.09.2006 at 10:31 #560188
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 280

    segir kannski allt sem segja þarf. Síðast þegar ég fór á hestbak, líklega 1983, var þegar ég fór á Fjall en svo nefndist það þegar Þórmörkin og nálægir afréttir voru smalaðir. Hestar voru eingöngu notaðir við að komast úr skála og inn á viðkomandi afrétt og við að reka féð til byggða. Dugði að hafa tvo til reiðar.

    Við verðum að virða rétt manna til að ferðast á annan hátt en bara bílum en ég verð að segja að ég botna ekkert í þessum risa stóðum sem eiga lítt erindi þarna innúr og menn virðast stundum lítt ráða við. Hestar eru hins vegar góðir í vötnum og spurning hvort 44+ ferðin ætti ekki að hafa nokkra til halds og trausts.

    Það þyrfti frekar að fara með sauðkindina þarna innúr í stað hesta því skógurinn og gróður líður fyrir fjárskort t.d. í Húsadal og Hamraskógum. Sauðfé er nauðsynlegt í hóflegum mæli til að grisja skóginn.

    Friðum veginn og beitum Mörkina.

    Kv. Árni Alf.





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.