Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Þórsmerkur pælingar!!!!!!!!!!
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.07.2009 at 14:52 #205463
Góðan daginn,
er að spökulera hversu langt menn fara með tjaldvagna?
Ef maður er á góðum bíl er þá nokkuð mál að fara með hann í Langadal?
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.07.2009 at 15:53 #652604
Að fara með vagna yfir straumvötn er alltaf varasamur gjörningur. Ég held að flestir þeir sem fara með vagna inn í Þórsmörk fari inn í Bása vegna þess að þá sleppur þú við að fara yfir Krossána. Vegurinn þarna inneftir er kannski ekki heppilegur vegur fyrir vagna, hef séð brotna undan nokkrum á leiðinni en vagnar með styrktan undirvagn hafa þetta alveg af. Varðandi það að fara yfir Krossá með vagn þá er það ekki gert nema lítið sé í ánum. Fór fyrir tveimur vikum með minn vagn, sem er á loftpúðum, dempurum og 13 tommu dekkjum inn í Húsadal og var það aðeins gerlegt vegna þess hve lítið var i ánum. Inn í Langadal er að ég held ekki gert ráð fyrir vögnum og óvíst hvort hægt er að fara með þá upp á gras. Kveðjur, Logi Már R-3641
28.07.2009 at 17:35 #652606Hjörtur
Til að svara spurningunni þá er það í raun háð vatnavöxtum að fara með (vatnsheldann) [b:3w58vdlh]tjaldvagn[/b:3w58vdlh] yfir í Langadal eða öllu heldur yfir Krossá og [b:3w58vdlh]hættan á að verða innlyksa með vagnin er meiri þar en t.d. í Básum[/b:3w58vdlh] eða víða annars staðar.
[b:3w58vdlh]Krossáin getur á 1-2 tímum breyst úr lítilli á eða kvíslum í stórfljót[/b:3w58vdlh] sem nær frá Langadal yfir í Álfakirkju. Þá þarf að vera undir það búin að vera fljótur að pakka saman og skjótast yfir eða að hafa nennu til að vera innlyksa í einhvern tíma og vaða ekki út í óvissuna, hafa dash af skynsemi með í för.Ég og fleiri höfum farið með tjaldvagna og kerrur yfir Krossá… báðar leiðir án nokkurra vandræða það þarf bara að kanna aðstæður vel áður eins og alltaf þegar farið er yfir ár og vera 100% viss á því sem maður er að gera.
Ég var t.d. inn í Þórsmörk í gær og var vegurinn hundleiðinlegur á köflum eða svona týpískur malarvegur með þvottabretti eins og víða má finna almennt á malarvegum en það var hins vegar lítið í ánum bæði yfir í Húsadal og Langadal en það gæti hafa breyst 15 min. eftir að ég fór þaðan.
Ég er hvorki að hvetja, letja eða mæla með því að fara með tjaldvagna þarna yfir Krossánna heldur aðeins að svara spurningunni hans Hjartars.
kv. notendafn: Stef.
28.07.2009 at 20:26 #652608[quote="jakinn":h78szek1]Góðan daginn,
er að spökulera hversu langt menn fara með tjaldvagna?
Ef maður er á góðum bíl er þá nokkuð mál að fara með hann í Langadal?
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is[/quote:h78szek1]miðað við hver maðurinn er sem er að spyrja. Þá myndi ég segja Hjörtur.
Settu spotta í tjaldvagninn straummegin og svo tekur þú þessa hlandsprænu aðeins upp á móti straum. Trukkurinn þinn veit ekki af því.
28.07.2009 at 22:13 #652610Þar sem kammerad Ofsi er efstur á óvinalista mínum á f4x4 vefnum og öll innlegg frá honum eru blokkeruð til mín þá verð ég bara að geta í eyðurnar með að hann hafi ráðlagt Jaka-Hirtinum að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt inn í Þórsmörk því þar eru tækifærin.
Hins vegar veit ég ekki hvernig bíl Hjörtur er á né heldur allir hinir sem lesa innleggin okkar … sem ekki eru blokkeruð…
Hættan sem er alltaf fyrir hendi er að það sem maður ráðleggur einum sé apað upp af öðrum sem aftur hefur ekki dash af innsæi á eigin getu og farartæki.
kv. Notendanafn: stef.
31.07.2009 at 00:12 #652612Skaust í Þórsmörk í gær þ.e. miðvikudag. Lítið í ánum. Fyrri hluti vegarins var alger hörmung en skánaði þegar innar dró. Á bakaleiðinni var verið að hefla neðri helming vegarins. Veit ekki hvort hefillinn fór alla leið inneftir.
Varðandi að draga tjaldvagn þá á það að vera lítið mál, sérstaklega ef menn eru að hugsa um það sem hangir aftan í bílnum. Ég hef bæði farið með tjaldvagn og fellihýsi inn í Bása. Í einni ferðinni með tjaldvagn hafði aukist nokkuð í ánum á baka leiðinni. Þegar við fórum yfir Hvanná (sem verður fljótt vatnsmikil og straumhörð í rigningum) og Steinsholtsána þá setti ég spotta úr bílnum hjá mér, aftur og undir tjaldvagninn (en yfir hásinguna) og í framendan á öðrum jeppa. Héldum við spottanum nokkuð stífum og kom það í veg fyrir að straumurinn sneri honum. Þess ber þó að geta að það var ekkert allt á floti. Það þarf bara ekki mikið vatn undir tjaldvagna til að fleyta þeim.
31.07.2009 at 23:08 #652614
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Strákar mínir það hefur varla vatnað upp í felgur í sumar í mörkinni og því er nú ekkert mál að fara með vagn
þarna yfir bara ekki stoppa í ánni, gerir nú ekkert þó vagninn sé nú ekki beint fyrir aftan bílinn þegar farið er yfir
kveðja Helgi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.