This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.09.2004 at 16:53 #194601
Hér á annars líflegu vefspjalli, misgáfulegu á stundum, kemur reglulega upp sú spurning hvort fært sé inn á Þórmörk á hinni eða þessari dekkjastærðinni. Spurningin er heimskuleg og svarið getur verið mjög villandi.
Belgmikil dekk eru ókostur því bílinn flýtur mun fyrr upp en ella. Þegar slíkt gerist er erftitt að hafa nokkra stórn á bílnum, vatnið tekur völdin. Það sem skiptir máli er þyngd og hæð bílsins einkum hvað hátt vél stendur. Eðlilega stendur bíll á stórum börðum hærra en ella og hjálpar að því leyti til. 38″ bílar (svo einhver tala sé nefnd)eru hinsvegar mjög misháir og því er varasamt nota dekkjastærð sem eitthvað viðmið.
Bendi ég á mynd á http://www.landsbjörg.is af vatnavöxtum í Þórsmörk. Myndin sýnir Unimog frá FBSH í talsverðu vatni. Í útvarpinu heyrði ég að talað var um að bílinn hefði oft flotið upp þrátt fyrir að vera á 59″ belgmiklum dekkjum. Ástæðan fyrir að bílinn flýtur upp eru einmitt belgmikil dekk. Á original skurðarskífunum hefði þetta miklu síður gerst.
Myndin sýnir einnig hlut sem væntanlega skiptir mun meira máli en dekkjastærðin. Það er snorkelið. Ég undra mig oft á því hversu fáir hafa þennan mjög svo nauðsynlega búnað því ég hef horft upp á talsverðan fjölda bíla taka inn á sig vatn og eyðileggja bæði vél og annars skemmtilega ferð.Kv. Árni Alf.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.09.2004 at 17:21 #505310
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Alfreð.
Ég hef ekið yfir krossána á sama bíl á 30",31",33" og 35" dekkjum. Vandamálið er hinsvegar það að áin var náttúrulega aldrei eins.
Ein kynni mín af ánni var einn dag þegar mikið var í henni og hún rann öll í einum farvegi. Ég fór tölvert ofarlega ofaní ánna (hefði kanski átt að fara enn ofar) og tók stefnuna á bakkann hinu meginn mun neðar. Allt eftir bókinni. Ég var með pabba gamla á Pajero og hann fór fyrst. Bíllinn hjá honum skrikaði pínulítið til og hann komst klakklaust yfir en þegar ég fór ofaní álinn snérist bíllinn tölvert og mátti í sjálfu sér litlu muna að ég færi hálfhring og þá hefði farið illa. Ég fór akkúrrat sömu leið og pabbi en hver er munurinn.
Bíllinn minn er stærri og líklega tæpum 100 kg þyngri, enginn teljandi munur. Húsið á pajero situr mun hærra og getur hleypt meira vatni undir sig með minni mótstöðu. Á bílnum mínum eru þónokkuð stór gangbretti sem hafa trúlega verið vendipungturinn í dæminu. Brettið virkaði eins og túrbína.
Hefði ég verið á 38" dekkjum þá hefði vatnið runnið nánast óhindrað undir bílinn og hann hefði stigið um 80% af þunga sínum til botns og þ.a.l. ekki haggast.
Það eru orð sem ég stend við. Það var bíllinn sem flaut upp þ.e. yfirbyggingin. Hún er líka heill veggur sem hleypir engu vatni í gegnum sig en undirvagn bílsins gerir það.
Kv Isan
P.s. það má ekki hækka bíl nema 25 cm og ef þú vilt að vatnið berji ekki á hurðinni hjá þér þá verður að setja stærri dekk. Þar liggur hækkunin.
03.09.2004 at 18:04 #505312Sælir
Af þessari umræðu má komast að þeirri niðurstöðu að undir bíla sem eru breyttir fyrir 38"+ ætti maður að nota há en belglítil dekk (það er þegar ekki er ekið í snjó) og má þar nefna dekk eins og Good Year 37"x12,5" og Dick Cepek 37"x13,5". Svo er hægt að eiga 38" fyrir vetrarakstur.
kv
Arnar
03.09.2004 at 22:01 #505314
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mæli með að menn skoði þennan þráð varðandi þetta mál.
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1559
Þar hafa nokkrir snillar reiknað það út að flotkraftur dekkja er ekki ráðandi um það hvort bílar fljóti upp eða ekki. En að sjálfsögðu bæta þau ekki úr skák á mjög léttum bíl.
03.09.2004 at 23:10 #505316Gott að fá ábendingu um þennan þráð. Þarna er gróft reiknað út að bíllinn léttist um hátt í eitt tonn á 38" dekkjum, þó vissulega spili fleira inn í t.a.m. hæð undir hús, flot sem hús bílsins veldur, lögun húss eins og Izan bendir hér réttilega á.
Í miklum straumi þá hlýtur mikil þyngdarminnkun að skipta máli og bíllinn flýtur mun fyrr af stað. Fyrir allmörgum árum átti ég neon-grænan Willys á 40" dekkjum með talsvert þungri yfirbyggingu. Bíllinn lét einstaklega illa að stjórn í djúpu og straumhörðu vatni og fór mjög fljótlega á flot. Ég prófaði þennan sama bíl á ca. 32" tommu dekkjum og þrátt fyrir að vera eitthvað lægri þá fannst mér ég mun öruggari því bíllinn flaut mun síður upp, dekkin höfðu snertingu við botn og hægt var að stjórna hvert hann fór.
Ekki má skilja mig svo að menn eigi að setja einhverjar skurðarskífur undir fyrir Merkurferð heldur var ég upphaflega að benda á villandi umræðu á vefnum. Hugsanlegt er að þessi umræða hafi stuðlað að frétt í útvarpinu og grein í Morgunblaðinu sem sagði að aðeins væri fært bílum á 38" dekkjum eða stærri yfir Krossá. Þetta eru villandi og hættulegar upplýsingar fyrir þá sem þekkja lítið til vatnamennsku. Hvergi var minnst á að betra væri að hafa loftinntakið ofarlega.
Kv. Árni Alf.
04.09.2004 at 12:11 #505318Getur ekki einhver snjallari en ég mælt eða slegið því upp hversu mikið bíll er að hækka eða lækka við dekkjaskiptingu. Þannig væri t.a.m. 30" dekk mælt frá gólfi og upp í miðja felgu (mitt felgugat). Með því að mæla svo allar dekkjastærðir fengjum við töflu samanburði á 29"-44"+.
Eðlilega er stendur bíll breyttur t.d. fyrir 44" breytingu mun hærra en óbreyttur bíll. Svona töflu væri samt gaman að fá til að sjá hversu mikið slíkur bíll er að lækka eða hækka við dekkjabreytingu. Þætti vænt að fá einhverjar uppl. um þetta ef þær eru tiltækar.
Kv. Árni Alf.
04.09.2004 at 12:57 #505320
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við hverja tommu sem dekkið stækkar, hækkar bíllinn um 1,27cm. Þannig að munurinn á hæð bíls hvort að hann sé á 29" eða 44" er (44-29) x 1,27 = 19,05cm
04.09.2004 at 13:40 #505322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Uhh nei
Ég held að þumalputtareglan sé þessi. Við hverja tommu sem dekkið stækkar þá hækkar hæð bílsins um eina tommu. Hann hækkar um hálfa tommu frá hásingu að jörð og hálfa tommu frá hásíngu að húsi (óháð því hvort hækkað sé á fjöðrun eða húsi). Þannig að munurinn er einfaldlega 44-29=15 tommur.
Algengt er að hækka bíla um 10cm á húsi til að koma 38" undir. Ef bíllinn var á 30" dekkjum þá var hann að hækka um 4 tommur á dekkjum og 4 tommur á húsi eða samtals 8 tommur.
kveðja,
sven
04.09.2004 at 13:40 #505324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eða svo við einföldum málið, bíllinn hækkar um helming af því sem dekkjastærðin eykst. 30? dekk er 30? í þvermál og þar með hæð frá gólfi og inn að miðju helmingurinn af því eða 15? og 38? er 8? meiri í þvermál og hækkar bílinn því um 4? eða rúma 10 cm frá því sem hann væri á 30". Það munar um það.
Eða var þetta annars ekki einföldun.
Ég held að það sé rétt sem hér kom fram að straumur skiptir mestu máli og ef hann fer saman með nægjanlegu dýpi til að dekkin fari á kaf og vatnið sé farið að berja á hliðum bílsins er komin hætta. Ég sá í sumar 2,5 tonna Krúser fljóta til eins og korktappa í á, en áður höfðum við vandræðalaust krossað aðra á sem var í raun dýpri. Munurinn þarna var að í síðari ánni var staumþunginn mun meiri.
Annað í þessum vatnapælingum, ef menn hafa læsingar er um að gera að nota þær í straumám. Það eykur möguleikann á að einhver hjól nái að krafsa í botninn þó flotkrafturinn sé farin að lyfta bílnum eitthvað.
Kv – Skúli
04.09.2004 at 13:50 #505326
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sven, hæð frá hásingu að húsi breytist ekki við að skipta um dekk nema þú sért að jafnframt að gera einhverjar aðrar breytingar. Ég keyri á 35? í saklausum sumarakstri en set 38? undir á veturnar og jafnvel í lengri sumarferðum. Þarna munar 3? í stærð dekkja og hún skilar mér 1,5? í hækkun á bílnum. Þessi 1,5? frá miðju og að efri brún dekksins hefur engin áhrif, heldur bara þessi 1,5? frá miðju og niður á jörð.
Kv – Skúli
04.09.2004 at 14:23 #505328Eru menn að gleyma sér í því að dekk séu eins og björgunarkútar? Það sem setur bíla aðalega á flot er gólfið og straumþungi. Segjum sem svo að við myndum keyra Patrol á 44" út í höfnina, hann flýtur ekki upp aftur.
04.09.2004 at 15:53 #505330[b:2scbd49b]Skúli skrifaði:[/b:2scbd49b]
[i:2scbd49b]
Sven, hæð frá hásingu að húsi breytist ekki við að skipta um dekk nema þú sért að jafnframt að gera einhverjar aðrar breytingar. Ég keyri á 35? í saklausum sumarakstri en set 38? undir á veturnar og jafnvel í lengri sumarferðum. Þarna munar 3? í stærð dekkja og hún skilar mér 1,5? í hækkun á bílnum. Þessi 1,5? frá miðju og að efri brún dekksins hefur engin áhrif, heldur bara þessi 1,5? frá miðju og niður á jörð.
[/i:2scbd49b]Á maður að skilja á þessu að þú hafir ekki þurft að hækka bílinn neitt meira til að koma 38" dekkjunum undir?
Sven tala um það að til þess að koma x stærra dekki undir þurfir þú að auka (hækka) bilið í body um 1/2 x eða 1/4 x með því að skera úr og því færðu mesta af hækkuninni undir body en ekki bara hálfa dekkja stærðina eins og þú talar um.
Kveðja Fastur
04.09.2004 at 16:49 #505332
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað er hátt undir meðalbíl á 38"? Hilux, landcruiser, patrol og fleiri svona hlunka. Undir 30" Löduna hjá mér er á milli 37-42 cm undir bílnn nema náttúrulega klafa og hásingu. Ég hef séð marga bíla á mikið stærri dekkjum sem ekkert er hærra undir. Stundum minna. Þá myndi ég ætla að ég kæmist léttilega í jafn mikið vatn og þeir. Eða hvað.
04.09.2004 at 17:00 #505334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kannski ég umorði þetta aðeins því svona hlutir koma alltaf vitlaust frá mér. Ég get kannski ekki sagt að Ladan sé hærri en nokkur 38" bíll en þó er hún hærri en margir 33" og 35" og það nokkuð hærri en nokkrar tegundir eins og vitara og fl. Eitthvað hefur nú samt verið um að það að menn á svona bílum segi að ég komist ekkert á eftir þeim þegar ég ætti kannski frekar að komast það.
04.09.2004 at 18:01 #505336
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
personulega finnst mer betra að vita af belgmiklum dekkjum undir bilnum þegar ekið er ofan i straumharðar ár, skurðarskifurnar geta verið ansi fljotar að sökkva niður i sand og krús og drullu og þá er billinn orðin ennþá lægri, og mesta atriðið er að ganga fra loftinntakinu rétt, margar bilategundir verða einnig stöðugri eftir því sem dekkin verða breiðari, ég mann nu eftir videói her a vefnum i umræðu um snorkel þar sem trooper flytur upp og flytur til og frá hann hefði an efa flotið upp seinna ef hann hefði verið a 59" dekkjum, en þetta snyst engu að siður um strauminn það er hann sem er hættulegur ekki vatnsdýptin þessi unimog getur keyrt i vatni vel upp á frammrúðu í lygnu vatni enn þegar vatnið er orðið að beljandi fljoti þá getur allt gerst, í þessu tilviki hefði verið gaman að sja gömlu man bilana sem björgunarsveitirnar hafa att á 4 hasingum þeir eru tilvaldir i svona slark,.
04.09.2004 at 20:43 #505338
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Fastur, spurning hjá Árna Alf var:
?Getur ekki einhver snjallari en ég mælt eða slegið því upp hversu mikið bíll er að hækka eða lækka við dekkjaskiptingu. Þannig væri t.a.m. 30" dekk mælt frá gólfi og upp í miðja felgu (mitt felgugat). Með því að mæla svo allar dekkjastærðir fengjum við töflu samanburði á 29"-44"+.?
Það er þessu sem ég er að svara, þ.e. hver hækkun er við dekkjaskiptinguna sem slíka. Ég þurfti að hækka bílinn fyrir 38? en núna er hann t.d á 35? (sumardekkin) og þegar ég skipti aftur um dekk og set 38? undir hækkar hann um 1,5? eða u.þ.b. 3,8 cm. Við þurfum ekki töflu til þess að sjá þetta þar sem reiknireglan er í raun svo einföld.
Hitt er raunar flóknara að skrá nema það sé gert fyrir hverja bíltegund og hverja útfærslu af upphækkun. En í sjálfu sér er formúlan þá einfaldlega: hækkun á boddýi + hækkun á fjöðrun + helmingur af mismun á dekkjastærð. Þá erum við að tala um t.d. á bílnum hjá mér sem er með 10 cm hækkun á gormum og enga boddýhækkun: 10cm + 3,8 (1,5?) = 13,8 cm sem er hærra undir hann eftir breytingu en fyrir.
Og þannig hleypir hann helling af vatni undir sig sem mér finnst gott að vita, en reyni þó að treysta ekki á það um of heldur halda varúðarreglur.
Ég er líka sammála Tröllinu um að mér finnst gott að hafa stór og belgmikil dekk undir bílnum því auk flothættu getur sandbleyta verið lúmsk hætta. Breiðari dekk gera bílinn líka stöðugri.
Kv – Skúli
05.09.2004 at 12:55 #505340
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
ég hef talsvert verið viðloðandi Þórsmörkina á s.l. árum og hef þar af leiðandi verið vitni af allskonar aðstæðum og uppákomum.
Allir þeir bílar og trukkar sem ég hef séð "fljóta" upp eða hnikast til undan sterkum straumi hafa gert það þegar vatnsflaumurinn nær vel upp á boddýið.
Það tekur alltaf dágóða stund að fylla boddýið af vatni og þangað til virkar það sem stærra flotholt en hvaða dekk sem er undir bílnum (kannski fyrir utan 8×8 fox á 44")
Ég man eftir einum manni sem keyrði áætlunina fyrir Austurleið í mörkina sem sagðist oft hafa opnað lestarnar látið fljóta þar í gegn til að komast yfir.
Oft hafa litlir bílar farið meira heldur en stórir þar sem þeir litlu "flutu" betur, fóru þar af leiðandi ekki eins djúpt og komust klakklaust yfir á meðan þeir stóru fylgdu botninum og bleyttu kveikjukerfið.
Það sem skiptir allra mestu máli í þessu öllu kemur bílnum sjálfum lítið við. Það er að vita hvað þú ert að fara útí, vita hvernig botninn er, dýpið, hvort og þá hvar stórir hnullungar eru eða sandbleyta og síðast en ekki síst, vita hvernig kanturinn (uppgangan) er.
Þá fyrst er hægt að taka afstöðu til þess hvort að bíllinn eigi nokkuð erindi þarna útí.Snorkel eru náttúrulega gulls í gildi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.