This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Alfreðsson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Haustið á Þórsmerkursvæðinu virðist ætla í sama gír og undanfarið þ.e.a.s. tíðir vatnavextir. Fyrir þá sem hafa gaman af einhverju gösli þá er gæti orðið talsvert í sprænum hér á svæðinu í dag. Reyndar gerist þetta allt mjög hratt og þú horfir á vatnsborðið hækka og lækka.
S.l. föstudag gerði mikla vatnavexti og vegir og vöð grófust í sundur. Krossá var hálfgerður fjörður meðan mest var. Kærkomin tilbreyting frá vatnslitlu sumri. Það sem skemmir fyrir að mínu mati er að strax er komin grafa til að laga veginn svo malbiks-rútur og slyddujeppar (eins og verktakinn orðaði það) komist þarna innúr. Strax um kvöldið var búið að laga hverja einustu sprænu fram að Stóru-Mörk og renni malkbiks-rútu færi alla helgina. Sama gerist líklega í dag.
Það væri miklu meira ferðalag fyrir lýðinn að fara veginn dálítið sundurgrafinn á alvöru rútu eða ekki of fínum slyddujeppa. Kannski það ætti að friða Þórsmerkurveginn frá 15 sept. – 1 maí. ár hvert.
Kv. Árni Alf.
P.S. Umgangist vötnin af varúð.
You must be logged in to reply to this topic.